Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 17
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Norðurland vestra | Einkahluta-
félag um bættar vegsamgöngur,
Leið ehf., hefur kært ákvörðun
Skipulagsstofnunar þess efnis að
framkvæmdir við hringveg milli
Brúar og Staðarskála í Hrútafirði
væru ekki líklegar til að hafa í för
með sér talsverð umhverfisáhrif og
skyldu því ekki háðar mati á um-
hverfisáhrifum. Vegagerðin hefur
fyrirhugað að endurgera hringveg í
Hrútafirði á 7,6 km kafla sem þverar
Hrútafjörðinn á nýjum stað og endar
1 km norðan Staðarskála. Hluthafar
í Leið ehf. vilja að fjallað verði um
möguleika á annarri legu vegarins
en fram kemur í áætlun Vegagerð-
arinnar. Telja þeir að taka verði til
skoðunar þann möguleika að þvera
fjörðinn mun norðar, á móts við
Reyki og yfir á Kjörseyri á Strönd-
um. Við það mundi leiðin yfir fjörð-
inn milli Vestfjarða og Norðurlands
vestra styttast um 30 km í stað 7 km,
eins og hugmyndir Vegagerðarinnar
gera ráð fyrir. Hluthafar Leiðar ehf.
benda á að fjörðurinn sé aðeins 1.300
metra breiður og tiltölulega grunnur
auk þess sem langt rif gangi út í
fjörðinn á þeim stað sem mælt er
með.
Línuhönnun vann grófa kostnað-
aráætlun fyrir Leið ehf. sem gerir
ráð fyrir að kostnaðurinn við
framkvæmdina gæti numið allt að
1.300 milljónum króna og efnis-
magnið yrði nær tífalt meira en í fyr-
irhuguðum aðgerðum Vegagerðar-
innar.
Mikill ávinningur
Þrátt fyrir að vera mun kostnað-
arsamari er það mat hluthafa Leiðar
ehf. að framkvæmdin geti haft já-
kvæð áhrif á samgöngur og skilað
sér aftur til samfélagsins. Er bent á
að ef hugmyndin yrði að veruleika
yrði um mestu styttingu við þverun
fjarðar á Íslandi að ræða að Hval-
fjarðargöngunum undanskildum.
Þar að auki hefðu framkvæmdirnar í
för með sér að umferð væri hægt að
beina um Laxárdalsheiði í stað
Holtavörðuheiðarinnar, sem hefur
reynst steinn í götu margra vegfar-
enda. Í kæru sinni vekja hluthafar í
Leið ehf. jafnframt athygli á því að
framkvæmdin sé hvorki í samræmi
við aðalskipulag Húnaþings vestra
2002–2014 né aðalskipulag Bæjar-
hrepps 1995–2015 og kalli því á
breytingar á þeim.
Leið ehf. var stofnað árið 2001 og
beitir félagið sér fyrir framþróun í
samgöngum á landi m.a. með því að
annast fjármögnun og eftir atvikum
gerð og rekstur vega og annarra
samgöngumannvirkja. Rúmlega 30
aðilar eiga hlut í félaginu og meðal
þeirra má nefna Ásdísi Leifsdóttur,
sveitarstjóra í Hólmavíkurhreppi,
Harald Líndal Haraldsson, sveitar-
stjóra í Dalabyggð og Jónas Guð-
mundsson, sýslumann á Bolung-
arvík.
Hrúta-
fjörður
verði
þveraður
norðar
. 0!
#
!"! 1 23
23 ! 4 .5 6!)!7!
'
! "
!!
Siglufjörður | Þeir sem leggja leið
sína til Siglufjarðar reka eflaust
augun í húsvegg sem snýr að helstu
umferðargötu bæjarins, Túngöt-
unni. Þannig er mál með vexti að
veggurinn hefur allur verið klæddur
með Morgunblaðinu. Fríða Gylfa-
dóttir, handverkskona á Siglufirði,
hefur fundið gömlum upplögum
blaðsins þennan nýstárlega farveg.
„Ég byrjaði fyrir nokkrum árum á
því að vinna með Morgunblaðið í
litlum myndum, stækkaði svo smám
saman það sem ég var að vinna með
og var á endanum farin að klæða
húsgögn í dagblöð. Svo þegar ég
flutti vinnustofuna hingað, klæddi ég
húsið sjálft í Morgunblaðið. Þetta
var sjálfstætt framhald af því sem ég
hafði verið að gera áður. Hvað kem-
ur eftir það, veit enginn,“ segir
Fríða.
Morgunblaðið segist Fríða hafa
valið til verksins vegna þess að blað-
ið státi af myndrænasta letrinu í
heiti blaðsins auk þess sem letrið sé
oftast svart-hvítt á síðum Morg-
unblaðsins.
Fríða hefur ásamt manni sínum
og syni búið við Túngötuna í nokkur
ár og þegar húsnæðið handan göt-
unnar losnaði í lok síðasta árs réðust
þau hjónin í að kaupa það. Hún hef-
ur verið í óða önn að koma sér fyrir á
vinnustofunni og opnaði hana form-
lega sama dag og Þjóðlagasetrið var
opnað hinn níunda júlí síðastliðinn.
„Þetta verður vinnustofan mín en
allt verður til sölu og fólki er vel-
komið að kíkja inn og skoða, en ef
það kemst ekki norður til okkar þá
verður fljótlega opnuð vefsíðan
www.frida.is, þar sem gefur að líta
allt það sem ég er að gera,“ segir
Fríða. Á vinnustofu Fríðu kennir
ýmissa grasa en hún málar á tré og
léreft, lampaskerma, húsgögn og
hurðir svo eitthvað sé nefnt.
Á myndinni gefur að líta Fríði
Gylfadóttur í anddyri laglega
skreyttrar vinnustofunnar við Tún-
götu.
Klætt með Mogganum
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson