Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bagdad. AFP. | Að minnsta kosti 48 létu lífið og 60 særðust í árás á útimarkað í bænum Mah- moudiya suður af Bagdad, í gær. Byssumenn skutu á mannfjöldann og sprengjur sprungu á svæðinu. Margar konur og börn voru á meðal þeirra sem fórust og mikil ringulreið skapaðist á svæðinu. Talið er að flestir hinna látnu séu sjítar. „Fyrst sprakk bílsprengja á markaðnum og eftir það komu vopnaðir menn sem skutu á fólkið og sölubása á markaðnum,“ sagði heim- ildarmaður AFP-fréttastofunnar í innanrík- isráðuneytinu. Samkvæmt öðrum fréttamiðl- um var hins vegar um sprengjur frá sprengjuvörpum að ræða. Meira en 20 víga- menn komu síðan í nokkrum bílum og hófu skothríð á meðan þeir keyrðu um markaðinn. Bæði sjítar og súnnítar búa í bænum. Uppreisnarmenn í Írak hafa beint spjótum sínum að útimörkuðum á síðustu vikum, og hafa margir óbreyttir borgarar fallið. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina. Súnnítar á þingi segja að árásin kunni að hafa verið hefnd fyrir morð á sjö súnnítum en lík þeirra fundust í borginni á sunnudag. Þá féllu tveir bandarískir hermenn í Bagdad í árásum í vestur- og suðurhluta borgarinnar í gær. Alls hafa 2.547 hermenn Bandaríkjahers fallið í Írak frá upphafi innrásarinnar í mars 2003. Brottflutningi japanska hersins lokið Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Jap- ans, tilkynnti í gær að lokið hefði verið við brottflutning japanskra hermanna frá Írak. Herlið Japana var staðsett í Muthanna-hér- aði, en Koizumi gaf því fyrirskipun um að yf- irgefa Írak eftir að Nouri al-Maliki, forsætis- ráðherra landsins, tilkynnti að Írakar myndu taka við öryggisgæslu í héraðinu. Alls voru 600 japanskir hermenn í Írak. Ekkert mannfall varð í liði þeirra og ekki er vitað til þess að þeir hafi þurft að grípa til vopna. Var um að ræða fyrstu þátttöku Jap- ana í stríðsátökum allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945. Hátt í fimmtíu féllu í árás á útimarkað í Írak AP Læknar gera að sárum ungs fórnarlambs upp- reisnarmanna á sjúkrahúsi í Bagdad í gær. Japanar kalla herlið sitt heim frá landinu KONA syrgir látinn son sinn sem var á meðal fórnarlamba þegar hitabeltisstormurinn Bilis gekk yfir sex héruð í suðausturhluta Kína um helgina. Að minnsta kosti 177 manns hafa lát- ist af völdum stormsins, en jafnframt er ótt- ast um líf 120 manna sem enn er saknað. Þá varð mikið eignatjón í storminum en talið er að tugþúsundir heimila og mikið ræktarland hafi eyðilagst í fárviðrinu. AP Fárviðri í Kína Sydney. AFP. | John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, kynnti í gær hugmyndir um að gera landið að „orkustórveldi“ í náinni framtíð sem meðal annars felast í aukinni notkun kjarn- orku. Efnahagsuppgangurinn í Suður-Asíu gegnir lykilhlutverki í þessari áætlun, en Kín- verjar kaupa þegar mikið magn af kolum og gasi frá Ástralíu. Þannig sagði Howard gestum sérstakrar ráðstefnu hagfræðinga í Sydney, að orkulindir Ástralíu væru mikilvæg tekjulind sem skilaði nú þegar 2.540 milljörðum íslenskra króna í út- flutningstekjur. „Sem skilvirkur og áreiðanlegur orkusali hefur Ástralía gríðarleg tækifæri til að auka hlut sinn í orkuviðskiptum heimsins,“ sagði Howard á ráðstefnunni. „Með réttu áhersl- unum getum við orðið að orkustórveldi.“ Í rökstuðningi sínum fyrir þessu mati sagði Howard að árið 2030 væri því spáð að Indverj- ar og Kínverjar myndu nota sem svarar þre- faldri orkunotkun Bandaríkjanna í dag og að vegna landfræðilegrar legu sinnar væri Ástr- alía í ákjósanlegri stöðu til að selja þessum ríkjum orku. Þá benti hann á að Ástralía væri stærsti út- flytjandi á kolum í heiminum, auk þess sem því væri spáð að árið 2015 myndi landið verða næststærsti útflytjandi heims á náttúrulegu gasi. Útflutningur á jarðefnaeldsneyti frá Ástralíu gæti aukist enn frekar, því að sögn Howards eru olíulindir landsins enn að mestu leyti ókannaðar og vannýttar. Ennfremur minnti forsætisráðherrann gesti ráðstefnunnar á að Ástralía hefði mikil sókn- arfæri á sviði endurnýjanlegrar orku, meðal annars vegna mikilla möguleika á framleiðslu sólarorku. Mikið flutt út af úraníum Í Ástralíu er einnig að finna um 40 prósent af úraníumbirgðum heimsins og sagði Howard það jafngilda hræsni að selja það öðrum þjóð- um til kjarnorkuvinnslu, á meðan Ástralar mættu ekki nýta það með sama hætti sjálfir af umhverfisástæðum. „Orku- stórveldið“ Ástralía Umhverfissinnar mótmæla sýn Howards í orkumálum á næstu áratugum í Sydney. Moskva. Peking. AFP. | Rússnesk dagblöð lýstu í gær yfir óánægju sinni með að stjórnvöldum í Moskvu skyldi hafa mistekist að afla stuðnings Bandaríkjastjórnar fyrir því að Rússum yrði veitt aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Hlutur Rússa í heimsbúskapnum hefur aukist á undanförnum árum, meðal annars vegna hás olíuverðs og voru rússneskir blaða- menn því bjartsýnir á að hagstæð niðurstaða myndi nást á fundinum. Bandaríkjastjórn er eina þjóðin af 149 aðild- arríkjum WTO sem ræður yfir stóru hagkerfi sem á eftir að gefa samþykki sitt fyrir inngöngu Rússa að stofnuninni. Búist hafði verið við því að það samþykki myndi fást á fundi G8- ríkjanna, helstu iðnríkja heims, í St. Pétursborg um helgina, en svo varð ekki. Rússar voru þannig ekki tilbúnir til að breyta heilbrigðiskröfum fyrir innflutt kjöt frá Banda- ríkjunum og er talið að það hafi reynst samn- ingsaðilum óyfirstíganleg hindrun. „Brjálað naut,“ sagði í rússneska dagblaðinu Gazeta, sem gagnrýndi að jafnveigalítið atriði skyldi hafa spillt samningaviðræðunum. Þannig sagði blaðið verðmæti kjötinnflutnings frá Bandaríkjunum til Rússlands aðeins vera met- inn á 20 milljónir dollara, eða um tvö prósent af heildarverðmæti slíks innflutnings til landsins. „Glatað tækifæri,“ sagði í viðskiptadag- blaðinu Vedomosti. Dagblaðið Vremya Novos- tei gekk lengra og sagði í fyrirsögn að „krafta- verkið gerðist ekki“. „Vangeta rússnesku samningamannanna í viðræðunum við Banda- ríkjamenn kom á óvart,“ sagði í Vremya Novos- tei. Segir Rússa „litla bróður“ Dagblaðið Kommersant tók nokkuð öðruvísi á málinu og hafði það eftir rússneskum embætt- ismönnum að stjórnvöld í Washington hefðu notað deilur um kjötinnflutning til að spilla fyrir samningaviðræðum á víðari grundvelli. „Þetta þýðir að Bandaríkjamenn leituðu hefnda gegn Rússum vegna afstöðu þeirra í öðrum málum,“ sagði í Kommersant. Susan Schwab, sem leiddi viðræður samn- inganefndar Bandaríkjastjórnar, sagði hins vegar í kjölfar þess að viðræðurnar við Rússa fóru út um þúfur, að samkomulag ætti að nást um inngöngu þeirra í WTO innan „tveggja til þriggja mánaða“. Þrátt fyrir deilurnar um kjötinnflutninginn voru Rússar bjartsýnir allt fram á síðustu stundu um að samkomulag um inngönguna myndi nást áður en fundinum lyki. Þannig sagði Alexei Kúdrín, fjármálaráð- herra Rússlands, að samkomulag við Bandarík- in myndi nást, þrátt fyrir að síðarnefnda þjóðin „liti niður á“ Rússa í viðræðunum. „Við erum í hlutverki litla bróður … sem er litið niður á,“ sagði Kúdrín á sunnudag. Kínverjar ósáttir eftir útboð Til tíðinda dró í rússnesku viðskiptalífi í gær þegar CNPC, stærsta olíufyrirtæki Kína, mis- tókst um helgina að tryggja sér þriðjung þeirra hlutabréfa sem í boði voru í rússneska olíurisan- um Rosneft. Alls vildi CNPC fjárfesta fyrir sem nemur um þremur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 227 milljörðum íslenskra króna, í Ros- neft en þurfti að sætta sig við þriðjung þeirrar upphæðar, að því er fram kemur í dagblöðunum Financial Times og Beijing Morning Post. Olíufyrirtækin British Petroleum og Petro- nas fengu hins vegar hvort um sig að kaupa bréf í Rosneft fyrir sem nemur um 75 milljörðum króna. Að sögn AFP-fréttastofunnar féllu kröf- ur kínverska fyrirtækisins um bættan aðgang að orku í grýttan jarðveg hjá stjórnendum Ros- neft, nú þegar mikið er rætt um vaxandi sam- vinnu ríkjanna í orkumálum. Rússnesk dagblöð gagnrýnin Segja deilur um smáatriði hafa komið í veg fyrir inngöngu í WTO MONGÓLSKI sumo-glímumeistarinn Asashoryu sveiflar japanska glímumanninum Kotomits- uki með tilþrifum í einvígi þeirra í japönsku borginni Nagoya í gær. Asashoryu vann einvígið 9-0 og tók forystu í keppninni. Sumo-glíma er ævaforn íþrótt sem vekur enn umtal í Japan. AP Ekkert gefið eftir í hringnum Haag. AP. | Dómsstóll í Hollandi neitaði í gær að banna nýstofnaðan stjórnmála- flokk barnaníðinga þar í landi. Flokkur- inn var stofnaður í maí og hefur meðal annars á stefnuskránni að lækka kynferð- islegan lögaldur úr 16 árum í 12 ár og að barnaklám og kynferðisleg misnotkun á dýrum verði leyfð. Flokkurinn hyggst bjóða fram í þing- kosningum í nóvember en mikil reiði greip um sig í samfélaginu þegar hann var stofnaður. Andstæðingar freistuðu þess að fá hann bannaðan með lögum á þeim forsendum að börn ættu ekki að þurfa að heyra um stefnumál flokksins. Dómarinn sagði að flokkurinn ætti rétt á sér eins og aðrir flokkar og kjósendur yrðu að dæma um flokkinn í kosningum. Ólíklegt er að hann nái inn manni á þing þar sem hann þarf a.m.k. 60 þúsund at- kvæði til þess en talið er að hann fái ef til vill nokkur hundruð. Þá þarf hann undir- skrift 30 stuðningsmanna til að mega bjóða sig fram og telja má óvíst að hann nái að uppfylla það skilyrði en flokks- menn eru einungis þrír. Bannar ekki flokk barna- níðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.