Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í HAUST eru 8 á liðin frá því ég stóð frammi fyrir stórfelldum ásök- unum, sem síðar átti eftir að koma í ljós, að voru upplognar og falsaðar sakir þess efnis, að ég hefði átt að hafa stolið 2.212.360 kr. af Vestur- Landeyjahreppi. Þessu var komið í þann búning, að ákæruatriði rík- issaksóknara, Boga Nílessonar, voru þrjú. Aðrir höfundar þessa heila- spuna voru m.a. Magnús Benedikts- son, endurskoðandi, og Einar Svein- björnsson, endurskoðandi í KPMG. Ekki skal gleymt að geta fleiri merkismanna, sem þarna komu við sögu, svo sem sjálfs forstjóra KPMG, Ólafs Nílssonar, Halldórs Hróars Sigurðssonar, endurskoðanda hjá KPMG og Húnboga Þorsteinssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra í félags- málaráðuneytinu, að ógleymdum rík- islögreglustjóra, Haraldi Johann- essen og ýmsum héraðsdómurum. Þessi hópur manna, og fleiri, virtust hafa það helst fyrir stafni, að koma mér saklausum á kné. Svo var ákafinn mikill í þessu liði, að ekki einungis var ákæru logið frá rótum, heldur var og tví-ákært, er leiddi til þess, að ákæruvaldið varð fljótlega að draga eina ákæru af þremur til baka. Fyrir löngu hefði ákæruvaldið átt að vera búið að fella niður ákæruna um meintan fjárdrátt minn að upphæð 500.000 kr. En þess í stað er stöðugt vegið í sama kné- runn, og ákærunni sífellt haldið áfram. Þá færði Einar í KPMG með skýrslu, dags. 10. febrúar 1999, á mig persónulega til greiðslu, hluta af lán- um Vestur-Landeyjahrepps. Hefur svo staðið síðan, án þess að ég hafi fengið þetta fé endurgreitt. Hvað skyldi sú upphæð vera há í dag, að viðbættum vöxtum? Það kom í ljós eftir á, að Magnús endurskoðandi virtist sjálfur hafa áttað sig á rangfærslum sínum og endurgreiddi hann því Vestur- Landeyjahreppi vinnulaun sín af sjálfsdáðum. Þetta gerði hann 8. og 31. desember 1998, og nam upp- hæðin samtals tæpum 700.000 kr. Einar í KPMG hjálpaði Magnúsi upphaflega að fela þetta með því að skýra ekki frá því í skýrslu sinni dags. 10. febrúar 1999. Einar sagði ekki heldur frá því í skýrslu sinni, að Magnús lét lögmann sinn, Guðmund Ágústsson, færa fé inn á reikning Vestur-Landeyjahrepps hinn 21. desember 1998 með eftirfarandi skýringum: „Innborgun kr. 500.000 vegna viðskiptaskuldar Eggerts Haukdal.“ Rannsóknarmenn og dómarar virðast ekki hafa orðið tiltakanlega mikið varir við hinar margfrægu 500.000 krónur Magnúsar Bene- diktssonar endurskoðanda, þótt lengi sé búið að halda þessari villu til streitu. Í þessu sambandi er og vert að veita því athygli, að í nýjum úrskurði frá Hæstarétti frá 21. júní 2006 segir svo á bls. 9: „… að engin lagaheimild sé til að fella refsiábyrgð á bæj- arstjóra, sveitarstjóra eða oddvita fyrir mistök löggilts endurskoðanda, sem starfar í þágu sveitarfélagsins.“ Þá er og vert að vekja athygli á því atriði í hinum nýja úrskurði, þar sem segir að fram muni fara nýtt mat tveggja dómkvaddra manna á gögn- um málsins. Rétt er að geta þess, að árið 2001 höfnuðu ríkislögreglustjóri, ríkissaksóknari og dómsmálaráð- herra þeirri beiðni heimamanna, að fram færi opinber rannsókn á mál- inu. Þrátt fyrir þá höfnun, fór fram dómkvatt mat í málinu, sem liggur fyrir frá 20. desember 2004, auk þess sem bókhaldið var endurgert fyrir hin umdeildu ár 1994, 1995 og 1996, án þess að sú vinna væri greitt af Réttargæslunni, ekki frekar en mat- ið. Þá liggur fyrir, að Magnús endur- skoðandi breytti reikningum áranna 1994, 1995 og 1996, löngu eftir að þeir höfðu verið samþykktir, án nokkurs samráðs við hreppsnefnd, skoðunarmenn eða oddvita, enda var það að sjálfsögðu ólöglegt. Enn fremur liggur fyrir yfirlýsing vörslu- manns bókhalds Vestur-Land- eyjahrepps til margra ára, Einars í KPMG, svohljóðandi: „Fylgiskjöl nr. 290 til 296 eru ekki í fylgiskjala- möppunni.“ Ekki er vitað til þess, að for- stöðumenn málaferlanna hafi spurt vörslumanninn, Einar í KPMG, eftir hinum týndu fylgiskjölum. Þá er vert að vekja athygli á, að engin rannsókn hefur farið fram á vinnubrögðum endurskoðendanna Magnúsar Bene- diktssonar og Einars Sveinbjörns- sonar, né þess hóps manna, sem ég nafngreindi í upphafi þessarar grein- ar. Þakka ber Hæstarétti fyrir það, að hann tók þá ákvörðun að ósk minni, að láta alla þá hæstarétt- ardómara, sem margoft hafa dæmt mig fyrir að stela 500.000 kr., taka pok- ann sinn í þessu máli. En þó án þess að þeir tækju með sér 500.000 króna ákæruna, sem þeir hafa skenkt mér hátt í tíu sinn- um. Engin rannsókn hefur farið fram á fölsuðum og breyttum fylgiskjölum. Hvaða valdsmaður breytti númerum á fylgiskjölum nr. 270 og 290? Er vanalegt í endur- skoðunarstarfi sveitarsjóðs- reikninga, að hægt sé að breyta margra ára samþykktum reikn- ingum sveitarfélaga, eins og Magnús endurskoðandi og KPMG gerðu við reikninga Vestur-Landeyjahrepps árin 1994, 1995 og 1996? Það eru liðin 60 ár frá því að for- eldrar mínir fluttust með börnum sínum í Vestur-Landeyjahrepp. Þau komu frá Flatey á Breiðafirði, þar sem þau höfðu notið vinsælda og áhrifa sökum mannkosta sinna. Flestir sveitungarnir hér tóku þeim opnum örmum, en fámennur hópur framsóknarmanna var ekki sáttur við föður minn heitinn. Sakir hans voru þær einar, að hann naut vin- sælda og var því kosinn til trún- aðarstarfa árið eftir að hann kom hingað. Hinn fámenni hópur hafði hins vegar ætlað sér þau störf. Til þess að gera langa sögu stutta, tókst þessum litla hópi ekki að koma í veg fyrir framfarir í hreppnum, og ekki heldur að hindra það, að vinsæll mað- ur næði kosningu. Nokkrum áratugum síðar tókst hins vegar ættingjum þess fólks, sem á sínum tíma hafði veitzt að föður mínum, með hjálp ákæruvaldsins og með upplognum og fölsuðum sökum að vinna stundarsigur með lygina eina að vopni. Það var svo hinn 23. febrúar á því Herrans ári 1999, að 9 íbúar Vestur- Landeyjahrepps kærðu mig fyrir rík- islögreglustjóra, fyrir upplognar sak- ir. Meiri hluti hreppsnefndar hafnaði kærunni, en minni hlutinn studdi hana. Það átti svo eftir að koma í ljós, að Einar í KPMG stakk allri hrepps- nefndinni í vasann og gat þannig nýtt sér hana til óhæfuverka gagnvart mér. Þannig gat og Einar í KPMG nýtt sér hreppsnefndina í Rangárþingi eystra. Hann hefur nú, í tæp 8 ár, stjórnað því að fyrrnefndar hrepps- nefndir hafa setið á miklum fjár- munum frá mér. Eða eins og segir í bréfi mínu til hreppsnefndar Rang- árþings eystra 31. janúar 2006 síðast liðinn: „Hreppsnefnd Rangárþings eystra hefur tekið við herfangi Ein- ars Sveinbjörnssonar og situr á illa fengnu fé og veit það ugglaust mæta- vel. Hreppsnefndinni þykir í góðu lagi að vera þjófsnautur Einars Sveinbjörnssonar og fyrri hrepps- nefndar.“ Svo mörg voru þau orð. Að lokum skal ítrekuð fyrri frá- sögn úr þessari grein, þar sem þess var getið, að ríkislögreglustjóri tók við kæru 9 íbúa Vestur-Land- eyjahrepps dags. 23. febrúar 1999. Við þann „stóra“ hóp manna bættist minni hluti hreppsnefndar, skötuhjú- in Hjörtur Hjartarson og Berglind Gunnarsdóttir. Áhrifamaður úr Sjálfstæðisflokknum mun hafa hvatt ríkislögreglustjóra til þess að verða við beiðninni, enda varð hann við henni, og hefur vafalaust þótt mikið til koma. Pólitískar ofsóknir Eggert Haukdal fjallar um málarekstur á hendur sér ’Svo var ákafinn mikill íþessu liði, að ekki ein- ungis var ákæru logið frá rótum, heldur var og tví- ákært, er leiddi til þess, að ákæruvaldið varð fljót- lega að draga eina ákæru af þremur til baka. ‘ Eggert Haukdal Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. UM 94% árgangsins sem lauk grunnskólaprófi í vor hefur sótt um inngöngu í framhaldsskóla í haust, sem eru rúmlega 4.500 nemendur. Það vekur hins vegar athygli að rúmlega 2.000 umsóknir til viðbótar eru frá ein- staklingum sem koma aftur til náms eftir hlé. Lengra nám til stúdentspróf Það má segja að þrennt einkenni ís- lenska framhalds- skólann umfram ann- að. Eitt er að nám til stúdentsprófs er 4 ár, sem er einu ári lengra en í öðrum vestrænum ríkjum innan OECD. Í öðru lagi er algengi náms- hléa hjá nemendum, sem skýrir m.a. háar tölur um brottfall í framhaldsskólum í samanburði við önnur lönd. Í þriðja lagi er hve lítil áhersla er á verknám, en það stendur til bóta skv. nýjustu fregnum. Eldri nemendur Samkvæmt tölum frá OECD sem birtar voru í nýrri evrópskri skýrslu um brottfall í framhaldsskólum hafa um 29% íslenskra ungmenna á aldrinum 18–24 ára ekki lokið námi á framhaldsskólastigi eða eru ekki í námi. Sambærilegar töl- ur fyrir hin Norðurlöndin eru 2,3– 16,8%, þar sem bestur árangur er hjá Norðmönnum, en Danir standa næst okkur. Í sömu rann- sókn er bent á að ein helsta skýr- ingin á brottfalli ungmenna sé at- vinnuástand í viðkomandi landi. Atvinnuástand hefur áhrif Í nágrannalöndum okkar í Evr- ópu ríkir atvinnuleysi meðal ungs fólks og þeir sem hætta námi eiga ekki marga valkosti. Því er öfugt farið hér á landi, þar sem mikil eft- irspurn er eftir vinnu- afli. Innlendar rann- sóknir benda til þess að stór hluti nemenda í framhaldsskóla vinn- ur með námi. Íslensk ungmenni fá tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar um leið og þau afla sér fjár með virkri þátttöku á vinnumarkaði. Mann- auður þeirra vex að sama skapi. Flest koma þau öflugri og reynsluríkari til baka og ákveðnari að standa sig í námi. Námshlé telst með brottfalli Í fyrirspurnatíma á Alþingi í vor ræddi ég við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um á hvaða stigi fram- haldsskólanemendur hverfa frá námi. Þar kom fram að um 15–17% nemenda í framhaldsskóla skila sér ekki í nám að hausti. Þegar afdrif nem- endanna eru hins vegar skoðuð nánar kemur í ljós að meirihluti þeirra hefur tekið sér stutt hlé frá námi. Samantekt Hagstofu Íslands um brottfall nemenda á fram- haldsskólastigi sýnir þannig að tæplega 60% þeirra sem töldust brottfallnir 2000–2001 höfðu tekið upp nám að nýju á árabilinu 2002– 2005. Þessar upplýsingar koma heim og saman við og skýra m.a. hvers vegna framhaldsskólanem- endur eru að meðaltali 5 ár að ljúka framhaldsskóla, en þá er námshlé talið með. Minna brottfall en talið er Það skiptir meginmáli að meiri- hluti brottfallsnemenda hverfur tímabundið frá námi. Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn minni kom fram að brottfall nemenda í framhalds- skólum er 7,5% frá 16–19 ára ald- urs, þegar tekið hefur verið tillit til endurkomu nemenda eftir námshlé. Það er tæplega 8%, ef tekið er tillit til 20 ára aldurs, 16– 20 ára, en brottfall nemenda er mest í elstu aldursflokkunum og minnst meðal 1. árs nemenda. Þetta eru allt aðrar tölur, en hald- ið hefur verið á lofti í umræðu á síðustu misserum. Tölur ekki sambærilegar Að teknu tilliti til þess að fram- haldsskólanám er lengra hér á landi en í löndum OECD og að auki eru nemendur að meðaltali 5 ár að ljúka stúdentsprófi m.a. vegna námshléa má velta fyrir sér hvort tölur OECD um brottfall nemenda á Íslandi séu sambæri- legar milli landa. Vegna vinnu nemenda og lengra náms til stúdentsprófs en í öðrum löndum er meðalnemandi a.m.k. 21 árs þegar hann lýkur fram- haldsskóla á Íslandi. Það hefur áhrif á tölur OECD. Án þess að dregið sé úr alvarleika þess að ungmenni hætti í skóla og aðgerða er þörf til að takast á við brottfall úr skóla, er ljóst að þetta eru þættir sem taka þarf tillit til í um- ræðu um brottfall nemenda í framhaldsskólum. Það er alla vega fagnaðarefni að rúmlega 2.000 eldri nemendur taka upp þráðinn í námi í haust, sem eru tæplega 10% allra fram- haldsskólanema. Brottfall og námshlé ungmenna Ásta Möller fjallar um brottfall ungmenna úr námi Ásta Möller ’Vegna vinnunemenda og lengra náms til stúdentsprófs en í öðrum löndum er meðal nemandi a.m.k. 21 árs þegar hann lýkur framhaldsskóla á Íslandi. ‘ Höfundur er alþingismaður. PÓLITÍSK umræða snýst oft um landsbyggðina annars vegar og höfuðborg- arsvæðið hins vegar. Það væri mikið fram- fararskref ef hægt væri að tala um landið sem eina heild og hætta að egna þessum svæðum saman gegn hvoru öðru eins og oft vill verða í dægurþras- inu. Fólk úti á lands- byggðinni á að hafa sömu tækifæri og fólk á höfuðborgarsvæðinu og öfugt. Við eigum að skapa samfélag þar sem val og fjölbreyti- leiki í búsetu er tryggð- ur. Stjórnmálamenn eiga að skapa þannig umhverfi að eðlilegt at- vinnulíf geti þrifist út um allt land. Ég vil halda öllu landinu í byggð og vil að fólk geti búið áfram í sínum bæjarfélögum og notið fjölbreytilegs mannlífs og menningar. Jöfnum tækifæri til menntunar út á landi Það er ekki verið að biðja um for- réttindi fyrir landsbyggðarfólk held- ur sömu réttindi og aðrir hafa. Það er verið að biðja um að jafna lífskjörin í þessu landi okkar sem svo sannarlega þörf er á. Lítum t.d. á menntamál sem eru án ef besta byggðastefna sem völ er á. Fólk utan höfuðborg- arsvæðisins hefur ekki sömu mögu- leika og Reykvíkingar á menntun. Og það sem meira er að fjölskyldur þurfa að greiða mun hærra verð fyrir nám barna sinna en fjölskyldur á höf- uðborgarsvæðinu. Ein af opinberum aðgerðum sem hægt væri að ráðast í er að jafna námskostnað á milli fólks sem býr á landsbyggðinni og fólks sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Við eigum sömuleiðis að tryggja frekari val- möguleika á framhald- skóla- og háskóla- menntun út á landi. Enn á landsbyggðin að blæða En lítið bólar á raun- verulegri byggðastefnu. Á meðan slíkt situr á hakanum hjá rík- isstjórninni heyrum við af fyrirætlunum um að fresta, enn á ný, úrbót- um í samgöngumálum landsbyggðarinnar. Úr- bótum sem er búið er að marglofa. Og marg- svíkja. Fyrirhugaðar vega- bætur úti á landi eru hvorki orsök verðbólg- unnar né munu þær auka hana. Það eru aðr- ar aðgerðir og aðgerð- arleysi ríkisstjórn- arinnar sem eru orsök verðbólgunnar sem núverandi forsætisráðherra ber mesta ábyrgð þar á. Nýr verðbólguskattur rík- isstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur innleitt nýjan verðbólguskatt sem íslenska þjóðin greiðir nú. Þessi verðbólguskattur ríkisstjórnarinnar er ein mesta kjara- skerðing sem þessi ríkisstjórn hefur náð í gegn gagnvart almenningi. Ríkistjórnin eru gjaldþrota í byggðamálum. Það þarf nýja hugsun og nýtt fólk við stjórnvölinn til að hægt sé að gera það sem þarf. Ríkisstjórnin svík- ur landsbyggðina Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um málefni landsbyggðarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson ’Það er ekki ver-ið að biðja um forréttindi fyrir landsbyggð- arfólk heldur sömu réttindi og aðrir hafa‘ Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.