Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 21 UMRÆÐAN ENN og aftur er hamrað á fólki með fréttum af því fyrirbæri sem kallað er á íslensku „gróðurhúsa- áhrifin“. Þetta er einnig kallað „hlýnun jarðar“ eða eitthvað í þá áttina og sagt er að þetta gerist með þeim hætti að mannfólkið brenni allskyns eldsneyti sem breytist í koltvíildi sem fari út í andrúmsloftið og það valdi svo því að veðurfar hlýni meira en það ann- ars ætti að gera. Þetta er semsagt það sem kallað er „gróðurhúsaáhrif- in“. Vafalaust eru margir sem vilja vita hvað sé satt og rétt í þessum fréttum, og hvaða sannanir séu bornar fram. Svarið er ofur einfalt; sannanirnar eru engar; þær eru ein- faldlega ekki til. Það sem sett er fram eru einungis órökstuddar full- yrðingar, getgátur, hugmyndir og draumórar. Eins og flestir vita, þá er koltví- ildi sameind sem er mynduð af einni eind af kolefni og tveim eindum af súrefni, (Carbon Dioxide eða CO2, á ensku) og jörðin framleiðir þetta efni með ýmsum hætti, og því meira því betra. Gróður jarðarinnar nýtir þetta efni með því að taka til sín kolefnið en skilar súrefninu til baka út í andrúmsloftið. Við nýtum svo súrefnið með því að anda því að okkur eða við brennum einhverju og framleiðum meira koltvíildi. Gróðurinn tekur svo við þessu enn á ný – einn hringinn enn – eins og þetta hefur gengið hring eftir hring um milljónir ára. Þetta efni, koltvíildi (eða koltví- sýringur), er eitt af undirstöðum lífs á jörðunni. Án þessa efnis væri ekk- ert líf á jörðinni og hnötturinn væri steindauð grjótkúla, líkt og tunglið. Á hverjum morgni birtist á aust- urhimni fyrirbæri sem svífur yfir himininn og hverfur að kvöldi í vestri. Þetta fyrirbæri er bæði mjög bjart og jafnframt stafar frá þessu miklum hita. Þetta fyrirbæri er auð- vitað sjálf sólin. Og það er sólin sem heldur hitanum á jörðinni. Hitaútstreymi sólar hefur verið mælt, en mælingarnar þóttu ekki nákvæmar vegna truflana andrúms- loftsins, en eftir að tókst að senda mælitæki á braut um jörðu þá var hægt að mæla hitaútstreymið með nákvæmni. Þá kom í ljós að sólgeisl- un var ekki jöfn frá degi til dags, og ekki jöfn frá ári til árs. Þegar hi- taútstreymið minnkar þá kólnar á jörðinni og þegar það eykst þá hlýn- ar. Þetta útskýrir jafnframt kulda- og hitaskeið jarðar. Raunar held ég að það hafi verið augljóst flestu fólki alla tíð, að það er sólin eða hitaútgeislun sólar sem ræður hitastigi jarðar. Því heitara sem er, þeim mun hraðari verða efnaskipti og aukist sólgeislun þá eykst framleiðsla jarð- arinnar af koltvíildi. Sem sagt, hit- inn eða hitastigið af sólinni kemur fyrst og það ræður síðan magni koltvíildis, en ekki öfugt. Sumir hafa einfaldlega snúið þessu við. Því er gjarnan borið við, að það séu vísindamenn sem haldi fram þessum kenningum um hlýnun jarð- ar af mannavöldum. En þeir eru flestir háðir peningagreiðslum frá hinu opinbera og til þess að fá áframhaldandi styrki þá þurfa þeir að sýna fram á að þeir sinni ein- hverjum rannsóknum. Ef ekki þá þurfa þeir fljótlega að finna sér önnur störf. Þegar allt þetta byrjaði fyrir nokkrum áratugum, var því fyrst haldið fram, af þessum sjálfskipuðu umhverfisverndarsinnum, að jörðin myndi kólna og að ísöld væri í vændum. Var þetta útskýrt með því að aukið magn af koltvíildi í háloft- unum endurkastaði hitageislum sól- arinnar og það framkallaði ísöld. Þegar þetta gekk ekki og menn litu á þetta eins og hvert annað bull, þá varð að finna eitthvað annað, málinu var þá einfaldlega snúið við og farið að halda því fram að veð- urfar færi hlýnandi. Var byrjað á því að ráðast á bandaríska landbún- aðinn og sagt að tugmilljónir af kúm væru sem mengun í nátt- úrunni, og kýrnar framleiddu ár- lega milljónir tonna af metan-gasi, sem myndi valda hlýnun jarðar. Í blöðunum voru settar fram kröfur um að mælitæki yrðu sett á nokkur hundruð kýr til að mæla gasið. En þetta hafði öfug áhrif, menn nánast brjáluðust af hlátri við að lesa þessar fréttir. Menn sáu í anda umhverfis-kúrekana smala kúnum og stinga mælitækjum í aft- urendann á þeim. Og svo undarlega brá við að strax næsta dag fannst enginn umhverf- issinni sem vildi kannast við þetta. – Skrýtið? Þá þurfti enn einu sinni að finna eitthvað ann- að og nú var það útblástur úr aftur- endanum á bílum en ekki kúm. Áður var því haldið fram að aukið magn af koltvísýringi myndi valda kólnandi veð- urfari með því að endurvarpa hita- geislum sólarinnar, en nú var því líka breytt og snúið við og sagt að aukinn koltvísýringur í andrúms- loftinu væri sem þak á gróðurhúsi, sem héldi hitanum inni. Það myndi svo valda hlýnun and- rúmsloftsins. Hér áður trúðu menn á drauga. Þegar drauga- gangur var genginn úr hófi á einhverjum bænum þá voru kallaðir til ein- hverjir sem þóttu fjöl- kunnugir til þess að kveða niður húsdraugana. Mér finnst margt vera svipað með gömlu draugatrúnni og þessari nýju umhverf- isverndar-draugatrú. Ís- lendingar þurfa að skoða vel hug sinn og kanna vel hvað er rétt og satt í þessum mál- um, og ákveða síðan að kveða niður að fullu og öllu alla þessa „umhverf- isverndar-gróðurhúsadrauga“. Gróðurhúsið góða Tryggvi Helgason fjallar um umhverfismál ’ Mér finnst margt verasvipað með gömlu drau- gatrúnni og þessari nýju umhverfisverndar- draugatrú.‘ Tryggvi Helgason Höfundur er flugmaður á Akureyri. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.