Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLENSKA landsliðið í stærð-
fræði náði besta árangri sínum á
47. Ólympíuleikunum í stærðfræði
sem fram fóru í Ljubliana í Slóven-
íu dagana 12.–13. júlí sl., með sam-
tals 63 stig og lenti þar með í 59.
sæti, en alls tóku 92 þjóðir þátt í
leikunum. Besti árangur íslenska
landsliðsins náðist áður í Argent-
ínu árið 1997 þegar íslenska lands-
liðið fékk samtals 48 stig og Kári
Ragnarsson hlaut silfurverðlaun.
Íslenska liðið var í ár skipað þeim
Einari Axel Helgasyni, Elvari
Steini Kjartanssyni, Guðmundi
Reyni Gunnarssyni, Jóni Bene-
diktssyni, Pétri Orra Ragnarssyni
og Erni Stefánssyni. Einnig voru
með í för þeir Auðunn Sæmunds-
son, fararstjóri hópsins, og Kári
Ragnarsson, dómnefndarfulltrúi.
Að sögn Auðuns voru þrír ís-
lensku keppendanna með samtals
fimm fullkomnar lausnir. Örn var
með tvær fullkomnar lausnir og
hlaut fyrir það 18 stig sem skilaði
honum bronsverðlaunum. Var
hann aðeins einu stigi frá silf-
urverðlaunum. Þetta er í annað
sinn sem Örn hlýtur brons-
verðlaun í keppninni, en hann
hlaut líka brons í fyrra. Að sögn
Auðuns er þetta í þriðja og síðasta
sinn sem Örn tekur þátt í leik-
unum. Guðmundur Reynir var
einnig með tvær fullkomnar lausn-
ir og hlaut hann samtals 14 stig og
var því aðeins einu stigi frá brons-
verðlaunum. Einar Axel var með
eina fullkomna lausn og hlaut fyrir
það 10 stig. Guðmundur Reynir og
Einar Axel fengu við verðlaunaaf-
hendingu leikanna sem fram fór í
gær sérstaka heiðursviðurkenn-
ingu fyrir góðan árangur sinn.
Að venju voru lögð fyrir þrjú
stærðfræðidæmi hvorn daginn og
höfðu keppendur fjóra og hálfan
klukkutíma hvorn daginn til að
leysa dæmin. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Auðuni hafa Íslendingar
tekið þátt í Ólympíukeppninni í
stærðfræði óslitið frá árinu 1985.
Að vanda voru það Kínverjar sem
stóðu sig best í ár og fengu allir
sex liðsmanna þeirra gullverðlaun.
Aðspurður sagði Auðunn allt
skipulag keppninnar hafa verið til
fyrirmyndar hjá Slóvenum og vel
verið tekið á móti keppendum.
Besti árangur íslenska liðsins
47. Ólympíu-
leikunum í stærð-
fræði lauk í gær
Kári Ragnarsson dómnefndarfulltrúi, lengst t.v., Elvar Steinn Kjart-
ansson, Guðmundur R. Gunnarsson, Jón Benediktsson, Örn Stefánsson,
Einar Axel Helgason, Pétur Orri Ragnarsson og Auðunn Sæmundsson.
ÞÓ AÐ bændur séu sífellt að verða tækni-
væddari og séu jafnvel sumir hverjir farnir að
láta vélmenni um að mjólka þarf samt ennþá
að ná í beljurnar. Kúasmalar eru því síður en
svo óþarfir. Þeirra hlutverk er að ná í kýrnar
á morgnana og síðdegis og reka þær aftur út
á tún eftir að búið er að mjólka.
að mjólkin fari að leka úr þeim. Það liggur
heldur ekkert á þegar veðrið er gott og fugl-
arnir syngja. Víst er að margir jafnaldrar
Orra öfunda hann af starfinu. Kúabúum hefur
fækkað mikið í Lundarreykjadal á undan-
förnum árum. Kúabúin sem eftir eru verða
talin á fingrum annarrar handar.
Á myndinni er Orri Jónsson frá Lundi í
Lundarreykjadal að reka kýrnar heim. Orri
er 14 ára gamall og hefur lengi starfað sem
kúasmali. Hann hefur góðan hund sér til
halds og traust, en bæði Orri og hundurinn
vita að það er harðbannað að reka kýrnar svo
hratt að þær fari að hlaupa því þá er hætt við
Morgunblaðið/Golli
Orri kúasmali nær í kýrnar á Lundi
MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra
hefur skipað starfshóp sem ætlað er að
semja tillögur að nýjum reglum um ættleið-
ingarstyrki til foreldra er ættleiða börn frá
öðrum löndum. Starfshópnum er ætlað að
skila tillögum um hugsanlegar laga- og
reglugerðarbreytingar fyrir 1. október nk.
með það að markmiði að greiðslur styrkja
hefjist 1. janúar 2007.
Guðmundur Páll Jónsson verður formað-
ur starfshópsins og aðrir fulltrúar Guð-
mundur Örvar Bergþórsson, Jóhanna
Gunnarsdóttir, Elmar Hallgríms Hall-
grímsson, Ingibjörg Helga Helgadóttir og
Karl Steinar Valsson. Starfsmaður starfs-
hópsins verður Björg Kjartansdóttir.
Starfshópur
skipaður um ætt-
leiðingarstyrki
SAMTÖK verslunar- og þjónustu – SVÞ –
hafa kært rekstur komuverslunar í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar til ESA, eftirlits-
stofnunar EFTA en samtökin hafa þráfald-
lega krafist þess af stjórnvöldum að vöruval
verslunar fyrir komufarþega verði tak-
markað við einkasöluvörurnar áfengi og
tóbak.
Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri
SVÞ, sagði í samtali við Morgunblaðið að
samtökin væru orðin langþreytt á að bíða
eftir reglugerð sem m.a. afmarkar vöruval
verslunarinnar, en yfirvöldum ber að setja
þessa reglugerð til að fara eftir tollalögum
sem sett voru um síðustu áramót: „Okkur
var sagt að hún [reglugerðin] myndi koma
1. mars. Við reiknuðum með því að þetta
myndi koma á meðan þing sat. Við vorum
alltaf að bíða og ýta á þetta og einu svörin
sem við fengum voru þau að það væri verið
að vinna í þessu. Í lokin gafst ég upp á þessu
og sendi Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytis-
stjóra fjármálaráðuneytisins, bréf og fékk
svar frá honum þar sem hann tilkynnti að
málið væri ennþá í vinnslu og [reglugerðin]
væri ekki að koma.“
Langþreyttir á biðinni
Sigurður sagði að málið hefði þvínæst
verið tekið upp hjá stjórn samtakanna þar
sem ákveðið var að grípa til aðgerða: „Menn
ákváðu að það væri engin ástæða til að bíða
með þetta heldur kæra, enda mál sem er bú-
ið að vera lengi í umræðu á milli aðila. Það
skapaðist nýtt umhverfi með nýjum tolla-
lögum sem sett voru um áramótin síðustu,“
segir Sigurður en verslunin er nú rekin á
undanþágu samkvæmt ákvæði í tollalögun-
um og ber þeim að setja þessa reglugerð.
Sigurður sagði kaupmenn vera orðna lang-
þreytta á biðinni.
SVÞ kærir
verslun í Leifs-
stöð til ESA
„ÞAÐ er mikill vilji hjá ríkisstjórn-
inni til að skoða verðlag á Íslandi al-
mennt,“ segir Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra um skýrslu nefndar
forsætisráðuneytis um matvælaverð
á Íslandi. Nefndin klofnaði sem kunn-
ugt er í afstöðu sinni og því skilaði
formaður hennar inn skýrslu í eigin
nafni. Guðni segir það svið sem mat-
vælanefndin fékk til skoðunar full-
þröngt að sínu mati. „Eðlilegt hefði
verið að skoða allt verðlag á Íslandi.“
Það hafi þó verið á stefnuskrá
þessarar ríkisstjórnar að skoða ýms-
ar leiðir til að lækka verð á nauðsynj-
um, þ á m. matvælum. „Hins vegar
ber á það að líta að íslenskar landbún-
aðarvörur skera sig almennt ekki úr
öðru verðlagi á Íslandi.“
Viss grundvöllur sé markaður með
WTO-samningum sem fyrirsjáanlega
geti breytt aðstæðum hér innan-
lands. „Þar erum við að semja og til
geta komið tollalækkanir, einhver að-
lögun og breyttur innanlandsstuðn-
ingur. Það hafa bændur verið og eru
að búa sig undir.“
ASÍ hefur haldið því fram að afnám
verndartollanna myndi ráða úrslitum
um matvælaverð. „Ég er náttúrlega
undrandi á ASÍ,“ segir Guðni. „Al-
þýðusamband Íslands hefur innan
sinna raða þúsundir iðnverkamanna
sem vinna úr íslenskri landbúnaðar-
vöru. Hin stóra hreyfingin, BSRB,
telur mikilvægt að landbúnaðurinn
fái einhver ár til aðlögunar áður en
menn ganga svo langt sem ASÍ gerir
kröfu um. Ég trúi ekki að fulltrúi ASÍ
í matvælaverðsnefndinni hafi umboð
forystu sinnar til að tala eins og hann
hefur gert.“
Aðspurður um hverjar þeirra leiða
sem nefndar eru í skýrslunni megi
setja í forgang segir Guðni á hreinu
að hann myndi ekki setja í forgang að
lækka verð á óhollustuvöru sem sé
sjáanlegt heilbrigðisvandamál fram-
tíðar. „Ég myndi setja í forgang að
lækka í verði hin góðu matvæli. Það
liggur fyrir að menn sjá fyrir sér
vörugjöldin og samræmingu gagn-
vart veitingahúsum á virðisauka-
skatti. Svo geta menn auðvitað skoð-
að tollígildi og farið yfir tollamálin,
hvort það séu einhverjar leiðir án
þess að fórna íslenskum landbúnaði.
Stjórnarflokkarnir báðir hafa tals-
vert talað um matarskattinn svo-
nefnda, að lækka hann eða fella nið-
ur, sem væri náttúrlega
langmikilvirkasta aðferðin til að
lækka matvælaverð. Svo það eru
ýmsar leiðir til,“ segir Guðni sem
minnir á að málið komi nú fyrir rík-
isstjórn.
Landbúnaðarráðherra um skýrslu nefndar um matvælaverð
Trúir ekki á umboð
fulltrúa frá ASÍ
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
OLÍUFÉLÖGIN hækkuðu í gær
verð á eldsneyti. Lítrinn af bensíni
hækkaði um 3,40 kr. og lítrinn af
dísilolíu hækkaði um 2 kr. Eftir
hækkunina er algengt verð á bensíni
með fullri þjónustu 137,80 kr. og á
dísilolíu 130,30 kr. Algengt sjálfs-
afgreiðsluverð er fimm krónum
lægra eða 132,80 kr. fyrir bensínlítr-
ann og 125,30 kr. fyrir lítrann af dís-
ilolíu.
Samkvæmt upplýsingum olíufé-
laganna er ástæðan fyrir hækkun-
inni hækkun á heimsmarkaðsverði
eldsneytis sem rekja má einkum til
ástandsins fyrir botni Miðjarðar-
hafsins.
Verð á eldsneyti hefur breyst yfir
þrjátíu sinnum það sem af er þessu
ári, oftast til hækkunar. Frá því í
ársbyrjun hefur verð á bensíni með
fullri þjónustu hækkað úr 114,80 kr.
á lítrann eða um 23 krónur, sem er
20% hækkun. Á sama tíma hefur
verð á dísilolíu hækkað úr 112,80 kr.
í 130,30 kr. á lítrann, sem er 15,5%
hækkun. Hefðbundið er að bensín
hækki meira en olía yfir sumarmán-
uðina vegna mikillar eftirspurnar
þegar ferðatíminn fer í hönd, sam-
kvæmt upplýsingum olíufélaganna.
Bensín hækkað um
20% frá áramótum
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Lítrinn hækkaði um 3,40 krónur í gær
♦♦♦