Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi ÚTLIT er fyrir sumarblíðu víðast hvar á landinu út þessa viku og allt til helgarloka samkvæmt spám Veðurstofu Íslands. Gera má ráð fyrir því að margir séu orðnir lang- eygir eftir góðu sumarveðri og líta nú spár Veðurstofunnar vel út í því tilliti, líkt og þessir gestir Perl- unnar í gær sem gátu séð dulúðugt skýjafarið. Haraldur Eiríksson, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið spána vera góða. „Á morgun [í dag] má gera ráð fyrir mjög svipuðu veðri og var í dag [í gær], hægur vindur og skýjað með köflum. Víðast þurrt og þokkalega hlýtt. Svo er heldur hlýnandi eftir það. Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur má segja að verði góðviðrisdagar, mjög hlýtt inn til landsins en kannski má vænta þoku út við sjó- inn.“ Um hitastig sagði Haraldur að hiti gæti verið um 20 gráður inn til landsins en almennt veðurblíða á landinu. Aðspurður hvað valdi þessu blíðviðri sagði Haraldur það vera hæðarhryggur sem verður yf- ir landinu með sólfarsvindum og hafgolu. Hann sagði jafnframt að það liti út fyrir að veðrið myndi vera gott í öllum landshlutum og í innsveitum. Hann vonaðist til að veðrið myndi halda sér sem lengst en spáin væri til helgarloka og nú væri mál að krossa fingur og vonast til að blíðan haldi sér. Morgunblaðið/ÞÖK Beðið eftir sólinni SAMTALS voru gerðir kaupsamn- ingar um 116 eignir á höfuðborgar- svæðinu í síðustu viku, sem er tals- vert minni umsvif á fasteigna- markaði en verið hefur, en 150 kaupsamningar voru gerðir að með- altali á viku sé litið til síðustu tólf vikna, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Það er að vísu hefðbundið að minni umsvif eru á fasteignamarkaði yfir hásumarið, þó minna hafi borið á þeim samdrætti síðustu ár sem verið hafa mjög annasöm, jafnt á sumrin sem í annan tíma. Þannig var nær fjórðungssamdráttur í fasteigna- markaði í júnímánuði miðað við maí og samdrátturinn er ívið meiri sé miðað við júnímánuð í fyrra. Sam- drátturinn er enn meiri sé eingöngu horft til kaupsamninga um íbúðar- húsnæði. Þannig eru 40% færri kaupsamningar gerðir í júní í ár um íbúðir í fjölbýli en var í maí og sam- drátturinn er einnig verulegur í kaupsamningum um sérbýli eða 30%, samkvæmt upplýsingum Fast- eignamatsins. Samdrátturinn er hins vegar mun minni ef horft er til annars ársfjórð- ungs í heild eða um 10% miðað við fyrsta ársfjórðung og tæp 20% ef miðað er við annan ársfjórðung í fyrra. Jafnframt er áberandi mun meiri fækkun á samningum um eign- ir í fjölbýli en í sérbýli á þessu tíma- bili. 120% hækkun á sérbýli frá 2002 Verð á fasteignum hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin misseri og ár og er í sögulegu hámarki sam- kvæmt vísistölu fasteignaverðs sem Fasteignamat ríkisins reiknar út á grundvelli gerðra kaupsamninga. Þannig hefur verð á íbúðarhúsnæði að meðaltali nær tvöfaldast á und- anförnum fjórum árum frá því vorið 2002. Á þessu tímabili hafa íbúðir í fjölbýli hækkað um 90%. Sérbýlið hefur þó hækkað mun meira á þess- um fjórum árum eða um 120% sam- kvæmt vísitölu Fasteignamatsins. Umsvif á fasteignamark- aðnum fara minnkandi Verð á fasteignum hefur tvöfaldast á fjórum árum Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is #(%N  & #% - &              B"*M  -("-2$ ( 47A #B7A       segir er ekki víst að langtímaáhrif lækkunar- innar verði umtalsverð og því er hugsanlegt að vextir verði lítið breyttir eftir næsta útboð sjóðsins.“ Guðmundur segir lækkunina ekki hafa kom- ið á óvart, enda hafi hún legið í loftinu und- anfarna mánuði, eða allt frá því að matsfyr- irtækið setti sjóðinn á athugunarlista með neikvæðar horfur. LÆKKUN matsfyrirtækisins Standard & Poor’s á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs, sem tilkynnt var í gær, mun hafa áhrif á gengi íbúðabréfa á millibankamarkaði, að minnsta kosti til skamms tíma, en ekki er víst að þau áhrif verði langvarandi. Þetta segir Guðmund- ur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, í sam- tali við Morgunblaðið. „Hvað varðar vexti á íbúðalánum sjóðsins munu þeir ekki breytast fyrr en eftir næsta útboð íbúðabréfa hjá sjóðnum. Eins og áður „Aukin markaðshlutdeild viðskiptabank- anna á íbúðalánamarkaði auk þeirrar óvissu sem verið hefur um framtíð sjóðsins veldur lækkuninni, eins og fram kom í tilkynningu fyrirtækisins, og hefur ákvörðun um breyt- ingu á lánshæfismati verið frestað nokkrum sinnum hjá Standard og Poor’s, en nú hefur sú ákvörðun verið tekin og lítið við því að gera,“ segir Guðmundur. Greiningardeild KB banka sagði í Hálf- fimmfréttum sínum í gær, að lækkun Stand- ard & Poor’s á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs hlyti að vera áfall fyrir stjórn sjóðsins en gott lánshæfismat hafi stafað af skilyrðislausri rík- isábyrgð fremur en af gæðum eignasafnsins og góðri áhættudreifingu. Gengi krónunnar lækkaði um 0,6% í gær eftir tilkynningu Standard & Poor’s og hlutabréfaverð lækkaði einnig. KB banki segir, að ef dragi úr ríkisábyrgð, til dæmis ef sjóðnum sé breytt í heildsölu- banka eða ef gæðum eignasafns sjóðsins hrak- ar, gæti lánshæfismat hans lækkað enn frekar. Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkað Guðmundur Bjarnason, forstjóri sjóðsins, segir lækkunina hafa legið í loftinu undanfarna mánuði Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÍSLENSKA landsliðið í stærðfræði náði besta árangri sínum á 47. Ólympíuleikunum í stærðfræði sem fram fóru í Ljubliana í Slóveníu dagana 12.–13. júlí sl., með samtals 63 stig og lenti þar með í 59. sæti, en alls tóku 92 þjóðir þátt í leik- unum. Örn Stefánsson náði þeim árangri annað árið í röð að hljóta bronsverðlaun á leikunum, en Örn var aðeins einu stigi frá silfur- verðlaunum. Alls voru Íslending- arnir sex sem skipuðu liðið að þessu sinni með fimm fullkomnar lausnir, sem er þremur lausnum meira en í meðalári. Þegar Morgunblaðið náði tali af Erni að lokinni verðlaunaafhend- ingu í gærkvöldi sagðist hann auð- vitað vera afar ánægður með bæði sinn árangur og árangur liðsins í heild sinni. Spurður hvort hann kynni einhverja skýringu á góðu gengi sagði hann liðið einfaldlega gott og þrotlausar æfingar síðustu vikna að skila sér. Þetta er þriðja árið sem Örn tekur þátt í Ólympíu- leikunum í stærðfræði. | 4 Hlaut brons annað árið í röð ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja verkefni Íslenskrar ný- orku, sem falið hefur í sér rekst- ur vetnisknúinna strætisvagna í Reykjavík til janúar 2007, en til stóð að hætta rekstrinum í lok síðasta árs. Að sögn Baldurs Péturssonar, deildarstjóra í viðskipta- og iðn- aðarráðuneytinu, starfar nefnd innan ráðuneytisins sem fjallar um aðild opinberra aðila að al- þjóðlegum vetnisverkefnum og sú nefnd mun skila niðurstöðum fljótlega. | 8 Framlengja vetnisverkefnið Morgunblaðið/Árni Sæberg SKAGAMENN komust í gærkvöldi úr fallsæti úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í fyrsta skipti í sumar þegar þeir sigruðu KR-inga, 3:2, í stórskemmtilegum leik í Vestur- bænum. Undir stjórn Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, sem tóku við þjálfun liðsins fyrir skömmu, hafa þeir unnið alla þrjá leiki sína í deild og bikar og hafa hleypt gíf- urlegri spennu í fallbaráttu Íslands- mótsins. | Íþróttir Skagamenn af botninum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.