Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FARNIR FRÁ LÍBANON Sex Íslendingar sem eftir voru í Líbanon eru komnir til Damaskus í Sýrlandi eftir tíu tíma rútuferð. Gert var ráð fyrir að þeir flygju af stað til Kaupmannahafnar kl. 7 í morgun. Fasteignavelta minnkar 116 kaupsamningar voru gerðir um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku sem er umtalsvert minna en áður hefur verið. Verð á fasteignum hefur tvöfaldast á fjór- um árum. Lánshæfismat ÍLS lækkað Matsfyrirtækið Standard & Poor’s lækkaði í gær lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Forstjóri sjóðsins segir þetta ekki koma sér á óvart. KB banki segir þetta vera áfall fyrir stjórn sjóðsins. Unnið að lausn í Líbanon Átök í Líbanon héldu áfram í gær og hafa alls yfir 230 manns látist á sex dögum. Frakkar og Bandaríkja- menn segja að afvopnun Hizbollah- samtakanna sé lykillinn að lausn deilunnar en Ísraelar gáfu í skyn í gær að þeir myndu hugsanlega slaka á kröfum sínum um að samtökin verði leyst upp og fallast á vopnahlé ef hermönnum yrði sleppt úr haldi og látið yrði af árásum. Flóðbylgja á Jövu Sterkur jarðskjálfti varð sunnan við eyjuna Jövu við Indónesíu í gær og létust 105 þegar flóðbylgja skall á eynni. Viðvörunarbúnaður vegna flóðbylgja virkaði ekki á eynni. Alls er 127 manns saknað, þar á meðal tveggja sænskra barna og fjögurra ferðamanna frá Hollandi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 21/25 Fréttaskýring 8 Forystugrein 22 Úr verinu 12 Bréf 25 Viðskipti 13 Minningar 25/30 Erlent 14/15 Dagbók 32/35 Heima 16 Víkverji 32 Landið 17 Velvakandi 33 Akureyri 18 Staður og stund 34 Austurland 18 Ljósvakamiðlar 42 Daglegt líf 19 Veður 43 Menning 20 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %    &         '() * +,,,                 LÖGREGLAN í Reykjavík yfir- heyrði í gærdag fjóra karlmenn á aldrinum 16 til 21 árs vegna gruns um aðild að tilraun til að nauðga 16 ára stúlku á sunnudagskvöld. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir en búa hér á landi, og hafa einhverjir þeirra komið við sögu lögreglunnar áður. Var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum en rann- sókn málsins er ekki lokið. Aðdragandi málsins var sá að tvær sextán ára stúlkur leituðu til lögreglunnar í Reykjavík um klukk- an hálfeitt aðfaranótt mánudags. Bar önnur þeirra fram kæru á hendur karlmanni sem hún sagði hafa gert tilraun til að þvinga hana til samræðis í bifreið á ferð. Stúlk- urnar voru báðar fluttar á neyð- armóttöku fyrir fórnarlömb nauðg- ana á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi til skoðunar. Mennirnir voru handteknir í kjölfarið og fengu að gista fangageymslur lögreglunn- ar yfir nótt og voru tekin úr þeim lífsýni. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu virðist sem stúlkurnar hafi þekkt einhverja af mönnunum og falast eftir því að fá far með þeim eftir kvikmyndahúsaferð. Eftir að hafa keyrt um bæinn í einhvern tíma, en þá var m.a. áfengi haft um hönd, var annarri stúlkunni ekið til síns heima. Það var svo á leiðinni heim til hinnar stúlkunnar sem til- raun til nauðgunar var gerð. Er einum mannanna gefið að sök að hafa á leiðinni gengið mjög langt í því að reyna að hafa við stúlkuna kynmök í bifreiðinni. Reyndi að fá stúlkuna til samræðis í bifreið Fjórir grunaðir um aðild að tilraun til að nauðga sextán ára stúlku Eftir Andra Karl og Örlyg Stein Sigurjónsson vegna líkhúsgjalds sem innheimt er af dánarbúum og eftirlifandi afkom- endum látinna einstaklinga til greiðslu kostnaðar af rekstri líkhúss- ins. Umboðsmaður sagði m.a. í áliti sínu að ekki yrði ráðið af þeim breyt- ingum sem gerðar hefðu verið á síð- ari árum á lagareglum um kirkju- garða að horfið hefði verið frá því fyrirkomulagi að þar sem líkhúsum hefði verið komið upp við kirkjugarða teldust þau hluti af nauðsynlegum mannvirkjum kirkjugarðs og að um kostnað vegna þeirra færi á sama hátt og um kostnað af öðrum lög- mæltum verkefnum kirkjugarðanna. Þá áréttaði hann reglur um nauðsyn gjaldtökuheimildar fyrir þjónustu op- inberra aðila og að almenningur ætti að jafnaði ekki að greiða sérstaklega fyrir lögmælta þjónustu nema lög heimili það sérstaklega. UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófasts- dæma hafi ekki haft lagaheimild til að innheimta svokallað líkhúsgjald fyrir geymslu á líkum í líkhúsi kirkjugarð- anna í Fossvogi. Hefur umboðsmað- ur því beint þeim tilmælum til Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis að þeir taki gjaldtökuna til endurskoðunar. Umboðsmaður hefur jafnframt ákveðið að beina þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðherra að hann taki sérstaklega til athugunar hvort ákvæði laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu séu nægilega skýr um hvaða þjónustu ætlast er til að kirkjugarðar láti almenningi end- urgjaldslaust í té. Umboðsmaður kemst að þessum niðurstöðum í áliti sínu frá 11. júlí sl. en tilefnið var kvörtun einstaklings Líkhúsgjaldið var óheimilt Ráðherra beðinn að athuga lög STÆRSTA seglskip heims, rúss- neska skipið Sedov, leggst að Grandabakka í Reykjavíkurhöfn föstudaginn 19. júlí. Skipið er tæpir 118 metrar á lengd og flatarmál segla þess er ríflega fjórir fer- kílómetrar. Sedov er fjögurra mastra seglskip og hefur siglt undir rússneskum fána frá árinu 1945. Skipið þjónar nú sem skólaskip fyrir Tækniháskólann í Murmansk og til landsins með skipinu koma 110 kadettar ásamt 50 manna áhöfn. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið kl. 10–22 hinn 20. júlí. Stærsta seglskip heims kemur í Reykjavíkurhöfn OFSAAKSTUR mótorhjóla í Reykjavík hefur aukist undanfarin misseri að mati lögreglunnar sem nú hefur gripið til sérstaks eftirlits á Suðurlandsvegi vegna tilkynninga um ofsaakstur bifhjólamanna. Stund- um sjást allt að þrjú hjól saman á gríðarlegum hraða og eru það vegfar- endur sem látið hafa lögreglu vita með þeim afleiðingum að ástæða þótti til að byrja með sérstakt eftirlit. En það er víðar en á Suðurlands- vegi sem lögreglan hefur áhyggjur af bifhjólamönnum og í ofanálag hefur það færst í aukana að bifhjólamenn á ofsahraða reyni beinlínis að stinga lögreglu af og hlýði ekki stöðv- unarmerkjum með bláum blikk- ljósum. Lögreglan hefur talsverðar áhyggjur af þessu framferði. Stund- um tekst bifhjólamönnum að stinga lögreglu af en lögreglumenn meta það hverju sinni hvort hefja skuli eft- irför. Nýlegur myndbandsupp- tökubúnaður í lögreglubílum hefur hins vegar komið að góðum notum við að ná skráningarnúmerum hjól- anna til að gera lögreglu kleift að hafa uppi á ökumönnunum. En ástandið er orðið þannig að varla líð- ur sá dagur að ekki komi upp tilvik þar sem bifhjólamenn reyni að flýja. Hefur lögreglan spurnir af því að ein- hverjir bifhjólamenn reyni vísvitandi að fela eða skyggja númeraplötur á hjólum sínum til að torvelda lögreglu störf sín. Í gær var bifhjólamaður handtekinn eftir flóttatilraun á göt- um borgarinnar og færður á lög- reglustöð. Lögreglan hvetur vegfarendur til að láta vita af glæfraakstri bifhjóla og skrá númer þeirra niður ef mögulegt er, því oft hefur náðst til lögbrjótanna fyrir tilstilli hins almenna borgara. Aðgerðir vegna ofsa- aksturs bifhjóla Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart EKKI skal fullyrt hvort hvalbátar Hvals hf. eru á leið á hvalveiðar en að minnsta kosti blés einn þeirra kröftuglega frá sér í gær þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins átti leið um. Ekki náðist í talsmenn Hvals en líklegast má telja að vél bátsins hafi verið ræst vegna viðhalds. Bátarnir hafa nú legið við bryggju í 17 ár, eða frá árinu 1989, og er tveimur þeirra haldið við á meðan tíminn leikur hina tvo grátt. Óvíst er hvort þeir muni sigla aftur í nánustu framtíð, enda hafa hvalveiðar ver- ið bannaðar frá árinu 1986 að undanskildum vísinda- veiðitímabilum. Morgunblaðið/ÞÖK Hvalbátarnir að fara á veiðar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.