Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 11
FRÉTTIR
ÍSLENSKUM friðargæsluliðum á
Sri Lanka verður fjölgað úr þeim
fjórum til fimm manns sem þar eru
við störf í allt að tíu manns, að því er
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkis-
ráðherra, tilkynnti á fundi utanrík-
ismálanefndar í gær. Valgerður
sagði eftir fundinn að ákvörðun sín
hefði fengið ágæt viðbrögð í nefnd-
inni. „Ég er búin að fara yfir þessi
mál gaumgæfilega og kemst að þess-
ari niðurstöðu og tel að þetta sé mjög
mikilvægt. Það sem mér finnst vera
mikilvægast í þessu sambandi er það
að það er fullyrt að öryggi okkar
fólks verði tryggt og hér er í raun um
mannúðarstarf að ræða,“ sagði Val-
gerður við blaðamenn að fundi
nefndarinnar loknum. Bæði stjórn-
arher Sri Lanka og uppreisnarmenn
Tamíl-Tígra hefðu óskað eftir því að
Norðmenn og Íslendingar yrðu
áfram með eftirlitssveitir í landinu.
„Það þurfa að vera um 30 manns til
þess að þetta sé mögulegt. Það sem
mér finnst líka mikilvægt er það að
báðir aðilar hafa sagt að þeir muni
virða hlutleysi sveitarinnar og hér er
um borgaralegt starf að ræða,“ sagði
Valgerður. Hún kvaðst jafnframt
hafa greint utanríkismálanefnd frá
því að hún hefði ákveðið að senda
ekki vopnaleitarmenn til Afganistan
eins og hafði verið óskað eftir og áð-
ur hefði verið gert varðandi Írak.
„Ég tel í raun að ástandið í Afganist-
an sé verra og sé það hættulegt að
það sé ekki ástæða til þess að gera
það,“ sagði hún.
Mýkri ásýnd og fleiri konur
Valgerður sagðist jafnframt hafa
greint utanríkismálanefnd frá því að
hún hefði ákveðið að fara gaumgæfi-
lega yfir störf Íslensku friðargæsl-
unnar, verkefnaval og áherslur. Með
því vildi hún átta sig á hvort ekki
væri ástæða til þess að gera þar
ákveðnar breytingar. Hún myndi
fljótlega gera nefndinni grein fyrir
niðurstöðum sínum. Friðargæslan
hefði verið gagnrýnd og meðal ann-
ars þess vegna hefði verið ákveðið að
endurskoða áherslur hennar. Að-
spurð hvað það væri sem hugsanlega
yrði endurskoðað í verkefnavali Ís-
lensku friðargæslunnar sagði Val-
gerður að starfið mætti hafa mýkri
ásýnd og eins væri áhugavert að
fjölga konum í því. „En þetta eru
hlutir sem eru til umfjöllunar í ráðu-
neytinu og við erum ekki búin að
taka neina endanlega ákvörðun, en
það verður vonandi innan fárra
vikna hægt að greina utanríkismála-
nefnd frá tillögum okkar í þessum
efnum.“
Ráðherra kvaðst ekki geta svarað
því nákvæmlega hvenær fjölgað yrði
í friðargæslusveitunum á Sri Lanka.
Þegar væru Íslendingar við störf á
Sri Lanka, sem gætu hugsað sér að
dveljast þar áfram, og þá væri fólk
sem áður hefði unnið að friðargæslu-
störfum, reiðubúið að snúa aftur til
þeirra. „Þannig að þetta eru hlutir
sem þarf að fara yfir líka með Norð-
mönnum sem hafa forystu í þessum
málum, en ég tel að það þurfi ekki að
taka neitt óskaplega langan tíma að
hafa skýrari mynd af þessu,“ sagði
Valgerður. Hún gagnrýndi frétta-
flutning af átökunum á Sri Lanka og
sagði að hann hefði því miður ekki
alltaf verið réttur.
„Meðal annars í einu dagblaðanna
í morgun [í gær] var greint frá því að
það hefði verið gerð árás á eftirlits-
sveitina, sem er ekki rétt. Það hefur
aldrei verið gerð árás á eftirlitssveit-
ina og það hefur enginn skaðast eða
meiðst síðan við hófum þetta starf,“
segir hún.
Viljum leggja
okkar af mörkum
Spurð um hvort ákvörðunin um að
fjölga í friðargæsluliðinu hefði verið
erfið sagði Valgerður að hún hefði
farið mjög vel yfir málið og m.a. rætt
þau við utanríkisráðherra Noregs og
Finnlands. Þá hefðu upplýsingar
fengist hjá sendiráðum og frá Atl-
antshafsbandalaginu (NATO),
„þannig að við teljum að það sé hægt
að tryggja öryggi okkar fólks að svo
miklu leyti sem það verður tryggt
við svona störf. Friðargæsla á sér
náttúrlega stað vegna þess að það er
ófriður í landinu. Þess vegna verður
maður alltaf að vita af því líka að
þetta er ekki algerlega hættulaust.
Við viljum leggja okkar af mörkum
og það eru gerðar kröfur til okkar af
alþjóðasamfélaginu í þessum efnum
og ég tel að þetta verkefni þarna sé
þannig vaxið að við eigum að halda
þessu áfram, nema ástandið versni
verulega,“ sagði hún. Aðspurð hvort
Íslendingar væru reiðubúnir að tak-
ast á við hugsanlegt mannfall við
friðargæslustörf sagði Valgerður að
það væru hlutir sem ekki væri hægt
að ræða frekar á þessu stigi. Ástand-
ið í landinu hefði versnað en „það
liggur alveg fyrir að mínu mati að ef
við hættum okkar starfi, Norður-
landaþjóðirnar, í sambandi við eft-
irlit og friðargæslu, myndi það bjóða
enn meiri hættu heim. Og það er líka
erfitt að bera ábyrgð á því þegar um
mannslíf er að ræða, þó að það sé í
fjarlægu landi.“
Íslenskum friðargæsluliðum á Sri Lanka verði fjölgað í allt að 10 manns
„Það er fullyrt að öryggi
okkar fólks verði tryggt“
Morgunblaðið/Eyþór
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti ákvörðun sína um að fjölga friðargæsluliðum á Sri Lanka á fundi utanríkismálanefndar í gær.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
HALLDÓR Blöndal, formaður utan-
ríkismálanefndar Alþingis, segir það
sjálfsagt að Íslendingar sinni frið-
argæslu áfram á
Sri Lanka. Hann
styðji ákvörðun
Valgerðar Sverr-
isdóttur. „Þetta
hefur gengið vel
og það er sam-
dóma álit þeirra
sem þar eru að
við verðum að
gera okkar
skyldu að þessu leyti,“ segir Halldór.
Málið sé unnið í góðri sátt við Norð-
menn og „ég er mjög ánægður með
þetta frumkvæði,“ segir Halldór um
ákvörðun utanríkisráðherra.
Spurður hvort hann hafi áhyggjur
af öryggi íslensku friðargæslulið-
anna í landinu segir Halldór að sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem hann
hafi telji friðargæsluliðarnir ekki að
þeir séu í yfirvofandi hættu. „En það
má að sjálfsögðu alltaf segja að þeir
sem eru á átakasvæðum við frið-
argæslustörf geti verið í hættu. Það
verður aldrei hjá því komist,“ segir
hann.
Sjálfsagt að
friðargæslu-
störfum verði
haldið áfram
Halldór Blöndal
„VIÐBRÖGÐ okkar í Samfylking-
unni eru þau að við styðjum að Ís-
lendingar hlaupist ekki undan
ábyrgð sinni á Sri
Lanka. Það er
mjög mikilvægt í
ljósi aðstæðna þar
að eftirlitssveit-
irnar verði áfram
á Sri Lanka,“
sagði Þórunn
Sveinbjarn-
ardóttir, fulltrúi
Samfylkingar í
utanrík-
ismálanefnd eftir fund nefndarinnar
í gær. Hún sagði að ef fjölga þyrfti
Íslendingum á Sri Lanka um 5–6
manns ætti að gera það. Mikilvægt
væri fyrir Íslendinga og fólkið á Sri
Lanka að verkefnin þar yrðu kláruð.
„Við getum gert greinarmun á for-
sendum starfsins, en við ætlum ekki
að ræða það núna. Eftirlitssveitirnar
á Sri Lanka eru og hafa verið sam-
norrænar,“ sagði hún. Nú væru Sví-
ar, Danir og Finnar á förum og að-
eins Norðmenn og Íslendingar eftir.
„Það þýðir að við þurfum að axla
þyngri byrðar og við verðum að
gera það. Við fórum út í þetta og
verðu að klára þetta,“ sagði Þórunn.
Hún sagði að menn hefðu áhyggj-
ur af ástandinu á Sri Lanka og fylgj-
ast þyrfti með því. „Ef það versnar
mjög mikið þarf auðvitað að taka
nýja ákvörðun um það hvernig eigi
að bregðast við. En þá mun sú
ákvörðun snúast um allar eftirlits-
sveitirnar, ekki bara Íslendingana.“
Íslendingar
hlaupist ekki
undan ábyrgð
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
NELSON Pinto frá Brasilíu og
Kaare Höeg frá Noregi eru sérfræð-
ingar á sviði stíflugerðar og skipa
ásamt Sveinbirni Björnssyni, jarð-
eðlisfræðingi, alþjóðlega nefnd ráð-
gjafa sem fer yfir skýrslur, niður-
stöður, prófanir og annað sem
skiptir máli varðandi hönnun og
framkvæmd Kárahnjúkaverkefnis-
ins.
Hittist nefndin tvisvar á ári og er
nú hér á landi að störfum þar sem
hún yfirfer síðustu breytingar og
lagfæringar. Mun sérfræðinga-
nefndin kynna niðurstöður sínar
fyrri hluta í næstu viku.
Sérfræðinga-
nefnd hér
á landi
MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks í borgarráði
Reykjavíkur vísaði á fimmtudag frá
tillögu Samfylkingarinnar um að
borgarstjóra yrði falið að leita eftir
samvinnu við Samkeppniseftirlitið
eða önnur samkeppnisyfirvöld um
hvernig staðinn yrði vörður um
samkeppnissjónarmið við skipulag
og úthlutun lóða. Meirihlutinn lét
bóka að hann þyrfti ekki leiðbein-
ingar frá stofnunum ríkisins um
hvernig ætti að stjórna borginni.
Í bókun Samfylkingarinnar var
einnig tekið fram að leita skyldi er-
lendra fyrirmynda í þessu efni og
m.a. hugað að því hvernig búið yrði
að slíkum úthlutunum í skilmálum
skipulags- og lóðaúthlutunum eða
hvort lagabreytinga væri þörf.
Borgarráðsfulltrúar Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks létu
þá bóka að úthlutun lóða væri verk-
efni kjörinna borgarfulltrúa sem
hefðu verið kosnir til að stjórna
borginni. Þeir myndu ekki skorast
undan ábyrgð og þyrftu ekki leið-
beiningar stofnana ríkisins. Í bók-
uninni segir einnig að stjórnendur
borgarinnar frábiðji sér afskipti
annarra og myndu aldrei óska eftir
lagasetningu eins og Samfylkingin
væri að gera.
Borgarráðsfulltrúar Samfylking-
arinnar lýstu undrun yfir þessum
viðbrögðum og að eðlilegt hefði ver-
ið að leita eftir samvinnu við yfir-
völd samkeppnismála til að tryggja
að samkeppnissjónarmið væru í
heiðri höfð. Þá væri það misskiln-
ingur að verið væri að óska eftir
lagasetningu.
Tillagan var sem fyrr segir felld,
með fjórum atkvæðum gegn tveim-
ur.
Meirihlutinn frábiður sér leið-
beiningar um lóðaúthlutanirEKKERT tilfelli hettusóttar hefur
verið staðfest hér á landi eftir maí
2006 og má því líta svo á að far-
aldur sem geisaði hér seinni hluta
ársins 2005 fram á mitt ár 2006 sé
um garð genginn. Alls var hettu-
sótt staðfest hjá 113 einstaklingum
og voru flestir á aldrinum 20–25
ára.
Fullvíst má telja að góð þátttaka
einstaklinga í MMR bólusetn-
ingarátakinu, sem hófst í lok árs
2005 og beindist að einstaklingum
fæddum á árunum 1981 til og með
1985, hafi skilað þessum góða ár-
angri. Þetta kemur fram í Farsótt-
arfréttum sem Landlæknisemb-
ættið gefur út.
Faraldur um
garð genginn