Morgunblaðið - 19.08.2006, Side 40
40 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Bóas Guðmund-ur Sigurðsson
fæddist á Sæbóli á
Reyðarfirði 26. júlí
1940. Hann andaðist
á Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað þann 9. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar Bóasar voru
Sigurður Sveinsson
bifreiðaeftirlits-
maður og Björg
Rannveig Bóasdótt-
ir húsmóðir og var
hann næst yngstur
sjö systkina. Bóas giftist Eddu S.
Kristinsdóttur 31. desember 1961
og voru þau búsett á Eskifirði.
Þau eignuðust fjögur börn; Bóas
Kristin, Guðmund Karl, Kristján
Þorbjörn og Dilju Rannveigu.
Bóas var vélvirki
að mennt frá Iðn-
skólanum á Seyðis-
firði og var í læri
hjá Stáli á Seyðis-
firði. Síðar bætti
hann bifvélavirkjun
við nám sitt. Bóas
rak bifvélaverk-
stæðið Öxul á Eski-
firði í 12 ár, en árið
1973 hóf hann störf
hjá Bifreiðaeftirliti
ríkisins og vann þar
lengst framan af.
Síðustu sjö ár var
hann skoðunarmaður hjá Vinnu-
eftirliti ríkisins, allt til ágúst
2005.
Útför Bóasar fer fram frá Eski-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Undanfarna daga hefur hugur
minn reikað til bernsku minnar þeg-
ar ég var lítil stelpa á Reyðarfirði og
tilheyrði heimilishaldi ömmu minnar
og afa á Sæbóli. Húsi sem þau höfðu
byggt sér á Búðareyrinni, alveg
niðri við sjóinn við hlið Grundar, þar
sem foreldrar ömmu höfðu búið og
afi hennar Guðmundur Jónsson,
söðlasmiður og kaupmaður, hafði
byggt. Þar var minn ævintýraheim-
ur, afi og amma sem mér þótti svo
undurvænt um og móðurbræður
mínir þrír þeir Svenni, Bói og Kalli,
sem ég elskaði og virti eins og mest
gat orðið sem lítil frænka. Þau
brugðu slíkri birtu á bernsku mína
að það býr með mér alla tíð. Í dag
kveðjum við Bóa sem eftir æðru-
lausa baráttu við óvæginn sjúkdóm
er lagður til hinstu hvílu. Ég minnist
væntumþykju hans og umhyggju
fyrir aldraðri og sjúkri móður og
sérstakri umhyggju hans og Eddu
fyrir ungum syni sem um árabil
barðist við illkynja sjúkdóm, gleði
hans og þakklæti þegar sigur vannst
á vágestinum.
Ég minnist gjafa hans allt frá
skvísudúkkunni í rauðu skónum til
perlunnar sem hann færði mér frá
Majorka, og blómanna sem hann
færði okkur ömmu þegar ég á full-
orðinsárum heimsótti Reyðarfjörð
og dvaldi í Ömmuhúsi. Í dag á fjöl-
skylda hans um sárt að binda en
tíminn sefar sorgina og minningin
um góðan pabba og afa er dýrmæt
gjöf guðs. Bræður hans, þeir frænd-
ur mínir Svenni og Kalli sakna nú
bróður og vinar í stað. Ástvinum öll-
um sendi ég samúðarkveðjur. Vertu
kært kvaddur, Bói frændi minn, ég
þakka og met allt það góða sem við
áttum saman.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hanns sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Björg Rannveig Ágústsdóttir.
Svíður í sárum,
sorg drúpir höfði,
góður er genginn á braut.
Minningar mildar
mýkja og lýsa
og leggja líkn við þraut.
(Hörður Zóphaníasson.)
Það er með söknuði og trega sem
við kveðjum okkar góða félaga og
samstarfsmann Bóas Sigurðsson,
sem lést hinn 9. ágúst sl. úr hinum
erfiða sjúkdómi MND. Bóas kom til
starfa hjá okkur í Vinnueftirlitinu
sumarið 1998 og starfssvæðið var
Austurland, hans kæra heimabyggð.
Bóas var eftirlitsmaður með vinnu-
vélum og rækti það starf af mikilli
alúð. Hann hafði mikla þekkingu og
reynslu á viðfangsefninu og naut
trausts þeirra sem hann hafði sam-
skipti við. Bóas var hugmyndaríkur
og ófeiminn við að koma tillögum
sínum á framfæri við þá sem hann
taldi geta hrint þeim í framkvæmd
og hann gat verið ýtinn og fylginn
sér. Á mannamótum var hann hins
vegar hógvær og lét ekki mikið á sér
bera.
Reglusemi Bóasar var við brugð-
ið, gengið var frá öllum hlutum jafn-
óðum og séð til þess að ekkert yrði
útundan þó viðfangsefnin væru
mörg. Í þeim miklu önnum sem
fylgja framkvæmdunum á Austur-
landi reyndust atorka og hæfileikar
Bóasar okkar stofnun mikils virði.
Þegar fréttin barst um að Bóas
hefði greinst með MND í sumar-
byrjun 2004 var okkur sem störf-
uðum með honum mjög brugðið.
Mörg okkar eiga eða hafa átt vini
eða vandamenn sem fengið hafa
þann sjúkdóm og þekkja einkenni
hans og afleiðingar. Bóas tók þessu
af æðruleysi og vildi sinna sínu
starfi af fullum krafti meðan mögu-
legt væri. Starf hans var aðlagað
minnkandi starfsgetu svo hann gæti
unnið eins lengi og kostur væri. Það
gekk í sjálfu sér vel, að öðru leyti en
því að Bóas ætlaði sér stundum um
of. Hann var tregur til að hlífa sér,
hugurinn var meiri en líkaminn réð
við. Það var verðmæt lífsreynsla að
kynnast æðruleysi hans og hug-
rekki.
Bóas var áhugamaður um sögu og
menningu og ötull safnari, safnaði
m.a. minjum úr síðustu heimsstyrj-
öld. Við kynntumst dálítið á þessum
nótum, það var virkilega gaman og
fræðandi að spjalla við hann um
þessi áhugamál okkar beggja, þó til
þess gæfust allt of fáar stundir.
Einn hlut gaf hann mér úr safni sínu
og geymi ég hann til minningar um
góðan dreng.
Við sem störfuðum með Bóasi síð-
ustu árin minnumst hans með hlýj-
um huga og vottum fjölskyldu hans
innilega samúð okkar.
Eyjólfur Sæmundsson.
BÓAS GUÐMUNDUR
SIGURÐSSON
✝ Skafti KristjánAtlason fæddist
í Neskaupstað 8.
nóvember 1971.
Hann lést á Land-
spítalanum 14.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Atli Skaftason, f. 30.
júlí 1947 á Fá-
skrúðsfirði, og Jóna
Bára Jakobsdóttir,
f. 9. ágúst 1947 á Fá-
skrúðsfirði. Bræður
Skafta eru Jakob
Rúnar Atlason, f. 14.
ágúst 1968, og Heiðar Ásberg
Atlason, f. 26. apríl 1975.
Sambýliskona Skafta er Þórey
Eiríksdóttir, f. 26.
desember 1971 á
Borgarfirði eystra.
Börn Skafta og Þór-
eyjar eru Arna
Skaftadóttir, f. 12.
mars 2001, og Atli
Skaftason, f. 9. júlí
2003.
Skafti var stýri-
maður á Hoffelli SU
80 frá Fáskrúðsfirði
en bjó ásamt fjöl-
skyldu sinni á Borg-
arfirði.
Útför Skafta
verður gerð frá Fáskrúðsfjarðar-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku Skafti, bróðir minn og vin-
ur.
Ég kveð þig með óbærilegum
söknuði. Þessir síðustu dagar hafa
verið óraunverulegir. Ég hef ekki
viljað trúa þessum sorgartíðindum.
Lífið getur verið svo ósanngjarnt.
Svo ískalt og óvægið. Þú hefur rek-
ist á þitt blindsker og ert dáinn-
.Verður ekki meira með okkur
geislandi af gleði eins og þú varst
ávallt.
Elsku Þórey mágkona, samferða-
kona þín hálfa ævina, hefur misst
förunaut sinn og sálufélaga. Guð
blessi hana og styrki á þessari erf-
iðu stundu. Elsku litlu börnin þín,
Arna og Atli, missa einstakan föður
sinn. Við sem eftir erum munum
ávallt passa þau og vernda.
Tómarúmið er mikið sem þú skil-
ur eftir þig. Það verður ekki fyllt.
Lífið hjá okkur öllum er gjörbreytt.
Elsku Þórey og börn, mamma og
pabbi, Kobbi bróðir og fjölskylda,
ættingjar, skipsfélagar og vinir, við
verðum að læra að lifa upp á nýtt
og reyna eftir mætti að fylla í rúm-
ið með góðum minningum um ein-
stakan mann. Þar er af nógu að
taka. Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og okkur öllum.
Guð geymi þig, elsku bróðir.
Heiðar.
Elsku bróðir og vinur, Skafti
Kristján, með sorg í hjarta kveð ég
þig í síðasta sinn. Undanfarna daga
hafa rifjast upp ótal margar minn-
ingar sem allar innihalda gleði og
vináttu sem alltaf var á milli okkar.
Smábrot um ómerkilegustu hluti
verða mikils virði í minningu um
góðan dreng. Þrátt fyrir mótlæti á
ýmsum sviðum var ávallt hægt að
ganga að brosinu og hlátrinum þín-
um á vísum stað, að gera gott úr
aðstæðum var þín sérstaða. Þú
varst duglegur og strax var ljóst að
sjóarahlutverkið var það sem þú
vildir og snemma varstu farinn að
vera á togara og bátum frá Fá-
skrúðsfirði.
Eiðaskóli varð samt vettvangur
náms og þar funduð þið Þórey þín
hvort annað og sá fundur skilur eft-
ir sig þínar fallegustu minningar,
þ.e. börnin ykkar Örnu og Atla sem
þú varst ofurstoltur af, með réttu.
Það var alltaf tilhlökkun í allri
minni fjölskyldu að fara á „Bogg-
ann“ til Skafta og Þóreyjar. Þar var
bæði spennandi og rólegt í senn og
þið frábærir gestgjafar, það er
ómetanlegt að hafa verið hjá ykkur
í góðu yfirlæti og rólegheitum þeg-
ar áfallið mikla dundi yfir og þú
veiktist alvarlega í Álfaborginni
undir söng heimamanna og gesta 5.
ágúst. Fljótt varð ljóst að alvarleik-
inn var mikill í veikindunum og eft-
ir níu daga á gjörgæslu ertu dáinn
á Landspítala í Fossvogi umvafinn
ástvinum sem nú horfa á framtíð án
þín. Margir eiga um sárt að binda
og sorgin ein ríkir nú, en í framtíð
mun minning Skafta vekja upp bros
og hlátra hjá fjölskyldu,vinum og
skipsfélögum. Eins og fallega dóttir
þín orðaði það: „Við geymum pabba
í hjartanu.“ Þaðan hverfur þú aldr-
ei, kæri bróðir. Við Halla og fjöl-
skylda okkar þökkum fyrir allt. Guð
geymi þig.
Elsku Þórey og börn, mestur er
ykkar missir. Megi Guð gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Mamma og pabbi, Heiðar og fjöl-
skylda, huggun okkar er í minningu
um góðan dreng sem lifir að eilífu.
Þinn bróðir
Jakob.
Það er með miklum söknuði og
sárri sorg sem við nú kveðjum okk-
ar ástkæra sonarson er kvaddi svo
skyndilega í blóma lífsins.
Skafti var mikill efnisdrengur,
sjórinn seiddi hann til sín eins og
fleiri úr okkar ranni, til þeirra
verka lærði hann og stundaði síðan
af kappi, farsæll og hörkuduglegur.
Hann var hugulsamur drengur
og okkur einstaklega ræktarsamur,
kom í heimsókn þegar færi gafst og
eins talaði hann oft við okkur utan
af sjónum og gladdi okkur með því,
hlýr, brosmildur og einlægur alla
tíð.
Óteljandi kærar minningar sækja
að á kveðjustund um góðan dreng
og dugmikinn.
Innilegar samúðarkveðjur eru
sendar öllum þeim sem áttu hann
Skafta okkar að.
Við kveðjum góðan dreng með
bestu fyrirbænum og hjartans þökk
fyrir ógleymanlegar samverustund-
ir.
Guð blessi minningu Skafta okk-
ar.
Afi og amma í Sigtúni.
Mágur minn Skafti var eftir-
minnilegur persónuleiki. Hann var
alltaf hress og glaðvær. Hann hafði
hlýja og góða nærveru og var hrók-
ur alls fagnaðar er við komum sam-
an. Strákarnir okkar eru jafngamlir
en einungis mánuður er á milli
þeirra.
Í dag fylgjum við þér í hinsta
sinn á Fáskrúðsfirði. Hringnum er
lokað.
Elsku Skafti, við munum sakna
þín sárt og þú verður ætíð á meðal
okkar. Guð geymi þig.
Ég trú því að sálin sé eilíf.
Hún er eins og sólin.
Við höldum að hún sé gengin til viðar,
en í raun er hún farin að skína á ein-
hverja aðra.
(Höf. óþekktur)
Aleksandra Kojic.
Elsku besti frændi og vinur, það
er erfitt að trúa því að þú sért far-
inn aðeins 34 ára gamall, þú sem
alltaf varst hraustur og kenndir þér
einskis meins. Það er ekki langt
síðan við áttum saman dag á Borg-
arfirði eystri og svo aftur á frönsk-
um dögum á Fáskrúðsfirði. Aldrei
hefði mig grunað að þetta yrðu
okkar síðustu fundir, kæri vinur.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund er margt sem kemur upp í
hugann, meðal annars frá því að þú
komst með mér í siglingu til Þýska-
lands. Þá varð mér ljóst hvert hug-
ur þinn stefndi en það var að læra
til skipstjórnar, eins og þú áttir kyn
til.
Frændrækinn varstu svo eftir
var tekið og kunningjarnir voru
margir. Eitt var það sem batt okk-
ur miklum og tryggum vinaböndum
en það var sameiginlegur áhugi
okkar á Liverpool Football Club.
Ósjaldan hringdir þú á leikdegi ut-
an af sjó til að athuga hvernig okk-
ar mönnum gengi. Ég man það allt-
af hver þú sagðir að viðbrögð þín
hefðu verið þegar liðið okkar vann
frækinn sigur úti í Istambul í fyrra,
það er vel geymt, og ferðin sem við
ætluðum í saman á Anfield verður
að bíða betri tíma.
Elsku frændi, þú varst vel af
Guði gerður. Elsku Þórey, Arna og
Atli, Atli, Jóna Bára, Kobbi og
Heiðar, megi Guð gefa ykkur styrk
á þessum erfiðu tímum.
Er þú brýst fram gegn bylnum
berðu höfuðið hátt
óttastu ei myrkrið
né ógn þess og mátt.
Litríkur ljósheimur bíður
og lævirkja söngurinn þíður.
Áfram, stríðum stormi gegn,
áfram, strítt þó falli regn.
Þótt drauma þína skilji ei neinn
þú áfram, áfram ferð aleinn.
Þó aldrei ertu einn, aldrei ertu einn.
Áfram, áfram, með hugprútt hjarta,
hugsaðu um framtíð bjarta,
þú arkar aldrei einn.
(Þýð. Bjarki Elíasson)
Guð geymi þig, Skafti minn.
Kristján B. Skaftason
og fjölskylda.
Mikið getur lífið verið órétlátt.
Afhverju er maður eins og Skafti á
besta aldri hrifinn í burt frá börn-
um sínum og eiginkonu. Á maður
að trúa því að almættið telji að eitt-
hvert brýnna erindi sé hinum meg-
in, eitthvað brýnna en að ala önn
fyrir heimili sínu, sjá börnin sín
vaxa úr grasi og horfa á óskir sínar
rætast í þeim? Við áföll lík þessu
reynir á barnatrúna og efasemd-
arhugsanir naga mann og nísta. En
við verðum að halda í trúna til að
hafa eitthvert haldreipi.
Ég hef þekkt Skafta frá því að
hann var smákrakki, hann ólst upp
steinsnar frá mér hér á Fáskrúðs-
firði. Síðan hafa leiðir okkar legið
saman nánast sleitulaust, hann
byrjaði sem unglingur á sjónum hjá
útgerð Kaupfélagsins og Loðnu-
vinnslunnar og var síðustu árin 1.
stýrimaður og afleysingaskipstjóri
á Hoffelli. Samstarf okkar hefur
verið náið síðustu átta árin, hef ég
kynnst honum vel í gegnum það og
bar aldrei skugga á þá vegferð sem
við höfum farið saman.
Skafti var ærslafullur, vildi hafa
líf í kringum sig og var mjög stríð-
inn á sinn góðlega hátt. Það var
aldrei fýla í kringum hann. Hann
hafði sérstakt lag á því að koma
mönnum í gott skap með stríðni og
smitandi hlátri að ógleymdu bros-
inu sem náði vel til augnanna. Það
er höggvið stórt skarð í samheldna
áhöfn Hoffellsins og verður hans
sárt saknað þar sem og annars
staðar.
Skafti er einn af þeim mönnum
sem mér hlýnar um hjartrætunar
að hugsa til, þannig vil ég muna
hann.
Elsku Þórey, ég bið Guð að varð-
veita þig og börnin ykkar og ég veit
að minningin um góðan dreng mun
lýsa ykkur veginn fram á við.
Við Guðrún vottum Þóreyju,
börnunum, foreldrum og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð
og biðjum Guð að styrkja ykkur í
sorginni.
Eiríkur Ólafsson.
Elsku Skafti, hver hefði trúað því
þegar við hittum ykkur á frönskum
dögum að það yrði í síðasta sinn
sem við myndum sjá þig? En eng-
inn fær sín örlög flúið. Minning-
arnar eru allar góðar um þig, alltaf
varstu hlæjandi og hress. Minning-
arnar um það þegar þú varst hjá
okkur og vorkenndir litlu lömbun-
um að komast ekki að garðanum
eins og kindurnar, þú reddaðir því
með því að henda fullt af heyi á
grindurnar aftan við þær, og þegar
þú fékkst verki í tærnar við að
horfa á Frissa klippa klaufirnar á
kindunum. Þú sýndir alltaf svo
mikla vináttu og varst duglegur að
koma við hér á Hafranesi. Þið Þór-
ey buðuð okkur líka í ófá skiptin á
þorrablót á Borgarfirði og það var
alltaf gaman að koma þangað til
ykkar. Kærar þakkir fyrir það allt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Þórey, Arna, Atli og Jóna Bára,
Atli og aðrir aðstandendur, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Aðalheiður (Alla frænka) og
fjölskylda.
SKAFTI KRISTJÁN
ATLASON
Fleiri minningargreinar
um Skafta Kristján Atlason bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Guð-
laugur, Gísli Jónatansson,Sara og
fjölskylda og Hjörvar Sæberg
Högnason.