Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Geirmundur Valtýsson í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar. www.kringlukrain.is Sími 568 0878 Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist KVÖLDVERÐARTILBOÐ Tvíréttaður matur og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Lau. 19. ágúst kl. 20 örfá sæti Sun. 20. ágúst kl. 15 uppselt Sun. 20 ágúst kl. 20 uppselt Fös. 25. ágúst kl. 20 uppselt Lau. 26. ágúst kl. 20 Laus sæti Lau. 2. sept. kl. 20 uppselt Sun. 3. sept. kl. 15 Sun. 3. sept. kl. 20 PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningard. TVÆR sýningar verða opnaðar í Gerðarsafni í Kópavogi í dag, annars vegar á verkum Valgerðar Briem og hins vegar á verkum dóttur hennar Val- gerðar Bergsdóttur. Valgerður Briem (1914–2002) hélt mjög fáar sýningar á eigin verkum á ferli sínum og hafa því fæstar teikningar hennar komið fyrir almennings- sjónir. Hefur hún þess vegna gjarnan verið kölluð huldukona í íslenskri myndlist. Sýningin ber yfirskriftina „AND-LIT“ en það er nafngift sem hún sjálf gaf myndaseríu sem þarna er sýnd en verk sýningarinnar spanna nán- ast allan feril listakonunnar. Ytra og innra landslag Í austursal Gerðarsafns er um að ræða annars vegar mismunandi persónulýsingar í andlits- myndum, sem yfirskrift sýningarinnar vísar til, og hins vegar eru þarna mjög smáar myndir, teikn- aðar á löngum ferli, þar sem viðfangsefnin eru nokkur. AND-LITS-myndirnar eru flestar unnar á árunum 1967–1969 en smáu myndirnar eru aftur á móti öllu nýrri eða frá árunum 1970–1985. Einnig getur að líta stór verk frá árunum 1967– 1970 sem hafa verið skýrð LAND-LIT og þekja þau allan vestursalinn í Gerðarsafni en þau mætti túlka bæði sem ytra og innra landslag. „Það má segja að myndirnar séu túlkun Val- gerðar Briem á veröldinni í stærra samhengi,“ segir Valgerður Bergsdóttir. Í sýningarborðum í austursal er hægt að skoða vinnubækur Valgerðar Briem en sá hluti sýning- arinnar lýtur að áratugalöngum kennsluferli hennar. Hún hóf að kenna við Austurbæjarbarna- skóla og kenndi þar í tuttugu og fimm ár, síðar fór hún að kenna við Myndlista- og handíðaskólann og svo við Kennaraháskólann. Margir af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar lærðu hjá Val- gerði en þeirra á meðal var Erró sem hefur sagt að engin kennsla hafi haft jafnmikil áhrif á hann og sú sem hann hlaut hjá Valgerði Briem. Þar að auki birtust eftir hana fjölmargar grein- ar um myndlistarkennslu, barna- og alþýðulist og íslenska og erlenda hönnun í dagblöðum og tíma- ritum. Í tilefni sýningarinnar kemur út bók um list Valgerðar Briem þar sem er að finna listfræðilega umfjöllun um verk hennar eftir dr. Halldór Björn Runólfsson listfræðing. Þar eru einnig greinar eftir Valgerði, viðtal við hana og minning- argreinar eftir samferðamenn hennar sem bregða ljósi á samtíð hennar og persónu. Eins og áður sagði var Valgerður lítið fyrir að hafa hátt um listsköpun sína á meðan hún lifði og því ætti sýningin í Gerðarsafni að sæta töluverð- um tíðindum. Steindir gluggar Reykholtskirkju Á neðri hæð Gerðarsafns sýnir Valgerður Bergsdóttir vinnuteikningar fyrir steinda gler- glugga í Reykholtskirkju og ber sýningin yf- irskriftina „Teikn og hnit“. Á árunum 1991–1992 fór fram lokuð samkeppni um gerð glugganna í Reykholtskirkju og valdi dómnefnd á endanum tillögu Valgerðar og fór fram formleg vígsla á gluggunum 30. júlí síðastliðinn. Auk vinnuteikn- inganna verða einnig til sýnis ljósmyndir af upp- settum gluggunum. Í gluggateikningunum sækir Valgerður í bók- menntaarfinn sem og myndlistararf þjóðarinnar. Hún byggir þær meðal annars á myndum úr Ís- lensku teiknibókinni í Árnagarði, Ufsa-Kristi sem er talið elsta Kristslíkneski sem fundist hefur hér á landi og eins sækir hún myndefni í Sólarljóð. Eins og yfirskriftin gefur til kynna skiptist sýn- ingin í tvennt, „teikn“ og „hnit“, en auk vinnu- teikninganna, er um að ræða teikningar að grunn- formi glugganna sem hún teiknaði á árunum 1998–99. Í þessum uppdráttum leitar Valgerður að möguleikum á því að nota teikningu og mynst- urgerð í steindu gleri. Sýningarnar tvær verða opnaðar í dag klukkan 15 en um helgar verður boðið upp á leiðsögn og spjall um verkin. Nánari upplýsingar er að finna á www.gerdar- safn.is. Myndlist | Verk eftir Valgerði Briem og Valgerði Bergsdóttur sýnd í Gerðarsafni Andlit Valgerðar Briem Morgunblaðið/Eyþór Valgerður Bergsdóttir, dóttir Valgerðar Briem, sýnir teikningar sem gerðar voru fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju í Gerðarsafni. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is UM ÁRABIL hefur Endurmenntun Háskóla Íslands boðið upp á fjöl- breytt menningarnámskeið við mikl- ar vinsældir. Námskeið á sviðum klassískrar tónlistarsögu, listasögu og heimspeki auk námskeiðs um Ís- lendingasögurnar hafa verið afar fjöl- sótt. Í tilefni af Menningarnótt býður Endurmenntun upp á stutta fyr- irlestra um valin efni í húsakynnum sínum að Dunhaga 7 í dag, en fyr- irlesararnir munu allir kenna hjá Endurmenntun í vetur. Dagskráin hefst kl. 14 á því að Ólafur Gíslason listgagnrýnandi flyt- ur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Orisha – hinn afríski guðaheimur á Kúbu“. Þar mun hann fjalla um trúarbrögð, helgisiði og menningu sem blökkumenn af Yorubakynstofni báru með sér frá Nígeríu til Kúbu á tímum þrælahalds og hafa varðveist í skjóli kristindóms og kommúnisma. Kl. 14.30 verður svo boðið upp á tvo fyrirlestra. Annan þeirra flytur Þor- leifur Friðriksson sagnfræðingur og ætlar hann að kynna nýja keðju nám- skeiða um Austur-Evrópu sem hann mun sjá um og verða í boði hjá End- urmenntun á næstunni. „Þetta verð- ur stórt þrískipt námskeið og getur fólk valið hversu mikið það tekur. Fjallað verður um sögu og menningu þessa svæðis. Það munu margir koma að þessu, fólk sem hefur búið í Aust- ur-Evrópu og fólk sem kemur þaðan. Þarna er heillandi heimur,“ segir Þorleifur en á námskeiðinu verður sjónum beint að hinum ýmsu hlutum, svo sem dansi, jarðsögu, trú- málum, pólitík og list- um. Á sama tíma ætlar Steinunn Inga Stef- ánsdóttir ráðgjafi að flytja fyrirlestur undir yfirskriftinni: „Starfið, heimilið, lífið – skipu- lag í stað álags“. Er- indi hennar mun fjalla um atriði sem geta auðveldað fólki að ráða við álag á helstu svið- um lífsins. Rithöfund- urinn Andri Snær Magnason mun fjalla um hina geysi- vinsælu bók sína Draumalandið kl. 15. Hann bregður upp nýrri og ferskri sýn á stöðu og möguleika Ís- lendinga í nútíð og framtíð. Síðasta fyrirlesturinn flytur Gunn- ar Hersveinn, heimspekingur og rit- höfundur kl. 15.30 undir yfirskriftinni „Gæfuspor – gildin í lífinu“. Hann segir að fyrirlesturinn muni fjalla um nálgun á hugtökum. „Þau verða skoð- uð út frá því að þau séu ekki nið- urnjörvuð heldur frekar lifandi. Hug- myndin er að fólk geti svo í framhaldi unnið áfram með hugtökin. Maður lærir oftast í skóla að þetta hugtak merki nákvæmlega þetta, og margir vilja hafa það þannig og finnst pirr- andi ef hugtak er eitthvað óljóst. Það verður prófað að nálgast hugtök eins og ást og umhyggja út frá því að fólk geti gengið inn í hugtakið sjálft og skoðað það.“ Gunnar Hersveinn tek- ur þó skýrt fram að þetta merki ekki að það geti komið hvað sem er út úr þessari skoðun. Hugmyndin sé að einhver mörk séu til staðar og að fólk geti skoðað hugtökin innan þeirra. Hann segir að fyrirlesturinn sé hugs- aður þannig að hver sem er geti kom- ið og velt innihaldinu fyrir sér. „Ég hef reynt að sérhæfa mig í því að fjalla um svona hugtök eða gildi á þann hátt að allir skilji. Ég er búinn að henda út öllum óþarfa hugtökum og er ekki með einhver löng tækni- hugtök, heldur reyni ég að nota venjulega íslensku.“ Menntun | Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytta fyrirlestra í dag Draumalandið, lifandi hugtök og fleira Þorleifur Friðriksson Gunnar Hersveinn Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Tröllakirkju, í enskri þýðingu David McDuff og Jill Burrows. Bókin kom upphaflega út á íslensku 1992 og var síðan gefin út á ensku af breskum útgefanda í tveimur prent- unum en er löngu uppseld. Tröllakirkja var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna og hinna al- þjóðlegu IMPAC verðlauna. Hún kom út í Þýskalandi á síðasta ári í innbundinni út- gáfu og hlaut afar góðar móttökur þar í landi og kemur út þar í kilju á haust- mánuðum. Einnig gefur JPV útgáfa út enska þýðingu á Svan- inum eftir Guðberg Bergs- son. Bernard Scudder þýddi bókina sem kom upphaflega út í Bretlandi fyrir all- mörgum árum og er löngu uppseld. Svanurinn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1991 og var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norð- urlandaráðs árið eftir. Hún hefur komið út í fjölmörgum löndum og hvarvetna hlotið mikið lof jafnt gagnrýnenda sem lesenda. Margir erlendu útgefendurnir hafa marg- prentað hana bæði í inn- bundinni útgáfu og kiljuút- gáfu. Svanurinn og Trölla- kirkja gefn- ar út á ensku ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.