Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GRUNNTÓNN yfirlýsingar rík-
isstjórnarinnar og LEB og aðal-
ástæða undirskriftar LEB í júlí sl.
er að gjörbylta skal vistunarkerfi
aldraðra og færa þjónustuna í nú-
tímalegt horf. Þróun vistunarkerfis
aldraðra hér á landi er tugum ára á
eftir þróuninni í næstu nágranna-
löndum. Í ofanálag mun dýrari í
rekstri. Þetta er alþekkt staðreynd,
en hér er vitnað í nýútgefna sam-
norræna bók um umönnun aldraðra
á Norðurlöndum. Sú bók er rituð af
háskólamönnum, þar á meðal tveim-
ur Íslendingum. Á meðfylgjandi
töflu má sjá þennan samanburð
skýrt og skorinort.
Hlutfall 80 ára og eldri er lang-
lægst á Íslandi, en kostnaður vegna
þjónustunnar svipaður og í Dan-
mörku, Noregi og Finnlandi. Hér er
ekki um að ræða kostnað við heima-
þjónustu því að heimahjálp er álitin
rýrust á Íslandi og fær lélega ein-
kunn. („Den isländska hemhjälpen
sprids tunt“, eins og orðrétt er vitn-
að í umrædda bók.) Frekari skýring
á háum kostnaði á Íslandi skilst, ef
haft er í huga að 9-10% 65 ára og
eldri hér á landi vistast á öldr-
unarstofnunum, en 3,4 til 5,9% á
öðrum Norðurlöndum. Í nágranna-
löndum þurfa þó hlutfallslega jafn
margir meðal þeirra eldri einhverja
aðstoð, en þar er þeim gefinn kost-
ur á öryggis- og þjónustuíbúðum
ásamt góðri heimaþjónustu í mun
meira mæli en hér á landi. Afleið-
ingin er að eldra fólk lifir virkari
ellidaga, er lengur sjálfstætt og
sjálfbjarga og þarfnast því ódýrari
og minni þjónustu en á stofnunum.
Í stofnunum í nágrannalöndunum
virðist mun betur búið að eldri
borgurum en hér, t.d. búa þar 85-
90% í einbýli, en hér um 50%. Af-
leiðingin er m.a. að 60- 70% á stofn-
unum hér á landi eru á róandi eða
svefnlyfjum aðallega vegna ellileiða
miðað við 30-40% í nágrannalönd-
unum.
Niðurstaða samráðsfunda rík-
isvaldsins og LEB var yfirlýsing
þar sem sérstaklega er fallist á að
gerbylta þessu fyrirkomulagi sem
hér hefur verið lýst. Það var skylda
okkar að sjá þeim sem mestrar að-
stoðar eru þurfandi fyrir við-
unanlegri þjónustu. Þessu skal því
verða breytt, en við viljum ekki ger-
ast „próventufólk“ og fá aðeins mat
og húsnæði svo vitnað sé í einn full-
trúa þjóðarinnar á Alþingi.
Um lífeyrisþáttinn skal tekið
fram, að tillögu formanns Ásmund-
arnefndarinnar um samkomulag til
fjögurra ára var alfarið hafnað af
LEB. Í yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar kemur þó fram að rík-
isstjórnin vilji beita sér fyrir fram-
gangi vissra úrbóta á næstu fjórum
árum, sem eru of rýrar að okkar
mati. Við álítum að hér sé um vilja-
yfirlýsingu að ræða sem gefin er í
aðdraganda alþingiskosninga, með
tíu mánaða gildistíma! Því miður
höfum við afar slæma reynslu af
viljayfirlýsingum og samkomulagi
sem gerist rétt fyrir kosningar,
smbr. það sem gerðist eftir 2002.
Þar var ákveðið að gefa mönnum
kost á að fresta töku lífeyris gegn
hærri greiðslum síðar, en við það
var ekki staðið. Það að breyta við-
miðunartekjum vegna greiðslna frá
TR frá því að vera 18 til 24 mánaða
gamlar í samtímatekjur þýddi að
skerðingarhlutfallið sem var í raun
um 41% hækkaði að raungildi í 45%.
Og því má bæta við að oft hefur
verið lofað að hætta að nota Fram-
kvæmdasjóð aldraðra til rekstrar
stofnana – en núna fyrst segist rík-
isstjórnin ætla að standa við það!
LEB féllst á að undirrita yfirlýs-
inguna vegna þess að við fengum
skýr skilaboð um að ella yrði allt í
lausum reipum varðandi þjón-
ustuþáttinn. Próventuhugsunin
virðist vera ríkjandi meðal margra
miðaldra ráðamanna hér á landi.
Við munum koma aftur í haust
með þær kröfur sem ekki var sinnt.
Þessar kröfur eru m.a. að gera ít-
arlega úttekt á tryggingalöggjöf-
inni, og breyta henni m.a. á þann
veg að unnt sé að draga verulega úr
skerðingum, sérstaklega fyrir þá
sem lægstu ellilaun hafa. Í öðru lagi
að taka upp að minnsta kosti tvö
skattþrep, því að allir í nefndinni,
ásamt fulltrúum fjármálaráðuneytis
og fulltrúum beggja stjórnarflokk-
anna voru sammála um að skatt-
byrði hefði aukist verulega á lægstu
laun undanfarin ár. Einstaka þing-
menn stjórnarflokkanna hafa þó
viðurkennt þessa staðreynd og
munum við banka upp á hjá þeim í
vetur. Í þriðja lagi að taka þegar í
stað upp frítekjumark nýrrar tekju-
tryggingar og hækka það verulega
á næstu árum. Við munum berjast
fyrir þessum úrbótum af fullum
huga í vetur og vitum að fé-
lagsmenn okkar styðja okkur af
alefli.
Eins og sagt var við forsætisráð-
herra í Kastljósi; „Við komum aftur
í haust“. Fyrsta skrefið er stigið.
Við erum ekki próventufólk*
Ólafur Ólafsson, Pétur Guð-
mundsson og Einar Árnason
’Við munum koma afturí haust með þær kröfur
sem ekki var sinnt.‘
Pétur Guðmundsson
Ólafur er formaður Landssambands
eldri borgara, Einar er hagfræðingur
eldri borgara, Pétur er verkfræð-
ingur og fyrrverandi stjórnarmaður í
Félagi eldri borgara í Reykjavík.
Ólafur Ólafsson Einar Árnason
* fólk sem hefur gefið öðrum fjármuni og eig-
ur sínar með því skilyrði að þiggjendur sjái
gefendum fyrir mat og húsnæði í ellinni.
Hlutfall 80 ára og eldri og kostn-
aðurvegna umönnunar þeirra á
Norðurlöndum, mælt sem hlutfall
af vergri þjóðarframleiðslu:
Kostn.
v. þjónustu%
Ísland 2,8 1,7
Danmörk 4,0 1,8
Finnland 3,6 1,4
Noregur 4,5 2,0
Svíþjóð 5,6 2,8
Heimild: Äldreomsorgsforskning
i Norden 2005.
LÍKT og á vakning-
arsamkomu hafa for-
ystumenn ríkisstjórn-
arinnar fallið fram
síðustu vikur og játað
mistök sín í ríkisfjár-
málum, aga og að-
haldsleysi og að hafa
gripið allt of seint til
aðgerða vegna þensl-
unnar. Hið síðasttalda
kenndi fjármálaráð-
herra þó Hagstofunni
því hún hafi ekki
reiknað þensluna rétt!
Blasti hún þó við
hverjum manni og
hirti ríkisstjórnin í engu um gagn-
rýni innlendra og erlendra greining-
ardeilda fremur en ábendingar okk-
ar í stjórnarandstöðunni.
Þegar nú venjulegt fólk og fyr-
irtæki þurfa að þola hæstu vexti í
heimi og verðbólgu margfalt hærri
en jafnvel eigin mark-
mið stjórnvalda þá er
auðvitað gott að játn-
ingarnar liggi fyrir.
Þær munu eflaust
hjálpa kjósendum við
að fella dóm í vor.
Árum saman hafa
fjárlög verið notuð
meira til áróðurs um
góðæri en til fjárstýr-
ingar ríkisins og er
munurinn á glansmynd
frumvarpsins og nið-
urstöðu tugir milljarða
og ýmis van- eða
ofáætlað verulega á helming fjár-
lagaliða. Þetta virðingarleysi fyrir
fjárlögum hefur leitt af sér lausa-
Játningar í
ríkisfjármálum
Helgi Hjörvar skrifar
um ríkisfjármál
Helgi Hjörvar
SPJÓTIN hafa beinst að bændum
í þeirri miklu og þörfu umræðu um
matarverð á Íslandi sem átt hefur
sér stað að und-
anförnu. Gagnrýni á
bændastéttina hefur
gengið það langt að
bændur hafa beinlínis
verið sakaðir um að
halda öllu matarverði
hérlendis himinháu.
Þetta er fjarri sanni.
Við samanburð á
verði matvæla milli
landa er gjarnan
stuðst við ítarlegar
kannanir sem Euros-
tat, hagstofa Evrópu-
sambandsins, gerir
reglulega. Í nýjustu
könnuninni kemur
fram að brauð, korn-
vörur, gosdrykkir,
ávextir og grænmeti
er hlutfallslega dýrara
hérlendis en kjöt og
mjólkurvörur, sé miðað við lönd
ESB. Það er með öðrum orðum
minni verðmunur á íslenskum land-
búnaðarafurðum en öðrum mat-
vælum miðað við meðalverð þeirra í
þeim fimmtán löndum ESB sem
könnunin náði til.
Forsætisráðherra skipaði sér-
staka nefnd til þess að fjalla um
helstu orsakaþætti hins háa mat-
arverðs á Íslandi og gera tillögur
sem miða að því að færa matarverð
nær því sem gengur og gerist í
helstu nágrannaríkjum okkar, eins
og segir í skipunarbréfi nefnd-
arinnar. Eins og kunnugt er voru
sjónarmið nefndarmanna það ólík að
einungis formaður hennar skrifaði
undir svokallaða lokaskýrslu nefnd-
arinnar sem fyrir vikið er frekar
greinargerð nefndarformannsins.
Erfitt er að finna í greinargerð-
inni ástæður fyrir háu matarverði.
Lega landsins er nefnd sem hugs-
anleg ástæða, óhagstætt loftslag,
hár flutningskostnaður, fjarlægð frá
alþjóðlegum mörkuðum og erfiðar
aðstæður á fámennu markaðssvæði.
Önnur meginástæða háa mat-
arverðsins sem nefnd er í grein-
argerðinni er há laun og mikill kaup-
máttur hérlendis. Laun eru
verulegur hluti framleiðslukostn-
aðar og hækkun launa undanfarin ár
hafa hækkað verð á matvælum.
Ekkert af þessu er bændum að
kenna.
Stjórnvöld hafa veruleg áhrif á
verð matvæla með skattlagningu
sinni. Hér á landi höfum við vöru-
gjald, virðisaukaskatt og tolla. Vöru-
gjaldið, sem lagt er á sumar mat-
vörur, er dæmi um afar slæma
skattlagningu sem hefur margfeldis-
áhrif á verðlagið. Ofan á vörugjaldið
bætist við álagning verslana og virð-
isaukaskatturinn. Mikil hætta er á
því að vörugjaldið brengli verðvit-
und neytenda. Auk þess
sem gjaldið og áhrif
þess veitir svigrúm til
hærra verðs og meiri
álagningar á þær mat-
vörur sem ekki bera
vörugjald. Það kæmi
því neytendum vel ef
vörugjald á matvæli
verður fellt niður.
Virðisaukaskatturinn
hefur ekki margfeldis-
áhrif eins og vöru-
gjaldið. Lækkun hans
ætti að hafa bein áhrif á
matvælaverð í landinu.
Hins vegar verða breyt-
ingar á virðisaukaskatt-
inum að einfalda kerfið
og það verður að
tryggja að lækkanirnar
skili sér alla leið til
neytenda.
Tollar á matvæli hafa einnig áhrif
á verð þeirra til neytenda. Tilgangur
tollasetningar er meðal annars að
vernda innlenda framleiðslu, stýra
neyslu neytenda til þess að draga úr
eftirspurn á vörum sem taldar eru
óhollar eða óæskilegar. Tollar eru
einnig tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Í
matarnefnd forsætisráðherra voru
uppi tvenns konar sjónarmið varð-
andi tolla á matvæli. Annars vegar
að fella niður tolla sem fyrst, eða
bíða þar til Alþjóða viðskiptastofn-
unin (WTO) nái samningum, sem illa
hefur gengið til þessa, þar sem
reiknað er með lækkun verndartolla,
minni framleiðslustyrkjum og aukn-
um möguleikum á innflutningi bú-
vara. Ég tel rétt og eðlilegt að bíða
eftir nýjum samningi WTO þannig
að leikreglurnar séu þær sömu hér
og í þeim löndum sem við berum
okkur saman við.
En það er ekki einvörðungu mat-
arverðið sem er hærra hér á landi en
í löndum sem við berum okkur sam-
an við. Nýverið birti Eurostat könn-
un á verði á þjónustu í löndum ESB
og niðurstöðurnar eru sláandi. Verð-
lag á þjónustu hótela og veitinga-
húsa hérlendis er 91% hærra en að
meðaltali í ríkjum ESB. Samgöngur
voru 76% dýrari hér, menning og af-
þreying voru 47% dýrari. Fjarskipti
voru 15% dýrari og orka 8% dýrari,
svo eitthvað sé nefnt.
Að öllu samanlögðu er ljóst að
bændur bera ekki ábyrgð á háu mat-
arverði á Íslandi!
Stjórnvöld gætu
lækkað matarverð
Magnús Ólafsson skrifar um
matarverð
Magnús Ólafsson
’… bændurbera ekki ábyrgð
á háu matarverði
á Íslandi!‘
Höfundur er forstjóri
Osta- og smjörsölunnar.
NÚ ER verslunarmannahelgin
liðin með öllum sínum hátíðahöld-
um. Það vakti athygli
mína að margar hátíð-
anna voru ætlaðar
fjölskyldum og tókust
þær vel til eftir því
sem fréttir herma. Má
þar nefna Unglinga-
landsmót UMFÍ að
Laugum í Þingeyj-
arsýslu. Það er
ánægjulegt að hug-
arfar okkar Íslendinga
er að breytast í þá átt
að okkur þykir sjálf-
sagt að börn og for-
eldrar skemmti sér
saman og án áfengis. Það er í eðli
okkar að leitast við að hafa gaman
af lífinu og sem betur fer eru til
ótal leiðir til að skemmta sér á
heilbrigðan hátt. Þegar eitthvað
bjátar á talar fólk um hversu dýr-
mætt sé að eiga góða fjölskyldu.
Það er ekki sjálfsagt að eignast
börn og góða fjölskyldu, því er það
mikill fjársjóður sem þarf að hlúa
að. Þegar við eignumst barn tökum
við að okkur átján ára ábyrgð sem
í flestum tilfellum er okkur bæði
ljúf og skyld. Stærstu stundir fjöl-
skyldunnar eru þegar eitthvað
skemmtilegt er gert
og það er dýrmætt að
eiga góðar minningar
með fjölskyldunni eins
og að hafa átt góða
verslunarmannahelgi
saman. Heilt ár í
næstu verslunar-
mannahelgi en þangað
til eiga eftir að gefast
mörg tækifæri fyrir
foreldra og börn að
skemmta sér og eiga
góðar stundir saman.
Nú líður að því að
skólarnir byrji aftur
og þá skiptir miklu máli að for-
eldrar standi saman um velferð
barna sinna. Oft er æskilegt að for-
eldrar taki þátt í ferðum eða ýms-
um atburðum á vegum skólanna og
er það gott tækifæri fyrir foreldra
að vera með börnum sínum, kynn-
ast félögum þeirra og öðrum for-
eldrum. Með þeim hætti styrkjum
við samfélag okkar allra, bæði
barna og fullorðinna. Ég hvet for-
eldra að taka eins mikinn þátt í lífi
barna sinna og þeir geta og standa
saman um lög og reglur hvað varð-
ar útivistartíma, tóbaks- og áfeng-
isnotkun. Leyfum börnum okkar að
vera börn og unglingunum okkar
að vera unglingar og leiðbeinum
þeim með heilbrigðar tómstundir.
Unglingsárin eru ekki nema sjö,
frá þrettán ára til tvítugs, og mik-
ilvægt að þessi ár séu uppbyggileg
og skemmtileg. Njótum þess að
vera virkir foreldrar með því að
sýna ábyrgð og gott fordæmi.
Stuðlum að því að æska og ung-
lingsár barna okkar verði góðar
minningar fullorðinsáranna.
Fjölskyldan saman
Guðrún Snorradóttir skrifar
um samfélagsmál ’Nú líður að því að skól-arnir byrji aftur og þá
skiptir miklu máli að for-
eldrar standi saman um
velferð barna sinna.‘
Guðrún Snorradóttir
Höfundur er verkefnisstjóri
í forvörnum hjá UMFÍ.
Fréttir í
tölvupósti