Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR KVEÐUR Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kom víða við er hann flutti ræðu á þingi flokksins sem hófst í gær en nýr formaður verður kjörinn á þinginu í dag. M.a. ræddi hann um að lækka þyrfti vörugjöld og breyta innflutnings- vernd á landbúnaðarvörum til að lækka matarverð. Þá ræddi hann um mál sem hann kom að á löngum stjórnmálaferli, og sagði pólitík snú- ast um meira en kvótann, sölu banka og stóriðu. Hann ræddi fíkniefna- vandann sem hann sagði ekki hafa tekist að vinna bug á og að herða þyrfi baráttuna gegn honum. Heimili eyðilögð Allt að þrjátíu þúsund heimili eyðilögðust í árásum Ísraela á Líb- anon sem stóðu yfir í mánuð, að sögn ráðherra neyðaraðstoðar í Finnlandi sem var að koma af svæðinu. Sam- einuðu þjóðirnar hvöttu í gær evr- ópsk ríki til að bjóðast til að senda fleiri friðargæsluliða til Líbanons en þau hafa gert. Vopn í hendur ofbeldismanna Alþjóðahúsið hefur til skoðunar mál sex kvenna frá ríkjum utan EES-svæðisins sem leitað hafa að- stoðar vegna dvalar- og atvinnuleyfa eftir að hafa yfirgefið eiginmenn sem beittu þær ofbeldi. Einni þeirra hefur þegar verið vísað úr landi en lögfræðingur Alþjóðahúss segir að stefna stjórnvalda í þessum málum leggi ofbeldismönnum ákveðið vopn upp í hendur. Eldgos í Ekvador Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið af völdum eldgoss í Ekvador og hús í fimm þopum hafa eyðilagst vegna gjósku og hrauns. Forseti landsins hefur lýst yfir neyð- arástandi. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 32/35 Viðskipti 14 Kirkjustarf 43 Erlent 18/19 Minningar 36/41 Minn staður 20 Myndasögur 48 Akureyri 22 Dagbók 48/51 Suðurnes 22 Víkverji 48 Landið 22 Staður og stund 50 Árborg 23 Bíó 54/57 Daglegt líf 26/27 Ljósvakamiðlar 58 Menning 24,52/53 Staksteinar 59 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                  Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 24. ágúst. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol 24. ágúst frá kr. 29.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 saman í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Munið Mastercard ferðaávísunina ÞRÁTT fyrir að hún hafi legið grafin í um þúsund ár virðast örlög beina- grindarinnar, sem fannst í Hrings- dal í vikunni sem nú er að líða, ekki enn ráðin. Hún verður nú flutt til Reykjavíkur til rannsóknar og er talið að hún verði svo forvarin og sett í geymslu. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, sagðist í samtali við Morgunblaðið vilja fá beinagrindina aftur í dalinn, en eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær, er talið að hún sé af Hring land- námsmanni þeim sem dalurinn er nefndur eftir. Hilmar segir að það yrði eftirsjá að honum ef hann færi fyrir fullt og allt úr dalnum: „Nú er Hringur far- inn og það sem gerist næst er að hann fer inn á Þjóðminjasafn, þar sem hann verður forvarinn og það er mjög gott, en hvað verður um þenn- an mann? Ég segi: Ég vil fá Hring aftur í Hringsdal,“ sagði Hilmar í léttum tón og bætti því við að þessar hugsanir hans væru sprottnar út frá hans eigin heimspekilegu pælingum: „Af hverju á þessi maður, sem var höfðingi, og er búinn að liggja þarna í þúsund ár, að rykfalla í pappakassa inni á Þjóðminjasafni. Maður fer í eitthvert ástand þegar maður horfir á tóma gröf og hugsar – þetta er bú- ið,“ og sagði hann ennfremur að við- brögð margra fyrir vestan væru á þá leið að Hringur yrði að koma aftur: „Þetta er tilfinning manns, ég er þarna landeigandi og á þetta í raun- inni og ég hugsa að nú sé Hringur farinn og maður verður hreinlega sorgbitinn.“ Aðspurður hvort þessi hugmynd hans væri framkvæmanleg sagði Hilmar að hann hefði ekki kannað það til hlítar þar sem þetta væri ennþá á hugmyndastigi: „Kannski gengur þetta ekki upp, en það getur vel verið að það sé hægt að útbúa að- stöðu í Arnarfirði þar sem fyrsti Arnfirðingurinn yrði til frambúðar. Hringur verður að koma í aftur í Arnarfjörð, hvernig sem það verður leyst,“ sagði Hilmar og vildi koma á framfæri miklu þakklæti til starfs- manna Fornleifastofnunar Íslands sem stóðu að uppgreftrinum og sagði hann þá hafa unnið af mikilli fagmennsku. Hilmar sagðist ekki hafa velt því fyrir sér hvort hann vildi grafa Hring aftur eða koma upp ferða- mannaaðstöðu en taldi að á end- anum mundi þetta alltaf snúast um kostnað við verkið: „Allt er fram- kvæmanlegt ef viljinn er fyrir hendi.“ Vill fá Hring aftur í Hringsdal Morgunblaðið/RAX Hilmar Einarsson með höfuðkúpu Hrings við uppgröftinn í vikunni. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is ÓSKAR Jensen fagnaði 100 ára af- mæli sínu á Vífilsstöðum í gær þar sem hann hefur búið síðastliðið eitt og hálft ár við gott atlæti að eigin sögn. „Hér býr margt gam- alt fólk og hér er yndislegt að vera. Fólkið sem hugsar um mig er afar elskulegt og ég vona að hér fái ég að vera á meðan hjart- að slær,“ sagði Óskar við blaða- mann í þann mund er veislan var að hefjast. Ullarvinnsla og garðrækt Óskar fæddist á Ísafirði 18. ágúst árið 1906 en foreldrar hans voru þau Jens Frederik frá Fær- eyjum og Málfríður Magnúsdóttir frá Ísafirði. Þau eignuðust ellefu börn en tvö þeirra dóu snemma. Óskar missti síðan móður sína þegar hann var sjö ára gamall og var í kjölfarið sendur í fóstur í Færeyjum ásamt fjórum systk- inum sínum. Í Færeyjum lagði Óskar stund á prentnám og fór einnig til sjós. Þegar Óskar var 19 ára gamall hélt hann aftur heim til Íslands. Það var árið 1925. Hann hafði ýmsan starfa á Íslandi og vann meðal annars við timburverk í Reykjavík, kennslu í Staðarsveit og ullarvinnslu í Álafossi. Hann kynntist konu sinni, Hansínu, sum- arið 1930 en vorið 1932 settust þau að á Ísafirði og byggðu sér húsið Sjónarhól. Hansína og Óskar bjuggu á Ísafirði fram undir 1950 og eignuðust sex börn en afkom- endur þeirra eru nú 61 talsins. Óskar hefur ætíð verið gefinn fyrir grænmeti og áhugamaður um garðrækt. Þau hjónin gerðu vel í að nýta landsvæðið sem um- lukti Sjónarhól og komu sér upp matjurtagarði sem þá var nokkur nýlunda hér á landi. Þetta var víst litið hornauga hjá Ísfirðingum á sínum tíma en Óskar lét það sem vind um eyru þjóta og ekki er að sjá að honum hafi orðið meint af grænmetinu nema síður sé. Fiskveiðar í uppnámi Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1952 og dvöldu þar í eitt ár en Óskar fékk vinnu í herstöðinni í Keflavík. Ári síðar fluttu þau til Danmerkur ásamt yngsta barni sínu en þar vann Óskar við prent- verk. Þau fluttu aftur til Íslands árið 1956 og byggðu sér hús í Kópavogi. Óskar starfaði sem prentari hjá Ísafold til ársins 1977, fyrir utan fimm ár á Alþýðu- blaðinu en þá var hann 71 árs gamall. Óskar játar því að hafa orðið vitni að miklum breytingum á sinni lífsleið en segir blaðamanni að samfélagið hafi ekki breyst eins mikið á Íslandi og halda mætti. „Þetta hefur nú ekki breyst svo mikið fyrir utan það að allt er í uppnámi með fiskveiðarnar,“ segir Óskar en hann telur að af- nema ætti kvótakerfið hið fyrsta. Samfélagið ekki breyst eins mikið og halda mætti Morgunblaðið/Ómar Óskar Jensen vonar að hann fái að vera á Vífilsstöðum meðan hjartað slær. Óskar Jensen varð 100 ára í gær FLUGVALLARSTJÓRINN og Sýslumaðurinn í Keflavík sendu í gær frá sér tilkynningu þess efnis að slakað hefði verið á öryggis- reglum í flugstöðinni eftir hryðju- verkaógnina í Bretlandi í síðustu viku. Þar kemur fram að enn sé óheimilt að fara með vökva og vökvatengd efni í flug til Banda- ríkjanna, að undanskildum nauð- synlegum lyfjum, matvöru fyrir ungabörn og varningi keyptum í flugstöðinni sem afhentur er í inn- sigluðum umbúðum. Ennfremur mega sömu farþegar eiga von á því að lenda í aukaöryggisleit við brottfararhlið. Á öðrum leiðum er heimilt að ferðast með vökva en öryggis- starfsmenn munu gefa vökvum og vökvatengdum efnum sérstakan gaum. Ekki verður nauðsynlegt að fara úr skóm við vopnaleit en slembileit verður viðhöfð á skófatnaði. Við vopnaleitina þurfa farþegar að taka upp úr töskum sínum fartölvur og annan rafmagnsbúnað og segir í tilkynningunni að rétt sé að taka það fram að engar nýjar takmark- anir séu á meðferð slíks búnaðar þ. á m. mp3 spilara og farsíma. Jafnframt er farþegum bent á að til að flýta afgreiðslu við örygg- isleit séu allir hvattir til að taka alla málmhluti af sér og úr vösum og lágmarka handfarangur sinn. Slakað á öryggis- kröfum í Leifsstöð Morgunblaðið/Emilía

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.