Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FLESTIR grunn- og framhalds-
skólar landsins hefja kennslu í vikunni
21.–25. ágúst. Búast má við að þessi
vika verði erilsöm hjá mörgum for-
eldrum og skólafólki sem hefur áhrif á
mörgum sviðum þjóðlífsins, ekki síst á
atvinnulífið. Jafnhliða skólabyrjun
fylgir oft end-
urskipulagning á hinu
daglega lífi fjölskyld-
unnar. Sumir nemendur
eru að færast milli
skólastiga t.d. frá leik-
skóla yfir í grunnskóla
eða frá grunnskóla yfir í
framhaldsskóla, aðrir
eru að hefja háskólanám
eða að byrja á leikskóla.
Í fyrra fór heildarfjöldi
nemenda á Íslandi á öll-
um skólastigum í fyrsta
sinn yfir 100.000 og mun
þeim fjölga eitthvað í ár
þannig að aldrei áður
hafa jafnmargir setið á skólabekk.
Nú fara sumir foreldrarnir líka í
nám og jafnvel afi og amma. Þannig að
gera má ráð fyrir að ýmsar breytingar
verði á högum fólks þegar skólarnir
byrja svo ekki sé nú talað um alla sem
eru á þessu hausti að fóta sig í nýju
íbúðahverfi eða nýju húsnæði á öðru
svæði en þeir eru vanir. Á höfuðborg-
arsvæðinu hafa orðið miklar breyt-
ingar á gatnakerfinu og margir eru
um þessar mundir að huga að nýjum
akstursleiðum á áfangastað. Strætó-
kerfið hefur breyst og einhverjir þurfa
að setja sig inn í þær breytingar með
hugsanlega hagræðingu í huga. Flest
sveitarfélög hafa fyrirhyggju hvað
þessar þjóðlífsbreytingar varðar og er
þá aðallega verið að huga að öryggi
barna í umferðinni og vegfarendur
beðnir að taka tillit til aðstæðna en það
er að ýmsu fleiru að hyggja.
Starfsemi foreldrafélaga og for-
eldraráða í grunnskólum landsins
liggur að mestu niðri yf-
ir hásumarið en strax
eftir verslunarmanna-
helgi er hafist handa við
undirbúning haust-
starfsins. Þá eru for-
eldrar nýrra nemenda
boðnir velkomnir í for-
eldrafélögin og bekkjar-
fulltrúar taka til starfa.
Yfirleitt eru bekkjar-
fulltrúar kosnir á náms-
kynningum á haustin en
margir skólar halda nú
aðalfundi á vorin og hafa
skipulagt að vori upphaf
skólans hvað foreldra-
samstarfið varðar.
Eftir síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingar hafa orðið mannaskipti og breyt-
ingar í yfirstjórn margra byggðarlaga.
Sum sveitarfélög eru nú sameinuð og
þá breytist stjórnsýslan einnig. Þar
sem áður voru nokkrar skólanefndir
verður nú ein og upp koma spurningar
um skipulag skólamála, skólaakstur
og ýmislegt er tengist skólagöngu
barna og unglinga.
Foreldraráð sem starfa samkvæmt
lögum tilnefna sinn fulltrúa í skóla-
nefndir og starfa með skólastjórum
m.a. við að yfirfara skólanámskrár,
stundatöflur og huga að viðurværi, ör-
yggi og velferð barna í grunnskólum
sem gott er að huga að einmitt við
upphaf skólaársins.
Skólar þurfa að miðla fjölmörgum
upplýsingum til foreldra og nýta
margir skólar heimasíður sínar mark-
visst til þess. Foreldrar ættu því að
geta nálgast innkaupalista fyrir skóla-
setningu sem auðveldar undirbúning-
inn fyrir skólabyrjun. Umsjónarkenn-
arar eru með viðtalstíma sem oftast er
getið um í stundaskrá nemenda og
skóladagatal næsta skólaárs er oft
hægt að sjá á heimsíðum skóla fyrir
skólasetningu. Auk þess starfa skóla-
hjúkrunarfræðingar og náms-
ráðgjafar innan skólanna og geta for-
eldrar leitað til þeirra á auglýstum
viðtalstímum.
Heimili og skóli, landssamtök for-
eldra, beina þeim tilmælum til for-
eldra að huga vel að börnum sínum
sem mörg hver hafa byggt upp vænt-
ingar eða kvíða gagnvart skólabyrjun.
Samtökin vilja einnig hvetja foreldra
til að mæta með börnum sínum á
skólasetningar og taka virkan þátt í
foreldrasamstarfi. Rannsóknir sýna
að mikill ávinningur er af þátttöku for-
eldra í skólastarfi og góðri samvinnu
heimila og skóla. Til þess að hver nem-
andi fái notið sín sem best þarf að ríkja
trúnaður og jákvætt viðmót milli þess-
ara aðila. Samtökin hvetja foreldra til
að leita sér upplýsinga um hvaðeina er
varðar skólagöngu barnsins hjá um-
sjónarkennara, á skrifstofum skól-
anna, hjá fræðsluyfirvöldum sveitarfé-
laganna eða á heimasíðu samtakanna.
Skólastarf hefst
Helga Margrét Guðmunds-
dóttir fjallar um skólana í upp-
hafi skólaárs ’Rannsóknir sýna aðmikill ávinningur er af
þátttöku foreldra í skóla-
starfi og góðri samvinnu
heimila og skóla.‘
Helga Margrét
Guðmundsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri hjá
Heimil og skóla – landssamtökum for-
eldra.
TENGLAR
..............................................
www.heimiliogskoli.is
FIMMTÁN mannslíf eru farin
forgörðum í umferðarslysum það
sem af er árinu. Fólk á öllum aldri
sem átti margt ógert í lífinu. Í
fjölskyldum þeirra er skarð fyrir
skildi og þar ríkir harmur.
Orsakir hvers banaslyss eru
ólíkar og iðulega eru þær nokkrar
og samverkandi. Þó eru of mikill
hraði, þreyta og ölvun meðal al-
gengra orsakavalda og oft slasast
menn illa eða deyja af því að ör-
yggisbelti voru ekki notuð. Hegð-
an okkar sem ökumanna er sem
sagt oft ráðandi þáttur og þar má
tína ýmislegt til.
Hvernig hegðum við okkur
undir stýri? Erum við með hug-
ann við aksturinn eða eitthvað
annað?
Við þurfum ekki að vera lengi á
ferð í umferðinni til að sjá marga
ökumenn sem einbeita sér ekki að
akstri. Þeir aka hikandi, fylgjast
ekki með umferð í kringum sig og
taka jafnvel ekki eftir rauða ljós-
inu sem blasir við – og þeir aka yf-
ir. Af hverju? Þeir voru í síman-
um, að leita að símanum, borða,
taka til í bílnum, stjórna smábörn-
um í aftursætinu, snyrta sig eða
jafnvel allt þetta í senn. Þá er nú
ekki mikil athygli eftir fyrir akst-
urinn.
Væri nokkuð úr vegi að við
íhuguðum örfáar spurningar næst
þegar við setjumst inní bíl og
ökum af stað. Við getum gert það
meðan við spennum beltin. Þarf
ég að flýta mér? Gerist nokkuð
þótt ég komi þremur mínútum of
seint á áfangastað? Þarf ég að
svara símanum þó að hann hringi?
Þarf ég að aka á mjög bleik-rauðu
ljósi þó að ég sjái enga löggu?
Þarf ég að æsa mig á bílnum þótt
annar ökumaður gangi á ,,rétt
minn“ í umferðinni? Þarf ég endi-
lega að æða framúr ,,núna“ á
þjóðveginum?
Öruggir bílar, góðir vegir, um-
ferðarmannvirki og umhverfi
þeirra ráða vissulega miklu um
hvernig okkur reiðir af ef eitthvað
bregður útaf í umferðinni. Tvö-
földun umferðarmestu þjóðveg-
anna, breiðari vegir og vegaxlir,
lengri vegrið og færri einbreiðar
brýr eiga líka sinn þátt í að draga
úr slysum. Umbætur á því sviði
eru langtímaverkefni.
Það sem ræður þó mestu er
hegðan okkar sem ökumanna.
Hana getum við bætt strax. Við
þurfum ekki að bíða eftir öðrum
til þess. Látum ekki slysaölduna
rísa hærra.
Jóhannes Tómasson
Ónauðsynleg
slysaalda?
Höfundur er upplýsingafulltrúi
samgönguráðuneytis.
Í MARS 2005 skilaði vinnuhópur
jarðvísindamanna skýrslu til
Landsvirkjunar þar sem m.a. kom
fram að nýlegar jarðfræðirann-
sóknir bentu til hreyfinga á mis-
gengi í Sauðárdal á
nútíma og lægi það
undir lónstæði Háls-
lóns. Misgengjakerfið
við Kárahnjúkastíflu
væri viðameira en áð-
ur hafði verið talið og
því tengist jarðhiti.
Athuganir bentu til að
svæðið væri ekki stöð-
ugt með tilliti til högg-
unar og jarðskjálfta
og að jarðfræðileg vá
væri þar umfangs-
meiri en áður var tal-
ið. Umtalsverð hætta
sé á gleikkun sprungna vegna auk-
ins vatnsþrýstings og búast megi
við að margar þeirra séu mjög lek-
ar. Þá kunni virkni á víðáttumiklu
svæði á norðanverðu landinu að
valda vá á Kárahnjúkasvæðinu.
Viðbrögð stjórnar
Landsvirkjunar
Af tilefni þessa álits vísinda-
mannanna samþykkti stjórn Lands-
virkjunar 6. apríl 2005 að láta fara
fram endurskoðun á áhættumati
vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar
sagði m.a.: „Skilgreina skal áhættu-
þætti, svo sem hættu á eldgosum,
jarðhræringum og gikkskjálftum
og meta möguleg áhrif þeirra og
fargsins af lóni og stíflum, m.a. lekt
vegna opnunar sprungna í lónstæði
Hálslóns og/eða stíflurof eða stíflu-
broti undir stíflum.“ Einnig skyldi
meta áhættuna fyrir starfsemi fyr-
irtækisins og viðskiptavina þess.
Sérstakur vinnuhópur undir for-
ystu VST hf hefur síðan unnið að
endurskoðun og endurmati á
áhættuþáttum sem tengjast virkj-
uninni og mun niðurstöðu að vænta
innan fárra vikna.
Bresturinn í
Campos Novos stíflunni
Landsvirkjun og verkfræðingar á
hennar vegum hafa frá upphafi
gert lítið úr áhættunni af mis-
brestum í mannvirkjum Kára-
hnjúkavirkjunar eins og fram kom í
skýrslu VST í apríl 2001 „Mat á
áhættu vegna mannvirkja“. Á síð-
ustu áratugum hafa hins vegar
stíflurof orðið á nokkrum stöðum í
heiminum og eru ætíð taldir válegir
atburðir. Nýjasta dæmi um alvar-
lega bresti í risastíflu gerðist fyrir
aðeins hálfum öðrum mánuði (júní
2006) í Campos Novos stíflunni í
Canoas-ánni í Brasilíu. Hún virðist
vera af svipaðri gerð og Kára-
hnjúkastíflan, um 200
metra há grjótstífla
með steyptri kápu.
Framkvæmdum við
hana var að heita má
lokið og byrjað að
safna vatni í vænt-
anlegt miðlunarlón
þegar leki varð í hjá-
veitugöngum. Fór svo
að við ekkert varð ráð-
ið og lónið, sem náð
hafði 53 m hæð af alls
um 200, tæmdist og
vatnið streymdi í ann-
að miðlunarlón neðar
við ána. Það lón var með lágri
vatnsstöðu vegna þurrka og tók við
flaumnum en ella er óttast að þús-
undir manna hefðu farist neðar við
ána. Loftmyndir teknar eftir at-
burðinn sýna stórar sprungur í
steyptri kápu stíflunnar en eigandi
virkjunarinnar reyndi að gera sem
minnst úr atburðinum. Taka átti
aflvélar í gagnið í áföngum en
óvissa er nú um framhaldið. Mót-
mælum umhverfisverndarsinna og
samtaka fólks í nágrenninu var
mætt með grófum lögreglu-
aðgerðum að sögn fréttamiðla.
Undarlega hljótt hefur verið um
þennan atburð hérlendis og þó er
hann eins og spegilmynd af því
sem gæti gerst við Kárahnjúka-
virkjun.
Vísbendingum fjölgar
um eldvirkni
Í Brasilíu-atburðinum var ekki
jarðhræringum um að kenna svo
vitað sé. „Við þekkjum ekki raun-
verulega orsök lekans,“ er haft eft-
ir yfirverkfræðingi bygging-
arsamsteypunnar Camargo Correa.
„Við óttumst að ekki sé aðeins um
eina ástæðu að ræða heldur ef til
vill samspil nokkurra þátta.“ – Við
Kárahnjúka bætist hins vegar við
eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar
sem gera íslenskar aðstæður
óvenjulegar. Vísbendingar um jarð-
hita og virkar sprungur á Kára-
hnjúkasvæðinu hafa verið að
hrannast upp eftir að skýrsla vís-
indamannanna kom út á síðasta ári.
Grafnar hafa verið rásir í yf-
irborðslög og komið í ljós kís-
ilútfellingar sem ummerki um jarð-
hita eftir lok síðasta jökulskeiðs.
Einnig hljóta upplýsingar um jarð-
hita og vísbendingar um eldvirkni
að hafa komið fram við jarð-
gangaboranir og baráttu verktaka
við ótal misgengi. Þessi mál skýr-
ast væntanlega á næstunni eftir að
vinnuhópurinn um nýtt áhættumat
fyrir Kárahnjúkavirkjun skilar sín-
um niðurstöðum. Hins vegar hljóta
síðan að verða kvaddir til óháðir
aðilar til að leggja sitt mat á nið-
urstöðuna og hvers kyns áhættu
sem tengist virkjuninni.
Ábyrgð Alþingis
við breyttar aðstæður
Öll gögn um þetta afdrifaríka
mál þurfa að verða opinber hið
fyrsta þannig að lýðræðisleg um-
ræða geti farið fram og unnt verði
að taka pólitískar ákvarðanir áður
en til greina komi að byrja að
safna vatni í Hálslón. Stjórn
Landsvirkjunar þarf að horfast í
augu við vandann og áhættuna en
Alþingi sem heimilaði virkjunina
hlýtur að eiga síðasta orðið í ljósi
nýjustu upplýsinga. Allt önnur
mynd blasir nú við almenningi en
þegar ákvarðanir um Kára-
hnjúkavirkjun voru teknar með
pólitísku handafli stjórnarflokkanna
og stuðningi Samfylkingarinnar
veturinn 2001–2002. Þá var ekki
hlustað á aðvaranir um jarð-
fræðilega áhættu sem nú hefur
sýnt sig að voru fyllilega rétt-
mætar. Fjárhagslegar skuldbind-
ingar mega ekki ráða för í þessu
dýrkeypta máli og jafnframt hljóta
allar hugmyndir um frekari stór-
virkjanir og stóriðju að koma til
endurmats.
Áhættan af Kárahnjúka-
virkjun á eldvirku svæði
Hjörleifur Guttormsson skrifar
um Kárahnjúkavirkjun: ’Undarlega hljótt hefurverið um þennan atburð
hérlendis og þó er hann
eins og spegilmynd af því
sem gæti gerst við Kára-
hnjúkavirkjun.‘
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Sagt var: Lengi var barist og kenndu hvorir hinum um upptökin.
RÉTT VÆRI: . . . kenndu hvorir öðrum um upptökin.
Gætum tungunnar
Útsala
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700