Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arna Ýr Sigurðardóttir, sem nú kemur til starfa sem prestur í Bústaða- og Lang- holtsprestakalli, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Kór Bústaðakirkju syngur. Fermingarbörn aðstoða við messuna. Fermingabörn og foreldrar þeirra hvött til þátttöku. Í messunni verð- ur altarisganga í lok fermingarnám- skeiðs. Þar sem mörg barnanna ganga nú í fyrsta sinn til altaris er mikilvægt að foreldrar fylgi þeim. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Guðný Ein- arsdóttir leikur á orgel. Sönghópur úr Dómkórnum syngur. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sam- skot til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Molasopi eftir messu. Fundur með foreldrum væntanlegra fermingarbarna af sumarnámskeiði eftir messuna. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Þorsteinsson prédikar. Einsöngur Örn Arnarson tenór. Organisti Kjartan Ólafs- son. Félag fyrrum þjónandi presta. HALLGRÍMSKIRKJA: Sunnudaginn 20. ágúst. Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og Magneu Sverrisdóttur djákna. Fermingarbörn næsta vors og foreldrar/forráðamenn þeirra sérstaklega boðin velkomin. Org- anisti verður Björn Steinar Sólbergsson og hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10.30 á Landspítala Fossvogi. Sr. Sigfinnur Þor- leifsson. Organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Ólafur W. Finnsson. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20. Fyrsta messa á nýju starfsári. Bjarni Karlsson sóknarprestur prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt Sigurbirni Þorkels- syni meðhjálpara og fulltrúum frá les- arahópi safnaðarins. Kór Laugarneskirkju syngur við stjórn Gunn- ars Gunnarssonar. Messukaffi Gunn- hildar Einarsdóttur kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. Nú hefur allt safnaðarstarfið göngu sína að nýju eftir sumarleyfi. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Örn Bárð- ur Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Fé- lagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Fermingarbörn næsta vors ganga til altaris í fyrsta skipti í messunni og er þess vænst að foreldrar eða for- ráðamenn séu með þeim í athöfninni. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl.11. Þorvaldur Halldórsson tónlistamaður og eiginkona hans Margrét Scheving sjá um tónlist í messunni og leiða sálmasöng. Sr. Arna Grétarsdóttir. Verið hjartanlega velkomin. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Ferming- armessa kl. 14. Fermd verða tvö börn: Karen Björk Wiencke og Pétur Wiencke, Hólagötu 2, Vatnsleysustrandarhreppi. Þau Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller munu leiða almennan safn- aðarsöng. Ása Björn Ólafsdóttir leiðir messuna, en Þóra Karitas fræðari að- stoðar. Altarisganga. Tilvonandi ferming- arbörn taka virkan þátt í messunni. Fermingarfjölskyldur vetrarins boðnar sérstaklega velkomnar. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Barn borið til skírnar. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Organisti Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Magnús B. Björnsson. Sameiginleg guðsþjónusta Digranes- og Lindasókna. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Helgistund kl. 20 í umsjá Sigríðar R. Tryggvadóttur. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. Organisti Lenka Mateova. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Hörður Braga- son. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Barn borið til skírn- ar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðin velkomin.Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópa- vogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Boðið verður upp á hressingu að lokinni guðs- þjónustu. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Sameiginleg messa Linda- og Digranessókna í Digra- neskirkju kl. 11. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Selja- kirkju leiðir söng. Organisti er Jón Bjarnason. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 10.30, ath. tímann. Prest- ur: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Org- anisti: Antonía Hevesi. Félagar úr Kór kirkjunnar leiða söng. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisamkoma í dag kl. 17 á Ingólfstorgi. Samkoma sunnudaginn kl. 20. Söngur, vitnisburðir og lofgjörð. Opið hús daglega kl. 16–18 í ágúst (nema mánudaga). Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sunnudaginn 20. ágúst er sam- verustund kl. 17 í umsjá skemmtinefnd- arinnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lof- gjörð. Fyrirbænir í lok samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Athugið Barna- kirkjan hefst 27. ágúst. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdeg- is á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30 Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Reykja- vík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnu- daga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafn- arfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30 Alla virka daga: Messa kl. 18.30 Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00 Keflavík, Barbörukapella: Skóla- vegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anthony. Safn- aðarheimili aðventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Osi Carvalho. Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Guðný Kristjánsdóttir. Aðventkirkjan, Breka- stíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur: Maxwell Ditta. BRAUTARHOLTSKIRKJA: Messa sunnu- daginn 20. ágúst kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Laug- ardagur 19. ágúst kl. 11. Útfararguð- sþjónusta Sigurjóns Arnars Tómassonar. Sunnudagur 20. ágúst kl. 11. Guðsþjón- usta. Vonir standa til að kirkjuklukkurnar báðar muni aftur óma eftir viðgerð yngri klukkunnar, sem er frá árinu 1743. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar organista. Sr. Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Kaffisopi eftir guðsþjónustu í Safnaðarheimilinu. Prestar Landakirkju. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta verður sunnudaginn 20. ágúst kl. 14. Sr. Eiríkur Jóhannsson, Hruna þjónar fyrir altari. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20. Upphaf fermingarstarfs. Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta. Hljómsveit og kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnar Arnarsonar. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl.11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar ásamt Hrönn Helgadóttur organista og kór Vídal- ínskirkju. Barn borið til skírnar. Sjá www.gardasokn.is. Allir velkomnir. BESSASTAÐASÓKN: Messa kl. 11. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðs- prestur þjónar ásamt Bjarti Loga Guðna- syni organista og Álftaneskórnum. Allir velkomnir. BRÆÐRATUNGUKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag 20. ágúst kl. 14. Sr. Bern- harður Guðmundsson annast prests- þjónustuna. Organisti Glúmur Gylfason. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagur 20. ágúst. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja. Bænastund kl. 21.30. GLERÁRPRESTAKALL: Kvöldmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20.30 félagar í kór Glerárkirkju syngja og leiða söng. Organisti: Hjörtur Steinbjartsson. Séra Gunnlaugur Garðarsson þjónar. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnudaginn 20. ágúst. Almenn samkoma kl. 20 Sigurður Ingi- marsson og Rannvá Olsen sjá um sam- komuna. Allir eru hjartanlega velkomnir. HÓLADÓMKIRKJA: Kl. 11 guðsþjónusta – prestur sr. Gunnar Jóhannesson sókn- arprestur. Inga María Stefánsdóttir kirkjuvörður predikar. Anna K. Jónsdóttir frá Mýrarkoti leikur á orgelið og leiðir kór- fólk og söfnuð í kirkjusöng. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Prestsvígsla sunnudag 20. ágúst kl. 18. Sr. Sigurður Sigurðarson Skálholtsbiskup vígir Ingólf Hartvigsson til prestsþjónustu í Kirkju- bæjarklaustursprestakalli. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagurinn 20. ágúst 2006. Messa kl. 11. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir athöfnina. STRANDARKIRKJA: Sunnudaginn Kl. 14. Maríumessa. Predikun: Dr. Pétur Pétursson kirkjuvörður. Einsöngur: Björg Þórhallsdóttir söngkona. Organisti: Hilm- ar Örn Agnarsson. Sr. Baldur Krist- jánsson þjónar fyrir altari. EYRARBAKKAKIRKJA: Sunnudaginn 20. ágúst guðsþjónusta kl.11. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudaginn 20. ágúst kl. 14. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir guðfræðingur og verkefn- istjóri upplýsinga- og samkirkjumála á Biskupsstofu predikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kotstrandarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Hjúkrunarheimilið Ás: Guðsþjón- usta kl. 15. Guðspjall dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem. (Lúk. 19) Morgunblaðið/Ómar Eyrarbakkakirkja Íslenska liðið í opna flokknum á Evrópumótinu í brids tók sig saman í andlitinu í gær og sækir nú að efstu sætunum. Liðið vann Ísraelsmenn, 22:8, í 14. umferð í gærmorgun,K- róata, 25:3, í 15. umferð og Englend- inga, 17:13, í 16. umferð. Var liðið komið í 8. sæti með 266 stig en Ítalar eru langefstir með 319 stig, Ungverj- ar voru í 2. sæti með 278 stig og í þriðja sætið eru Norðmenn með 278 stig. Í kvennaflokki var Ísland í 19. sæti eftir fjórar umferðir í gær. Liðið tap- aði fyrir Hollendingum, 24:6, í 3. um- ferð en vann Grikki, 16:14, í 4. um- ferð. Íslenska liðið í opna flokknum hef- ur verið að spila ljómandi vel á köfl- um þótt eitt og eitt vont spil hafi slæðst með. Í þessu spili, úr leik Ís- lendinga og Hollendinga, spilaði Jón t.d. eins og hann sæi allar hendur. Norður ♠KG3 ♥9653 ♦D10 ♣10985 Vestur Austur ♠54 ♠D1062 ♥G1072 ♥8 ♦G763 ♦Á942 ♣Á43 ♣DG72 Suður ♠Á987 ♥ÁKD4 ♦K85 ♣K6 Við bæði borð voru spiluð 3 grönd í suður eftir að suður hafði sýnt sterka hönd. Það var vel af sér vikið að forð- ast 4 hjörtu, sem eru algerlega von- laus en legan virtist gera það að verk- um að 3 grönd væru lítið skárri. Við bæði borð spilaði vestur út hjarta. Sigurbjörn Haraldsson spilaði út hjartagosanum og spilið tók fljótt af. Sagnhafi drap með ás og svínaði spaðagosa. Bjarni Einarsson drap með drottningu og spilaði laufatvisti til baka. Sagnhafi lét kónginn, Sig- urbjörn drap með ás og spilaði meira laufi og Bjarni tók tvo slagi þar og tígulás. Einn niður og 50 til Íslands. Við hitt borðið spilaði vestur út hjartatvistinum. Jón velti þessu fyrir sér og sá sem var að ekkert myndi kosta að prufa níuna í borði. Og nían hélt slag. Jón tók þá þrjá hjartaslagi í viðbót og austur lenti í bullandi vand- ræðum. Hann byrjaði á að henda tígli, síðan spaða og loks öðrum tígli eftir langa umhugsun. Jón spilaði þá tígli á 10 í borði og austur drap með ás. Hann skipti í laufatvist en Jón var með stöðuna á hreinu og lét lítið heima. Vestur drap á ás og þar með var Jón kominn með 9 slagi. Hann fékk síðan 10. slaginn í lokastöðunni og Ísland græddi 11 stig. Sagnvenjan brást Sagnvenjur, sem sýna veik spil og tiltekna skiptingu, geta oft gefist vel en stundum bregðast þær. Í þessu spili, sem kom fyrir snemma í mótinu, spiluðu NS laufabút við nokkur borð eftir slíka opnun þótt vinna mætti al- slemmu. Suður gefur, allir á hættu Norður ♠1064 ♥ÁKG1062 ♦9 ♣Á53 Vestur Austur ♠Á7542 ♠KDG98 ♥D ♥8754 ♦D1042 ♦KG5 ♣1076 ♣D Suður ♠- ♥92 ♦ÁG873 ♣KG9842 Við nokkur borð opnaði suður á sögn, sem sýndi báða lágliti og undir opn- unarstyrk. Norður taldi þá ekki ástæðu til að segja frá hjartalitnum sínum heldur sagði einfaldlega 3 lauf og þar við sat. Þegar bæði hjarta- drottningin og laufadrottningin birt- ust stakar fengust 13 slagir, 190 til NS. Þetta gerðist m.a. í leik Ítala og Eistlendinga en við hitt borðið var háð harðvítug sagnbarátta sem lauk ekki fyrr en á sjötta sagnstigi. Vestur Norður Austur Suður Naber Lauria Luks Versace pass pass 1 hjarta 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu 4 hjörtu pass pass 4 spaðar 5 lauf pass 6 lauf// Versace fékk alla slagina og Ítalar græddu vel á spilinu. Í leik Íslands og Búlgaríu spiluðu Sigurbjörn og Bjarni 4 hjörtu í NS og fengu 11 slagi en við hitt borðið do- bluðu Magnús Magnússon og Matt- hías Þorvaldsson 5 lauf sem unnust með tveimur yfirslögum. Íslendingar færast hægt upp stigatöfluna á EM í brids Jón spilaði eins og á opnu borði BRIDS Varsjá EVRÓPUMÓTIÐ Evrópumótið í brids fer fram í Varsjá í Pól- landi dagana 12.–26. ágúst. Ísland send- ir lið til keppni í opnum flokki og kvenna- flokki. Guðm. Sv. Hermannsson FRÉTTIR EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Náttúruvaktinni: „Náttúruvaktin skorar á stjórn- völd að efna tafarlaust til úttektar af hópi óháðra sérfræðinga á Kára- hnjúkasvæðinu. Nú liggur fyrir að fjöldi sérfræðinga hefur lýst yfir áhyggjum sínum af jarðfræðihætt- um tengdum botni Hálslóns og virkni á Kárahnjúkasvæðinu. Svo virðist sem þeim rannsóknum á veg- um Landsvirkjunar sem lagðar voru til grundvallar framkvæmdum við Hálslón hafi verið verulega ábóta- vant og ekki tekið tillit til ástands bergs og aðstæðna á svæðinu. Frá því að framkvæmdir hófust hefur ítrekað komið í ljós að grunur þeirra jarðvísindamanna sem gerðu alvarlegar athugasemdir við mats- skýrslu framkvæmdaaðila, varðandi jarðfræðilegar aðstæður á fram- kvæmdasvæði, hefur reynst á rökum reistur. Því ber að kalla til óháða nefnd sérfræðinga sem fari yfir stöð- una áður en tekið verður til við að safna vatni í Hálslón með óaftur- kræfum afleiðingum fyrir náttúru svæðisins, jafnt friðlýst svæði við Kringilsárrana sem lífríki Lagar- fljóts og Héraðsflóa. Náttúruvaktin telur fullnægjandi rök komin fram til að stöðva beri framkvæmdir á meðan óháð úttekt á jarðfræðilegum aðstæðum fer fram nema það sé ætlun stjórnvalda að tjalda til einnar nætur við Kára- hnjúka og taka gífurlega áhættu á að stífla og lónsstæðið haldi ekki vatni. Þá lýsir Náttúruvaktin yfir áhyggjum sínum af styrkleika stífl- unnar á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram eru komnar um ástand bergs við stífluna og telur að ef vatni verður hleypt á lónið sé mögulega verið að stofna lífi, limum og eignum íbúa í næsta nágrenni í verulega hættu. Ekki þurfi að fara til Brasilíu til að finna leka í og við stíflur, nóg sé að rifja upp vandamál sem upp komu við Sigöldu á 9. áratug síðustu ald- ar.“ Óháð úttekt á jarðfræði- legum aðstæðum fari fram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.