Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sveinbjörn Stef-án Sveinbjörns-
son fæddist að Upp-
sölum í Seyðisfirði
við Ísafjarðardjúp
17. september 1932.
Hann lést á heimili
sínu hinn 9. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristín Hálfdánar-
dóttir, f. 22. nóvem-
ber 1896 á Hvíta-
nesi í Ögurhreppi,
d. 2.1. 1951, og
Sveinbjörn Rögn-
valdsson, f. 15. september 1886 á
Svarfhóli í Súðavíkurhreppi, d.
28.3. 1975. Systkini Sveinbjörns
eru: Ragnar (látinn), Elísabet (lát-
in), Kristján (látinn), Kristín Guð-
rún, Rögnvaldur (látinn), Daðey
(látin), Hálfdán (látinn), Jónatan
Helgi (látinn), Halldóra Þórunn,
Einar Jónatan, Jónína Þuríður,
ar og Stefán Máni. 2) Hálfdán, f.
9.2. 1955, unnusta hans er Sóley
Sævarsdóttir. Börn Hálfdáns af
fyrra hjónabandi eru: a) Sigurður
Kjartan, f. 23.9. 1980, eiginkona
hans er Málfríður Þorvaldsdóttir
og þeirra börn eru Bernódus og
Guðrún Freyja, b) Kristín, f. 11.9.
1994. 3) Kristín, f. 6.10. 1956, maki
Carlos Torcato. Þeirra börn eru:
a) Íris Björk, f. 17.6. 1974, maki
Jóhannes Jónsson, þeirra börn eru
Jón Hjörtur og Sara Lind, b) Sara
Cidalia, f. 3.8. 1984. 4) Ragnheiður
Ásta, f. 29.7. 1958. 5) Finnbogi, f.
25.2. 1966, maki Linda Jónsdóttir.
Þeirra börn eru Jónbjörn, Ísak
Atli, Matthías og Stella. 6) Linda,
f. 5.2. 1969, maki Einar Bjarnason.
Þeirra börn eru Sveinbjörn Stefán
og Alma Katrín.
Sveinbjörn bjó í Bolungarvík frá
árinu 1948. Hann stundaði sjó-
mennsku þar til að hann fór í sam-
vinnu við Sigurjón bróður sinn, en
þeir ráku hellu- og rörasteypustöð
og unnu við múrverk um árabil. Á
seinni árum hneigðist hugurinn
aftur til sjávarins og var Svein-
björn með eigin útgerð og harð-
fiskverkun.
Útför Sveinbjörns verður gerð
frá Hólskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Sigurjón (látinn),
Marta (látin), Martha
Kristín, og sveinbarn
andvana fætt.
Sveinbjörn giftist
eftirlifandi eigin-
konu sinni, Stellu
Finnbogadóttur,
hinn 28. ágúst 1954.
Foreldrar hennar
voru Finnbogi Bern-
ódusson, f. 26.7.
1892, d. 9.11. 1980,
og Sesselja Sturlu-
dóttir, f. 14.9. 1893,
d. 21.1. 1963. Börn
Sveinbjörns og Stellu eru: 1) Sess-
elja, f. 11.12. 1953, maki Joao
Pombeiro. Börn Sesselju af fyrra
hjónabandi eru: a) Laufey Sverr-
isdóttir, f. 11.11. 1976, hennar son-
ur er Alexander Nökkvi Wallis, b)
Stella Sverrisdóttir, f. 16.7. 1980,
maki Hafsteinn Garðar Hafsteins-
son, þeirra synir eru Gabríel Óm-
Elsku pabbi, þá ertu búinn að fá
hvíldina, sem þú varst farinn að þrá
undir það síðasta, en við hin kviðum
svo mikið fyrir. Það er búið að vera
okkur styrkur að fylgjast með þér
þessi þrjú ár, sem þú barðist við
þennan illvíga sjúkdóm. Alltaf þessi
ótrúlega jákvæðni og lífsgleði, sama
á hverju dundi, svo ekki sé talað um
æðruleysið allt til loka. En fyrir
mestu var að þið mamma fenguð að
njóta þessara ára saman.
Mamma var búin að biðja um að
ekki yrðu skrifaðar neinar lofræður
um þig, en ég bara verð að fá að
kveðja þig enn og aftur, elsku pabbi
minn, þín verður sárt saknað af okk-
ur öllum á Bakkavegi 14.
Elsku mamma, þú sem stóðst við
hlið pabba í gegnum öll þessi ósköp
eins og klettur, megi góður Guð
styrkja þig áfram. En pabbi, mig
langar til að kveðja þig með bæninni
sem fjölskyldan á Bakkaveginum
kvaddi þig með:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaður Jesú mæti.
Bless pabbi. Þinn,
Finnbogi og fjölskylda Hnífsdal.
Það er mikið lán að eiga góða ná-
granna og þegar börnin eru flest á
svipuðum aldri verður mikill sam-
gangur og oft fjör og hamagangur.
Frá því Sveini og Stella byggðu hús-
ið sitt að Vitastíg 14, fyrir hart nær
hálfri öld, hafa þau verið okkur góðir
grannar og um margt fyrirmyndir.
Hverju sem þau hafa tekið sér fyrir
hendur hafa þau sinnt af mikilli
ábyrgð og natni eins og garðurinn
þeirra ber með sér. Það var sama
hvað Sveini tók að sér, allt vann hann
framúrskarandi vel og allt virtist
leika í höndum hans. Þegar við börn-
in leituðum til hans með vopn okkar
og önnur leiktæki var hann fljótur að
koma því sem aflaga fór í gott lag og
oft var mikil glettni í ráðum hans og
tilsvörum og augljóst að mikill strák-
ur bjó í honum þó hann væri alltaf
eindæma rólegur og prúður maður.
Þrátt fyrir erfið veikindi í vetur og
vor, voru þau hjón komin til verka í
garðinum strax og hlýna tók í veðri,
viljinn og áhuginn hinn sami og fyrr
en hægar að öllu farið. Þótt kraftar
Sveina væru á þrotum vannst honum
vel og hann gladdist yfir þrestinum
sem alltaf gerir sér hreiður í barr-
trjánum í garðinum.
Aftur mun vora í þessum fallega
garði og vonandi mun þrösturinn
halda áfram að vitja hreiðursins, en
við kveðjum okkar góða nágranna
með söknuði og þökkum samgang og
samvistir.
Við vottum Stellu, börnunum og
öðrum aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Fjölskyldan Vitastíg 12.
SVEINBJÖRN
STEFÁN
SVEINBJÖRNSSON
✝ Ingiríður Árna-dóttir fæddist að
Bakka á Kópaskeri
19. janúar 1918.
Hún andaðist á öldr-
unardeild Heil-
brigðisstofnunar
Þingeyinga að
morgni 13. ágúst
2006. Foreldrar
Ingiríðar voru Árni
Ingimundarson frá
Brekku, f. 25.10.
1874, d. 3.6. 1951, og
Ástfríður Árnadótt-
ir frá Holti í Þistil-
firði, f. 4.12. 1881, d. 5.7. 1960. Þau
voru frumbýlingar á Kópaskeri og
reistu þar fyrsta íbúðarhúsið sem
kallaðist Bakki. Faðir Ingiríðar
var fyrsti starfsmaður Kaupfélags
Norður-Þingeyinga og hjá því fyr-
irtæki vann hann alla sína starfs-
ævi. Ásamt Önnu tvíburasystur
sinni var Ingiríður þriðja yngst í
12 systkina hópi hjónanna á
Bakka. Systkini Ingiríðar eru: Ing-
unn, f. 8.11. 1899; Unnur, f. 15.12.
1900; Jón, f. 9.10. 1902; Hólmfríð-
ur, f. 19.9. 1904; Sabína, f. 27.5.
1908; Guðrún, f. 26.9. 1911; Aðal-
heiður, f. 23.10. 1913; Árni, f.
hennar að Bakka og héldu þar
heimili á árunum 1944–1951 er
þau fluttu að Sigurðarstöðum á
Sléttu. Árið 1955 reistu þau nýbýl-
ið Brúnir í landi Sigurðarstaða og
bjuggu þar til ársins 1964 er þau
fluttu aftur til Kópaskers. Þar tók
Ingiríður við stöðu matráðskonu
við Núpasveitarskóla og sá einnig
um heimavist skólans í 9 ár. Eftir
það starfaði hún í rækjuverk-
smiðju á Kópaskeri og kjötiðju
KNÞ. Börn Ingiríðar og Brynjúlfs
eru: 1) Ragnheiður Regína mjólk-
urfræðingur, f. 17.12. 1943, gift
Jóni M. Óskarssyni rafvélavirkja
og sjómanni f. 8.9. 1941. Börn
þeirra eru: Inga Bryndís f. 10.2.
1964 og Brynjúlfur f. 14.2. 1965. 2)
Hulda Kristín starfsmaður leik-
skóla, f. 13.1. 1946 gift Þresti
Helgasyni húsgagnasmið og iðn-
skólakennara f. 20.9. 1946, d. 25.7.
2004. Börn þeirra eru: Úlfur Ingi f.
29.6. 1969; Drífa Kristín f. 2.6.
1976 og Heiðar Þór f. 10.7. 1979. 3)
Sigurður kennari og yfirlögreglu-
þjónn, f. 18.7. 1954, kvæntur Önnu
Maríu Karlsdóttur bankastarfs-
manni, f. 3.10. 1954. Börn þeirra
eru Herdís Þuríður, f. 7.7. 1976;
Brynjúlfur, f. 19.4. 1978 og Karl
Hannes, f. 12.9. 1986. Langömmu-
börn Ingiríðar eru orðin 10 talsins
og eitt langalangömmubarn.
Útför Ingiríðar verður gerð frá
Snartarstaðakirkju á Kópaskeri í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
15.11. 1915; Anna, f.
19.1. 1918; Sigurður,
f. 16.7. 1919; og Ingi-
mundur, f. 28.6. 1922.
Af systkinahópnum
frá Bakka eru 2 eftir
á lífi, en það eru Að-
alheiður og Ingi-
mundur. Ingiríður
ólst upp í foreldra-
húsum, en þar sem
þar var ákaflega
gestkvæmt og systk-
inahópurinn stór, þá
var hún ung send að
heiman til sumar-
dvalar, m.a. í Blikalóni og hjá hér-
aðslækninum að Ási við Kópasker.
Ingiríður gekk í barna- og ungl-
ingaskóla á Kópaskeri og stundaði
auk þess nám einn vetur við
Laugaskóla í Reykjadal. Eftir að
skólagöngu lauk stundaði hún
fiskvinnslustörf á Grenivík og
vann við heimilishjálp og þjónustu-
störf í Reykjavík.
Árið 1943 giftist Ingiríður
Brynjúlfi Sigurðssyni frá Starmýri
í Álftafirði, f. 31.8. 1915, d. 4.8.
2005, bónda og starfsmanni KN Þ
á Kópaskeri. Ingiríður og maður
hennar tóku við bernskuheimili
Í dag kveðjum við hana ömmu
okkar í síðasta sinn. Það var ekki svo
sjaldan á síðustu árum, þegar við
kvöddum þau afa eftir samveru-
stundir í Hófgerðinu eða Roðafellinu
og sögðumst hlakka til að sjá þau
næst, að amma svaraði glettnislega:
„Tja, ef maður tórir nú þangað til,“
eða „Já, já, ef maður verður nú ekki
kominn undir græna torfu.“ Svo hló
hún og kyssti okkur hlýlega á kinn-
ina. Þannig var amma, ekki aldeilis
laus við kaldhæðni, en þó jafnframt
svo hlý í viðmóti. Alltaf fékk maður
nú samt að sjá hana aftur og alltaf
var jafnskemmtilegt í návist hennar,
en nú hefur hún fengið hvíldina sem
hún var farin að óska sér.
Heilsunni hrakaði á efri árum og
maður getur rétt ímyndað sér hvern-
ig var að lifa við stöðug eymsli í
skrokknum, en ekki var hún nú mikið
að kvarta, hún amma. Og þrátt fyrir
að skrokkurinn væri slæmur, var
hugsunin alltaf skýr og húmorinn til
staðar fram á síðustu stund, hár-
beittur, lúmskur og gráglettnislegur,
lýsandi fyrir skarpskyggni hennar
og greind. Hún vissi lengra en nef
hennar náði og sá ýmislegt sem aðrir
sáu ekki. Amma hafði frá svo ótal-
mörgu skemmtilegu að segja og í
æsku hlustuðum við opinmynnt á
hana og afa segja mergjaðar drauga-
sögur og dulmagnaðar sögur úr
sveitinni. Það var ekki síst á kvöld-
vökum í fjölskylduferðunum okkar
skemmtilegu sem þau afi drógu eitt-
hvað slíkt úr handraðanum handa
okkur barnabörnunum.
Það var líka alltaf gott að koma á
Kópasker til þeirra afa og ömmu. Þar
var maður alltaf velkominn í kyrrð-
ina og frískandi sjávarloftið og manni
fannst maður ævinlega vera endur-
nærður eftir heimsóknina. Ömmu
voru heimahagarnir á Kópaskeri og
Melrakkasléttunni kærir og það var
sérlega gaman að fara með henni í
bíltúr um svæðið. Þá ljómaði hún öll
upp og lét móðan mása um fólkið sem
bjó hér og drauginn sem hélt til þar,
og þekkti hverja þúfu og laut. Við
minnumst líka jólanna heima í Hóf-
gerðinu þegar afi og amma dvöldu
hjá okkur.
Amma er ljóslifandi í minningunni
þar sem hún situr lúmsk á svip með
möndluna úr jólagrautnum falda í
munninum og segir: „Afi ykkar er
ábyggilega með hana.“
Þegar amma var komin á sjúkra-
húsið á Húsavík var það okkur hér
fyrir sunnan mikils virði að vita að
þar væri vel um hana hugsað bæði af
starfsfólki sjúkrahússins og Sigga
frænda, Dísu og öllum í þeirri góðu
fjölskyldu. Við munum sakna hennar
ömmu okkar sárt, en efst í huga okk-
ar nú er þakklæti fyrir að hafa átt
hana að í þann tíma sem við deildum
með henni.
Drífa og Heiðar.
Jæja amma, þá ertu nú komin á
góðan stað og ég er viss um að þú ert
hvíldinni fegin, þó að þú hafir nú sagt
þegar við hittumst síðast að þú lægir
nú bara með tærnar upp í loft og
þjónaðir letinni.
Maður getur nú ekki annað en
brosað út í annað þegar maður hugs-
ar til baka um tilsvörin og glettnina
sem alltaf var til staðar hjá þér, allt
undir það síðasta þó svo að þú værir
komin upp á spítala í burt frá
„Skerinu“ þar sem þér þótti svo gott
að búa.
Ég verð ævinlega þakklátur fyrir
að hafa átt þig og afa að og að hafa
fengið að alast að hluta til upp hjá
ykkur, á Kópaskeri. Alltaf leiðbeind-
uð þið af hlýju og þolinmæði, strákn-
um sem þurfti alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni og ég gleymi nú aldrei
göngutúrunum okkar upp á Brekku-
hól, þar sem þú máttir láta þig hafa
það að fara í „bíló“ og láta „rjúka“,
eða hvað þú nenntir að spila við
mann.
Já, góðu minningarnar eru margar
og þegar ég hugsa til baka hefur það
verið ómetanlegt að vera partur af
okkar samrýndu fjölskyldu sem hef-
ur gefið sér tíma til ferðalaga og sam-
vista, og fyrir okkur krakkana að
hlusta á frásagnir og læra af þér og
afa.
Kópaskerið, þinn fæðingastaður
og sveitin í kring hefur verið þitt
heimili frá upphafi og sá staður þar
sem þú vildir alltaf vera. Þó svo að ég
búi nú erlendis og langt frá
„Skerinu“, verður mér oft hugsað
þangað til þín og afa, þaðan sem við
eigum öll svo góðar minningar. Þó er
skrítið til þess að hugsa að þú ert
ekki lengur þar og Roðafellið nú autt.
Ég vil þakka Fríðu, Sigurði lækni
og öðrum fyrir alla þá umönnun sem
þau veittu þér, það var gott að vita af
þér í góðum höndum og félagsskap.
Strákurinn segir; „hvíl í friði og
blessuð sé minning þín, amma mín.“
Úlfur Ingi.
Hjartans amma. Það er komið að
kveðjustund og í þetta skiptið er hún
endanleg. Þú hefur alla tíð verið stór
hluti af mínu lífi. Mínar fallegustu og
bestu minningar tengjast þér og afa,
bæði í „skólanum“ og svo eftir að þið
fluttuð í Roðafellið. Í rauninni má
segja að þú hafir ekki verið mikið fyr-
ir börn, sagðir alltaf: „Börn eru engin
leikföng fyrir fullorðið fólk.“ Fyrir
vikið fengum við barnabörnin þín
ömmu, sem talaði við okkur á jafn-
ingjagrundvelli. Við vissum að
innsæi þínu og visku gætum við
treyst, enda sást þú meira en gengur
og gerist án þess að hafa um það
mörg orð.
Það sem einkum einkenndi þig
sem manneskju, var þessi fallega stó-
íska ró og mig grunar að þínar bestu
stundir hafi verið þegar þú varst ein
með sjálfri þér. Auðvitað sast þú
aldrei aðgerðarlaus, þjónaðir ekki
letinni. Þínar ær og kýr voru hann-
yrðir hverskonar og þú varst jafnvíg
á prjóna, heklunál og útsaumsnálar
af ýmsum gerðum og stærðum. Já,
þegar um fallegt handverk var að
ræða, varst þú þar fremst meðal
jafningja. Um það vitna heimili allra
fjölskyldumeðlima okkar, þar sem
listaverk eftir þig eru stolt og prýði.
Fyrir það og svo margt annað erum
við þér óendanlega þakklát. Þú varst
mikið náttúrubarn og Kópasker var
þér kærara en nokkur annar staður á
klakanum okkar kalda. Það eru mikil
forréttindi að fá að lifa lífinu í sátt við
það sem skaparinn úthlutar hverju
okkar. Það gerðir þú í þínu lífi, á þinn
stóíska hátt, án þess að hafa um það
hátt. Elsku amma, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Inga Bryndís Jónsdóttir,
Birgir Örn Arnarson,
Jónatan Birgisson,
Bryndís Stella Birg-
isdóttir.
Kallið er komið. Amma Inga hefur
kvatt okkur; samverustundir okkar
systkina með henni verða ekki fleiri
að sinni. Með brotthvarfi hennar
verða ákveðin kaflaskil í lífi okkar.
Við ólumst upp við þau forréttindi að
geta, hvenær sem okkur lysti, farið í
skemmtiferðir til Kópaskers að
heimsækja ömmu Ingu og afa Brynj-
úlf. Nú, þegar þau eru bæði horfin á
braut, er ekki laust við að söknuður
og tregi nísti hjarta okkar. Ofar
söknuðinum situr þó í huga okkar
þakklæti fyrir allt það sem amma
Inga var okkur. Betri ömmu var ekki
hægt að hugsa sér. Hún kenndi okk-
ur svo ótalmargt sem mun fylgja
okkur alla tíð. Með því eigum við ekki
einungis við fróðleikinn sem hún
miðlaði okkur af örlæti heldur ekki
síður það fordæmi sem hún setti með
hátterni sínu og framkomu allri.
Amma Inga var skapstillt, réttsýn og
hlý. Hún kvartaði sjaldnast þótt
vindurinn væri í fangið og tókst jafn-
an á við erfiðleika með jafnaðargeði.
Okkur systkinin og fjölskyldur okkar
studdi hún ætíð með ráðum og dáð og
þegar við vorum hjá henni áttum við
athygli hennar óskipta.
Einstakt skopskyn er tvímæla-
laust meðal eftirminnilegustu eigin-
leika ömmu Ingu. Hún hafði sérstakt
lag á að koma gráglettnum athuga-
semdum inn í samræður svo að lítið
bæri á. Þessi eiginleiki fylgdi ömmu
allt fram undir það síðasta þrátt fyrir
að heilsa hennar væri orðin bág. Við
systkinin minnumst hennar með hlý-
hug og virðingu og verðum eilíflega
þakklát fyrir að hafa átt svo góða
ömmu.
Herdís Þuríður Sigurðardóttir,
Brynjúlfur Sigurðsson,
Karl Hannes Sigurðsson.
Á sumrin var ég hjá afa og ömmu í
móðurætt. Átti þar ánægjulega
æskudaga. Alla þá tíð var Ída, systir
móður minnar, sem önnur móðir
mín, slík var gæska hennar í minn
garð.
Því minnist ég frænku minnar hér
með örfáum þakkarorðum. Aldrei
gat ég endurgoldið slíka umönnun er
hún veitti óstýrilátum sveinstaula,
ásamt góðum heilræðum. Eiginmað-
ur hennar, Brynjúlfur Sigurðsson,
var mikill veiðimaður og skaut sel og
fugla til matar. Allan búskap þeirra á
Brúnum átti frænka handa mér
súrsaða selshreifa. Mér þótti það
taka öllu fram er ég neytti sem mat-
ar. Þetta lostæti gaf hún mér á
hverju sumri er ég vann við síldar-
verkun á Raufarhöfn.
Þetta sýnir hvílíkum mannkostum
þessi frænka mín var búin. Slíkir
verðleikar eru tíðir í hennar ætt. Ég
átti mörg símtölin við þau hjón, yf-
irleitt með 10 daga bili.
Síðast talaði ég við frænku síðasta
dag júlí og átti hún þá erfitt um mál
og sagðist vonast eftir hvíld.
Að lokum þakka ég þessum hjón-
um ógleymanlegar stundir. Blessuð
sé minning þín, frænka. Ættmennum
hennar og niðjum óska ég gæfu og
gengis.
Árni Einarsson.
INGIRÍÐUR
ÁRNADÓTTIR