Morgunblaðið - 19.08.2006, Side 20

Morgunblaðið - 19.08.2006, Side 20
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Króatíu 23. ágúst. Bjóðum, vegna forfalla, 4 íbúðir á Diamant íbúðahótelinu á frábæru verði. Glæsilegar íbúðir með góðum aðbúnaði. Skelltu þér til Króatíu og njóttu lífsins í sumarfríinu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Króatía 23. ágúst Sértilboð - Diamant íbúðir frá kr. 29.990 Aðeins 4 íbúðir Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 barn, 2-11 ára, í íbúð á Diamant í viku. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Diamant í viku. Seyðisfjörður | Unnið er hörð- um höndum um þessar mundir á Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði við undirbúning hátíðarhaldanna vegna 100 ára afmælis símasambands við út- lönd. Á afmælisdeginum, 25. ágúst nk., verður afhjúpað myndverk eftir listamanninn Guðjón Ket- ilsson sem Síminn hefur látið gera og setja upp. Verkið mun standa nálægt þeim stað sem sæsímastrengurinn var tekinn í land árið 1906. Einnig verður opnuð sýning á eftirlíkingu af Kabelhúsinu, þar sem Ísland tengdist umheiminum í fyrsta sinn og að auki sýning á verk- um sem lýsa sögu símans frá upphafi. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson 100 ára afmæli símasambands Tækni Landið | Akureyri | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Grímur Atlason, nýráðinn bæjar-stjóri Bolungarvíkur, og fjöl-skylda hans voru boðin velkomin til bæjarins á fjölskylduhátíð í Víkurbæ í fyrradag. Grímur var boðinn formlega velkominn til starfa með því að Halla Signý Kristjánsdóttir, staðgengill bæj- arstjóra, stóð upp fyrir honum úr tákn- rænum bæjarstjórastól og hann fékk sér sæti. Grímur tekur við bæjarstjóra- stólnum af Einari Péturssyni sem tók við sem bæjarstjóri í byrjun ársins 2003. Áð- ur hafði Ólafur Kristjánsson verið bæj- arstjóri í sextán ár. Á fréttavefnum bb.is kemur fram að Grímur fái verðlaun nái hann að fjölga bæjarbúum á meðan hann situr í bæjar- stjórastólnum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Bæjarstjóri boðinn velkominn Kristján BersiÓlafsson fór áHólahátíð: Löngun hjá mér til ferða er fátíð með fótaorkuna skerta. En núna fer ég á Hólahátíð heilaga jörð að snerta. Stefán Vilhjálmsson sendi honum kveðju: Þó að gerist fótafúinn til ferðar kappinn nú er búinn, kveður á göngu kvæði og rímur Kristján Bersi, pílagrímur. Að lokinni Hólahátíð orti Kristján Bersi: Að lokinni Hólahátíð færist helgislepjan í þátíð. Nú gleymum við guði og göngum að puði. Þessi afstaða er ekki svo fátíð! G. Þorkell Guðbrands- son heimsótti Kristján: Að Hólastað í Hjaltadal, hugði að rótum versa átti tveggja manna tal við tiginn Kristján Bersa Úti norðri napurt hvein svo næddi um bein og sinar inni birta andans skein af arni göfugs vinar. Til baka hélt á heimaslóð huldi þokan vegi. Muna vil ég lengi ljóð er lærði á þessum degi. Af Hólahátíð pebl@mbl.is ♦♦♦ MEÐALFJÖLDI kennsludaga í fram- haldsskólum í fyrra var 146, sem er einum degi meira en lög gera ráð fyrir og standa framhaldsskólar hér á landi sig almennt vel í að uppfylla kröfur um fjölda kennslu- daga, segir í nýrri úttekt Hagstofunnar. Meðalfjöldi kennsludaga í fyrra var ein- um fleiri en skólaárið á undan en sami fjöldi og skólaárið 2003–2004. Eftir skólum var þó misjafnt hve margir dagar væru kenndir, allt frá 142 og upp í 149. Í úttektinni kemur fram að reglulegir kennsludagar hafi verið að meðaltali tveimur fleiri á vorönn en á haustönn. Þá var fjöldi daga sem var einungis varið til prófa og námsmats frá 12 til 31 eftir skól- um. Hússtjórnarskólarnir tveir skáru sig úr með 12 og 13 prófdaga en próf eru oft tekin á kennsludögum í þessum skólum. Aðrir framhaldsskólar vörðu a.m.k. 23 dög- um til prófa og námsmats og að meðaltali var 27 dögum varið til prófa og námsmats sem var fjölgun um einn dag frá fyrra ári. Uppfylla kennslu- skyldu JÓN Bjarnason þingmaður VG hefur ósk- að eftir fundi í samgöngunefnd Alþingis til að fjalla um nýútkomna skýrslu FÍB um ástand vega á Íslandi og öryggismál. Jón vill að nefndin fari yfir stöðuna í frestunar- og niðurskurðarákvörðun ríkis- stjórnarinnar í vegamálum og að farið verði yfir öryggismál í tengslum við elds- neytisflutninga á þjóðvegum og afleiðingar gríðarlegra þungaflutninga eftir þjóðveg- um landsins. Einnig að athugaðir verði möguleikar á sjóflutningum. Samgöngunefnd ræði vegaöryggi Mikil uppbygging hefur verið á Akranesi und- anfarin misseri og sér ekki fyrir endann á þeim framkvæmdum. Ný verslunarmiðstöð er nú að rísa á nýjum miðbæjarreit og rétt ut- an við bæinn er verið að reisa hús undir nýja matvöruverslun. Margar verslanir hafa hætt á Akranesi á undanförnum árum eftir að Hvalfjarð- argöngin voru opnuð árið 1998 en svo virðist sem þróunin sé að færast til betri vegar því mikið af verslunarhúsnæði á eftir að rísa í bænum á næstu mánuðum.    Veitingastöðum mun fjölga í bænum á næstu vikum þar sem skyndibitakeðjan Subway hef- ur hug á því að opna útibú á Akranesi. Er það í fyrsta sinn sem alþjóðleg skyndi- bitakeðja skýtur rótum sínum á Akranesi og er það gleðiefni. Aðeins tveir veitingastaðir hafa verið í rekstri undanfarin ár á Akranesi en lengi vel voru þeir þrír, en einn rekstraraðili hefur hætt starfsemi sinni. Kafbátahernaðurinn mun eflaust hitta í mark hjá Skagamönnum.    Það hefur ekki verið mikið um að vera í bæj- armálunum á þessu sumri þrátt fyrir að nýr meirihluti hafi tekið við völdum í vor. Sum- arleyfin hafa sett svip sinn á bæjarpólitíkina. Það er gleðiefni að nýr meirihluti í bæj- arstjórn ætlar að leggja áherslu á uppbygg- ingu á nýju tjaldsvæði í Garðalundi sem er einnig þekkt sem skógræktarsvæði Akurnes- inga. Lengi hefur verið rætt um að færa tjald- svæðin á þetta svæði sem er skjólsælt og fal- legt. Að auki stendur til að reisa nokkur smáhýsi sem verða til útleigu fyrir þá sem vilja gista í Garðalundi en margir hafa sagt að Garðalundur sé vel geymt leyndarmál í næsta nágrenni við golfvöllinn, Garðavöll.    Íbúar með lögheimili á Akranesi eru 5.905 og hafa þeir aldrei verið fleiri frá stofnun kaup- staðarins. Þann 1. desember árið 2005 voru Akurnesingar alls 5.782 og hefur Skagamönn- um því fjölgað um 123 einstaklinga eða 2%. Til samanburðar voru 5.600 íbúar á Akranesi í ársbyrjun 2003. Úr bæjarlífinu AKRANES EFTIR SIGURÐ ELVAR ÞÓRÓLFSSON BLAÐAMANN Kjalarnes | Undir merkjum fegrunar- átaksins „Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík“ verður sjónum næst beint að Grundarhverfi á Kjalarnesi. Hreinsunar- dagurinn verður 26. ágúst og til undirbún- ings honum hefur verið boðað til samráðs- fundar með íbúum mánudaginn 21. ágúst í Klébergsskóla kl. 20. Embættismenn borg- arinnar kynna fegrunarátakið og segja frá því hvernig staðið verður að verki. Vinna að fegrun í Grundarhverfi ♦♦♦ ókeypis smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.