Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 37
MINNINGAR
hann ýmis tilfallandi störf eins og
innheimtustörf auk þess sem tími til
að sinna áhugamálum og félagsmál-
um jókst. Óli var alla tíð mikill spila-
maður. Til marks um það sagði sag-
an að hann hefði spilað bridge átta
kvöld í viku. Auk þess stundaði hann
golf og safnaði frímerkjum. Hann
var ótrúlegur keppnismaður og vildi
gera allt vel sem hann tók sér fyrir
hendur. Sem dæmi um keppnisskap-
ið sem alla tíð fylgdi honum munum
við eftir lítilli sögu sem faðir okkar
sagði okkur. Eitt sinn voru bræðurn-
ir fimm allir í sundi og fóru í kapp um
hver gæti verið lengst í kafi. Einn af
öðrum gáfust þeir upp þar til Óli og
Ari voru einir eftir. Loks kom Ari úr
kafi og sagðist eingöngu gera það til
að bjarga lífi Óla því að hann kvaðst
vita það að hann myndi frekar
drukkna en gefast upp.
Óli keppti í bridge í fjölda ára og
hlaut ótal verðlaun fyrir. Það var þó
ekki bara bridge heldur öll spila-
mennska sem átti hug hans. Mörg
eru börnin sem hann hefur spilað
við. Hér síðari árin þegar hann var í
Þingásnum í Reykjavíkurferðum
sínum gátu þau Laufey Þóra setið
tímunum saman og spilað og ef hún
vann þá átti hann það til að draga
upp úr pússi sínu gamlan verðlauna-
pening og sæma hana. Þetta þótti lít-
illi hnátu ekki ónýtt og tók jafnvel
vinkonur sínar með heim til að spila
við afa Óla. Það kom því ekki á óvart
að í ferðatösku hans leyndist verð-
launapeningur, sem hann hafði haft
með sér í ferðalagið örlagaríka, sem
sjálfsagt átti að nota til að gleðja
unga stelpu við spilamennsku. Sam-
skipti hans við börnin voru falleg.
Hann gaf sé tíma fyrir þau, eins og
þegar hann kenndi Sverri Páli og
Rebekku hvernig standa skyldi að
frímerkjasöfnun. Hann hafði
ómælda þolinmæði og þau gátu setið
tímunum saman og skoðað frí-
merkjabækur frænda síns. Hann
laðaði þau að sér með ljúfmennsku
og þeim fannst hann skemmtilegur.
Það var því gjarnan með fyrstu verk-
um barna okkar þegar komið var í
heimsókn til ömmu á Húsavík að
hlaupa niður til Óla og Ingu og heilsa
upp á þau.
En maðurinn einn er ei nema hálf-
ur. Kletturinn í lífi Óla var Inga kon-
an hans. Hún fylgdi honum úr Eyj-
um og gustaði af henni eins og
hlýjum sunnanvindi. Aldrei var logn-
molla í kringum þau. Saman stóðu
þau að rekstri sinna verslana og
snyrtimennska og þjónustulipurð
þeirra var alkunn. Alla tíð hefur
heimili þeirra staðið opið stórum
frændgarði og vinahópi þeirra
beggja. Lundi, fiskbollur, fiskbúð-
ingur, allt varð að lostæti í höndum
Ingu. Alltaf þótti okkur jafngaman
að sjá hversu skotinn og stoltur Óli
var af henni Ingu sinni alla tíð.
Kannski var það táknrænt að hann
kvaddi þennan heim á demantsbrúð-
kaupsdaginn þeirra eftir 60 ára sam-
fylgd.
Elsku Inga, Öddi, Einar og fjöl-
skyldur, við biðjum Guð að styrkja
ykkur í sorg og söknuði. Það er kom-
ið að kveðjustund, við minnumst Óla
frænda með hlýju og gleði og biðjum
honum guðs blessunar í nýjum heim-
kynnum.
Geirþrúður, Guðbjörg, Ari Páll
og fjölskyldur.
Kæri frændi, nú er til enda ofinn
sá þráður sem þú lagðir til í lífstaug
mína. Hann varð bæði langur og lit-
ríkur. Misjafnlega áberandi eins og
gengur þegar leiðir skiljast en ætíð
sterkur. Það fannst vel þá sjaldan að
við hittumst nú í seinni tíð.
Í bernsku fékkst þú mig strax til
að skynja að við værum tengdir nán-
um frændskap þegar ég, hnokkinn,
var sendur niður í Klemmu til að
kaupa eitt eða annað fyrir ömmu.
Ekki var Inga þín síðri að koma þeim
skilaboðum á framfæri.
Seinna urðuð þið bræður, pabbi og
þú, mér, léttadrengnum í Öskju, ein-
stök fyrirmynd hvað snarræði, létt-
leika og þjónustulipurð við kúnnann
varðaði og nýtist það mér enn í dag.
Þá kenndir þú mér að spila golf
fyrir hart nær fjörutíu árum og segj-
ast þeir sem gerst þekkja sjá þess
glögg merki á sveiflu minni enn þann
dag í dag. Af því er ég stoltur þótt
ekki hafi ég náð leikni þinni – né for-
gjöf – þegar þú varst upp á þitt besta
enda þú þá í fremstu röð kylfinga og
keppnisskapið einstakt.
Ég spurði þig eitt sinn hvort það
truflaði þig ekki að hafa áhorfendur
þegar þú lékir golf. „Það kemur fyrir
í golfinu – en ekki í brids því það spil-
ar enginn betra brids en ég.“
Þegar ég hitti þig á Katlavellinum
fyrir nokkrum árum spurðir þú strax
og við höfðum heilsast á hverju ég
hefði spilað fyrri níu. „Það fór nú víst
yfir fimmtíu,“ svaraði ég skömm-
ustulegur eins og lærlingur fyrir
framan meistara sinn. „Láttu engan
heyra þetta, drengur,“ svaraðir þú
að bragði og snerir þér að boltanum.
Eða eftir jólin er þú hringdir og
þakkaðir fyrir gripinn sem ég sendi
ykkur Ingu og bættir svo við: „Hann
er nú svo bráðsnjall að það mætti
halda að ég hefði gert hann.“
Þú varst snöggur til og hafðir það
jafnan stutt og laggott í orðum og at-
höfnum í bland við þinn einstaka
húmor.
Í þeim anda verða þessi kveðju-
orð.
Takk, Óli minn, fyrir skemmtilega
samferð í rúma hálfa öld og við Katla
og Páll Þór biðjum þess að góður guð
varðveiti þig og veiti ykkur, Inga,
Öddi og Einar og fjölskyldur, styrk í
missi ykkar.
Sigurjón.
Óli á Húsavík var vinur minn.
Hann var einn sá allra skemmtileg-
asti og fyndnasti maður sem ég
þekkti ásamt því að vera hrekkjóttur
grallari. Óli var helmingurinn af Óla
og Ingu á Húsavík. Þannig minnist
ég þeirra, í sömu setningunni. Ég
man eftir mér mjög ungri í sumarfríi
á Húsavík, uppi á fjalli að tína að-
albláber og á Höfðabrekku 11 að
hreinsa berin. Inga sá síðan um að
sulta og ég um að borða með bestu
lyst. Allir voru velkomnir til Ingu og
Óla jafnt ferfætlingar sem aðrir og
átti ég þar annan vin sem var Bessi,
hundurinn í næsta húsi, en Óli var
líka vinur hans. Það var fátt ynd-
islegra en kíkja inn hjá Ingu og Óla,
fá kaffi og með því og hlusta á Óla
segja gamansögur eða taka í spil.
Hann elskaði að spila og var alveg
sama ástríðan hvort hann spilaði
bridds eða Ólsen Ólsen. Inga og Óli
komu í mörg ár á hverju ári til Vest-
mannaeyja snemma í maí eins og
farfuglarnir og þá vissi maður að
sumarið var á næsta leiti. Þau flúðu
snjóinn fyrir norðan svo Óli gæti
spilað golf á „suðurhafseyjunni“ með
gömlum félögum og þau notið þess
að vera hjá ömmu Gunnu en það
voru miklir kærleikar á milli hennar
og Óla. Sædís Birta dóttir mín á af-
mæli í maí og alltaf var jafn gaman
að fá Óla og Ingu í afmæli og alltaf
gaf hann sér tíma til að spila og fífl-
ast og á hún yndislegar minningar
um Óla.
Megi algóður guð styrkja Ingu og
fjölskyldu við þennan mikla missi en
minningin lifir. Minning um ljúfan
og skemmtilegan mann sem virki-
lega naut þess að lifa og kunni að lifa
lífinu lifandi.
Þín vinkona
Guðrún Kristín.
Elsku afi Óli. Mig langar til þess
að senda þér lítið kveðjubréf.
Þú varst alltaf góður og skemmti-
legur við mig og við gátum spilað
tímunum saman. Ég var ekki nema
þriggja ára þegar við byrjuðum að
spila. Við spiluðum oftast ólsen ólsen
og ég fann upp á því að kalla þig Óla
ólsen. Hvorugu okkar þótti gaman
að tapa svo að við festum stigin alltaf
niður á blað. En þegar ég var yngri
leyfðir þú mér oftast að vinna. Ég
var ákveðin lítil stelpa. Við hlógum
mikið og alltaf var gott að vera ná-
lægt þér, elsku afi Óli minn. Oft gafst
þú mér verðlaunapening og mér
þótti mjög vænt um að það skyldi
hafa verið peningur í veskinu þínu
sem ég átti að fá.
Alltaf þegar ég kom til Húsavíkur
byrjaði ég á því að hlaupa yfir til
ykkar Ingu í heimsókn og alltaf var
tekið vel á móti mér. Þú áttir mikið
af bikurum sem þú fékkst fyrir spila-
mennsku. Alltaf var ég spennt fyrir
bikurunum og þú áttir það til að
luma á molum og karamellum í þeim
sem þú gafst mér. Mér fannst skrýt-
ið að sjá að Inga notaði einn flotta
bikarinn þinn undir blóm.
Þú varst alltaf til í grín og glens og
einu sinni fórum við meira að segja í
boltaleik með mandarínu. Þú sendir
mér líka oft bréf og mér þótti mjög
vænt um það. Einu sinni sendir þú
meira að segja kettinum mínum
bréf.
Stundum gafst þú mér smá pening
en þú tókst það alltaf fram að ég
mætti ekki kaupa karamellur fyrir
allan peninginn.
Elsku afi Óli, það voru mikil for-
réttindi að fá að eiga þennan tíma
með þér. Þú hefur sett mikinn svip á
líf mitt. Þú varst einstakur afi. Takk
fyrir allt sem þú gafst mér.
Þín
Laufey Þóra.
Góður vinur, Óli Kristinsson, er til
moldar borinn í dag. Um hann á ég
kærar minningar.Við kynntumst
fyrir rúmum 40 árum, þegar ég var
að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni.
Hann stóð við búðarborðið í Klemmu
eins og faðir hans og þekkti alla á
Húsavík og í sveitunum og vissi um
hagi fólks. Þó kvartaði hann einlægt
yfir því, að hann kæmi manninum
eða konunni ekki fyrir sig og myndi
ekki nafnið. Kona í bláum kjól var
það látið heita í kladdanum. Þá hló
hann og skildi ekkert í sjálfum sér.
Enginn gekk bónleiður til búðar, þar
sem hann var. Eða Inga. Kaupmað-
urinn á horninu voru þau bæði, hún
og hann. Þau gengu saman til verka,
glöð og gleðjandi.
Ég hef átt margar góðar stundir á
heimili þeirra á Höfðabrekku og
mætt þar gestrisni og innri hlýju,
sem hefur fylgt mér, hvenær sem
þau koma upp í hugann.
Oft spiluðum við treikant við Ingv-
ar Þórarinsson og var þá glatt á
hjalla og spilin misjöfn, eins og geng-
ur. En yfirleitt vann Óli nema
kannski einu sinni, að okkur Ingvari
tókst að verða fyrir ofan hann. Um
það töluðum við í mörg ár.
Óli lét ekki mikið yfir sér. Hann
hafði skarpa greind og óbrigðult
minni á það, sem hann vildi muna.
Hann var um áratugi einn af fremstu
bridge-spilurum landsins og átti
framúrskarandi frímerkjasafn.
Hann var afreksmaður, þar sem
hann beitti sér, og hvarvetna munaði
um hann, þar sem hann tók þátt í
leiknum.
Að leiðarlokum er mér efst í huga
þakklæti fyrir góðar stundir, vináttu
og stuðning á liðnum áratugum. Guð
blessi minningu Óla Kristinssonar.
Halldór Blöndal.
Leiðir okkar Óla lágu fyrst saman
þegar við keyptum neðri hæðina í
húsi þeirra hjóna og strax mynduð-
ust sterk vináttubönd á milli okkar
sem aldrei bar skugga á. Hanna
Jóna elsta dóttir okkar fékk að njóta
þess að búa í Höfðabrekku 11 fyrstu
sex árin sín og eiga ömmu og afa
„uppi“ og voru ófáar ferðirnar á milli
hæða, alltaf var jafnvel tekið á móti
henni. Og fann maður hana oftast við
spilamennsku, að skoða frímerki eða
að rannsaka bikarinn góða hjá afa
Óla, en honum kynntust yngri börn-
in okkar einnig.
Það eru tíu ár síðan við fluttum úr
Höfðabrekkunni, en vinátta okkar
hefur haldist óbreytt fram á þennan
dag og gerir vonandi um ókomin ár
við þig, Inga mín.
Þið hafið alla tíð reynst okkur al-
veg einstaklega vel.
Elsku Óli, við erum ríkari af að
hafa fengið að eiga þig að sem góðan
vin og „afa“ með þína blíðu fram-
komu. Þú varst búinn að vera svo
mikið veikur síðustu árin.
Bestu þakkir fyrir samfylgdina og
gangi þér vel í nýjum heimkynnum,
þar verður örugglega tekið á móti
þér með spilastokk.
Elsku Inga, missir þinn er mikill,
megi góður Guð og allir englarnir
vaka yfir þér á þessum erfiðu tímum.
Við sendum þér og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Stefán Geir, Dóra Fjóla,
Hanna Jóna, Guðmundur
Árni og Elsa Dögg.
Afi okkar,
KRISTÓFER VILHJÁLMSSON,
Sniðgötu 3,
Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal mánu-
daginn 21. ágúst kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Hildur Friðleifsdóttir,
Kristófer Arnar Einarsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BERGUR Ó. HARALDSSON,
Hrauntungu 22,
Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín L. Valdimarsdóttir.
Elskuleg móðir okkar,
KLARA JÓNSDÓTTIR
frá Arnarfelli,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfara-
nótt fimmtudagsins 17. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir,
STELLA STEFÁNSDÓTTIR,
andaðist á líknardeild Landspítalans fimmtudag-
inn 17. ágúst.
Halldór Sigurðsson,
Gunnar, Stefán Hrafn, Ólafur Þór,
Jón Hannes og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir
og mágkona,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
menntaskólakennari,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
24. ágúst kl. 15.00.
Bryndís Björnsdóttir,
Jónas Páll Björnsson, Soumia Islami,
Sofia Sóley Jónasdóttir, Elías Andri Jónasson,
Sigrún Erla Sigurðardóttir, Páll Ásmundsson,
Svanhildur Ása Sigurðardóttir, Björn Björnsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GERTRUD M. SIGURJÓNSSON
húsmóðir,
Krókahrauni 12,
sem lést á Sólvangi, Hafnarfirði, mánudaginn
14. ágúst, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15.00.
Þór Gunnarsson, Ásdís Valdimarsdóttir,
Sigurjón Gunnarsson, Hrafnhildur Valgarðsdóttir,
Ludwig H. Gunnarsson, Guðrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.