Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.08.2006, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Óli Kristinssonfæddist á Húsa- vík 31. desember 1922. Hann lést á Heilsustofnun NLFÍ 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Óladóttir, f. 26.2. 1896 í Kíla- koti í Kelduhverfi, d. 24.10. 1960, og Kristinn Jónsson, f. 26.6. 1895 á Húsa- vík, d. 1.7. 1950. Systkini Óla eru: Kristjana, f. 2.11. 1920, d. 23.8. 1997, Ari, f. 6.11. 1921, d. 5.2. 1964, Jón, f. 16.11. 1925, Páll Þór, f. 11.7. 1927, d. 27.2. 1973, og Halldór, f. 10.1. 1931. Hinn 8. ágúst 1946 kvæntist Óli eftirlifandi eiginkonu sinni Ingunni Jónasdóttur frá Vestmannaeyjum, f. 12.5. 1928. Foreldrar hennar voru Jónas Sigurðsson frá Skuld í Vestmannaeyjum, f. 29.3. 1907, d. 4.1. 1980, og Guðrún Kristín Ingv- arsdóttir, f. 5.3. 1907 í Reykjavík, d. Henriksen; d) Orri hárgreiðslu- nemi, f. 18.3. 1988. Óli ólst upp í föðurgarði á Húsa- vík. Nítján ára gamall fór hann til Vestmannaeyja og dvaldi þar í skjóli móðursystkina sinna og lærði bakaraiðn. Árið 1950 flytja þau Óli og Inga til Húsavíkur. Þar stundaði hann verslunarstörf við verslun föðurs síns, Kristinsbúð, sem gjarnan var nefnd Klemma. Þrjú fyrstu sumrin fyrir norðan voru þau Inga á Raufarhöfn við bakarastörf. Óli tók síðan alfarið við rekstri Klemmu sem hann rak allt þar til þau hjónin yfirtóku rekstur nýrrar matvöruverslunar sem hét Búrfell. Verslunina ráku þau til ársins 1984 eða meðan Óla entist heilsa. Óli var aðalhvatamaður og einn af stofnendum Bridgefélags Húsa- víkur og formaður þess fyrstu 25 árin. Hann var einn af stofnendum Golfklúbbs Húsavíkur og félagi í Rotaryklúbbi Húsavíkur um árabil. Seinni árin var hann virkur í Félagi eldri borgara á Húsavík. Óli var mikill frímerkjasafnari og félagi í frímerkjaklúbbnum Öskju á Húsa- vík. Útför Óla verður gerð frá Húsa- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 26.3. 2005. Synir Óla og Ingu eru: 1) Örn Ís- feld starfsmaður Marpóls, f. 31.10. 1955, var kvæntur Jórunni Viggósdótt- ur, f. 31.12. 1957, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Tinna Ösp, markaðsfræðingur, f. 15.7. 1978, í sambúð með Arnari Þór Jóns- syni. Þeirra dóttir er Embla Eik; b) Inga Mirra, nemi, f. 16.9. 1983, dóttir hennar er Natalía; c) Bóas, nemi, f. 8.9. 1988. 2) Einar, blaðaljósmyndari, f. 30.8. 1957, kvæntur Jódísi Hlöðversdótt- ur, f. 16.6. 1958. Börn hans eru: a) Óli Páll, matreiðslumaður, f. 12.6. 1976 (móðir Bryndís Lárusdóttir), eiginkona hans er Þóra Júlíusdótt- ir. Sonur þeirra er Júlíus Páll. Börn Einars og Jódísar eru: b) Tinna, lögfræðinemi, f. 17.7. 1979, í sam- búð með Arnari Grant; c) Arna, nemi, f. 3.1. 1984, í sambúð með Bo Í dag kveð ég ástkæran tengda- föður minn Óla Kristinsson. Samferð okkar hefur varað í 25 ár og hefur aldrei borið skugga á okkar vináttu. Óli var einstakur maður, ljúfur, traustur og glettinn mjög. Fyrstu kynni mín af honum voru er ég kom í fyrsta skipti með Einari syni hans til Húsavíkur rúmlega tvítug. Óla fannst alveg ótækt að enginn hafði kennt mér að spila og bauðst strax til verksins. Mér leist nú ekki á blikuna að annar eins keppnismaður í spilum ætti að vera með mér í liði og leið- beina mér. Full af óöryggi gerði ég það sem ég hélt að væri réttast og fékk aldeilis að heyra það ef ég lagði út vitlaus spil. Þarna tók ég ákvörð- un um að spila ekki oftar við tengda- föður minn enda leiddist mér þessi leikur mjög. Skemmtilegra þótti mér að spila við hann yatzy við eldhús- borðið með Ingu og Einari. Þá var glatt á hjalla og mikið hlegið. Þegar börnin okkar komust á legg spiluðu þau oft við afa sinn og höfðu mjög gaman af. Hann var einstaklega þol- inmóður við afabörnin og elskuðu þau að hitta hann sem var því miður alltof sjaldan sökum fjarlægðar okk- ar í milli. Samt sem áður var hann þeim og okkur öllum afar kær og nutum við öll samverustunda með honum og þreyttist hann aldrei á að stríða krökkunum þó þau væru orðin fullorðin. Nú er lífshlaupi hans lokið og minnumst við hans með þökk og virðingu. Elsku Óli minn, megir þú hvíla í friði, ég skal gæta Ingu þinnar. Þú valdir fallegan dag til að kveðja hana á sjálfum demantsbrúðkaupsdegi ykkar. Þín tengdadóttir Jódís Hlöðversdóttir. Elsku afi Óli. Nú er komið að kveðjustund, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn og komir ekki aftur til okkar. Það verður öðru- vísi að koma í Höfðabrekkuna og enginn afi Óli. Eftir lifa yndislegar minningar um hlýju og ástúð sem þú miðlaðir okkur ævinlega. Þegar við horfum til baka rifjast upp margar góðar minningar. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ykkar ömmu. Enginn asi, alltaf hægt að slappa af hjá ykkur og spjalla. Amma sá alltaf fyrir því að við myndum ekki svelta en þú lékst við okkur hina ýmsu leiki. Gott var að vera í návist þinni, afi okkar. Glensið og góða skapið var sjaldan langt undan. Það var gaman að heyra sögurnar, brandarana og grínið hjá þér. Skemmtilegast var þegar þú sagðir okkur söguna um hana Móru. Þú gast sagt okkur sög- una og brandarana aftur og aftur, alltaf höfðum við jafngaman af, því þú sagðir svo skemmtilega frá. Þeg- ar við komum í heimsókn til þín og ömmu var oft gripið í spil. Þú varst alltaf til í að spila við okkur. Þú kenndir okkur að spila ólsen ólsen, tveggja manna vist, veiðimann og margt fleira. Þegar við vorum farin að vinna af og til fannst þér nóg kom- ið af kennslu og þá byrjaði spila- mennskan fyrir alvöru. Ekki var leiðinlegt þegar þú leyfðir okkur að spila með nýju spilunum þínum, „hörðu spilunum“, sem þú notaðir til þess að spila bridge með „körlunum“ eins og þú kallaðir þá. Oft læddir þú að okkur brjóstsykri sem þú geymd- ir í einum af mörgum bikurunum þínum, þetta var leyndarmálið okk- ar. Við munum alla bíltúrana sem þú fórst með okkur þegar þú klappaðir saman lófunum til þess að stríða okkur, sagðist ætla að keyra út í sjó. Þetta var alltaf jafnskemmtilegt. Einnig þegar þú fórst með okkur upp á golfvöll, í berjamó og í kríu- varpið, þú varst sérfræðingur á þessum sviðum. Það eru slíkar sögur og leikir sem festast í minni og skilja eftir sig ógleymanlegar minningar. Árið 2003 fæddust tvær litlar prinsessur, barnabarnabörnin þín, afi. Þú varst alltaf svo glaður að sjá þær, tilbúinn til að leika við þær og segja þeim sögur. Síðast vorum við í heimsókn hjá ykkur ömmu fyrir nokkrum vikum þar sem þú sýndir þeim verðlaunapeningasafnið þitt. Þær voru heillaðar af verðlaunapen- ingunum þínum og þú gafst þeim einn gullpening hvorri, vá hvað þær voru stoltar, afi. Þú sagðist bara eiga gullpeninga, enda mikill kappsmað- ur í öllu sem þú tókst þér fyrir hend- ur og stefndir að sigri. Elsku afi, við þökkum allar þær samverustundir sem við áttum með þér. Nú ertu farinn, afi, hvíldu í friði. Saknaðarkveðja. Tinna Ösp, Inga Mirra og Bóas. Elsku afi, nú er lífshlaupi þínu lok- ið og við kveðjum að sinni. Við minn- umst þín sem frábærs afa, ávallt tilbúinn til að glettast og leika hvern- ig sem á stóð. Þú átt án efa eftir að stríða okkur eilítið áður en við hitt- umst á ný, enda alltaf svo mikil gleði í kringum þig. Takk fyrir allar ynd- islegu minningarnar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þín afagull, Óli Páll, Tinna, Arna og Orri. Það er nú einu sinni svo að þó að við búumst við tilteknum atburðum þá geta þeir hitt okkur hart þegar þeir verða staðreynd. Þannig var það snemma morguns þann 8. ágúst að ég fékk tilkynningu um að Óli frændi væri allur. Þetta gerðist til- tölulega snöggt en hann hafði verið veill fyrir hjarta lengi. Óli dvaldi þá á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði ásamt Ingu konu sinni, Jónda bróður sínum og Lillu mágkonu sinni. Dag- urinn var demantsbrúðkaupsdagur þeirra Óla og Ingu. Þessi dagur átti að vera gleðidagur en breyttist í sorgardag. Við hjónin vorum í heimsókn hjá þeim á Húsavík í síðasta mánuði og þá barst þessi merkisdagur í tal og sagði Óli að hann gæfi Ingu alltaf blóm tvo daga í röð þar sem hann væri ekki alveg viss um daginn. Til að vera samkvæmur sjálfum sér þá kyssti hann Ingu síðasta kvöldið og óskaði henni til hamingju fyrirfram. Óli var keppnismaður. Á unga aldri tók hann þátt í íþróttum og var vel liðtækur í ýmsum greinum frjálsra íþrótta. Hann hafði vöxtinn í það, grannur og spengilegur með norrænt útlit og sætti sig aldrei við annað en að vinna. Þessi keppnisandi fylgdi honum allt lífið. Hann var sí- fellt að keppa og það sem meira var honum tókst svo oft að hafa sigur í því sem hann var að gera, keppa að eða keppa við. Á yngri árum dvaldi Óli í Vest- mannaeyjum og lærði þar að baka. Þar var keppnisandinn í gangi því að sjálfsögðu keppti hann að því að fá besta kvonfangið og það tókst því hann náði í hana Ingunni Jónasdótt- ur frá Skuld sem fylgdi honum síðan í blíðu og stríðu. Eftir Vestmanna- eyjadvölina fluttu þau til Húsavíkur þar sem hann bakaði fyrir bæjarbúa. Hann var reyndar einnig á Raufar- höfn um tíma og bakaði ofan í svanga síldarsaltendur og síldarsjómenn. Kristinn, faðir hans, var með verslunarrekstur á Húsavík um langt árabil. Að því kom að Óli tók við rekstrinum í Kristinsbúð, eða Klemmu eins og hún var lengst af kölluð, en umfangið var minna en hjá föður hans. Í dag væri líklega sagt að þetta hafi verið búð með sál. Búðin var lítil, innréttingar gamlar og af- greiðslan persónuleg. Allar vörur þurfti að vigta eða mæla upp í minni einingar, en þar var allt til sem heim- ilin þurftu ef undan eru skildar mjólkurvörur og aðrar kælivörur. Pakkhús var við hliðina og þurfti að fara með skúffurnar niður í pakk- húsið, fylla þær og bera upp í búð. Það kom fyrir að maður hrasaði og fékk allt hveitið framan í sig en þannig var lífið í þá daga. Í búðinni var skrifpúlt sem hafði að geyma við- skiptamannabækur og var það notað til að auðvelda skráningu lánsvið- skipta í bækurnar. Óli var aldrei tal- inn mannglöggur eða minnugur á nöfn og þess sáust víða merki í við- skiptamannabókunum. Mátti til dæmis lesa að „Gömul kona framan úr sveit“ hefði keypt það sem á eftir var skráð sem úttekt og í bókunum mátti líta ýmis gælunöfn sem Óli kunni góð skil á en aðrir síður. En fólkið var heiðarlegt og greiðslurnar skiluðu sér á endanum, yfirleitt. Síðar kom að því hann stofnaði nýtt félag í samstarfi við aðra, Palla bróður sinn, Ingvar frænda sinn og fleiri og nefndist nýja búðin Búrfell. Óli yfirtók síðan reksturinn þegar frá leið. Búrfell var nýtísku kjörbúð og hófst þá fyrir alvöru samkeppni við kaupfélagið á staðnum og ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Ekki gekk sú keppni þrautalaust og þurfti að vinna bug á mörgum gömlum einokunarmálum og hefðum, sérstaklega í sölu á mjólk og mjólkurvörum en hann hafði sig- ur á endanum þannig að eðlileg við- skipti með þær vörur gátu átt sér stað. Búrfell rak hann með dyggri aðstoð Ingu. Þetta var á þeim tíma þegar nýtni var ennþá í hávegum höfð og Inga lét sig ekki muna um að laga kæfu og rúllupylsu til að selja í búðinni. Búrfell ráku þau allt til þess tíma er þau settust í helgan stein eins og það er kallað. Ekki var það svo að hann hætti al- veg að vinna því að um tíma tók hann að sér að rukka eða innheimta fyrir bæjarblaðið og fleiri. Má segja að þar hafi hann tekið að sér starf sem hann átti alla tíð erfiðast með, en það var að rukka viðskiptamenn sína. Líklega má segja að hann hafi þar unnið sigur á sjálfum sér. Óli spilaði bridge. Hann spilaði af svo miklum ákafa og áhuga og svo mikið að sagt var að hann spilaði átta kvöld í viku. Hann var verulega flinkur bridgespilari og varð ótal sinnum bridgemeistari Húsavíkur og keppti víða með sínum mönnum. Ég held að það megi segja að hann hafi unnið fleiri „bertur“ en hann tapaði. Hann hafði gaman af að segja frá tvísýnum sögnum og spila- mennsku og gat rifjað upp nákvæm- lega hver spilaði við hvern, hvernig þeir sátu, hver sagði hvað og hvernig spilaðist úr spilunum. Ég var oftast áhorfandi, fylgdist með spila- mennskunni en spilaði lítið sjálfur. Hins vegar var oft tekið í annars konar spil en bridge og þar hafði hann líka gaman af að spila og æv- inlega var það svo að hann reyndi að vinna með þeim makker sem hann dró eða valdi. Keppnisskapið var ósvikið og hann átti erfitt með að samþykkja að til væri fólk sem ekki vissi nokkuð nákvæmlega hvaða spil aðrir væru með á hendi og hefði ná- kvæma tölu á því hverju hefði verið slegið út og hvað sett í. Hann átti það til að lesa yfir hausamótunum á slík- um spilurum og taka þá á stutt og laggott námskeið. Bridgeáhuginn fylgdi honum alla tíð og síðasta kvöldið sem hann lifði var hann að spila. Þegar hann kom inn í herberg- ið til Ingu að lokinni spilamennsku var hann léttur í lund og sagðist hafa unnið allar „berturnar“ það kvöldið. Óli var einn af frumkvöðlum að stofnun Golfklúbbs Húsavíkur. Golf- ið hafði hann lært í Eyjum og hafði mikla ánægju af þeim leik. Hann vann að sjálfsögðu mörg mót bæði í Eyjum og á Húsavík. Þar lærðum við Inga golfið og notuðum lengst af sama settið. Óli var með sérstaka golfsveiflu, sveiflu sem ekki er kennd í dag en hún skilaði honum góðum árangri. Ég spilaði við hann á golfvellinum í Garðabæ þegar farið var að halla undan fæti hjá honum en keppnisskapið var óbreytt. Við vor- um jafnir fyrir síðustu holuna og ein- ungis eftir að pútta en kúlurnar voru álíka langt frá holunni. Þessa kúlu ætla ég að setja niður sagði hann og það varð en ég þurfti einu höggi meira. Hann varð síðan að leggja golfið á hilluna þegar þrálátur svimi fór að trufla hann. Óli safnaði frímerkjum og átti gott safn, eða söfn öllu heldur, því hægt er að safna með ýmsum hætti. Ekki ætla ég að fjölyrða mikið um þennan þátt en hann hafði gaman af að sýna söfnin og aflaði sér fjölda pennavina í öðrum löndum og var þá skipst á frímerkjum og heimsóknum. Hann fékk fjölda viðurkenninga fyrir söfn sem hann sýndi og á síðustu sýningu sem hann tók þátt í fékk hann „stórt silfur“ fyrir safnið sitt. Á seinni árum lagði hann fyrir sig boccia og spilaði þann leik með eldri borgurum á Húsavík Ég veit að hann vann þar margan leikinn og var kall- aður „foringinn“. Ein var sú keppni sem hann sagði sjálfur frá og var hvað ánægðastur með. Það var einhverju sinni sem eldri borgarar voru að fara í ferða- lag, Óli var þá tæplega áttræður. Þegar upp í rútuna var komið þá sagðist hann vera viss um að hann væri með það sem enginn annar í rútunni gæti státað af. „Er einhver með níræða tengdamömmu með sér?“ Enginn gat jafnað það. Skemmtilegar sögur fylgdu Óla alla tíð. Bæði af honum sjálfum og uppátækjum hans og af öðru fólki. Hann var næmur á það skoplega í til- verunni og sögur hans lifa áfram í minningunni Ég byrjaði um fermingu að vinna á sumrin í búðinni hjá Óla og Ingu og eftir lát föður míns, bróður Óla. Var ég svo heppinn að halda þeirri vinnu og meira til. Ég bjó hjá þeim öll sum- ur til tvítugs við gott atlæti og þau voru mér sem foreldrar. Ég er afar þakklátur fyrir þann tíma, uppeldið, frændsemina og vinskapinn alla tíð. Við Jóna og dætur okkar kveðjum góðan vin og frænda og minnumst allra samverustunda við hann af hlý- hug. Sveinn Arason. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elskulegur föðurbróðir okkar er látinn. Með örfáum orðum langar okkur að minnast hans. Þegar við hugsum til baka sjáum við hversu mikið lán það var að fá að alast upp í því nána samfélagi sem Höfðabrekk- an var. Þar bjó fjölskyldan í fjórum húsum hlið við hlið og í hinum húsum götunnar voru góðir grannar með börn á líku reki. Við lát föður okkar langt fyrir aldur fram var það mömmu ómetanlegt að vita að heim- ili þeirra Óla og Ingu, svo og Bibbu móðursystur og Ingvars, stóðu okk- ur alltaf opin. Minningabrot frá liðnum árum streyma fram. Við minnumst þess hve kært var á milli föður okkar og Óla og gagnkvæm virðing. Þeir höfðu yndi af því að segja sögur af ýmsum prakkaraskap þeirra systk- ina í Prestsholti og í augum okkar barnanna var ákveðinn ævintýra- ljómi yfir æskuheimili þeirra. Afi Kristinn lagði mikið upp úr því að börnin lærðu að vinna, amma Lóa með sína léttu lund, glettni, glað- værð og hlýju sá til þess að þrátt fyr- ir mikinn aga var gleði og væntum- þykja ríkjandi á heimilinu. Ótal sögur höfum við heyrt og ekki síður upplifað hvernig þeir bræður stríddu hvor öðrum og stunduðu prakkara- strik. Í stríðninni var þó aldrei nokk- ur broddur, miklu frekar var hún tákn um hlýju og væntumþykju. Vinnusemi einkenndi Óla alla tíð. Þegar hann missti þrek vegna veik- inda og varð að hætta verslunar- rekstri sneri hann sér aftur að bakstri og verður brúntertan hans með rabarbarasultunni hennar Ingu lengi í minnum höfð. Einnig stundaði ÓLI KRISTINSSON Óli Kristinsson, sem erborinn til grafar í dag hér á Húsavík, var einn af dugleg- ustu mönnum, sem veittu starfsemi Félags eldri borg- ara á Húsavík lið – í hálfan annan áratug. Hann var potturinn og pannan í flestum okkar uppátækjum, enda formaður og stjórnarmaður þessi ár. Óli var fáum líkur. Dugnaður hans, fágun, kímni – og litli prakkarinn í honum – verður okkur sam- ferðamönnunum minn- isstæðastur. Ingunni konu hans og öll- um aðstandendum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Það verður ekki eins gam- an hjá okkur eldri borgurum á Húsavík á næstunni. Hvíl í friði – Óli Krist- insson. F.h. Félags eldri borgara á Húsavík, Ásmundur Bjarnason formaður. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.