Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 33
UMRÆÐAN
Söluaðilar um land allt
www.nyherji.is/canon
Canon iP5200R blek
sprautuprentari
Engar snúrur
• Þráðlaus prentun gerir
öllum á heimilinu
kleift að nota einn
prentara án þess að
snúrur flækist fyrir.
• 9600x2400 dpi
prentupplausn.
• Prentar allt að 30 A4 bls. á mín. í svarthvítu og 24 A4 bls. á
mín. í texta og grafík.
• Prentar 10x15 cmmyndir í lit á aðeins 36 sek. í gæðum sem
jafnast á við framköllunarþjónustuna.
• Hægt að prenta á DVD/CD.
• ChromaLife100 kerfið frá Canon lengir líftíma útprentaðra
mynda.
• Single Ink kerfið tryggir lægri rekstrarkostnað.
Verð 29.900 kr.
Gæði, hraði og hagkvæmni með Canon
Canon iP2200 bleksprautuprentari
Hraðvirkur og notendavænn
• Prentar 10x15 blæðandi myndir í
ljósmyndagæðum á u.þ.b. 55 sek.
• Prentar allt að 22 A4 bls. á mín.
í svarthvítu og 17 A4 bls. á
mín. í texta og grafík.
• 4800x1200 dpi
prentupplausn. Tvö
blekhylki.
• ChromaLife100 kerfið
frá Canon lengir líftíma
útprentaðra mynda.
Verð 9.900 kr.
Canon iP4200 bleksprautuprentari
Mikil afköst
• 9600x2400 dpi prentupplausn.
• Prentar beint á DVD/CD, sjálfvirk tvíhliða prentun,
tvær pappírsskúffur.
• ChromaLife100 kerfið frá Canon lengir líftíma
útprentaðra mynda.
• Prentar allt að 30 A4 bls. á mín. í svarthvítu og
24 A4 bls. á mín. í texta og grafík.
• Single Ink blekhylkjakerfi Canon stuðlar að
lægri rekstrarkostnaði.
Verð 16.900 kr.
Canon iP5200 bleksprautuprentari
Fyrsta flokks ljósmyndagæði og mikill
prenthraði
• Prentar 10x15 blæðandi myndir í
ljósmyndagæðum á u.þ.b. 36 sekúndum.
• Prentar allt að 30 A4 bls. á mín. í
svarthvítu og 24 A4 bls. á mín. í texta
og grafík.
• Prentar beint á DVD/CD, sjálfvirk
tvíhliða prentun, tvær pappírsskúffur.
• 9600x2400 dpi prentupplausn.
• ChromaLife100 kerfið frá Canon
lengir líftíma útprentaðra mynda.
• Single Ink blekhylkjakerfi Canon stuðlar
að lægri rekstrarkostnaði.
Verð 19.900 kr.
Canon MP170
fjölnota prentari
Sameinar hágæða
prentun af myndavél og
minniskorti ásamt
litaskönnun og
ljósritun
• 4800x1200 dpi
prentupplausn með
Canon FINE tækninni.
• Prentar 10x15 cmmyndir í lit í ljósmyndagæðum á 55 sek.
• Prentar allt að 22 A4 bls. á mín. í svarthvítu og 17 A4 bls. á mín.
í texta og grafík.
• Ljósritar 22 bls. á mín. í svarthvítu og allt að 17 bls. á mín. í lit.
• ChromaLife100 kerfið frá Canon lengir líftíma útprentaðra mynda.
Verð 14.900 kr.
Canon MP500 fjölnota prentari
Með 6.3 cm LCD litaskjá – Einnig DVD/CD
prentun og sjálfvirk prentun beggja megin
• 9600x2400 dpi prentupplausn.
• Prentar 10x15 blæðandi myndir
í ljósmyndagæðum á u.þ.b. 51 sek.
• Prentar allt að 22 A4 bls. á mín.
í svarthvítu og 17 A4 bls. á mín. í texta
og grafík.
• Ljósritar 29 bls. á mín. í svarthvítu og
19 bls. á mín. í lit.
• ChromaLife100 kerfið frá Canon lengir
líftíma útprentaðra mynda.
• Einfalt að skoða og prenta út með því að nota 6.3 cm
LCD litaskjá.
• Skýr skönnun með 1200x2400 dpi prentupplausn.
• Fjölnota prentari með DVD/CD prentun og sjálfvirkri tvíhliða prentun – duplex.
• Single Ink blekhylkjakerfi Canon stuðlar að lægri rekstrarkostnaði.
Verð 26.900 kr.
Prentarar fyrir skólann
og á skrifborðið
Í MORGUNBLAÐINU í gær
ásakar Viðar Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri VST, Desiree D. Tul-
los, sem gagnrýnt hefur undirbúning
og hönnun Kárahnjúkavirkjunar,
um að flagga fölskum titlum. Hún sé
ekki það sem hún segist vera. Des-
iree D. Tullos hlýtur að svara fyrir
sig en þótt hún sé ung að árum er
ljóst er að hún hefur verið dugleg við
rannsóknir undanfarin ár. Á hinn
bóginn má það ekki gerast að moð-
reykur Landsvirkjunar valdi því að
öryggi og hagkvæmni Kára-
hnjúkavirkjunar verði ekki rann-
sökuð ofan í kjölinn í ljósi þeirra
upplýsinga sem fram hafa komið.
Fyrir liggur að jarðfræðilegum
undirbúningi Kárahnjúkavirkjunar
var ábótavant. Skýrslur voru pant-
aðar eftir að bygging virkjunarinnar
hófst og í ljós hefur komið að virkar
sprungur eru á lónsstæðinu. Har-
aldur Sigurðsson jarðfræðingur
sagði viðtali við Fréttablaðið sl.
sunnudag: ,,Að byggja stíflur og lón
á virku misgengisbelti, og það á út-
hafsskorpu, gæti verið ískyggileg bí-
ræfni, og margt getur gerst á þeim
vettvangi. Hugsanlegt er að lónið
haldi ekki vatninu sem til er ætlast,
vegna leka niður misgengin og eins
að stíflurof geti átt sér stað vegna
hreyfingar á misgengjum. Í þriðja
lagi getur vatnsþrýstingur frá lóninu
valdið því að sprungur gliðni, eins og
þeir Freysteinn Sigmundsson, Páll
Einarsson og félagar hafa fjallað um
í skýrslu til Landsvirkjunar árið
2005.“
Bryndís Brandsdóttur jarðeðl-
isfræðingur sagði í fréttum rík-
issjónvarpsins í gærkvöldi: ,,Það var
ekki fyrr en menn fóru að grafa sem
margar af þeim sprungum sem sjást
í þessari skýrslu [Haukur Jóhann-
esson og Kristján Sæmundsson,
2005 og Landsvirkjun leynd-
arstimplaði til ársins 2015] koma í
ljós. Þær koma sem sé í ljós í þeim
grjótnámum sem er verið að vinna í í
dag og þær koma í ljós í stíflustæð-
inu sjálfu og væntanlega undir lón-
inu. Það hefði þurft að fá þessar
jarðfræðilegu rannsóknir áður en
farið var í framkvæmdina.“ Bryndís
sagði einnig: „Erlendis hafa svona
sprungur gliðnað við það að lón hafa
verið að fyllast og þá hefur það vald-
ið jarðskjálftum. Það er þekkt á
nokkrum stöðum í heiminum og ég
þekki nú ekki til þess að það hafi orð-
ið þar stærri jarðskjálftar en 6,5 á
Richters-kvarða en mér er sagt að
Kárahnjúkastífla sé hönnuð þannig
að hún eigi að þola skjálfta af þeirri
stærðargráðu en ég tel eflaust að
þetta muni koma til með að seinka
eitthvað framkvæmdum þ.e.a.s. það
verður að huga að fyllingu lónsins
með öðrum hætti heldur en ráð var
fyrir gert.“
Um skýrslu Hauks og Kristjáns
sagði Grímur Björnsson jarðeðl-
isfræðingur í viðtali við Fréttablaðið
hinn 29. júlí sl.: ,,Út frá jarðvís-
indalegum niðurstöðum þessarar
skýrslu er að mínu mati ótvírætt að
stíflurnar eru reistar á virku
sprungusvæði. Þess vegna finnst
mér rökrétt og nauðsynlegt að
áhættumat á svæðinu verði end-
urtekið. Það þyrfti að setja upp jarð-
skorpulíkön sem tengja saman
spennusviðið í berginu og vatns-
þrýstinginn. Út frá þess háttar rann-
sóknum er hægt að fá niðurstöður
sem mark er á takandi. Það hljómar
ekki vel að dýrasta og stærsta fram-
kvæmd Íslandssögunar, sem íbúar
landsins ganga í ábyrgð fyrir, skuli
felast í því að reisa risavaxið mann-
virki á virku sprungusvæði. Til þess
að það hljómi vel þurfa ítarlegar
rannsóknir á jarðfræði svæðisins í
heild að hafa að farið fram og þær
þurfa að sýna ótvírætt að áhættan sé
ekki það mikil að það borgi sig að
fara út í framkvæmdina. Þessar
rannsóknir lágu ekki fyrir þegar
ákveðið var að ganga til samninga
við Alcoa, og því má leiða að því líkur
að ekki hafi verið vandað nægilega
til verka.“
Annar vandi er hönnun Kára-
hnjúkastíflu. Campos Novos-stíflan í
Brasilu sem er sams konar stífla og
Kárahnjúkastífla, grjóthleðslustífla
með sementskápu, reyndist hriplek
og er nú ónýt. Komið hafa fram svip-
uð vandamál með fleiri grjót-
hleðslustíflur af sama tagi. Sigurður
Arnalds upplýsir Morgunblaðið sl.
fimmtudag um að Landsvirkjun sé
nú að skoða það mál ,, … til að sjá
hvort líkur séu á að slíkt geti gerst
við Kárahnjúka.“ Með öðrum orðum
Landsvirkjun sér ástæðu til að
kanna málið.
Það er því full
ástæða fyrir kröfu
Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands um
að fram fari óháð og
gagnsæ rannsókn á
þeirri áhættu sem tek-
in er með byggingu
Kárahnjúkavirkjunar.
Það er ennfremur
krafa Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands að
ekki verði hleypt vatni
á Hálslón fyrr en ít-
arleg rannsókn á þessum áhættu-
þáttum hefur farið fram og óvéfengj-
anlegar niðurstöður liggja fyrir.
Alvarlegri gagnrýni virtra vísinda-
manna á borð við Bryndísi Brands-
dóttur, Grím Björnsson og Harald
Sigurðsson verður Landsvirkjun að
svara opinberlega
með málefnalegum
hætti.
Af tvennu illu er
það mun betri kostur
fyrir stjórnvöld og
Landsvirkjun að
fresta áfyllingu Háls-
lóns en taka óþarfa
áhættu. Gera verður
rannsókn þar sem
Landsvirkjun er ekki
dómari í eigin sök.
Þannig gerast kaupin
á eyrinni í þjóðfélagi
lýðræðisins. Stjórnmálamenn verða
að taka ábyrgð og krefjast opinna
gagnsærra vinnubragða sem al-
menningur getur treyst.
Krafa um óháða
og gagnsæja rannsókn
Árni Finnsson skrifar
um Kárahnjúkastíflu ’Af tvennu illu er þaðmun betri kostur fyrir
stjórnvöld og Lands-
virkjun að fresta áfyll-
ingu Hálslóns en taka
óþarfa áhættu.‘
Árni Finnsson
Höfundur er formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands.