Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 6
FÓLK sem hyggst sækja um at- vinnu- og dvalarleyfi hér á landi skil- ar umsóknum sínum til Útlendinga- stofnunar sem skoðar hvort forsendur séu til þess að veita dval- arleyfi, að sögn Ragnheiðar Böðvars- dóttur, forstöðumanns leyfasviðs stofnunarinnar. „Við skoðum dvalar- leyfisumsóknina og ef viðkomandi uppfyllir skilyrði laga fyrir útgáfu dvalarleyfis þá samþykkjum við dval- arleyfisumsóknina með fyrirvara um samþykki Vinnumálastofnunar á út- gáfu atvinnuleyfis,“ segir hún. Ragn- heiður segir að þegar fólk komi hing- að á grundvelli hjúskapar fái það dvalarleyfi á grundvelli hans. „Ef hjúskapur er ekki lengur fyrir hendi eru ekki lengur forsendur fyrir áframhaldandi útgáfu þessarar teg- undar leyfis. Þá í mörgum tilfellum hefur viðkomandi sótt um atvinnu- og dvalarleyfi. Í þeim tilfellum sem þeim hefur verið synjað er forsenda fyrir útgáfu dvalarleyfis brostin þar sem framfærsla er ekki lengur fyrir hendi,“ segir Ragnheiður. Um afgreiðslu umsókna hjá Út- lendingastofnun segir Ragnheiður að stofnunin geri sér fullkomlega grein fyrir því að á bak við hverja umsókn séu einstaklingar og miklir hagsmun- ir í húfi. „Að sjálfsögðu eru málin allt- af skoðuð og ákvarðanir teknar með tilliti til aðstæðna,“ segir hún. Orðið erfiðara fyrir fólk utan EES-ríkjanna Baldur Aðalsteinsson, verkefna- stjóri í atvinnuleyfum hjá Vinnu- málastofnun, segir stofnunina fara eftir reglum sem henni hafi verið settar en þær kveði á um að fólk frá Evrópska efnahagssvæðinu hafi for- gang fram yfir fólk frá þriðju ríkjum þegar sótt er um atvinnuleyfi hér á landi. Á þetta hafi stjórnvöld lagt ríka áherslu frá því í september í fyrra en þá var m.a. verklagi breytt og um- sóknarferlið einfaldað fyrir ný aðild- arríki ESB. „Þá var farið í það og jafnt og þétt hefur þetta orðið erf- iðara fyrir þá sem eru utan EES,“ segir Baldur. 1. maí í ár hafi vinnu- markaðurinn verið opnaður fólki frá átta nýjustu aðildarríkjum ESB og þá hafi forgangur EES-borgara verið ítrekaður. „Angi af þessu er sá að það er mun erfiðara fyrir þá sem eru utan EES að fá atvinnuleyfi,“ segir hann. Oft sé um verkamannastörf að ræða og þá sé hugsunin sú að hægt sé að fá verkamenn frá Evrópska efnahags- svæðinu til að sinna þeim. Ekki þurfi að leita út fyrir þessi lönd vegna slíkra starfa. Um mál útlendinga sem hafa verið giftir íslenskum ríkisborgurum í stuttan tíma og lagt stund á atvinnu hér á landi en svo skilið við makann, segir Baldur að í raun sé staða þeirra sú sama og staða annarra einstak- linga sem aldrei hafa komið til lands- ins og eru að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi í fyrsta sinn. „Einstak- lingur sem kemur í gegnum giftingu við Íslending fær atvinnuréttindi í dvalarleyfinu. Við skilnað þarf hann að sækja um tímabundið atvinnuleyfi og þá er það fyrsta leyfi því viðkom- andi hefur ekki fengið svona leyfi áð- ur,“ segir Baldur. Hann segir að fólk sem er eldra en 24 ára fái mikil rétt- indi við að giftast íslenskum ríkis- borgara. „En á móti kemur að ef hjónabandið varir stutt ertu í sömu stöðu og einstaklingur sem ekki hef- ur komið hingað,“ segir hann. Baldur segir að langflestar synjan- ir á atvinnuleyfi séu vegna fólks sem aldrei hefur komið til landsins og er utan EES. „Samt er eitthvað um að fólk sem sækir um atvinnuleyfi hafi verið gift og síðan skilið. Hér er líka um að ræða námsmenn, au-pair og fleiri,“ segir hann. Sá hópur sem sé synjað um atvinnuleyfi eftir að hafa dvalist í nokkuð langan tíma í landinu sé hins vegar ekki stór. Morgunblaðið/Sverrir Alþjóðahúsið skoðar nú mál sex kvenna frá ríkjum utan EES sem hafa leitað eftir aðstoð vegna atvinnu- og dval- arleyfismála, eftir að hafa yfirgefið íslenska eiginmenn sína. Réttarstaða þeirra er veik vegna breytinga á lögum. Ákvarðanir teknar með tilliti til aðstæðna 6 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í ágúst á ótrúleg- um kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 29.990 Netverð á mann. m.v. 2 fullorðna í hótelherbergi í viku. Súpersólartilboð 24. ágúst. Súpersól til Búlgaríu 24. ágúst frá kr. 29.990 Síðustu sætin Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is - SPENNANDI VALKOSTUR MÁL sex kvenna sem eru frá ríkjum utan EES- svæðisins og hafa leitað eftir aðstoð vegna at- vinnu- og dvalarleyfismála, eftir að hafa yfirgef- ið íslenska eiginmenn sína, eru til skoðunar hjá Alþjóðahúsi, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Gerði Gestsdóttur, verkefna- stjóra hjá Alþjóðahúsi að fólki væri neitað um endurnýjun atvinnuleyfa og það sent heim þó að það væri vel liðið af atvinnurekendum sem vildu hafa það áfram í starfi. Nefndi hún sérstaklega mál erlendrar konu sem hefði skilið við íslensk- an mann sinn vegna heimilisofbeldis og fengi ekki leyfi til að vera hér áfram. Margrét segir mál kvennanna sex misjöfn og mislangt á veg komin. Allar eigi konurnar þó sameigin- legt að hafa verið beittar of- beldi af einhverju tagi í hjónabandinu. Einni kvennanna hafi þegar verið vísað úr landi. Sú kona var beitt líkamlegu ofbeldi og leitaði á slysadeild vegna áverkanna og er lögfræð- ingur slysadeildar að undirbúa líkamsárásar- kæru á hendur fyrrverandi eiginmanni konunn- ar, að sögn Margrétar. Margrét segir brýnt að umræða um þessi mál fari fram hér á landi. „Auðvitað þarf það að vera þannig að konur geti sýnt fram á einhvers konar ofbeldi og þá ekkert endilega með skýrslum um líkamsmeiðingar,“ segir hún. Í sumum tilfellum sé um andlegt ofbeldi, þvinganir eða fjárkúgun að ræða og þetta geti fólk sem þekki til kvennanna gjarnan staðfest. Eiginmenn fengið vopn í hendur Margrét segir að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veita borgurum EES-ríkja for- gang fram yfir fólk utan svæðisins þegar kemur að veitingu atvinnuleyfa hafi gert að verkum að eiginmenn kvenna sem ekki eru frá EES-ríkj- unum hafi nú ákveðið vopn í höndum. Þeir geti gefið konunum til kynna að lúti þær ekki vilja þeirra geti þeir séð til þess að þeim verði vísað úr landi. „Þetta er vopn sem áður var ekkert svo virkt vegna þess að Útlendingastofnun sýndi þessum málum gjarnan skilning og skoðaði mál- in mjög vel. Ég útskýrði yfirleitt aðstæður kvennanna og þær fengu dvalarleyfi. En núna er ásteytingarsteinninn Vinnumálastofnun sem skoðar bara lögin og hvort uppfyllt séu skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis,“ segir Margrét. Margrét segir að í lögum um útlendinga sé kveðið á um að kona geti fengið ótímabundið at- vinnuleyfi eftir tvö ár, hafi hún verið beitt of- beldi af maka sínum. „En útlendingalögin girða í rauninni fyrir að þetta ákvæði sé virkt því aldrei fæst ótímabundið dvalarleyfi fyrr en eftir þrjú ár,“ segir Margrét. Æskilegast væri í þeim til- fellum þar sem sýnt væri að kona hefði orðið fyr- ir ofbeldi, að hún fengi dvalarleyfi. „Það væri óskastaðan í mínum huga,“ segir Margrét. Fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins oftar neitað um endurnýjun atvinnuleyfa en áður Æskilegast að konur sem beittar hafa verið ofbeldi fái dvalarleyfi Margrét Steinarsdóttir Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is EIN þeirra kvenna sem leitað hafa aðstoðar hjá Alþjóðahúsi vegna þess að hún sér fram á að fá ekki að dvelj- ast áfram á Íslandi er Margarita, sem er 45 ára gömul og frá Rússlandi en hún hefur búið hér á landi í um eitt ár. Margarita er með dvalarleyfi sem gildir fram í desember en af því að hún skildi við íslenskan mann sinn sótti hún um nýja tegund leyfis. Henni var nýlega synjað um sjálf- stætt dvalar- og atvinnuleyfi. Margarita segir blaðamanni að hún hafi flust hingað til lands í fyrra ásamt dóttur sinni sem nú er þrettán ára. Þær mæðgur komu hingað eftir að Margarita kynntist manni, sem er íslenskur ríkisborgari, á Netinu, en áður hafði maðurinn heimsótt Marga- ritu og fjölskyldu hennar til Rúss- lands. „Hann virtist góður maður og kynntist ættingjum mínum,“ segir Margarita, sem ákvað í kjölfar heim- sóknarinnar að halda til Íslands. Hún og maðurinn gengu í hjónaband í október í fyrra og fór dóttir hennar í skóla hér og gekk, að sögn Marga- ritu, vel að lagast að nýju umhverfi. Margarita hóf svo störf hjá Osta- og smjörsölunni í desember í fyrra. Hún segir að fljótlega eftir brúð- kaupið hafi framkoma eiginmannsins breyst. Hann hafi gert lista yfir ým- islegt sem hann sagði hana skulda sér og gefið henni tveggja ára frest til þess að greiða ef hún vildi búa áfram hér á landi. Þá hafi hann farið fram á að launin hennar rynnu inn á sinn bankareikning. „Hann vildi ekki að ég væri með debetkort,“ segir Margarita. Hún hafi hins vegar opn- að eigin reikning og hafi maðurinn reiðst mjög vegna þessa og öskrað á sig. Hann hafi beitt hana andlegu of- beldi og þvingunum og dóttur hennar hafi líka liðið illa á heimilinu og ekki viljað búa með manninum. Vegna alls þessa ákvað Margarita á milli jóla og nýárs að leita til Kvennaathvarfsins þar sem hún og dóttir hennar dvöldust um sex vikna skeið. Þá fann Margarita húsnæði en þær mæðgur leigja tveggja her- bergja íbúð í Reykjavík. Hefur ekki skýrt dótturinni frá stöðu málsins Margarita hefur verið ánægð í starfi sínu og vinnuveitandi hennar einnig verið ánægður með hennar störf og vill hafa hana áfram í vinnu. Margarita segir að hún og dóttir hennar séu mjög ánægðar að búa á Íslandi og hafi kynnst fólki hér, bæði Íslendingum og útlendingum. Hún geti ekki ímyndað sér hvernig lífið verði, þurfi hún að yfirgefa landið, en hún hafi ekki vinnu í heimalandi sínu. Þá sé það gott fyrir dóttur hennar að fá að dveljast hér áfram, hún hafi lært íslensku og gengið í skóla hér. Margarita hefur ekki skýrt dóttur sinni frá stöðu málsins því hún óttast að það muni hafa mjög slæm áhrif á hana. Spurð hvort hún sé bjartsýn á lausn sinna mála og fái að dveljast hér áfram ásamt dóttur sinni segist hún vona það enda trúi hún á réttlæti. Synjað um dvalarleyfi eftir skilnað Trúir á réttlæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.