Morgunblaðið - 19.08.2006, Side 50

Morgunblaðið - 19.08.2006, Side 50
50 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fólk sem sýnir óþarfa tilfinningar gerir hrútinn brjálaðan. Þess vegna kemur það honum úr jafnvægi að upplifa ákafar, ástríðufullar og brjálaðar tilfinningar í dag. Umheimurinn mun sýna þér samúð. Ekki halda aftur af þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sagt er að fílar gleymi aldrei – en hvaða gagn er í því? Nautið leggur ekki í vana sinn að drattast áfram og kvarta, það fyr- irgefur og gleymir þess í stað og heldur áfram sína leið. Lundin léttist og það skemmtir sér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef keðja undarlega áþekkra vandamála sem komið hafa upp í dag láta tvíburanum líða eins og hann hafi tekið endurtekn- ingatöflu á hann að reyna að líta á björtu hliðarnar – endurtekning er forsenda kunnáttunnar. Ekki líður á löngu þar til þú verður fyrirtaks vandamálalausnari. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er yfirleitt frekar harður við sjálfan sig, en það hefur sína kosti. Til dæmis áttar þú þig á því hverjir veik- leikar þínir eru. Himintunglin gefa í skyn að þetta sé rétti dagurinn til að taka þá fyrir einn í einu þar til þeir verða úr sög- unni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einhvern tímann verður ljónið að hætta að hafa áhyggjur af því hvort eitthvað sé satt, rétt eða að ganga upp og láta bara vaða. Farðu í þykjustuleik og láttu eins og eitthvað sé. Ef þú kemst úr sporunum verður það kannski að veruleika. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Að gera það besta úr því sem þú hafðir var einhvern veginn auðveldara þegar þú áttir minna. Allsnægtunum fylgir ofgnótt af valkostum. Mælt er með því að þú fylgir sömu sannfæringu nú og þegar lífið var einfaldara. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Að vinna með fólki sem þú dáist að gefur þér kraftinn sem þig vantar til að klára það sem fyrir liggur, en hvað með verk- efnið sem þú varst búin að lofa sjálfri þér? Stattu við það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er sama hversu mælskur þú ert um þessar mundir, gerðir þínar segja meira en mörg orð. Leggðu þig fram við að nýta hæfileikana, fjárfesta fyrir peningana þína og sýna ást. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Að vanrækja þarfir sínar er afar hættu- legt. Það yfirdrifnasta sem þú gætir tekið upp á til að fá óskir þínar uppfylltar er jafnframt það öruggasta. Fáðu innblástur hjá einhverjum sem þú dáir og brettu svo upp ermarnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Breytt stefna á eftir að kollvarpa lífi þínu. Þú gætir reynt að byrja á einhverju sem þú hefur aldrei prófað áður, eins og til dæmis fallhlífarsiglingum, indverskri matreiðslu og orku-jóga við diskótónlist. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn hefur ekki örvæntingarfulla þörf fyrir að stjórna, en ef öðrum mis- tekst getur hann ekki að því gert að vilja leggja lið. Allt sem þarf er bara smávegis vísbending. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er með langan lista af hlutum sem þurfa að gerast áður en stórtæk áætlun verður að veruleika. Engar áhyggjur, sköpunargáfa þín og bullandi áhugi eru eins og segull sem dregur að þér það sem þig vantar. Stjörnuspá Holiday Mathis Sólin og tunglið hafa kom- ið sér þægilega fyrir í merkjunum sem þau stýra, sólin í ljóninu og tunglið í krabba. Þessi notalega alheimsuppákoma ýtir undir sjálfstraust og gerir manni auðveldara að halda sig við efnið, ekki síst ef tilgang- urinn er að hanga heima og gera lítið annað en slaka á og undirbúa sig fyrir næstu viku. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 vaska, 4 glym- ur, 7 mannsnafn, 8 óskýr, 9 miskunn, 11 stingur, 13 lasburða, 14 hagnaður, 15 fæðingu, 17 fatnað, 20 op, 22 aur, 23 að baki, 24 dreg í efa, 25 snjóa. Lóðrétt | 1 gera hreint, 2 skips, 3 lengdareining, 4 dreyri, 5 hundar í spilum, 6 setjum í gang, 10 svip- að, 12 nefnd, 13 bið, 15 þrúgar niður, 16 mál- glöð, 18 stallurinn, 19 ljúka, 20 glenni upp munninn, 21 naut. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 andspænis, 8 fúlar, 9 lýsir, 10 púa, 11 regla, 13 rögum, 15 storm, 18 ansar, 21 arf, 22 tólið, 23 rætin, 24 afdankaða. Lóðrétt: 2 nálæg, 3 syrpa, 4 ætlar, 5 ilsig, 6 æfar, 7 þröm, 12 lár, 14 örn, 15 sótt, 16 oflof, 17 maðka, 18 af- rek, 19 sætið, 20 rönd.  Tónlist Hafnarhúsið | Kórinn Inngeratsiler frá Grænlandi syngur á menningarnótt, 19. ágúst. Kórinn er blandaður og kemur frá Tasiilaq. Kórinn kemur fram í Hafnarhúsinu kl. 14 og í Hallgrímskirkju kl. 16. Einnig kem- ur kórinn fram við messu í Árbæjarkirkju 20. ágúst kl. 11. Sjá nánar á Kalak.is Reykholtskirkja | Orgeltónleikaröð 19. ágúst kl 17. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið verk eftir Bach, Boellmann, Brahms, Jón Þórarinsson, Pál Ísólfsson og Jón Nor- dal. Salur Borgarhólsskóla á Húsavík | Tónlist- arveislan 2006 verður 19. ágúst, kl. 21. Leik- in dægurlög frá árunum 1965–1985. Myndlist 101 gallery | Serge Comte – sjö systur – se- ven sisters. Til 2. sept. Opið fim.–laug. kl. 14– 17. Anima gallerí | Bára Kristinsdóttir sýnir ljósmyndir. Myndirnar eru allar teknar í Jupiter í Flórída á þessu ári. Stendur til 9. sept. www.animagalleri.is Art-Iceland Mublan | Fyrsta samsýning gallerísins Art-Iceland.com. Listamennirnir sem sýna eru: Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Sýn- ingin er í Versluninni Mublunni, Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Byggðasafn Garðskaga | Samsýning: Reyn- ir Þorgrímsson, Reynomaticmyndir sem eru litríkar nærmyndir af náttúrunni. Björn Björnsson tréskúlptúr. Opið kl. 13–17, alla daga. Café Karólína | Karin Leening sýnir en hún málar, teiknar, býr til teiknimyndir og kennir börnum myndlist. DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým- isverk. Stendur til 26. ágúst. Opið virka daga og laugard. kl. 14–18. Eden, Hveragerði | Vaddý (Valgerður Ing- ólfsdóttir) sýnir akríl-, vatnslita-, olíu- og pastelmyndir, eingöngu eftir íslenskum fyr- irmyndum. Energia | Sölusýning á landslagsmyndum eftir myndlistarmanninn Nánari uppl. á http://www.myrmann.tk Gallerí BOX | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir textaverk inn í BOXinu og skilti í Listagilinu. Opið á fimmtud. og laugard. kl. 14–17. Grafíksafn Íslands | „Sýning eða ekki– sýning?“ Óformleg sýning Jóhönnu Boga- dóttur, með áherslu á vinnuferlið með teikn- ingum, litógrafíum, skissum og fleiru. Opið menningarnótt kl. 14–22. Grunnskólinn Þykkvabæ | Listaverk eftir sjö listamenn til sýnis: Ragnar Axelsson, Helgu Skúladóttur, Elías Hjörleifsson, Hel- enu Weihe, Katrínu Óskarsdóttur, Karl Jó- hann Jónsson og Hildi Ársælsdóttur Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og með henni er sjónum beint að hrauninu í Hafnarfirði. Tólf listamenn sýna. Hallgrímskirkja | Sumarsýning á verkum Ásgerðar Búadóttur veflistakonu stendur yfir. Handverk og hönnun | Til sýnis íslenskur listiðnaður og nútíma hönnun eftir 37 aðila. Opið kl. 13–17. Kaffi Sólon | Kolbrún Róberts sýnir afstrakt málverk. Ketilhúsið Listagili | Hrefna Harðardóttir sýnir veggskúlptúra úr leir. Sýningunni lýkur í dag. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur. Sýningin rekur allan listamannsferil Louisu í sex ára- tugi. Til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Landslagið og þjóðsag- an, sýning á íslenskri landslagslist frá upp- hafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Sýningin AND – LIT opnuð í dag kl. 15. Þar eru sýndar teikningar eftir Valgerði Briem. Hún var um árabil kennari við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Valgerður, sem lést árið 2002, hélt sjaldan sýningar á verkum sínum og koma mörg þeirra nú fyrir sjónir almenn- ings í fyrsta skipti. Sýngin stendur til 1. októ- ber. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Tím- inn tvinnaður stendur til 20. ágúst. Al- þjóðlegi listhópurinn Distill; Amy Barillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Ti- najero Baker, Tsehai Johnson. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverkaverðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Meðal sýnenda eru fjórir íslenskir listamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós þær nýjustu frá sl. ári. Málþing í dag kl. 15 – Staða málverksins í samtímanum Frummælendur Gunnar J. Árnason, Jón Proppé og Halldór Björn Run- ólfsson. Stjórnandi Fríða Björk Ingvarsdóttir. Leiðsagnir: kl. 16.30 Jón Óskar Haf- steinsson og Jón Proppé, kl. 17 Steingrímur Eyfjörð og Gunnar J. Árnason, kl. 17.30 Finnbogi Pétursson og Sjón. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn- ingunni sem spannar tímabilið frá aldamót- unum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Sjá nánar á www.lso.is Norræna húsið | Out of Office – Innsetning. Listakonurnar Ilmur Stefánsdóttir og Stein- unn Knútsdóttir. Opið alla daga kl. 12–15, nema mánudaga. Gjörningar alla laug- ardaga og sunnudaga kl. 15–17. Sumarsýning í anddyri til 27. ágúst. Ljós- myndir frá Austur Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga til kl. 9–17, laugardaga og sunnudaga kl. 12–17. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Saltfisksetur Íslands | Sýning Sigridar Ös- terby. Opið alla daga kl. 11–18. Suðsuðvestur | Hreinn Friðfinnsson sýnir innsetninguna Sögubrot og myndir. Opið, fimmtud. og föstudaga kl. 16–18, um helgar kl. 14–17. www.sudsudvestur.is Sögusetrið á Hvolsvelli | Einkasýning Hel- enu Hansdóttur samanstendur af víd- eógjörningi, innsetningu og ljósmyndum. Opið alla daga kl. 10–18. Thorvaldsen bar | Málverkasýning Arnars Gylfasonar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla stendur yfir sýning á Reykjavíkurtorgi, Tryggvagötu 15, 1. hæð. Opið kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú búinn húsmunum og áhöldum eins og tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í Gamla Presthúsinu. Opið daglega kl. 9–18, fimm- tud. 9–22. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga í sumar kl. 9 – 17. Hljóðleiðsögn á ís- lensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl- unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari uppl. á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega kl. 13–17. 400 kr inn, frítt fyrir börn. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.