Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ AKUREYRI NÝSTÁRLEGUR skóli hefur störf á Akureyri á mánudaginn. Um er að ræða „skóla eftir skóla“ eins og eig- endurnir segja, en þar gefst börnum í 1. og 2. bekk grunnskóla tækifæri til þess að vinna við lestur, ritun og list- sköpun sem eina heild að hefð- bundnum skóladegi loknum. Svanhvít Magnúsdóttir hefur lengi fengist við kennslu og gjarnan beitt óhefðbundnum aðferðum, og var m.a. skólastjóri í grunnskólanum á Skóg- um og síðar á Hornafirði. Hún hefur kennt í Lundarskóla á Akureyri síð- ustu ár, barn Önnu Richardsdóttur var nemandi Svanhvítar þar og þann- ig kynntust þær. Það leiddi til stofn- unar hins nýja skóla, en 7stafir er til- raunaverkefni Svanhvítar og Önnu í samstarfi við Akureyrarbæ í eitt ár. „Þetta er skóli sem vinnur með að- ferðum listgreina; hér verða engin borð og engir stólar en mikil sköpun og tjáning,“ sagði Anna þegar Morg- unblaðið heimsótti þær. Skólinn starfar eftir hádegi, á sama tíma og gæsla fer fram í grunn- skólum Akureyrarbæjar. „Börnin koma til okkar að skóladegi loknum og geta verið ýmist til klukkan hálf fjögur eða fjögur,“ segir Svanhvít. „Þetta er skóli en ekki gæsla og því verða börnin að vera hér að lágmarki tvo tíma á dag, þau vinna að viðamikl- um verkefnum, það á ekki að kippa þeim úr þeirri vinnu og það greinir okkur frá gæslunni. Þess vegna er þetta nýr valkostur fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskóla og foreldra þeirra,“ segir Svanhvít. „Skólinn er líka mjög frábrugðinn þeim skóla sem krakkarnir sækja fyrir hádegi, foreldrar þurfa ekki að hafa af því áhyggjur að þegar krakkarnir eru orðnir þreyttir í skólanum fari þau hingað í samskonar vinnu.“ Svanhvít segir að í upphafi skóla- göngu snúist nám mikið um lestur og ritun. „Við vinnum mikið með góðar bókmenntir og viðhorfið sem skapast hjá barninu skiptir miklu máli; að það rækti löngun til þess að lesa og við- haldi henni, en það er frægasta kenn- ing bandaríska heimspekingsins John Dewey: „Langmikilvægasta við- horfið sem myndast getur er löngun til þess að halda áfram að læra,“ sagði hann. Þetta er uppáhalds setningin okkar, en hins vegar förum við ekki eingöngu eftir kenningum hans; 7stafir er okkar eigin hugmyndafræði við kennslu, byggð á mörgum fögrum kennslu- og uppeldisfræðikenn- ingum, og aðferðum lista.“ Svanhvít telur mikilvægt að börnin líti á sig sem lesara, jafnvel þótt þau kunni enn bara stafina eða séu rétt byrjuð að lesa. Börn séu jafnan hvött áfram og þeim hrósað þó þau lesi ekki rétt. Eins vill hún kenna ritun: „Nem- endur eiga að líta á ritun sem tæki til að tjá sig og koma hugmyndum á framfæri. Það munu þau gera með því að skrifa ófullkomlega; þó stafi vanti inn í orð eða stafir speglist mun- um við hvetja þau fyrir tilraunina. Börn koma í 1. bekk uppfull af löngun til að segja frá en mér finnst of oft allur tíminn fara í að skrifa staf- ina. Að mínu mati er gríðarlega mik- ilvægt að á unga aldri skapist það við- horf hjá barninu að tilgangur ritunar sé sá að tjá tilfinningu sínar. Tæknin kemur síðar. Þau eiga að læra að skrifa með því að skrifa! Þetta með ritunina er líkt því er börn læra að tala; þau hjala og babbla, tala ófullkomlega, en með því að halda áfram læra þau að tala og við hvetjum þau fyrir allar tilraunirnar, þó svo þau tali ekki rétt.“ Anna segir nemendur Svanhvítar í Lundarskóla hafa verið mjög frjáls- leg og eðlileg, „ofboðslega áhugasöm, mjög frjó, hugsandi og sjálfstæð og óhrædd við að tjá sig, enda fengu þau markvissa þjálfun í því.“ Ritun á að vera tæki til tjáningar Ljósmynd/heida.is Líf og fjör Svanhvít og Anna hafa verið með fjölda námskeiða fyrir börn. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Biskupstungur | Bændurnir á Heklubæjunum, áhugamaður um uppgræðslu á Hrunamannaafrétti og formaður Skógræktarfélags Seyðisfjarðar fengu landgræðslu- verðlaunin 2006. Verðlaunin voru af- hent á Hótel Geysi í fyrrakvöld í tengslum við landgræðsludag í Bisk- upstungum. Fulltrúar landgræðslufélaga af öllu landinu, starfsfólk Landgræðsl- unnar og heimafólk í Biskupstung- um, alls um 90 manns, kynntu sér ár- angur landgræðslustarfs á Biskups- tungnaafrétti á landgræðsludaginn. Í hófi um kvöldið afhenti Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, landgræðsluverðlaunin fyrir hönd Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra sem ekki gat verið viðstaddur athöfnina. Er þetta í fimmtánda skipti sem verðlaunin eru veitt, en þau eru Fjöregg Land- græðslunnar frá Eik listiðju. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði við þetta tækifæri að þegnar þjóðfélagins hefðu unnið mikið sjálfboðaliðsstarf við gróður- vernd og landbætur á undanförnum árum. Oftar en ekki væri heldur hljótt um þessi verk enda ekki unnin í þeim tilgangi að njóta opinberrar viðurkenningar heldur vegna um- hyggju fyrir landinu. „Verðlaunin eiga að undirstrika þá grundvallar- stefnu Landgræðslunnar að árangur í landgræðslustarfinu byggist á fórn- fúsu starfi ótal þjóðfélagsþegna og verðlaununum er bæði ætlað að vera viðurkenning fyrir ötult starf og um leið að hvetja fleiri til dáða,“ sagði Sveinn. Lengi haft áhuga á þessum verðlaunum Ábúendur á Heklubæjunum, þau Ófeigur Ófeigsson og Halldóra Hauksdóttir í Næfurholti og Krist- ján Gíslason og Auður Haraldsdóttir á Hólum, fengu landgræðsluverð- laun fyrir að hafa unnið stórvirki í landbótum og uppgræðslu á jörðum sínum. Sigurður Hjalti Magnússon, gróð- urvistfræðingur frá Bryðjuholti, fékk verðlaunin fyrir sjálfboðaliða- störf og forystu um landgræðslu á Hrunamannaafrétti, í sinni gömlu heimasveit. Fram kemur hjá dóm- nefnd landgræðsluverðlaunanna að Sigurður hafi verið óþreytandi að græða upp sár og stöðva rof í félagi við gamla sveitunga í Kiwanis- klúbbnum Gullfossi, sauðfjárbændur og fjölskyldu sína. Sigurður Hjalti upplýsti, þegar hann þakkaði fyrir sig, að hann hefði lengi haft áhuga á að hljóta þessi verðlaun og land- græðsluverðlaunin væru þau einu sem hann hefði haft áhuga á. Hann lofaði jafnframt að halda áfram starfi sínu. Þá fékk Emil Bergmann Emils- son, formaður Skógræktarfélags Seyðisfjarðar, landgræðsluverðlaun- in fyrir starf sitt að skógrækt og for- ystu um þá ræktunarbyltingu sem orðið hefur á Seyðisfirði. Fram kem- ur í rökstuðningi dómnefndar að undir stjórn Emils hefur Skógrækt- arfélag Seyðisfjarðar beitt sér fyrir fjölmörgum uppgræðslu- og skóg- ræktarverkefnum á Seyðisfirði, svo eftir hefur verið tekið. Fjórir áhugamenn fengu afhent Fjöregg Landgræðslunnar Árangurinn byggist á fórnfúsu starfi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjöregg Landgræðsluverðlaunin voru afhent á hátíð í Hótel Geysi, f.v.: Níels Árni Lund, Ófeigur Ófeigsson, Krist- ján Gíslason, Sigurður Hjalti Magnússon, Emil Bergmann Emilsson og Sveinn Runólfsson. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HEIMALAND jarðanna Næfurholts og Hóla hefur breyst úr lítt grónum melum í gróskumikið land vegna landgræðslustarfs bændanna í ára- tugi. Þeir hafa lengi notað sauðatað við landgræðslustarfið og segja að það hafi skilað mestum árangri en á seinni árum hafa þeir verið þátttak- endur í verkefni Landgræðslunnar, Bændur græða landið, og segja að það hafi hjálpað mikið til. „Það eru ábyggilega þrjátíu ár síðan við byrjuðum að bera skán og skít á þessar öldur og það skilaði strax árangri,“ segir Kristján Gísla- son á Hólum. Umræddar öldur eru stórt svæði í heimalandi jarð- arinnar og er að verða algróið. Enn standa þó stórir steinar upp úr og sýna hvernig landið var áður. Áætl- ar Kristján að landið sem grætt hafi verið upp sé að nálgast 100 hekt- ara. Hann bætir því við að birki sé farið að sá sér víða á landareign- inni. Ófeigur segir að landgræðslu- starfið hafi staðið yfir í langan tíma. Tekur fram að ekki hafi verið gert stórátak á hverju ári en hægt og bítandi hafi gróðurinn aukist. Í Næfurholti og á Hólum eru sauðfjárbú, ekki stór, og segja Ófeigur og Kristján að sauð- fjárbúskapurinn fari ágætlega með uppgræðslunni. Öll uppgræðslan á báðum bæjunum hefur verið unnin á ógirtu landi sem hefur verið beitt. Féð er á fjalli á sumrin og Ófeigur segir að mestu máli skipti að stýra beitinni, að hlífa viðkvæmum svæð- um á vorin og haustin, og bætir við: „Þessi viðurkenning til okkar sem erum í uppgræðslu samhliða sauð- fjárrækt er mikils virði, hún sýnir að hægt er að láta þetta fara sam- an.“ Ekki uppteknir af eldfjallinu Næfurholt og Hólar eru við ræt- ur eldfjallsins Heklu sem í gegnum aldirnar hefur valdið bændum miklum búsifjum. Land Næfurholts og Hóla hefur sloppið að mestu í tíð þeirra Ófeigs og Kristjáns, nema hvað í gosinu 1970 fór vikur yfir hluta af landi Næfurholts, talsvert frá byggð. Kristján bendir á að illa hefði getað farið í gosinu 1980, ef vikurinn hefði komið vestur yfir. Þá hefðu þessir bæir væntanlega farið í eyði. „Þá væri öðruvísi um- horfs hér en er í dag,“ segir Krist- ján. „Nei, ég er ekki upptekinn af því að þetta sé eldfjall,“ segir Ófeigur þegar hann er spurður að því hvort það sé ekki niðurdrepandi að vinna að uppgræðslu lands sem gæti eyðilagst á einum degi. Getur farið saman við sauðfjárrækt Uppgræðslusvæði Bændurnir í Næfurholti og á Hólum við rætur Heklu hafa grætt upp heimalönd jarða sinna á undanförnum áratugum, ekki síst með því að dreifa sauðataði á ógróna mela. Hér situr Kristján Gíslason, bóndi á Hólum, á steini sem enn stendur upp úr. Í baksýn sést Hekla. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sýningu á verkum Louisu lýkur YFIRLITSSÝNINGU á verk- um Louisu Matthíasdóttur í Listasafninu á Akureyri lýkur á morgun, sunnudag. Aðsókn hefur verið mjög góð og hefur ekki verið meiri „síðan meistari Rembrandt og samtíðar- menn hans prýddu sali safnsins árið 2002,“ segir í frétt frá safninu. „Louisa nýtur mikillar hylli jafnt heima á Íslandi sem í Bandaríkjunum þar sem hún settist að og bjó meginhluta ævi sinnar. Þessi yfirlitssýning á verkum Louisu er sú um- fangsmesta sem haldin hefur verið og rekur allan hennar listamannsferil í sex áratugi. Á henni er bæði að finna olíumál- verk og verk unnin á pappír, alls um hundrað talsins. Sýn- ingin er ekki síður áhugaverð fyrir þær sakir að fæst þessara verka hafa sést hér á landi áð- ur,“ segir í frétt frá safninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.