Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Evrópa hefur oftar veriðsundruð í gegnum tíðinaen sameinuð og þar hafaátt upptök sín stríð sembreiðst hafa út um allan heim, heimsstyrjöldin fyrri og seinni. En nú þegar æ fleiri íbúar álfunnar hafa sameinast og vilja sameinast undir flaggi Evrópusambandsins og fjórfrelsisins svonefnda þá eru vænt- anlega eilífðar friðar- og velmeg- unartímar í höfn eða hvað? Bretinn Alan Leather og Þjóðverj- inn Jürgen Buxbaum, sem báðir eru forystumenn Alþjóðasamtaka starfs- manna í almannaþjónustu (Public Service International, PSI) og komu hingað á vegum BSRB, segja að til þess að stöðugleiki og sátt nái að ríkja meðal íbúa álfunnar þurfi að huga fyrr en seinna að nokkrum mikilvægum atriðum sem snúi að lífs- afkomu og öryggi fólks og framtíðar- vonum. ,,Austrið og vestrið voru í nær hálfa öld aðskildir heimar. Ég tel að það sé nauðsynlegt að íbúar þessara tveggja hluta Evrópu, sem voru að- skildir í svo langan tíma sem raun ber vitni og byggðu sín samfélög upp á mismunandi hugmyndafræði, kynnist hver öðrum betur og læri að skilja,“ segir Leather. Buxbaum tekur undir orð hans: ,,Munurinn á lífsmynstri íbúa Austur- og Vestur- Evrópu kom glögglega í ljós við fall múrsins, en það sem Vest- ur-Evrópubúar hafa hins vegar oft einblínt á voru umsvif ríkisins og skorturinn á frjálsum markaði. Á undanförnum 15 árum hefur verið unnið að því hörðum höndum í flest- um ríkjum að koma á frjálsu mark- aðskerfi og einkavæða sem flest ríkis- fyrirtæki líkt og það sé eina lausnin sem möguleg er, að skipta einu hug- myndakerfi út fyrir annað. Slíkar breytingar eiga sér ekki stað áfalla- laust því gangverk samfélaga og innri bygging er afskaplega flókin þar sem ein breyting leiðir af sér aðrar sem ekki voru fyrirséðar í upphafi. Það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að staldra reglulega við, líta á áætlunina og spyrja hvaða áhrif breytingarnar hafi, hvaða breytingar séu til góðs og hverjar ekki. Það á ekki að breyta breytinganna vegna eða einfaldlega vegna þess að þær voru settar á fyrstu áætlun,“ segir hann. Margir hafa misst vonina ,,Í vestanverðri álfunni höfðu íbúar fyrir fall Berlínarmúrsins og komm- únismans mótað það sem ég hef kosið að nefna evrópska velferðarmódelið en í því felast bæði lýðréttindi íbúa, sjálfstæð starfsemi hagmunafélaga í samfélaginu eins og verkalýðsfélaga og aðgengi allra að ákveðnu örygg- isneti er varðar félags- og heilbrigð- isþjónustu. Það síðastnefnda var reyndar til staðar í A-Evrópu og verkalýðsfélög líka en þau störfuðu á öðrum grunni en þau v-evrópsku. Markaðsbúskapur hefur, rétt eins og öll önnur kerfi sem reynt er að inn- leiða sem allsherjarreglu í sam- félögum, á skömmum tíma áhrif á öll svið mannlífsins. Reynsla mín frá Eystrasaltslönd- unum og á Balkanskaganum hefur fært mér heim sanninn um að óheft markaðsvæðing leiðir til misskipt- ingar og örbirgðar hjá alltof stórum hluta samfélagsins. Það er ekki leng- ur talið hlutverk ríkisins að halda uppi velferðarkerfi og jöfnuði, þannig að almannaþjónustunni hnignar sök- um fjárskorts. Þá er lausnin sam- kvæmt nýfrjálshyggjunni að hleypa einkaframtakinu að þar sem það eyg- ir gróðavon, eins og í ákveðnum verk- þáttum í heilbrigðisþjónustunni. Fólk sem hefur hrakist niður á botn hins efnahagslega samfélags missir smám saman alla von. Það getur ekki lifað af lágu laununum sínum og hefur ekki efni á heilbrigðisþjónustu eða öðrum grunnþörfum sem nauðsyn- legar eru. Það hefur engar bjargir og líf þess verður vítahringur sem ekki er hægt að rjúfa en ég skal útskýra betur á eftir hvað ég á við,“ segir Buxbaum og hleypir félaga sínum Leather að. Hann segir að það sé vilji Alþjóða- samtaka starfsmanna í almannaþjón- ustu að byggja upp Evrópu á grund- velli hugmynda um evrópska velferðarmódelið, öfugt við meg- ináherslu Evrópusambandsins sem hefur verið sú að styrkja samkeppni og markaðsvæðingu á innri markaði sínum. ,,Við viljum vara við afleiðingum þess að einblína á markaðinn og segja frá því sem er að gerast eins og við upplifum það í starfi okkar. Svo dæmi sé tekið þá eru málefni innflytjenda og áhrif þeirra á samfélagið nánast daglegt fréttaefni. Hins vegar hefur fáum vestrænum fjölmiðlum dottið í hug að fjalla um hver áhrifin eru þeg- ar fólk á besta aldri, og oft það sem hefur mestu menntunina, yfirgefur heimaland sitt fyrir fullt og allt. Þetta er engu að síður staðreynd í mörgum löndum A-Evrópu og er gífurleg blóðtaka fyrir samfélögin þar. Við verðum líka að hafa í huga að í flest- um tilfellum yfirgefur fólk ekki föð- urland sitt nema það sjái þar enga framtíð og það er það sem þetta unga fólk upplifir. Það hefur misst alla von.“ Láglaunafátækt eykst En hvers vegna hefur fólkið misst alla von? Er ekki allt á bullandi upp- leið í Austur-Evrópu? Eru ekki fjár- festingartækifærin þar á hverju strái og hafa íbúar ekki tækifæri til þess að upplifa ameríska drauminn? ,,Þeir ríku verða ríkari og þeir fá- tæku fátækari. Bilið á milli ríkra og fátækra er alltaf að aukast, sem þyrfti ekki að leiða til hruns ef þeir sem til fátækari hópsins teljast gætu sinnt grunnþörfum sínum um húsa- skjól, mat og fatnað, þ.e. lifað af laun- unum sínum, bótum eða lífeyri. Það geta þeir ekki og þeim fjölgar sífellt sem vinna fulla vinnu fyrir laun sem eru undir því sem hið opinbera telur raunhæft að hægt sé að lifa af,“ svar- ar Leather og heldur áfram. ,,Láglaunafátækt hefur því aukist verulega þótt það sé reyndar misjafnt eftir löndum. Markaðsöflin hafa þrýst laununum niður auk þess sem at- vinnuleysi meðal ungs fólks er víða mjög mikið, miklu meira en í V- Evrópu. Sums staðar er talan í 20– 30%. Velferðarkerfið er víða orðið gisið og fólk hefur ekki efni á að kaupa sér þjónustu sem allir höfðu áður jafnt aðgengi að, hvort sem það var vatnsveita, heilbrigðisþjónusta eða menntun. Þannig verður óbrúan- legt bil á milli þeirra sem eiga pen- inga og þeirra sem eiga lítið af þeim,“ segir Leather. ,,Í slíkum samfélögum er varla von til þess að stöðugleiki ríki.“ ,,Ef við tökum Rússland sem dæmi, þaðan sem ég hef nýjar tölur, þá höfðu einstaklingar í hæsta tekju- þrepi 25 sinnum hærri laun árið 2005 en þeir sem voru í því lægsta,“ segir Buxbaum. ,,Meðalmánaðarlaun þar eru um 25.000 kr. en 40% vinnuaflsins hafa laun undir þessum meðallaunum og 22% hafa laun undir því marki sem dugir til framfærslu þess samkvæmt opinberum viðmiðum. Þeim sem lenda í láglaunafátækt fer fjölgandi, þ.e. fólki sem er í fullri vinnu en fær greidd fyrir hana mjög lág laun. Þetta er m.a. fólkið sem lendir í víta- hringnum sem ég talaði um áðan. Þetta er fólkið sem oft hefur misst alla von og sér enga framtíð í sínu föðurlandi.“ Velferðarkerfið á ekki að einkavæða En hvað með verkalýðsfélögin? Hver er staða þeirra í Mið- og Aust- ur-Evrópu? ,,Á meðan kommúnistastjórnir voru við völd í Austur-Evrópu störf- uðu vel skipulögð verkalýðsfélög í þeim flestum en þau voru í rauninni ekki sjálfstæð. Hlutverk verkalýðs- félaganna var að sinna ýmsum fé- lagslegum velferðarmálum og þörf- um félagsmanna en þau höfðu ekki samningsrétt um kaup og kjör,“ segir Leather og bætir því við það hafi auð- vitað breyst eftir fall múrsins. ,,Um- rótatímar eins og þessir og gerbreytt umhverfi hafa auðvitað mikil áhrif á skipulag og starfsemi stórra hreyf- inga. Sumir félagsmenn eiga erfitt með að skilja að breytt efnahagslegt umhverfi breytir líka starfsemi verkalýðsfélaga starfsmanna í al- mannaþjónustu sem eru að laga sig að þessum nýja heimi. Þetta er því krefjandi verkefni en í mörgum ríkjanna hefur valist til starfa geysi- lega öflugt fólk sem hefur sýnt að það er vandanum vaxið. Við hjá Alþjóða- samtökunum höfum líka reynt að styðja þau og styrkja eftir mætti.“ Buxbaum segir samtökin hafi gert alvarlegar athugasemdir við þjón- Jürgen Buxbaum er framkvæmdastjóri Evrópu- deildar Alþjóðasamtaka starfsfólks í almannaþjón- ustu og sér um málefni Mið- og Austur-Evrópu, landa fyrrum Sovétríkjanna, Tyrklands og Ísraels. Hann hef- ur einnig verið ráðgjafi verkalýðshreyfingarinnar í Eistlandi og á Balkanskaga þar sem hann bjó í tengslum við starf sitt um nokkurra ára skeið. Buxbaum hefur frá unga aldri tekið þátt í starfi þýsku verkalýðshreyfingarinnar. ,,Afi og pabbi voru iðnaðarmenn eins og ég og þeir voru öflugir í sínum stéttarfélögum. Þegar ég hóf vinnu í verksmiðju upp- götvaði ég sjálfur fljótlega samstöðumátt verkafólks- ins og mikilvægi sterkrar verkalýðshreyfingar. Einn myndi ég aldrei ná fram mikilvægum baráttumálum. Þetta var á sjöunda áratugnum og baráttan stendur enn.“ Jürgen Buxbaum Alan Leather er varaformaður Alþjóðasamtaka starfsfólks í al- mannaþjónustu en hann hefur starfað fyrir samtökin í 19 ár. Hann hefur starfað með verkalýðsfélögum í Mið- og Austur-Evrópu og í fyrrum Sovétríkjunum auk S-Afríku þar sem hann hefur sinnt verk- efnum á sviði heilbrigðismála er snúa að HIV-sjúkdómnum og barnaþrælkun. Alan segist hlæjandi líta á sig sem hálfgerðan flóttamann. ,,Ég er breskur en flúði til Frakklands undan stjórn Margrétar Thatcher og þar hef ég búið í fleiri ár. Ég komst í kynni við verkamannahreyf- inguna á sjöunda áratugnum þegar ég starfaði sem prentari í Bret- landi. Þá reyndi ég á eigin skinni það sem nú er nefnt félagslegt undirboð og skildi að það sem gerist á einu svæði eða landi hefur áhrif á önnur. Það þýddi því lítið annað en að starfa á heimsvísu. Ég heillaðist af hugsjónum og gildum verkalýðshreyfingarinnar og starfaði fyrst sem sjálfboðaliði, bæði í Bretlandi og hér og þar um heiminn, og varð síðan fastur starfsmaður.“ Alan Leather Stöðugleiki í Evrópu í hú Evrópa stækkar og íbúum hennar fjölgar. En þeir hafa það ekki allir jafngott því efnahagslegur ójöfnuður í álfunni er mikill, sérstaklega á milli austurs og vesturs en einnig innan einstakra ríkja. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við Alan Leather og Jürgen Buxbaum, forystumenn Alþjóðasamtaka starfsmanna í almannaþjónustu, PSI, um áhrif opnunar vinnumarkaðarins og aukinnar einkavæðingar, evrópska velferðarmódelið sem þeir telja nauðsynlegt að styrkja og lýðræðið. Jürgen Buxbaum og Alan Leather hafa fylgst vel með og tekið þátt í verkalýðsbar- áttunni í Evrópu og víðar síðustu áratugi. Þeir komu hingað á vegum BSRB. Verkalýðsleiðtogar hafa áhyggjur af evrópska velferðarmódelinu Morgunblaðið/Eyþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.