Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 21
ustutilskipun ESB sem ráðherraráð Evrópusambandsins hefur nú komist að samkomulagi um, en megintil- gangur hennar er að samræma regl- ur um þjónustufyrirtæki sem vilja stunda viðskipti á milli Evrópulanda. Í upphaflegu drögunum að þjónustu- tilskipuninni átti t.d. svokölluð upp- runalandsregla að gilda, en sam- kvæmt henni áttu þjónustuaðilar, sem buðu þjónustu landa á milli, ein- göngu að fylgja þeim reglum, launa- kjörum og skyldum sem giltu í heimalandi þeirra. Þannig áttu t.d. pólsk þjónustufyrirtæki, sem störf- uðu í öðru Evrópulandi, eingöngu að fara eftir pólskum reglum og launa- samningum og eftirlit með starfsemi þeirra erlendis átti að vera í höndum pólskra yfirvalda en ekki yfirvalda í landinu sem þeir störfuðu í. ,,Jafnvel þótt tilskipunin í núverandi mynd gangi ekki jafnlangt og fyrstu drögin þá höfum við enn áhyggjur af málum sem snúa að félagslegri hlið sam- komulagsins, bæði vinnuréttar- málum og velferðarkerfinu. Við vilj- um ekki að velferðarkerfið falli sjálfkrafa undir markaðsvæðingu þjónustu. Við teljum að sum þjón- usta, eins og heilbrigðisþjónusta, eigi að vera í höndum ríkisins. Það er okkar skoðun og trú að allir þegnar samfélagsins eigi að hafa að- gengi að ákveðnu öryggisneti án til- lits til efnahags, sem er þá fjár- magnað í gegnum skattkerfi. Þannig viljum við sjá evrópska velferðar- módelið virka alls staðar í Evrópu. Margir telja nú að einkavæðing sé lausnarorðið, að hún sé ávallt hag- kvæmasta og besta lausnin en svo er ekki. Stundum fer einfaldlega betur á að ríkið sjái um að veita ákveðna þjónustu ef við viljum gæta jafnræðis og stöðugleika í samfélaginu. Á síð- ustu árum hafa líka orðið miklar breytingar á og í ríkisrekstri og stað- alímyndin af ríkisreknu og seinvirku stofnununum og starfsmönnunum er ekkert nema það, staðalímynd sem löngu er orðin úrelt. Það er ekki hægt að stilla ríkis- rekstri og einkarekstri upp sem and- stæðum. Hvort tveggja á rétt á sér og getur auðveldlega þrifist hlið við hlið. Sum þjónusta, almannaþjón- usta, er hins vegar þess eðlis að allir eiga að hafa að henni aðgengi því hún hefur aðrar þjóðfélagslegar for- sendur og hlutverk en rekstur á arð- semisgrundvelli. Það á t.d. enginn að þurfa að þjást vegna þess að hann hafi ekki efni á að leita sér lækninga. Við höfum dæmi um einkarekið heil- brigðiskerfi í Bandaríkjunum, þar sem fólki er mismunað eftir efnahag eða tryggingum, og ég held að það séu fáir sem vilja slíka stéttaskipt- ingu í Evrópu en það er líkleg afleið- ing of mikillar áherslu á markaðs- lausnir umfram félagslegar lausnir.“ Áherslan á mannréttindi og markaðinn Þeir segja að vitaskuld hafi efna- hags- og atvinnuástand í Mið- og Austur-Evrópu áhrif á V-Evrópu en það sé gagnkvæmt. ,,Félagsleg und- irboð á vinnumarkaði eru staðreynd auk mansals. Til vestari hlutans streyma einnig innflytjendur sem eru misjafnlega undir það búnir að hefja líf í nýju landi, oft reknir áfram af bágu atvinnuástandi heima fyrir. En það er ekki bara spennandi að flytja til nýs lands, það er fyrst og fremst erfitt að yfirgefa heimaland sitt, fjölskyldu sína og vini. Að hverfa frá hinu þekkta, tungumálinu og menningunni, til hins óþekkta og framandi. Oft stendur lífið í nýja landinu svo ekki undir væntingum,“ segir Leather. Hann segir að í und- irbúningi sé hjá Alþjóðasamtökunum að efla fræðslu um þá þætti sem þarf að hafa í huga þegar tekin er jafnstór ákvörðun og að flytjast til annars lands. ,,Það er stór ákvörðun að ákveða að flytjast til annars lands þar sem tungumálið og menningin, hefðir og venjur er ólíkt því sem mað- ur hefur alla tíð vanist. Við hvetjum hvorki né letjum fólk til þess að flytj- ast til annarra landa en viljum fá það til að staldra við nokkrar mikilvægar spurningar og leita svara við þeim, bæði sem varðar það persónulega og eins er varðar lög og réttindi.“ Hann segir að í V-Evrópu sé víða mikill skortur á heilbrigðisstarfsfólki og sé leitað eftir því í Mið- og A- Evrópu. ,,Þar er fólk oft vel menntað á þessu sviði, jafnt læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar sem sjúkraliðar og því eftirsótt. Það gefur auðvitað auga leið að um leið fækkar þeim í Mið-og A-Evrópu þar sem launakjör er sjaldnast þau sömu. Þetta á við um fleiri sérhæfðar stéttir svo þjónusta þar versnar á fleiri svið- um. Atvinnurekendur í Vestur- Evrópu geta greitt betri laun en í heimalandinu en greiða þeim hins vegar oft og tíðum lægri laun en tíðk- ast í viðtökulandinu. Það síðan lækk- ar launataxta almennt í viðkomandi geira í V-Evrópu sem grefur einnig undan áðurnefndum stöðugleika í álfunni. Gegn þessu þarf verkalýðs- hreyfingin að berjast og standa þann- ig vörð um þau réttindi sem áratuga barátta í V-Evrópu hefur skilað og um er verið að berjast fyrir félaga okkur í A-Evrópu.“ Buxbaum vill undirstrika þetta. Hann segir mikilvægt að samruna- ferli í Evrópu verði til þess að bæta lífskjör allra en valdi ekki víxlverkun niður á við. ,,Það getur vel verið að æ fleiri ríki álfunnar séu að sameinast í Evrópusambandinu en íbúar álfunn- ar eru sífellt að fjarlægjast hverjir aðra í lífskjörum. Sum kjör varða grundvallarmannréttindi og þess vegna óskum við þess að Evrópusam- bandið leggi jafnmikla áherslu á hin félagslegu réttindi, sem eru ekkert annað en mannréttindi, og það leggur á markaðinn. Aðeins þannig er hægt að sameina Evrópu.“ fi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 21 Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður Baldvin Már Frederiksen málarameistari ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S - M A L 32 66 3 05 /2 00 6 „Áður en þú velur málninguna, sem þú ætlar að nota, skaltu athuga hvort hún sé gerð fyrir íslenskar aðstæður. Íslenskt veðurfar er gjörólíkt því sem menn eiga að venjast erlendis. Þess vegna nota ég alltaf útimálningu frá Málningu hf.“ Baldvin Már Frederiksen, málarameistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.