Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ essi könnun sem hér birtist er bæði lítil og í hæsta máta óvís- indaleg; hún er ein- ungis gerð til gam- ans. Hún byggist á því að fimmtán ljóða- unnendur voru beðnir um að til- nefna þrjú uppáhaldsskáld sín frá nýliðinni öld. Ugglaust eru til kenn- ingar um það hvernig á að velja svarendur til að fá sem markverð- asta útkomu. Ég þekki þær ekki og hef ekki notað neitt slíkt. Fljótt sá ég að ekki þýddi að taka einhvers- konar slembiúrtak, eða spyrja þá sem yfirhöfuð virtust ekki þekkja eitt einasta nafn á skáldi frá 20. öld. Því miður voru þeir oftast úr hópi ungu kynslóðarinnar, sem búin er að verma skólabekki undanfarin ár. En einnig þar voru markverðar undantekningar. Þeir sem spurðir voru eru að vísu flestir af menningarsviðinu, sem svo er nefnt, sex þeirra eru bókmennta- fræðingar og þeir eru að sjálfsögðu þungavigtarmennirnir í þessari könnun. Einn er blaðamaður, þrír eru fastráðnir kennarar, einn er hjúkrunarfræðingur, einn er leikari en vinnur við þýðingar, einn er úr bílabransanum, einn er verkfræð- ingur, einn er fyrrverandi prestur og síðan eru tveir menntaskólanem- ar. Þetta er einhverskonar úrtak ljóðaunnenda , meðalaldur þeirra um 50 ár, verður hér á eftir gerð betri grein fyrir þeim. Þó að úrtakið sé ekki stórt, vekja tilnefningarnar samt ýmsar spurningar. Þátttakendur og tilnefningar Eftirfarandi ljóðaunnendur sam- þykktu að taka þátt og leggja til svar við spurningunni. Þeir eru hér taldir upp í stafrófsröð og tilnefn- ingar þeirra fylgja með. 1. Arna Guðmundsdóttir, verk- fræðingur sem starfar hjá Nýherja, var spurð vegna þess að hún er ung og líklega finnst mörgum að verk- fræði sé afar fjarlæg ljóðlist. En Arna, sem er ein af þessum vel menntuðu ofurkonum, taldi að svo væri ekki og hafði svör á reiðum höndum. Arna nefndi þrjú eftirfarandi skáld: Stein Steinarr, Tómas Guð- mundsson og Hannes Hafstein. At- hyglisvert er að einn yngsti þátttak- andinn skuli nefna Hannes Hafstein og mörgum finnst að hann hafi bara verið 19. aldar skáld. En Arna benti á að Hannes gaf út stærstu ljóðabók sína 1916 . Flestir vita að hann varð fyrsti ráðherra Íslands 1904, en þrátt fyrir annríki orti hann mikið. 2. Ágústína Jónsdóttir, er mynd- listarkona og ljóðskáld, sem hefur sent frá sér fimm ljóðabækur. Hún er sérkennari í Hjallaskóla. Ljóð Ágústínu bera vott um mikla ná- kvæmni og hárfína tilfinningu. Ágústína nefndi Stefán Hörð Grímsson, Snorra Hjartarson og Hannes Sigfússon. Allt eru það landskunn og óumdeild skáld í fremstu röð. Hannes Sigfússon hlaut þó aðeins þessa tilnefningu. 3. Ástráður Eysteinsson, prófess- or í bókmenntum við Háskóla Ís- lands, er einn af sex bókmennta- fræðingum í þessum hópi; hann er mikill unnandi ljóða og fengur er í að heyra álit hans og hinna bók- menntafræðinganna. Ástráður nefndi Einar Benedikts- son, Stefán Hörð Grímsson og Helga Hálfdanarson. Í vali bók- menntaprófessorsins kann að koma á óvart að hann nefnir Einar Bene- diktsson, og ef til vill ber það með sér að hinir vísu menn hafi tekið hann til endurmats. Lesendur munu þekkja Helga Hálfdanarson vel sem þýðanda, enda hefur hann unnið stórvirki með þýðingum sínum, sem Ástráður telur að meta eigi til fulls þegar litið er á uppáhaldsskáldin. 4. Bragi Friðriksson, fyrrum sóknarprestur í Garðabæ. Hann var – og er reyndar enn – afburða ræðu- maður og vitnaði þá oft í ljóð, enda hafði hann uppáhaldsskáldin sín á hraðbergi. Bragi nefndi Hannes Pétursson, Þórarin Eldjárn og Matthías Jo- hannessen. Kemur ef til vill á óvart að þeir Þórarinn og Matthías skuli ekki verða fengsælli hér, en Þór- arinn hlaut tvær tilnefningar og Matthías eina. 5. Finnbogi Eyjólfsson er aldurs- forseti, kominn yfir áttrætt en vinn- ur fullan vinnutíma og vel það hjá Heklu; er sumsé í bílabransanum. Finnbogi er skemmtikraftur að upp- lagi, jafnvígur á tækifærisræður og söng og hann er einn þeirra sem kunna fjölda ljóða utanað. Finnbogi nefndi Einar Benedikts- son, Stein Steinarr og Hannes Pét- ursson. Það sýnir bezt hvað Finn- bogi er með á nótunum að hann er sá eini sem tilnefnir alla sem lentu í þrem efstu sætunum. Hvað val hans á Einari Ben. snertir kvaðst hann alls ekki geta gengið framhjá stór- skáldinu sem orti Útsæ. Finnbogi telur það meðal helztu stórvirkja á bókmenntasviði og sjálfur kvaðst Einar raunar hafa aðeins ort eitt ljóð, það var Útsær. 6. Guðmundur Valur Sigurðsson er 16 og bráðum 17 ára nemandi í Menntaskóla Kópavogs. Hann var valinn af handahófi sem fulltrúi þeirrar kynslóðar sem enn er undir tvítugsaldri. Guðmundur nefndi Einar Bene- diktsson, Hannes Pétursson og Megas. Ugglaust finnst einhverjum að telja megi til tíðinda þegar Meg- as er valinn í þetta úrtak, en það er í sjálfu sér eðlilegt að yngsti mað- urinn meðal spyrjenda velji ein- hvern af yngri kynslóð skálda; mann sem þó er ekki ýkja ungur; kominn á sextugsaldur. Að sá yngsti velji líka Einar Ben. er eftirtektarvert. 7. Guðný Svava Strandberg er myndlistarkona, skrautritari og ljóðskáld og hefur líklega oftar en allir aðrir birt ljóð sín í Lesbókinni á árabili sem spannar tvo áratugi. Hún er einnig kennari við Fjöl- mennt. Guðný Svava nefndi Einar Bene- diktsson, Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson. Tók hún sérstaklega fram, og það gerði Arna Guðmunds- dóttir einnig, að Tómas eigi sérstak- an heiður skilið fyrir að innleiða gamansemi í alvarlegan kveðskap og auk þess varð hann fyrstur skálda til að vegsama fegurð Reykjavíkur og borgarlífsins. 8. Halldór Guðmundsson er víð- kunnur bókmenntafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Hann er einn af sex bókmennta- fræðingum í þessum hópi og titlaður útgáfustjóri í símaskránni. En hann er einnig rithöfundur og síðasta verk hans var ævisaga Halldórs Kiljans Laxness sem þykir hafa tek- izt afburða vel. Halldór nefndi Stefán Hörð Grímsson, Jóhann Sigurjónsson og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Það gegnir nokkurri furðu að Ingibjörg er eina konan sem fær tilnefningu; hún er reyndar tilnefnd tvisvar. Kann einnig að koma á óvart val Halldórs á Jóhanni Sigurjónssyni. Hefur að því er virðist gleymst að Jóhann var afburða gott ljóðskáld. Ögn um það síðar. 9. Hólmfríður Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur, doktor í heil- brigðisvísindunum. Hún er af þing- eyskum bókmenntaættum og í fjöl- skyldu hennar er sjálfsagður hlutur að kunna skil á ljóðskáldum og verkum þeirra. Hólmfríður nefndi Hannes Pét- ursson, Stefán Hörð Grímsson og Ingibjörgu Haraldsdóttir og um til- nefningar hennar er ekkert nema gott að segja. 10. Karl Guðmundsson leikari er einnig þrautreyndur ljóðaþýðandi og hefur að segja má sem sérgrein að þýða gullfalleg ljóð írska skálds- ins Seamusar Heaneys. Sjálfur hef- ur Karl ort heilmikið um dagana. Karl nefndi Einar Benediktsson, Snorra Hjartarson og Magnús Ás- geirsson. Tveir þeir fyrri eru meðal þeirra sem fá flestar tilnefningar hér, „en okkur má ekki yfirsjást um Magnús Ásgeirsson,“ segir Karl. „Hann var svo góður þýðandi að sumar þýðingar hans á ljóðum eftir markverð skáld eru jafnvel taldar betri en frumgerðin.“ 11. Kjartan Gíslason mennta- skólanemi úr Menntaskólanum í Kópavogi er líkt og félagi hans, Guðmundur Valur, fulltrúi þeirra ungu. Skoðanir beggja á uppáhalds- skáldum voru fastmótaðar þrátt fyr- ir ungan aldur. Kjartan nefndi Einar Benedikts- son, Stein Steinarr og Þórarin Eld- járn. Kjartan er aðeins 18 ára og ugglaust ekki eins kunnur og flestir sem hér svara. En hann var fljótur að komast að niðurstöðu og niður- staða hans vekur engar sérstakar spurningar. 12. Njörður P. Njarðvík, fyrrum prófessor í bókmenntum við Há- skóla Íslands, telst eins og hinir bókmenntafræðingarnir, þungavigt- armaður í greiningum á ljóðlist. Hann hefur góða yfirlitsþekkingu á íslenzkri ljóðlist, allt frá Sólarljóð- um, sem hann hefur skrifað bók um, til okkar tíma. Njörður sagði að það væri hrein- lega ekki hægt að nefna bara þrjá; fimmtán væru nær lagi. En það stóð ekki til boða og þá nefndi Njörður Hannes Pétursson, Snorra Hjartar- son og Þorstein frá Hamri. Allir eru þeir meðal þeirra ljóðskálda sem flestar tilnefningar fá hér. 13. Sigurður Hróarsson bók- menntafræðingur, býr nú í Slóveníu og starfar þar við þýðingar fyrir ís- lenzk bókaforlög. Hann var áður leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akur- eyrar og er mikill hafsjór af bók- menntafróðleik. Sigurður nefndi Einar Benedikts- son, Snorra Hjartarson og Þorstein frá Hamri. Allt eru það þungavigt- armen í ljóðlist og meðal þeirra sem flestar tilnefningar fá. 14. Þórður Helgason er sá fimmti sem telst til fagmanna í bókmennt- um. Hann hefur í 12 ár verið dósent í bókmenntum við Kennaraháskóla Íslands, staðið að námskeiðahaldi um ljóðlist og yrkingar og sjálfur er hann ljóðskáld með fjórar ljóðabæk- ur að baki. Þórður nefndi Hannes Pétursson, Snorra Hjartarson og Þorstein frá Hamri. Margir munu veita vali Þórðar sérstaka eftirtekt í ljósi þess að hann hefur verið að kenna kenn- araefnunum okkar og átt þátt í að móta ljóðasmekk þeirra. 15. Þröstur Helgason er sjötti bókmenntafræðingurinn í hópnum. Hann hefur verið umsjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins síðan í ársbyrjun 2001 og þar skrifar hann að staðaldri um hverskyns menning- armál. Þröstur nefndi Stein Steinarr, Sigfús Daðason og Gyrði Elíasson. Síðari skáldin tvö fengu ekki aðrar tilnefningar og þó að Gyrðir sé ekk- SJÓNARHÓLAR OG SJÓNARMIÐ VIII Uppáhaldsskáldin Gísli Sigurðsson Skáldið og þrjár úr aðdáendahópnum. Standmyndinni af Einari Benediktssyni eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara hefur verið ágætlega fyrir komið á Miklatúni. Í næsta nágrenni er höggmynd af Þorsteini Erlingssyni, en þau skáld sem hlutu tilnefningar hér hafa yfirleitt ekki fengið af sér styttur. Margir ljóðaunnendur kunna utanað heilu ljóða- bálkana eftir uppáhalds- skáld sín frá nýliðinni öld. Gísli Sigurðsson hefur valið 15 misþekkta ljóðaunn- endur, og þeir voru beðnir um að velja „þrjú beztu skáldin“ úr hópi ljóðskálda sem ortu á 20. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.