Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 27 kvaldi þetta Victoríu að hún fór eftir þetta að hugleiða að svipta sig lífi. Hún hafði árið 1887 gefið sig Bran- des líkamlega á vald en haft af því litla gleði. Hinir blautlegu kossar og það sem á eftir fylgdi minnti hana um of á eiginmann hennar, sem hún hafði hina megnustu andstyggð á og hafði löngu sagt óformlega skilið við. Ást hennar á Brandes var fyrst og fremst andlegs eðlis. Það gerði kannski ekki svo mikið til, Brandes var um sömu mundir í ástarsambandi við rúss- neska furstynju og þótti Victoría raunar fremur daufleg í samanburði við þá líflegu konu, sem og átti hann fleiri ástkonur sem hann reyndi að dylja fyrir hinni mjög svo afbrýði- sömu eiginkonu sinni. Allt þetta skriftaði hann fyrir Victoríu og klapp- aði henni á meðan blíðlega með sinni smáu hendi. Sú bók sem Victoría ætlaði að kalla Konur, var aldrei skrifuð – en hið hættulegasta og einlægasta var í staðinn sagt í leikritinu hennar: Hin bergnumda. Hún skrifaði líka um þetta leyti athyglisverðar smásögur. Siðvenjur og staða kvenna á þess- um tíma voru hinni stóru sál Victoríu Benediktsson æ erfiðari fjötrar. Þunglyndi hennar fór vaxandi og þar kom að hún reyndi að svipta sig lífi á afmælisdegi sínum 4. febrúar 1888 með því að taka stóran morfín- skammt. Hún hélt honum ekki niðri og var bjargað. Hún hafði skriftað fyrir frönskum vini sínum William Molard sem sagði: „Ástríða yðar verður að fá útrás, lög- mál náttúrunnar mun heimta rétt sinn. Verið kona í einu og öllu til hins síðasta.“ Þegar Victoríu barst þetta bréf hafði hún þegar gefið sig Bran- des fullkomlega á vald en það hjálpaði henni ekki. Tæplega vegna siðferði- legs samviskubits – þótt hin hefð- bundnu hugtök leyndust vafalaust og gengu aftur í myrkrinu. Mestu olli lík- lega hin líffræðilegu bönd, sem mein- uðu henni að njóta lífsins til fullnustu er álit höfundar bókarinnar um Victo- ríu og Brandes, hann telur ógæfu hennar vera miskunnarlaust af ást- hneigð, sem fór villur vegar og þekkti ekkert mark og var því aldrei hægt að friða. Einkunnarorðin sín skrifaði hún í Stóru bókina: „Það er hægt að finna hamingju í hjónabandinu en aldrei í lausum ástarsamböndum.“ Allan þennan tíma stóð þau Vic- toría og Brandes í bréfasambandi en 17. apríl 1887 tók hún upp á því að skrifa móður Brandesar og fékk vin- samlegt en vandræðalegt svar vel meinandi gamallar konu. Til Parísar fór Victoría um vorið og fann þá aðeins til „hljóðrar, ólækn- andi örvilnunar djúpt í brjósti mér. Allt lífið er mér tómleiki – tómleiki“. Eyðileggðu ekki minnisblöð mín! Hún sneri aftur til Kaupmanna- hafnar og rétt eftir miðnætti 22. júlí 1887 skrifaði hún vini sínum Lundga- ard: „Eyðileggðu ekki minnisblöð mín. G.B. mun sennilega vilja fá þau, en það má ekki gerast. Hvert orð er sannleikur og þann sannleik, sem ég get innsiglað með dauða mínum, ætti hann einnig að hafa hugrekki til að standa við.“ Síðustu hugsanir Victoríu Benediktsson virðast hafa snúist um Georg Brandes. Að morgni fannst Victoría á grúfu á teppinu fyrir neðan rúmið á Leopolds hótel – hún hafði skorið í sundur stóru hálsslagæðina með rakhníf. Hraðboði var sendur eftir Lundga- ard og hóteleigandinn flutti sjálfur Brandes tíðindin. Hann vildi ekki sjá líkið sem flutt var á líkhús St. Jóhann- esspítalans. Brandes kom í veg fyrir að sagt væri frá dauðdaga Victoríu í Politiken en frá sjálfsmorðinu var sagt í Social- demokraten og Aftenbladet. Blaða- maður þess síðarnefnda fór í líkhúsið og sá hina látnu í glerkistu. „Þar lá hin ógæfusama kona. Þrátt fyrir hin miklu sár hvíldi friður yfir andliti hennar, sem ennþá var fallegt og unglegt.“ Við jarðarförina í hinni litlu kapellu St. Jóhannesspítalans mættu auk að- standenda og vina Brandesbræður og þeir voru viðstaddir þegar kistunni var sökkt í hina dönsku mold. Í henni lá lík Victoríu Benediktsson með liljur um skorinn hálsinn. – Svona átakan- leg urðu örlög þessarar sænsku skáldkonu úr framvarðasveit „Hinnar ungu Svíþjóðar“. Georg Brandes dó 1927. Hann hafði mikil áhrif á þróun norrænna bókmennta með fyrirlestrum sínum. Hann reis gegn rómantísku stefn- unni, játaði guðleysi sitt og var sem fyrr sagði mikill fylgismaður frjálsra ásta. Síðasta árið sem Victoría Bene- diktsson lifði reyndi hún að búa í hag- inn fyrir þá skoðun að hún hefði fram- ið sjálfsmorð af ástarsorg og hún lagði fram reynslu sína og örlög sem sönnun fyrir hinni miklu kenningu um bölvun hinnar frjálsu ástar. Svo mikið bar þeim á milli, elskendunum Bran- des og Victoríu. Hún setti lífsreynslu sína í stórt málefnalegt samhengi enda var þetta stórt deiluefni þeirra tíma. Harmagyðjuna kallaði Georg Brandes Victoríu Benediktsson. Í nóvember 1886 skrifar Victoría í Stóru bókina: „Það sem eðli sínu sam- kvæmt hlýtur að leiða af skapgerð beggja, það gerist.“ Victoría reisti í minnisblöðum sín- um varanlega minnisvarða yfir einn kafla í ævi Brandesar, sem fyrir hana varð hinn mikli harmleikur, jafnframt því sem hún nýtti sér reynslu sína í leikritinu um Hina bergnumdu. Fróð- legt væri óneitanlega fyrir þá sem áhuga hafa á dramatík að sjá eða heyra það leikrit. Saga Victoríu Benediktsson er at- hyglisverð saga um metnaðargjarna konu sem reyndi að njóta hæfileika sinna í örðugu umhverfi. Hún bjó yfir ofurheitum tilfinningum en var á sama tíma svo „kúl“ að hún skrásetti samtöl og lýsti atlotum næstum eins og hún væri áhorfandi að eigin ást- arsögu. Þetta eru vinnubrögð og hug- arfar sem ekki hefur verið algengt meðal kvenna undir lok 19. aldar og eru það varla enn – í upphafi 21. aldar. gudrung@mbl.is Haukur Þór Hauksson GSM 893 9855 Sigurbjörn Magnússon hrl. Investis er fyrirtækjaráðgjöf sem sér hæfir sig í miðlun fyrirtækja og breyting um á eignarhaldi. Vinnum verð mats skýrslur og greinum fjár hags lega valkosti fyrir fjárfesta og fyrirtæki. Erum með til sölu áhugaverð fyrirtæki á sviði inn flutnings, dreifingar, bygg ingar starfsemi og veitingastarfsemi. Einnig til sölu verslun í Reykjavík og svo smásöluverslunarkeðja. Höfum jafnframt góð fjárfestingatækifæri á sviði fasteigna. Getum í samstarfi við SAM Business Broker A/S í Danmörku, boðið frábær fjárfestingatækifæri á Norðurlöndunum. • • • • FYRIRTÆKJAMIÐLUN RÁÐGJÖF Aukum verðmæti eigna þinna! Lágmúla 7 - 108 Reykjavík - Sími 590 7660 - www.investis.is Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3, 800 Selfossi, s. 480 2900 - log.is Til sölu er jörðin Jaðar I, Hrunamannahreppi, sem er um 810 ha að stærð. Land jarðarinnar er víðerni sem liggur á milli Dalsár og Hvítár og á jörðin land að stórfenglegum náttúruperlum s.s. fossinum Gull- fossi og Pjaxa. Jörðin er ofarlega í Hrunamannahreppi og á land að afrétti. Engar byggingar eru á jörðinni. Land jarðarinnar liggur nokk- uð hátt og er lægst í um 200 m hæð yfir sjó. Nokkur hluti landsins er afgirtur vegna uppgræðslu á vegum Landgræðslu ríkisins og er þar birkikjarr og vaxandi skógur. Jörðin er þurrlend að mestu en ekki er ræktað land á jörðinni. Veiðiréttur Tungufells, Jaðars I og Jaðars II er í óskiptri sameign og landið er ágætt gæsa- og rjúpnaland. Volgar lindir eru við Gullfoss. Nánari upplýsingar á skrifstofu og einnig á www.log.is Löggiltir fasteignasalar: Ólafur Björnsson hrl. & Sigurður Sigurjónsson hrl. JÖRÐ VIÐ GULLFOSS RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM 21-28 ÁGÚST NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA ÞAÐ SEM ÞÉR HEFUR ALLTAF LANGAÐ Í Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.