Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GÍTARLEIKARINN Símon H. Ív- arsson mun færa suðræna og blóð- heita tóna ættaða frá Andalúsíu á Spáni beint inn í stofu nóbelskálds- ins í dag, á næstsíðustu tónleikum sumarsins á Gljúfrasteini. „Það má segja að vagga gítarsins sé á Spáni og í þessum lögum er alls staðar leitað til þjóðarhefðarinnar og það má segja að Halldór Laxness hafi gert það sama í sínum ritum. Hann leitaði til hins almenna manns, og þar finn ég einhvern samtón, á milli þessarar tónlistar og Laxness. Og það má segja að í flestum þessara laga sé leitað til flamencos, til þess sem hinn almenni maður er að syngja og oft er verið að fást við þjáninguna, sem mér finnst líka vera áberandi í verkum Laxness,“ segir Símon. Á efnisskránni eru verk eftir nokkur helstu tónskáld Spánverja, þá Gaspar Sanz, E. Granados, Manual de Falla og Isack Albeniz. Símon hefur sérhæft sig í flamenco- tónlist og farið sérstakar náms- ferðir til Spánar. Hann lauk fulln- aðarprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og einleikaraprófi frá Hochschule für Musik und Dar- stellende Kunst hjá prófessor Karl Scheit. Hann hefur komið víða við á ferlinum, oftsinnis komið fram í út- varpi og sjónvarpi og leikið víða, bæði erlendis og hér á landi. „Ég er mjög spennt- ur. Ég hef oft hugsað til þess að gaman væri að halda tónleika á Gljúfrasteini. Gítar er þannig hljóðfæri að það þolir vel nálægð við áheyrendur. Ég kem til með að kynna verkin á tónleikunum. Það er mjög nauðsynlegt að áheyrendur komist í tengsl við einhverja rót í lögunum. Þá hlustar fólk öðruvísi,“ segir Símon. Tónleikarnir hefjast líkt og áður kl. 16 og er aðgangs- eyrir 500 kr. Tónlist | Næstsíðustu tónleikar sumarsins á Gljúfrasteini Suðræn stemning í stofunni frægu Símon H. Ívarsson Í SÝNINGARSALNUM í kjallara Norræna hússins ríkir nú sér- kennileg stemning. Forláta hrærivél snýr þeytara hring eftir hring en í henni er ekkert deig. Hún er hins vegar tengd við gamlan ruggustól og ruggar honum. Á öðrum stað seytlar vatn viðstöðulaust úr nýlegu blönd- unartæki ofan í ryðgaðan þvottabala og á gamalli Rafha-eldavél sýður endalaust á þremur kötlum. Nilfisk- ryksuga sogar hornið á íslenskum fána sem hangir úr loftinu og svona má áfram telja. Umrædd pör eða samsetningar koma úr smiðju myndlistarmannsins Ilmar Stefánsdóttur sem á und- anförnum árum hefur fengist við að hanna tæknilegar „uppfinningar“ af ýmsu tagi með áherslu á sjónrænt gildi fremur en notagildi í verkum sem einkennast af húmor og hug- myndaríki. Sýningin leikur á mörkum mynd- listar og leikhúss, líkt og lýsing verk- anna gefur til kynna.Samhliða mynd- listinni hefur Ilmur fengist við leikmyndahönnun og er innsetningin í Norræna húsinu unnin í samstarfi við Steinunni Knútsdóttur sem starf- ar við leikhús, m.a. sem leikstjóri og leikari, gjarnan í tengslum við til- raunaleiklist. Steinunn stýrir gjörn- ingi sem fluttur er í sýningarrýminu um helgar. Skörun myndlistar og leikhúss – og annarra listgreina – má rekja til hræringa á 7. áratug síðustu aldar þegar listamenn leituðust við að færa listina úr stofnanaumhverfi sínu og tengja við hversdagslífið, svo sem í gjörningum, popplist og flúxus- hugmyndum um samruna lífs og list- ar. Í verkum Ilmar nú, sem samsett eru úr „fundnum hlutum“ úr hvers- deginum, má greina áherslu í anda flúxus á sífellda verðandi; ekki aðeins í tæknilegri sívirkni, heldur í tilraun til nýrrar merkingarsköpunar hlut- anna í nýju samhengi. Samsetningarnar ganga fyrir vél- arafli og í fjarveru mannsins líkt og yfirskrift sýningarinnar „Out of of- fice“ vísar til. Innsetninguna mætti túlka sem hugleiðingu um vélvæðingu nútímans – þar sem vélarnar virðast hafa tekið völdin. Margir hlutanna eru þó gamlir og úr sér gengnir og virðast skírskota til hverfulleikans og fortíðar – og þá sérstaklega eft- irstríðsáranna þegar hinu nýja vél- knúna heimili var ætlað að auka svig- rúm kvenna. Hraði og firring nútímans kemur hér upp í hugann og tæknileg úrelding þar sem maðurinn reynir allt hvað hann getur að taka þátt í hinni hröðu þróun. Á sýningu Ilmar og Steinunnar virðist hann hafa tekið það til bragðs að láta sig hverfa. Manneskjan birtist þó í „gjörn- ingum“ um helgar en í stað þess að taka til hendinni, ráfar hún um í af- skiptaleysi og starir tómlega fram fyrir sig – í fullkominni uppgjöf. Hún stillir sér hreyfingarlaus upp við sam- setningarnar og verður eins og hver annar leikmunur við þessar sviðsettu kringumstæður. Eða eru vélarnar staðgenglar leikaranna? Morgunblaðið/Ásdís Þvottabali Ilmar Stefánsdóttur. Vélknúinn heimur MYNDLIST Norræna húsið Opið alla daga nema mán. kl. 12–17. Gjörningur lau. og su. kl. 15–17. Out of Office – Innsetning Steinunn Knútsdóttir og Ilmur Stefánsdóttir Til 30. september Anna Jóa VARNARLIÐSSALA GEYMSLUSVÆÐISINS Sunnudaginn 20. ágúst kl. 15:00 verður hadið uppboð á ýmsum munum frá Varnarliðinu. Öllum er heimil þátttaka stólar - innrammaðar landslagsljósmyndir - sófar stálskápar - gólfmottur - skrifborð - sjónvarpsskápar kommóður - innrömmuð plagöt - speglar ný rúm með innbyggðum skúffum auk þess ýmislegt óvænt og spennandi Greiðsla við hamarshögg - tökum öll helstu kreditkort og beinharða peninga Opið: Fimmtudaga: 12:00 - 21:00Föstudaga og laugardaga: 10:00 - 18:00Sunnudaga: 12:00 - 18:00 UPPBOÐ Komið og gerið góð kaup Varnarliðssalan Sigtúni 40 Meðal þess sem boðið verður upp er: Margar gerðir af ónotuðum og lítið notuðum stólum, fyrir stofnanir, stofuna, skrifstofuna eða unglingaherbergið Glæsileg rúm með innbyggðum skúffum, tilvalin í unglinga- eða barnaherbergið • • NÝKOMIÐ: Nýjar vörur í hverri viku - alltaf eitthvað nýtt og spennandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.