Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sum sambönd eru hversdagsleg. Önnur smella með svo miklum látum að það er nánast ærandi. Þitt verkefni er að finna þá sem þú smellur saman við og halda sambandinu við þá. Naut (20. apríl - 20. maí)  Haltu áfram með hjartað opið upp á gátt. Þú gætir verið upphafsmaðurinn að hreyfingu fyrir heimsfriði, þar eð hann byrjar með því að ein manneskja ákveður að friðmælast við aðra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þó að tvíburinn hafi frábæra dóm- greind á karakter, smekk og alls konar hluti er þetta dagurinn sem hann á ekki að dæma svo hann verði ekki dæmdur. Það eru rannsakendur úti um allt! Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Málefni tengd samböndum eru eilífð- arverkefni. Kannski langar þig til að taka þér smápásu en það verður að segjast að áhuginn einskorðast ekki bara við þína persónu heldur sambönd almennt. Þetta á ekki síst við ef þú trú- ir ljóni fyrir raunum þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef þú heldur að peningar eigi eftir að leysa vandamál þitt skaltu hugsa þig um tvisvar. Kannski leysa þeir hluta af vandamálinu, þann auðvelda. Þú hefur næga hæfileika til þess að þéna akk- úrat nóg af peningum til þess að laga aðstæður sem hugnast þér ekki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert snillingur en þér þykir samt ekki ýkja þægilegt þegar aðrir taka eft- ir því. Gerstu svo djörf að þiggja allt hrósið sem beint er til þín í dag. Það gæti meira að segja látið þér líða vel. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ertu háð ástinni eða ertu bara háð þeirri hlið á þér sem þú sýnir þegar þú ert í návist tiltekinnar manneskju? Vertu einsömul í kvöld, það hjálpar þér við að svara spurningunni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er flókið að vera sér meðvitandi um neikvæða strauma án þess að vera of upptekinn af þeim (sem laðar þá ósjálfrátt að þér). Þú ert yfirleitt góður í að sjá í gegnum brellur og dagurinn í dag er engin undantekning. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hver fullorðinn einstaklingur þarf að ganga í gegnum það ferli að losa sig við barnalega hegðun og hugsanamynstur. Það merkir ekki að þú megir ekki leika þér. Ef þú ert heppinn kemstu á leik- völlinn með einhverjum hætti í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fólkið í kringum þig talar mikið um völd í augnablikinu – að láta þau eftir, viðurkenna þau, endurheimta þau … það virkar fremur ruglingslegt í þínum huga. Þú gerir það sem þú gerir af því að þér finnst það rétt. Sú leið styrkir þig mest af öllum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er eitt bjartsýnasta merki dýrahringsins og viðkvæði hans er að ganga sólarmegin í lífinu. Þar er ekki bara bjart og ánægjulegt, heldur hittir þú fullt af fólki á sömu leið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hugsun krefst orku og athygli. Ef hug- ur þinn beinist að sama hlutnum aftur og aftur, krefst það orku. Að ná tökum á óleystum verkefnum tryggir að þau nái ekki tökum á þér. Stjörnuspá Holiday Mathis Ef einhver segir „ég elska þig“ þýðir það stundum „ég þarf að hætta að tala“. Eða það þýðir „ekki fara“ eða „farðu út með ruslið“. Einstaka sinnum þýðir það reyndar „ég elska þig“. Nú, þegar Merkúr og Satúrnus eru í samstöðu, hjálpar það manni við að greina á milli. Með ein- stöku næmi tekst okkur að lesa alheim- inn í örfáum orðum. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 endingargóður, 8 unaðurinn, 9 neita, 10 setti, 11 minnka, 13 hindrun, 15 málms, 18 laumast burt, 21 tók, 22 hermanna, 23 bætir við, 24 land í Evrópu. Lóðrétt | 2 andstaða, 3 ávöxtur, 4 ekki rétt, 5 orðrómur, 6 yfirsjón, 7 grátsog, 12 stórfljót, 14 kærleikur, 15 harmur, 16 svartfuglar, 17 brestir, 18 hvell, 19 stormsveip- urinn, 20 hæverska. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 röska, 4 bylur, 7 Skúli, 8 óljós, 9 náð, 11 alur, 13 hrum, 14 ágóði, 15 burð, 17 kjól, 20 gat, 22 leðja, 23 aft- an, 24 rengi, 25 fenna. Lóðrétt: 1 ræsta, 2 skútu, 3 alin, 4 blóð, 5 lýjur, 6 ræsum, 10 ámóta, 12 ráð, 13 hik, 15 bælir, 16 ræðin, 18 jatan, 19 linna, 20 gapi, 21 tarf.  Tónlist Safnaðarheimili Akureyrarkirkju | Kamm- ersveitin Ísafold spilar verk eftir öndverð- artónskáld 20. aldar, þ.á m. Schönberg, We- bern og Takemitsu. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Hauk Tómasson, verðlauna- hafa Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, sem samið er sérstaklega fyrir Ísafold sum- arið 2006. Myndlist 101 gallery | Serge Comte – sjö systur – se- ven sisters. Til 2. sept. Opið fim.–laug. kl. 14– 17. Anima gallerí | Bára Kristinsdóttir sýnir ljósmyndir. Myndirnar eru allar teknar í Jupi- ter í Flórída á þessu ári. Sýningin stendur til 9. sept. opið miðvikud.–laugard. kl. 13–17. www.animagalleri.is Art-Iceland Mublan | Fyrsta samsýning gallerísins Art-Iceland.com. Listamennirnir sem sýna eru: Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Sýn- ingin er í Versluninni Mublunni, Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Byggðasafn Garðskaga | Samsýning: Reyn- ir Þorgrímsson, Reynomaticmyndir sem eru litríkar nærmyndir af náttúrunni. Björn Björnsson tréskúlptúr. Opið kl. 13–17, alla daga. Nýtt kaffihús er á staðnum. Café Karólína | Karin Leening sýnir en hún málar, teiknar, býr til teiknimyndir og kennir börnum myndlist. Stendur til 1. sept. DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým- isverk. Stendur til 26. ágúst. Opið virka daga og laugardaga kl. 14–18 í sumar. Eden, Hveragerði | Vaddý (Valgerður Ing- ólfsdóttir) sýnir akríl-, vatnslita-, olíu- og pastelmyndir, eingöngu eftir íslenskum fyr- irmyndum. Til 28. ágúst. Energia | Sölusýning á landslagsmyndum eftir myndlistarmanninn Mýrmann. Stendur út ágústmánuð. Nánari uppl. á http:// www.myrmann.tk Grafíksafn Íslands | „Sýning eða ekki- sýning?“ Óformleg sýning Jóhönnu Boga- dóttur, með áherslu á vinnuferlið með teikn- ingum, litógrafíum, skissum og fleiru. Opið fimmtud.–sunnud. 12.– 20. ágúst, kl. 15–18, á menningarnótt er opið kl. 14–22. Grunnskólinn Þykkvabæ | Listaverk eftir sjö listamenn Ragnar Axelson, Helgu Skúla- dóttur, Elías Hjörleifsson, Helenu Weihe, Katrínu Óskarsdóttur, Karl Jóhann Jónsson og Hildi Ársælsdóttur. Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og með henni er sjónum beint að hrauninu í Hafnarfirði. Tólf listamenn sýna. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning á verkum Ásgerðar Búadóttur veflistakonu stendur til 26. ágúst. Handverk og hönnun | Til sýnis íslenskur listiðnaður og nútíma hönnun 37 aðila. Á sýningunni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Stendur til 27. ágúst. Opið alla daga kl. 13–17, aðgangur er ókeypis. Kaffi Sólon | Kolbrún Róberts sýnir afstrakt málverk. Sýningin ber titilinn Himinn & jörð. Stendur til 1. sept. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur. Sýningin rekur allan listamannsferil Louisu í sex ára- tugi. Til 20. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Val- gerður Bergsdóttir býður upp á leiðsögn og listamannsspjall kl. 15 í dag. Á sýningunni AND–LIT eru teikningar eftir Valgerði Briem, móður Valgerðar, en á neðri hæð safnsins er sýningin TEIKN og HNIT með verkum eftir Valgerði Bergsdóttur. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Tím- inn tvinnaður stendur til 20. ágúst. Al- þjóðlegi listhópurinn Distill; Amy Barillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Ti- najero Baker, Tsehai Johnson. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverkaverðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Meðal sýnenda eru fjórir íslenskir listamenn, m.a. listmálarinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós þær nýjustu frá síðast- liðnu ári. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn- ingunni sem spannar tímabilið frá aldamót- unum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Tónleikar á þriðjudagskvöldum. Sjá nánar á www.lso.is Norræna húsið | Out of Office – Innsetning. Listakonurnar Ilmur Stefánsdóttir og Stein- unn Knútsdóttir í sýningarsal til 30. sept- ember. Opið alla dag kl. 12–15, nema mánu- daga. Gjörningar alla laugardaga og sunnudaga kl. 15–17. Sumarsýning í anddyri til 27. ágúst. Ljós- myndir frá Austur Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga til kl. 9–17, laugardaga og sunnudaga kl. 12–17. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Saltfisksetur Íslands | Sýning Sigridar Ös- terby til 30. ágúst. Opið alla daga kl. 11–18. Suðsuðvestur | Hreinn Friðfinnsson sýnir innsetninguna Sögubrot og myndir. Sýn- ingin stendur til 20. ágúst. Opið, fimmtud. og föstudaga kl. 16–18, um helgar kl. 14–17. www.sudsudvestur.is Sögusetrið á Hvolsvelli | Einkasýning Hel- enu Hansdóttur samanstendur af víd- eógjörningi, innsetningu og ljósmyndum. Sýningin heitir „Éta“. Til 3. september, opið alla daga kl. 10–18. Thorvaldsen bar | Málverkasýning Arnars Gylfasonar stendur til 8. sept. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla stendur yfir á Reykjavíkurtorgi, Tryggvagötu 15, 1. hæð. Opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13– 17. Ókeypis aðgangur. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú búinn húsmunum og áhöldum eins og tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Kaffihlaðborð í dag kl. 14–17. Opið daglega kl. 9–18, fimm- tud. 9–22. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á ís- lensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl- unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í síma 586 8066. Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega frá 13–17 til 15. sept. 400 kr inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns og litið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykjavík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10–17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.