Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 41 UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SELBRAUT - SELTJARNARNESI Fallegt 224 fm einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur innarlega á Sel- brautinni. Mjög rúm aðkoma er að húsinu. Húsið skiptist í anddyri, eldhús, tvær stofur, fjórar snyrtingar, geymslu, þvottahús, sex svefnherbergi og mögulegt er að útbúa tvær litlar íbúðir, eina í hvorum enda hússins. V. 62,0 m. 5696 ÚTHLÍÐ - FRÁBÆR EIGN - STÓRGLÆSILEG 5 herb. sérhæð í Úthlíð auk stórs bílskúrs í húsi sem hefur verið algjörlega tekið í gegn að utan og endursteinað. Eignin skiptist m.a. í forst., forstofuherb., geymslu, sjónvarpshol, eldhús, baðherb., tvö herb., borðst. og stofu. Rúmg. bílsk. Tvennar svalir. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð sl. ár m.a. þak fyrir 10-15 árum, dren, rafm. og nýjar útitröppur með hita í. Stæði fyrir tvo bíla fyrir framan bílsk. Glæsil. garður. Frábær staðst. miðsv. en stutt er í Ísaksskóla, Æfingaskólann, miðbæinn, Klambratún og Kringluna. V. 45,0 m. 6026 VESTURGATA - GLÆSILEGT EINBÝLI Eitt elsta steinhús í Rvík sem hefur verið endurnýjað frá grunni. Eignin skiptist m.a. í hol, stofu, eldhús, sjónvarpsherb., herb., snyrtingu, baðherb., þvottahús, fataherb. og vinnuaðst. Nýtt gler, nýtt rafm., lagnir, skólp, einangrun o.fl. en segja má að húsið sé nánast nýtt. Timburpallur í garði.Tvö upph. bílast. á lóð. Byggingarr. fyrir öðru u.þ.b. 160 fm húsi á lóð. Eign í sérflokki fyrir þá sem vilja eiga einbýli í vestur- bænum. 3868 MIÐBRAUT - SELTJARNARNESI Vorum að fá í einkasölu glæsilega 137 fm efri sérhæð í fallegu 3-býlish. við Mið- braut. Auk þess fylgir 30 fm bílskúr, samtals 167 fm. Hæðin hefur öll verið standsett á glæsil. hátt. Íbúðin skiptist m.a. í tvær glæsil. stofur með arni og þrjú herb. Glæsi- legt nýtt baðherb. Tvennar svalir. Sjávarútsýni. V. 41,9 m. 6019 Maríubaugur Sérlega falleg 3ja herb. íbúð með sérgarði með fallegri verönd í Grafar- holti. Eignin skiptist í forst., baðhb. stofu, eldhús, þvottahús og tvö herb. Aðeins þrjár íbúðir í stigahúsi. Geymsla á hæð. Eikarhurðir og ölur í innr. V. 19,0 m. 6027 Víðimelur Falleg 3ja herb. neðri hæð í vesturbænum. Eignin skiptist í forst., bað- herb. eldhús, stofu, borðst. og herb. Í kj. er sérgeymsla og saml. þvottahús. Fallegt hús. Svalir. Gróinn garður. V. 22,5 m. 6031 Tjarnargata - Laus strax - Lækkað verð Til sölu í hjarta Rvíkur spennandi 84 fm risíbúð með fallegu útsýni yfir tjörnina. Íbúðin þarnast stansetn. Gólfflötur íbúðar- innar er stærri en fmtala segir til um. V. 20,5 m. 6006 Hamraborg - Útsýni 3ja herb. falleg um 78 fm íbúð í lyftuhúsi með glæsilegu útsýni yfir Fossvoginn. Íbúðin er mjög snyrtileg. Stæði í bílag. er undir blokkinni og er afnotaréttur af því. V. 16,5 m. 6009 Vindás - Laus Mjög falleg og snyrtileg 35 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Góðar svalir útaf stofu. Íbúðin er laus í septem- ber. V. 10,5 m. 6030 Ljósheimar - Laus strax 53 fm íbúð á 8. hæð í vel staðsettu lyftufjölbýlishúsi. Íbúð- in skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, svefnherb. og baðherb. Í kjallara fylgir sérgeymsla. Íbúðin þarfnast standsetn- ingar að innan. V. 11,2 m. Stórglæsilegt og vel skipulagt 246 fm einlyft einbýlishús með innbyggðum 36 fm bílskúr. Húsið var byggt árið 1990 á afar vandaðan og smekklegan máta. Eignin skiptist m.a. í rúmgóða og bjarta stofu, borðstofu með útgangi á verönd, rúmgott eldhús með fallegri ljósri viðarinnréttingu, vönduðum tækjum og eyju, sjónvarpsstofu, þrjú herbergi auk fataherbergis inn af hjónaherbergi og vandað baðherbergi sem er flísalagt í gólf og veggi auk gestasnyrtingar. Aukin lofthæð og innfelld lýsing er í stórum hluta hússins. Falleg ræktuð lóð með timburverönd í suður. Mjög góð eign á þessum eftirstótta stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Nánari uppl. á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Einimelur Glæsilegt einbýlishús Í FRÉTTUM nýverið hefur nú- verandi meirihluti haldið því fram að ástæðan fyrir skiptingu skóla- mála í Reykjavík sé fyrst og fremst sú að umræðan um leik- skólamál sé of lítil. Haldnir hafa verið opnir fundir þar sem leik- skólakennarar og grunnskóla- kennarar hafa beðið um fagleg rök. Samfylkingin hefur beðið um fagleg rök. Svörin eru þau að of lítil umræða hafi farið fram á fundum menntaráðs og að aðeins um 20% af tíma menntaráðs hafi farið í umræður um leikskólann. Einnig er talað um að það sé ósanngjarnt að vekja máls á þessu því væntanlegur formaður nýja ráðsins sé kona! Spurt er um kostnað – engin svör. Spurt er um fagleg rök – engin svör. Spurt er við hvaða fagaðila var talað – engin svör. Formaður borgarráðs verður síðan uppvís að annaðhvort ósannindum eða þekkingarskorti í fréttum nýverið þar sem hann tel- ur faglegu rökin vera „20% pró- sent umræðuna um leikskólann“. Að telja það fagleg rök er út af fyrir sig afar sérkennilegt. Stað- reyndin er hins vegar þessi: Á árinu 2005–2006 var í 35% tilfella fjallað um málefni leikskólans samkvæmt upplýsingum frá Menntasviði – ekki 20% eins og Björn Ingi Hrafnsson segir. Þeg- ar tekinn er heildarfjöldi allra barna í Reykjavík á skólastig- unum báðum eru leikskólabörnin 30% af heildarfjöldanum. Því er nær sanni að hlutfallslega sé oftar rætt um málefni leikskólabarna en grunnskólabarna. Aðalatriðið er þetta. – Þegar meira að segja 20% talan hefur verið hrakin og engin svör koma varðandi aðra hluti hlýt ég að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé eingöngu gert til að búa til stól fyrir þann borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem varð út- undan í stólaskiptum í sumar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Rakalaus stólasmíði Höfundur er borgarfulltrúi og fyrr- verandi borgarstjóri í Reykjavík. FAGMENNTUN leiðsögumanna er lyk- ilatriði sem stuðlar að jákvæðri upplifun ferða- manna á Íslandi en störf þeirra virðist gegna van- metnu hlutverki innan ferðaþjónustunnar. Enn sem komið er hefur leiðsögumönnum ferðamanna ekki tekist að telja yf- irvöld á að veita starfsheiti þeirra löggildingu þrátt fyrir að formleg menntun og þjálfun leiðsögumanna hafi farið fram hér á landi sl. 30 ár. Það kemur því nokkuð á óvart að leiðsögumenn hafna og leið- sögumenn með hreindýraveiðum skuli njóta löggild- ingar þrátt fyrir um- talsvert minni kröfu um menntun. Leiðsöguskóli Ís- lands hefur starfað frá árinu 1976 við góðan orðstír og útskrifað um þúsund leiðsögumenn á þremur kjörsviðum; almennri leið- sögn, gönguleiðsögn og nú í vor í fyrsta sinn, afþreyingarleiðsögn. Námið tekur eitt ár og er bæði yf- irgripsmikið og krefjandi fyrir nem- endur sem leggja sig alla fram til að standa sig sem best þegar á hólm- inn er komið. Nemendur sem sækja um inn- göngu í skólann þurfa að vera orðn- ir 21 árs, hafa stúdentspróf eða ann- að nám sem hægt er að meta auk þess að tala a.m.k. eitt erlent tungu- mál, auk íslensku. Í skólanum er mikil aldursdreifing en meðalaldur nemenda er 40 ár og flestir hafa lokið námi á háskólastigi, jafnvel doktorsprófi. Heyrst hafa þær raddir að fag- menntun leiðsögumanna sé óþörf en þeir sem til þekkja, eins og ferða- skrifstofur og ferðamennirnir sjálf- ir, vita að menntun leiðsögumanna er bráðnauðsynleg enda eykur hún verulega líkurnar á því að leiðsögn- in sé leyst vel af hendi. Löggilding starfsheitis leiðsögumanna snýst því fyrst og fremst um neyt- endavernd eins og nýjum lögum um ferðamál er ætlað að tryggja. Menntun og löggilding starfsheitis leiðsögumanna Stefán Helgi Valsson skrifar um nám og réttindi leiðsögu- manna ’Leiðsöguskóli Íslandshefur starfað frá árinu 1976 við góðan orðs- tír …‘ Stefán Helgi Valsson Höfundur er ferðamálafræðingur, leiðsögumaður og kennari. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.