Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ An International Education in Iceland The international school offers a dynamic learning environment for elementary school children in grades K-7 (aged 5-13). Our emphasis is on international-mindedness and positive discipline in a bilin- gual environment. The school is located within Sjálandsskóli, a new state-of- the-art school in Garðabær. For more information please visit our site at www.internationalschool.is Skólinn er einkarekinn grunnskóli innan Sjálandsskóla, sem býður upp á alþjóðlega menntun fyrir börn á aldrinum 5-13 ára. Áhersla er lögð á alþjóðalegavitund og jákvæðan aga í tvítýngdu umhverfi. Kennslan hefst 22 ágúst. Sjá nánari upplýsingar á www.internationalschool.is (354) 694 3341 www.internationalschool.is int.school.iceland@gmail.com HIN fjölmenna hljómsveit Benni Hemm Hemm, sem er hugarfóstur tónlistarmannsins Benedikts H. Hermannssonar, hefur gert víðreist á tónleikum í Þýskalandi undanfarið sem gerður hefur verið góður róm- ur að. Ellefta ágúst spilaði sveitin til að mynda við opnun Admiralspalast í Berlín Mitte fyrir eitthvað um tvö þúsund manns. En Admiralspalast er stórt og sögufrægt hús sem hýsir nú leikhús ásamt fleira og er rekið, í samvinnu við fleiri aðila, af þúsund- þjalasmiðnum Helga Björnssyni. Daginn eftir kom hljómsveitin fram á bátahátíðinni Hanse sail í Rostock og voru herlegheitin tekin upp af þýska ríkisútvarpinu. Fjór- tánda var sveitin á ný komin í ná- grenni Berlínar til að spila á hinni votviðrasömu og hippalegu tónlist- arhátíð Goldmund Festival, þar sem hún náði, að sögn viðstaddra, upp hinni fínustu stemningu. Á þriðju- daginn var svo röðin komin að Club Bastard (im Prater) við Kast- anienallee í Prenzlauer Berg, sem er það sem kalla mætti íslensku- vænt hverfi Berlínarborgar, enda búa þar þó nokkuð margir landar okkar. Tilefnið var útgáfa sam- nefndrar breiðskífu sveitarinnar í Þýskalandi og Evrópu, en hún mun koma þar út á næstu dögum. Enginn aulahrollur Undirritaður var viðstaddur tón- leikana ásamt fleiri Íslendingum, en eins og flestir vita er það lenska Ís- lendinga í útlöndum að leita uppi allt sem íslenskt er og vill oft brenna við að slíkar uppákomur beri meiri keim af einhvers konar íslensku teiti þar sem aðalmálið er frekar að flippa og skemmta sér í útlöndum en að halda góða og metn- aðarfulla tónleika. Þarf þetta svo sem ekki að einskorðast við tónlist; þetta er einnig móðins innan mynd- listarinnar. Svo sem góðra gjalda vert, en samt eitthvað kjánalegt við það; eitthvað sem framkallar aula- hroll. Tónleikar Benna Hemm Hemm á Bastard voru blessunarlega lausir við þetta. Að vísu var haldið í þá hvimleiðu íslensku venju að byrja ekki að spila fyrr en liðið var tals- vert á kveldið; umtalsvert frá aug- lýstum tíma, en það kom ekki að sök þar sem tónlistarflutningurinn var vel heppnaður í alla staði og þau þýsku andlit sem fyrir tónleikana voru sem steinrunnin gátu ekki ann- að en verið brosið uppmálað að þeim loknum. Þessir tónleikar voru líka allt annað en flipp og Íslend- ingasamkunda, þótt auðvitað hafi margir gert sér glaðan dag í tilefni dagsins. Að þessu sinni voru og „útlend- ingarnir“ í meirihluta og einkennd- ist kveldið af fagmennsku auk þess sem það er ekki verra að hafa vel úr garði gerðar lagasmíðar í pokahorn- inu; eitthvað sem Benni Hemm Hemm virðist hafa nóg af. Á meðal áhorfenda Með kassagítarinn og röddina að vopni leiddi forsprakki hinnar ellefu manna sveitar hana í gegnum dag- skrána af öryggi og festu og allt að því dramatískir Ennio Morricone skotnir tónarnir og stemning sem líkja mætti við þá stemningu er bandaríska hljómsveitin Calexico nær naut sín furðanlega vel í hljóð- kerfi húsins. En ég bar einmitt þann ugg í brjósti fyrir tónleikana að hljóðkerfið kæmi hugsanlega til með að vera í vandræðum með svo stóra hljómsveit, samansetta af þremur gíturum, bassa, trommum, hljómborði og klukkuspili auk brassdeildar. Slíkar áhyggjur voru þó óþarfar og komst dýnamíkin sem einkennir tónlistina (og einn meðlima kallaði „Sigur Rósar effektinn“; rólegheit og hávaði skiptast á) vel til skila og rúmlega það, enda var sveitin klöppuð upp og tók uppklappslagið á skemmtilegan hátt með því að brassdeildin stillti sér upp innan um áhorfendaskarann meðan Benni var ásamt trommuleikaranum Helga Svavari Helgasyni og bassaleik- aranum Páli Ívani Pálssyni uppi á sviðinu. Svo segja mætti að þau hafi spilað hver á móti öðrum. Næstum fullkomnað Miðvikudagskvöldið var síðan tví- þætt dagskrá. Hestbak, sem sam- anstendur af fjórum meðlimum Benna Hemm Hemm, spilaði á Café Wendel við Schlesische Str. 42 í Kreuzberg og Benni Hemm Hemm á Bar 25 við Holzmarktstr. 25 í Friedrichshain. Hestbak er af allt öðru sauðahúsi en Benni Hemm Hemm og spilar tónlist sem líklega fellur best að óhljóða-skilgreiningunni. Þar er alltént að finna tónskáld sem spila verk sín við myndbandsverk, sem virka líkt og nótur. Auk þess spilaði Hestbak spuna við myndbandsverk myndlistarmannsins Egils Snæ- björnssonar. Útkoman var jákvæð viðbrögð þeirra spekinga sem hlýddu á. Lokatónleikar Benna Hemm Hemm voru svo eins konar leyni- tónleikar enda eftir því sem ég best veit ekki auglýstir. Þeir fóru fram á allsérstökum stað niðri við ána Spree. Um er að ræða viðarbygg- ingu sem er í því sem kalla mætti vestrastíl. Allavega afar notalegt andrúmsloft í einkar frambærilega útlítandi umhverfi. Og með ljúfa tóna sveitarinnar mætti næstum því ganga svo langt að segja það full- komnað. Bandið náði í það minnsta flugi og hljómburðurinn var til fyr- irmyndar. Að þessu sinni var „Sigur Rósar effektinum“ sleppt og meira dvalið við rólegri geðhrif sem féllu vel að umhverfinu og voru viðtök- urnar eftir því góðar. Það er því, held ég, óhætt að segja að þetta stutta tónleika- ferðalag hafi farið vel fram, fyllt fagmennsku og fínni stemningu. Það er svo bara vonandi að Evrópa taki Benna Hemm Hemm opnum örmum og sjái að það komi ekki ein- tómir álfar frá Íslandi. Tónlist | Benni Hemm Hemm hélt vel heppnaða tónleika í Berlín, Rostock og Goldmund Festival Af fagmennsku og fínustu stemningu Morgunblaðið/Eggert „Með kassagítarinn og röddina að vopni leiddi forsprakki hinnar ellefu manna sveitar hana í gegnum dagskrána af öryggi og festu.“ www.bennihemmhemm.com www.hestbak.tk Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com Hin kasólétta Britney Spearssegir í viðtali við bandaríska tímaritið People að hún og eig- inmaðurinn Kevin Federline hafi ekki skipulagt það að hún yrði ólétt að barni númer tvö svo skjótt eftir að sonurinn Sean Preston fæddist. Spears segir að sér líði þessa dagana eins og að hún hafi verið ólétt í tíu ár. Hjónakornin vita ekki enn hvort þau munu eignast strák eða stelpu og Spears segist vera orðin mjög spennt og hlakki mikið til að fylgjast með börnunum tveimur verða náin. Að hennar sögn er hún sjúk í súkku- laði þessa dagana og vakni því oft um miðjar nætur, nái sér í stórt súkkulaðistykki, bræði það í ör- bylgjuofninum og borði það svo. Fólk folk@mbl.is Britney Spears
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.