Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 33 bannar aukaaðild. Schengen-sam- starfið sýnir líka að Ísland getur átt aðild að stofnun innan ESB án þess að vera með fulla aðild. Ég held að þetta sé fremur skortur á vilja en að aukaaðild sé útilokuð, þótt vissulega sé á brattann að sækja.“ Þarf að efla sparnað Guðmundur er inntur eftir því hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af þenslu í efnahagslífinu núna. „Hagfræðin sýnir að peninga- þensla og verðbólga fara alltaf sam- an og þetta er bara spurning um or- sök og afleiðingu. Er það peningamagnið sem eykst fyrst, með verðbólgu í kjölfarið, eins og að und- anförnu þegar erlend lán hafa fjár- magnað eyðsluna og valdið þenslu? Og er verðbólgan þá fjármögnuð áfram? Í eina tíð var alltaf verðbólga hér, hvort sem var hallæri eða góð- æri. Ef vel gekk og gengið hækkaði stöðugt hækkaði fiskverð, meira fé kom inn í landið, laun hækkuðu og verðbólgan með. Ef illa fiskaðist var gengið fellt og peningamagnið aukið, svo þá var verðbólga líka. Núna er sem betur fer verðbólga aðeins í góð- æri og markaðurinn ræður gengi krónunnar. Við þurfum fyrst og fremst að draga úr peningamagni í umferð núna, útlánum og útgjöldum ríkisins og sveitarfélaga, sem sam- tals eru hátt í helmingur landsfram- leiðslu. En vandinn er sá að útgjöldin felast mest í launum og rekstri og erfitt að skera niður þar. Og svo bæt- ast kosningaloforð við. Þess vegna þarf líka að leggja áherslu á að efla sparnað. Á dögunum varpaði ég þeirri hugmynd fram að það væri til dæmis hægt að gera með því að Seðlabankinn seldi verðbréf á háum vöxtum, til að fá fólk til að kaupa og taka það fé úr umferð. Þetta væri vissulega ákveðinn fórnarkostnaður, til að stemma stigu við verðbólgu.“ Þurfum alltaf akademískan leiðtoga Guðmundur lét af embætti rektors Háskóla Íslands fyrir rúmum 20 ár- um, en því gegndi hann í sex ár. „Ég bjóst nú ekki við að verða rektor, enda var forveri minn í embætti, Guðlaugur Þorvaldsson, líka úr við- skiptadeildinni. En ég hafði tekið þátt í að móta vinnumatskerfi há- skólans og tengdist stjórnsýslu hans á ýmsan hátt. Mér fannst gott að fá tækifæri til að fylgja ýmsum hugð- arefnum mínum eftir, til dæmis að styrkja innviði skólans og tengsl hans við atvinnulífið. Á þessum árum sleit ég ekki alveg sambandinu við nemendur í viðskiptadeild, því ég kenndi stærðfræðilega hagfræði. Ég sneri svo aftur til fyrri starfa að rektorstíðinni lokinni og mun hafa verið fyrsti rektor sem það gerði, allt frá tíð Alexanders mikla,“ segir Guð- mundur og vísar þar til Alexanders Jóhannessonar, sem var þrívegis kjörinn rektor, en gegndi inn á milli stöðu prófessors við heimspekideild. Guðmundur segir að starf rektors hafi aukist verulega frá því að hann gegndi því. „Það hafa komið fram til- lögur um að skipta embættinu upp, hafa akademískan rektor og fjár- málarektor við hlið hans. Núna þarf að styrkja rannsóknir við háskólann og til að svo megi verða þarf að afla fjár frá einstaklingum og fyrirtækj- um. Slík skipting gæti því reynst vel. Ég tek hins vegar fram, að mér finnst ekki koma til greina að ráða eingöngu eins konar forstjóra yfir háskólann. Við þurfum alltaf aka- demískan leiðtoga.“ Guðmundur á eitt ár í sjötugt og lætur því af störfum við Háskóla Ís- lands á næsta ári. Hann ætlar að gegna hálfri stöðu fram að starfslok- um, en þá tekur við rekstur á gömlu býli á Norður-Sjálandi sem hann á með danskri eiginkonu sinni. „Ég er að færa mig yfir í landbúnaðinn eins og gömlu hagfræðingarnir og var að kaupa traktor, plóg og sláttuvél. Ég feta þar í fótspor 19. aldar hagfræð- ingsins von Thünen, sem færði jað- arhugsunina inn í hagfræðina. Nú get ég velt fyrir mér hvort það borgi sig að rækta einn hektara í viðbót og halda þannig áfram þar til kjörstað- an er fundin. Þetta er enn aðal hag- fræðinnar. Ég hverf nú samt ekki al- veg til Danmerkur, enda á ég fjórar dætur hér, níu barnabörn og móður á lífi. Ég ætla líka að halda áfram að skrifa greinar, eins og andinn blæs mér í brjóst.“ rsv@mbl.is Rannsóknasjóður Umsóknarfrestur 1. október 2006 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með umsóknafrest 1. október 2006. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknum er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Eftirfarandi atriði vega þungt samkvæmt almennri stefnu Vísinda- og tækniráðs: ● Að verkefnið stuðli að uppbyggingu á vísindalegri og tæknilegri þekkingu. ● Að verkefnið hafi ótvírætt vísindalegt gildi og ávinning fyrir íslenskt samfélag eða atvinnulíf. ● Að verkefnið stuðli að myndun rannsóknarhópa og þekkingarklasa og stuðli að samvinnu milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. ● Að verkefnið feli í sér þjálfun ungra vísinda- og tæknimanna. ● Að verkefnið stuðli að alþjóðlegri sóknargetu íslenskra vísindamanna og aukinni þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði vísinda. Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki: ● Öndvegisstyrki. ● Verkefnisstyrki. ● Rannsóknastöðustyrki. Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu styrk til verkefna árið 2006 með áætlun um framhald á árinu 2007 skulu senda áfangaskýrslu til sjóðsins fyrir 16. október 2006. Ítarlegar upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð fyrir hverja styrktegund er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.