Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 59
andlegri líðan borgaranna. Nú á sér stað mikil umhverfisvakning meðal þjóðarinnar gagnvart náttúrunni og vonandi þroskast sá skilningur áfram í umræðu og umfjöllun um það manngerða umhverfi sem við skilj- um eftir okkur,“ segir Margrét ákveðin. Koparáferðin úrslitaatriði Í umsögn dómnefndarinnar segir að byggingin sé lýsandi dæmi um vel heppnaða húsagerðarlist þar sem saman fara „heildstæðir, blæ- brigðaríkir fletir og þaulhugsuð fín- leg smáatriði“. Eins og áður er nefnt gerir dómnefndin sér einnig mat úr því hve vel byggingin samlagast náttúrulegu og manngerðu umhverfi staðarins. Þáttur í þeirri aðlögun er koparáferð hennar. „Það var úrslitaatriði að fá að setja koparinn á bygginguna. Það er svo til það eina sem lagt var aukalega í hana. Hlutleysi hins matta og djúpa litar koparsins færir bygginguna nær náttúrunni svo hún myndar nokkurs konar bakgrunn fyrir aðrar byggingar staðarins sem eru allar mjög litríkar og meira settar saman úr verksmiðjuframleiddum hlutum. Hún er næstum eins og fjall sem gef- ur hinum byggingunum í kring bak- grunn og vigt og sterkari tengsl við náttúruna í kring, fjöllin og landið. Þannig er tekið ákveðið skref milli manngerðs og náttúrulegs umhverf- is staðarins.“ Margverðlaunuð Byggingin þykir sverja sig í ætt við önnur verk sem Margrét og Steve hafa teiknað undir merkjum Studio Granda, en stofuna stofnuðu þau árið 1987. Meðal þekktra verka fyrirtækisins eru Hæstiréttur Íslands, Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, Ráðhús Reykjavíkur, auk ýmissa um- ferðarmannvirkja í borginni, t.d. göngubrýr yfir Kringlumýrarbraut og Hringbraut. Öll þessi verkefni féllu stofunni í skaut eftir sam- keppni. Fyrirtækið hefur jafnframt hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Það komst m.a. í úrslit The Euro- pean Union Prize for Contemporary Architecture – Mies van der Rohe Award árið 1992, auk þess að hljóta tilnefningar til sömu verðlauna 1996, 2001 og 2005, Pritzker-verðlaunanna í arkítektúr árið 2002 og Menning- arverðlauna DV árin 1993 og 1996. Þá komst Studio Grandi í úrslit fyrir The Blueprint Architecture Awards 2001. Margrét segir að það beri ekki að líta á fallegan arkítektúr sem munað. Koparáferðin var svo til það eina sem lagt var aukalega í bygginguna. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 59 MENNING Skráningarsími: 534 9090 Það er hópur valinkunna tónlistarmanna og söngvara sem sér um kennslu hjá Tónvinnsluskólanum. Hægt er að velja úr fjölbreyttum söngnámskeiðum og námskeiðum í gítarleik, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið Söngur og framkoma er í höndum Selmu Björnsdóttur. Þetta vinsæla námskeið sem nú er haldið í fjórða sinn, kemur inn á söng, framkomu og söng í hljóðveri. Námskeiðið hentar þeim vel sem hyggjast þreyta áheyrnarprufur fyrir söngleiki og sjónvarpsþætti á borð við Rock Star og Idol. Barna- og unglinganámskeiðið verður á sínum stað í Tónvinnsluskólanum en það hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri. Gestakennarar á þessu námskeiði verða söngorkubomban Jónsi úr Svörtum fötum og söng/leikonan og dansarinn Halla Vilhjálmsdóttir. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir yngri kynslóðina þar sem upprennandi söngvarar fá leiðsögn frá Heiðu Ólafsdóttur. Ein ástsælasta söngkona landsins, Andrea Gylfadóttir, verður í annað sinn með námskeið í jazz og bluessöng. Þetta námskeið er fyrir lengra komna, t.d. fyrir þá sem hafa klárað “söngur og framkoma” eða samskonar námskeið, eða vilja gera alvöru úr söngkunnáttu sinni. Gítarleikarar njóta leiðsagnar frá Vigni Snæ Vigfússyni (Írafár) og Gunnari Þór Jónssyni (Sól Dögg) og fleirum. Byrjendur sem og lengra komnir njóta góðs af reynslu þessara manna en farið er yfir helstu atriði gítarleiks og nokkur þekktustu rokklög sögunnar tekin fyrir. SÖNG- OG GÍTARNÁM SKRÁNING Á NÝJA NÁMSÖNN ER HAFIN FARÐU Á TONVINNSLUSKOLI.IS OG VELDU ÞÉR NÁMSKEIÐ SELMA JÓNSI ANDREA HEIÐA VIGGI GUNNI HALLA TENERITAS-hópurinn hélt tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið, en hann sam- anstendur af þeim Hönnu Lofts- dóttur, Ólöfu Sigursveinsdóttur og Fredrik Bock. Sá síðastnefndi lék á lútu og barokkgítar; Hanna á gömbu (nokkurs konar forföður sellósins) og Ólöf á barokkselló. Öll þessi hljóðfæri eru fremur veikróma og búa ekki yfir stórum túlkunarmöguleikum. Því er talsvert vandasamt að spila á þau þannig að það haldi athygli áheyrandans. Ekki þarf mikið til að hljómurinn úr þeim hafi svæfandi áhrif, sem er auðvitað hið besta mál undir réttum kringum- stæðum. Vandamálið er að á tónleik- um er ekki heppilegt að draga ýsur. Fyrsta verkið á efnisskránni, són- ata op. 1 nr. 6 eftir Alexis Magito fyr- ir selló og fylgirödd, sem Ólöf flutti við meðleik hinna hljóðfæraleik- aranna, olli því miður nokkurri syfju og mátti rekja það til ójafnvægis í túlkun. Síðustu nóturnar í hverri hendingu sem Ólöf lék voru of veikar en of rík áhersla lögð á miðnóturnar. Auk þess gætti óróa í takti. Nú er ég fyllilega meðvitaður um að barokk- tónlist á ekki að vera túlkuð af vél- rænni nákvæmni, eins og var í tísku fyrir ekki svo löngu síðan. En Ólöf fór bara yfir strikið í leik sínum og virkaði þessi ýkti stíll tilbreyting- arlaus til lengdar. Sjálfsagt má kenna taugaóstyrk um, því hin tónsmíðin þar sem Ólöf var í aðalhlutverki, sónata nr. 1 eftir Johann Sebald Triemer, var mun betri, enda síðust á dagskránni. Són- atan var líflega leikin, og þótt takt- urinn hafi stundum verið heldur ójafn var margt áhugavert við túlk- unina. Mismunandi blæbrigði voru ágætlega mótuð og heildarmyndin sterk, enda stígandin í flutningnum ágætlega útfærð. Auðheyrt er að Ólöf er efnilegur sellóleikari. Flutningurinn á þrettánda konsert eftir Francois Couperin, sem var fyr- ir selló og gömbu, var af svipuðum toga og fyrsta atriði dagskrárinnar, en svíta í D-dúr fyrir gömbu og fylgi- rödd eftir Marin Marais var yfirleitt vel flutt. Leikur Hönnu einkenndist oftast af öryggi og vandvirkni, en vissulega hefði þó enn meiri fágun gert tónlistina áhugaverðari og skemmtilegri. Glæsilegasta atriðið á tónleikunum var án efa flutningur Bocks á þremur verkum fyrir barokkgítar eftir Gasp- ar Sanz. Barokkgítar er pínulítill og hljómurinn úr honum skær, þótt hann sé ekki sterkur. Bock spilaði líf- lega og af eins miklum dramatískum tilþrifum og hljóðfærið leyfði, enda var honum ákaft fagnað af þakk- látum tónleikagestum. Veikróma forfeðurTÓNLISTKammertónleikar Hanna Loftsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir og Fredrik Bock fluttu tónlist eftir Magito, Couperin, Marais, Sanz og Triemer. Þriðjudagur 15. ágúst. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.