Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 37 Það var nýleg saga af gifsl-jónum sem kom hinum afstað. Ungu hjónin, semvoru að koma úr sólar-landaferð, báru með sér ný tíðindi af kaupgleði landans í út- löndum sem ég hafði í einfeldni minni haldið að væri í rénun. Hér- lendis eru allar verslanir fullar af því sem lengi var talinn forboðinn varningur og ekkert sem hugurinn girnist virðist hafa farið framhjá út- sjónarsömum inn- flytjendum. En trú- lega hefur engum hugkvæmst að flytja hingað kon- ung dýranna úr gifsi. Úr því var snarlega bætt og fyrirbærið í tveimur eintökum borið á höndum eigenda sinna inn í íslenska flugvél og prýðir víst reykvískan garð í síðsumarregni. Þá kom mér í hug sagan af arab- ísku úlföldunum og fékk hún að fljóta með til skemmtunar. Þetta gerðist á svokölluðu haftatímabili og lítt um spennandi varning í boði. Því rann hálfgert æði á Ís- lendinga sem fyrir einhvers konar ævintýri voru staddir á slóðum grískra listasmiða, búlgarskra pott- ara og afkomenda Þúsund og einn- ar nætur. Þetta voru farþegar rússneskra farþegaskipsins Baltíka sem sigldi með íslenskan kór og aðra lysthafendur um Miðjarðarhaf og Svartahaf með viðkomu í ýms- um fögrum borgum fyrir réttum 40 árum. Brátt voru þröngir klefar far- kostsins orðnir svo fullir af gulli, fílabeini og öðru fágæti að farþegar komust með naumindum upp í koj- ur sínar. Þangað var hins vegar borin von að koma uppstoppuðu úlföldunum sem margir höfðu keypt í gósenlöndum og því fengu þeir að húka frammi á göngum, vel merktir eigendum sínum. En þar sem úlfaldahjörðin stóð og beið eft- ir notalegri framtíð í norðri, varð smám saman vart við ýmis konar óværu sem grunur vaknaði um að ekki væri vert að flytja til Íslands. Fréttirnar af þessum kykvendum bárust enda heilbrigðisyfirvöldum hér á landi sem kröfðust þess að dýrin fengju vota gröf áður en Bal- tíka legðist að höfn í Reykjavík. Skotið var á fundi með úlf- aldaeigendum og niðurstaðan til- kynnt. Flestir tóku þeim válegu tíðindum af karlmennsku utan stæðilegs bónda sem tilkynnti að yrði úlfalda hans varpað fyrir borð færi hann sjálfur á eftir. Í þessu þrefi stóð upp undir landsteina en ekki spurðust tíðindi um að þeir fóstrar hefðu orðið samferða inn í eilífðina. Þótt þessi saga þætti góð vakti sú síðasta mesta furðu. Hún gerð- ist á upphafsdögum verslunarferð- anna miklu til Glasgow. Þegar kom að heimför eftir árangursríkt búða- ráp spurði einn ferðalangur hvað hann ætti að gera við gangstétt- arhellurnar. – Hvaða gangstétt- arhellur? hváði einhver. – Nú, hell- urnar sem ég setti í ferðatöskurnar svo að þær yrðu ekki þyngri við heimkomuna en þegar ég fór út! Gifsljón, uppstoppaðir úlf- aldar og gangstéttarhellur HUGSAÐ UPPHÁTT eftir Guðrúnu Egilson Lloret de Mar 31. ágúst frá kr. 34.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða einstakt tilboð á einn vinsælasta áfangastað Costa Brava strandarinnar við Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel með góðri aðstöðu, fallegum garði, sundlaug og veitingastöðum. Stutt í golf og á ströndina. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 5 nætur - fullt fæði Verð kr.34.990 með fullu fæði Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með fullu fæði á Hotel Sunrise í 5 nætur, 31. ágúst. Aðeins 10 herbergi í boði á þessu frábæra verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.