Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 37 Það var nýleg saga af gifsl-jónum sem kom hinum afstað. Ungu hjónin, semvoru að koma úr sólar-landaferð, báru með sér ný tíðindi af kaupgleði landans í út- löndum sem ég hafði í einfeldni minni haldið að væri í rénun. Hér- lendis eru allar verslanir fullar af því sem lengi var talinn forboðinn varningur og ekkert sem hugurinn girnist virðist hafa farið framhjá út- sjónarsömum inn- flytjendum. En trú- lega hefur engum hugkvæmst að flytja hingað kon- ung dýranna úr gifsi. Úr því var snarlega bætt og fyrirbærið í tveimur eintökum borið á höndum eigenda sinna inn í íslenska flugvél og prýðir víst reykvískan garð í síðsumarregni. Þá kom mér í hug sagan af arab- ísku úlföldunum og fékk hún að fljóta með til skemmtunar. Þetta gerðist á svokölluðu haftatímabili og lítt um spennandi varning í boði. Því rann hálfgert æði á Ís- lendinga sem fyrir einhvers konar ævintýri voru staddir á slóðum grískra listasmiða, búlgarskra pott- ara og afkomenda Þúsund og einn- ar nætur. Þetta voru farþegar rússneskra farþegaskipsins Baltíka sem sigldi með íslenskan kór og aðra lysthafendur um Miðjarðarhaf og Svartahaf með viðkomu í ýms- um fögrum borgum fyrir réttum 40 árum. Brátt voru þröngir klefar far- kostsins orðnir svo fullir af gulli, fílabeini og öðru fágæti að farþegar komust með naumindum upp í koj- ur sínar. Þangað var hins vegar borin von að koma uppstoppuðu úlföldunum sem margir höfðu keypt í gósenlöndum og því fengu þeir að húka frammi á göngum, vel merktir eigendum sínum. En þar sem úlfaldahjörðin stóð og beið eft- ir notalegri framtíð í norðri, varð smám saman vart við ýmis konar óværu sem grunur vaknaði um að ekki væri vert að flytja til Íslands. Fréttirnar af þessum kykvendum bárust enda heilbrigðisyfirvöldum hér á landi sem kröfðust þess að dýrin fengju vota gröf áður en Bal- tíka legðist að höfn í Reykjavík. Skotið var á fundi með úlf- aldaeigendum og niðurstaðan til- kynnt. Flestir tóku þeim válegu tíðindum af karlmennsku utan stæðilegs bónda sem tilkynnti að yrði úlfalda hans varpað fyrir borð færi hann sjálfur á eftir. Í þessu þrefi stóð upp undir landsteina en ekki spurðust tíðindi um að þeir fóstrar hefðu orðið samferða inn í eilífðina. Þótt þessi saga þætti góð vakti sú síðasta mesta furðu. Hún gerð- ist á upphafsdögum verslunarferð- anna miklu til Glasgow. Þegar kom að heimför eftir árangursríkt búða- ráp spurði einn ferðalangur hvað hann ætti að gera við gangstétt- arhellurnar. – Hvaða gangstétt- arhellur? hváði einhver. – Nú, hell- urnar sem ég setti í ferðatöskurnar svo að þær yrðu ekki þyngri við heimkomuna en þegar ég fór út! Gifsljón, uppstoppaðir úlf- aldar og gangstéttarhellur HUGSAÐ UPPHÁTT eftir Guðrúnu Egilson Lloret de Mar 31. ágúst frá kr. 34.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða einstakt tilboð á einn vinsælasta áfangastað Costa Brava strandarinnar við Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel með góðri aðstöðu, fallegum garði, sundlaug og veitingastöðum. Stutt í golf og á ströndina. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 5 nætur - fullt fæði Verð kr.34.990 með fullu fæði Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með fullu fæði á Hotel Sunrise í 5 nætur, 31. ágúst. Aðeins 10 herbergi í boði á þessu frábæra verði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.