Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Dæmigert úthverfi íBandaríkjunum virðistvið fyrstu sýn ekki lík-legur vettvangur jafn-réttisbaráttu kvenna. Við bönkum upp á hjá húsmæðrun- um í einum vinsælasta framhalds- þættinum í sjónvarpi, Aðþrengdum eiginkonum (Desperate Housewi- ves), í fyrstu þáttaröðinni til að sjá hvernig þeim gengur í baráttunni. Bak við luktar dyr Þær eru orðnar heimilisvinir okk- ar, þær Bree, Susan, Lynette og Gabrielle, enda horfir næstum þriðj- ungur þjóðarinnar á Aðþrengdar eiginkonur í hverri viku samkvæmt áhorfskönnunum Gallup. Þættirnir fjalla um líf fjögurra kvenna, vinskap þeirra og stöðu í þjóðfélaginu. Ein þeirra er fráskilin, önnur hverfur af vinnumarkaði, sú þriðja virðist hafa allt en er samt ekki ánægð og sú fjórða er hin fullkomna húsmóðir. Þættirnir hafa hlotið verðlaun og gíf- urlegar vinsældir enda sameinast í þeim húmor, spenna og dramatík sem höfðar til margra. Þeim hefur þó verið lýst sem óraunsæjum. Sögu- þráðurinn hefur þótt fjarstæðu- kenndur og sagt er að svona Holly- wood-húsmæður sé ekki að finna við eina götu í dæmigerðu úthverfi í raunveruleikanum. Myndaflokkur- inn nýtur vinsælda en þær vinsældir ná að sama skapi út fyrir áhorfstölur því húsmæðurnar við Bláregnsslóð eru orðnar hluti af samtímamenn- ingu okkar hér á Vesturlöndum. Kvennatímarit setja fram próf til að maður geti séð hvaða húsmóður maður líkist mest. Tískuþættir í tímaritum segja til um hvernig mað- ur getur klætt sig eins og ein af hús- mæðrunum. Allt gengur þetta út á að konur samsvari persónunum í þáttunum. Leikkonurnar eru orðnar stórstjörnur og myndir af þeim prýða blöðin næstum á hverjum degi. Konur horfa meira á leikið efni hér á landi en karlmenn, samkvæmt fjölmiðlakönnunum Gallup. Þó er munurinn á hlutfalli kvenna og karla sem horfa á Desperate Housewives ekki svo mikill, tæp 23% karla horfðu á þáttinn og 35% kvenna samkvæmt könnun sem Gallup gerði á áhorfi í mars síðastliðnum. Fáar konur í sjónvarpi Á málþingi um konur í fjölmiðlum, sem menntamálaráðuneyti og Rann- sóknarstofa í kvenna- og kynjafræði við Háskóla Íslands héldu í desem- ber árið 2005, kom fram að í íslensku sjónvarpi væri tölfræðin heldur bet- ur konum í óhag. Samkvæmt rann- sóknum eru konur einn fjórði hluti þeirra sem koma fram í fréttum hjá Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu. Í auglýs- ingum á SkjáEinum, Stöð 2 og RÚV voru konur aðeins tæp 30%. Í sjón- varpsþáttum á þessum þremur stöðvum voru karlmenn um 65% þeirra sem fram komu, en hlutfall kvenna var aðeins 35%. Athygli vek- ur að konur voru í meirihluta í ald- ursflokknum 20–34 ára og er það eina tilfellið þar sem þær hafa vinn- inginn. Samkvæmt þessum niður- stöðum eru yngstu konurnar áber- andi í sjónvarpi hér á landi, en um 40% þeirra kvenna sem við sjáum í sjónvarpinu eru á þessum aldri. Skýringin er ef til vill sú að konur hafa lengst af ekki ráðið efnistökum, skrifað og framleitt það efni sem sýnt er í sjónvarpi hér. Í fjölmiðla- samsteypum sem standa á bak við framleiðslu á vinsælu bandarísku skemmtiefni, sem mikið framboð er af hér á landi, hafa konur og ýmsir minnihlutahópar ekki verið í valda- miklum stöðum. Það er því ekki skrýtið að sjónarmiðum þessara hópa sé ekki komið á framfæri. Því hefur verið haldið fram að popp- menningin sé dæmd til að þjóna hagsmunum ráðandi hugmynda- fræði og að raddir þeirra sem völdin hafa séu háværastar. Ef horft er á heiminn frá sjónarhóli hvítra mið- aldra karlmanna er ekki nema von að hætt sé við því að kvenpersónur verði einsleitari í sjónvarpi. Til að ögra þessu ríkjandi ástandi í popp- menningu, eins og í vinsælum kvik- myndum og sjónvarpi, þurfa kven- persónur því að vera marghliða samsettar persónur sem eru ekki í afmörkuðu hlutverki tálkvendisins eða móðurinnar, svo dæmi séu nefnd. Samkvæmt þessu er ekki ver- ið að gagnrýna það að konur táldragi karlmenn eða eigi börn heldur að þeim sé stillt upp sem einhliða stað- almyndum; tálkvendið getur jú átt sínar mjúku hliðar og móðirin er ef til vill ekki öll þar sem hún er séð. Einnig hlýtur efnið að þurfa að fjalla um reynsluheim kvenna og sam- skipti þeirra á milli. „Þó að þættirnir séu um konur sem eru að reyna að samræma vinnu og fjölskyldulíf þá eru þær líka „ste- reótýpur“,“ segir Þórður Kristins- son mannfræðingur, sem hefur rannsakað málefni kynjanna hér á landi. Hann segist ekki hafa velt þáttunum mikið fyrir sér, en geti samt sagt að þeir verði seint taldir femínískir. „Það er ekki nóg að hafa fleiri konur í sjónvarpi, það skiptir líka máli hvað þær eru að segja. Þær eru skilgreindar að miklu leyti út frá samskiptum sínum við karlmenn eða karlmannsleysi, eins og var líka raunin með Beðmál í borginni (Sex and the City). Það er að miklu leyti þetta sambandsdrama sem knýr söguna áfram. Konurnar eru reynd- ar í kringum fertugt sem er jákvætt, en þær eru „bótoxaðar“ og allar al- veg rosalega grannar. Maður verður ekkert hoppandi bjartsýnn við að horfa á þetta.“ Þórður segir þó þátt eins og Að- þrengdar eiginkonur vera skref í rétta átt, enda sé tekið á jafnrétt- istengdum efnum. Það má ef til vill efast um gæði þeirra fyrirmynda sem finnast í þáttunum, enda eru karlmennirnir kúgandi eða fórnar- lömb sjálfir og konurnar ringlaðar. “ Úthverfasvartsýnin Sögusvið þáttanna er úthverfi. Staða heimavinnandi húsmæðra í út- hverfum hefur ekki þótt eftirsókn- arverð á síðari árum og er sú dæmi- gerða táknmynd sem konur hafa reynt að berjast gegn í hinni hefð- bundnu kvennabaráttu síðustu ald- ar. Úthverfakonan er samkvæmt ímyndinni háð eiginmanni sínum um afkomu, helgar líf sitt uppeldi og heimilisverkum og fær ekki að upp- fylla eigin þrár og óskir því hún þarf að sinna hlutverki sem samfélagið hefur áskapað henni. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir því að konan sé fórnarlamb aðstæðna og siða. Mark Clapson er prófessor í sögu við Westminster-háskóla í Lundún- um og hefur sérhæft sig í úthverfa- menningu síðustu hálfrar aldar. Hann segir í grein sem birtist á síð- asta ári í tímaritinu History Today að ádeilur í menningu okkar á hlut- verk kvenna í úthverfum séu ekki nýjar af nálinni; síðan á sjötta ára- tugnum hafi félagsfræðingar, skáld- sagnahöfundar, grínþættir í sjón- varpi og tímarit túlkað konur í úthverfum sem persónur með eins- leitar tilfinningar; annaðhvort gangi þær dofnar um ganga stórmarkaðar- ins eða sinni heimilisskyldunum full- ar af gremju. Hann telur Að- þrengdrar eiginkonur vera hluta þessarar úthverfasvartsýni. Heima- vinnandi húsmæður hafa fengið heldur óvægna umfjöllun í sjónvarpi og kvikmyndum. Ein frægasta ádeil- an á yfirborðskenndan heim banda- ríska draumsins, úthverfið, er í spennutryllinum Stepford-eiginkon- unum frá árinu 1975. Hinar vel tömdu húsmæður voru í lok mynd- arinnar afhjúpaðar sem vélmenni, sem hinum hugsandi verum af holdi og blóði hafði verið skipt út fyrir. Að- þrengdar eiginkonur vísa greinilega til þessarar ádeiluvenju og þá sér- staklega með persónu Bree Van De Kamp. Sonur hennar segir við móð- ur sína við matarborðið að hann skilji ekki af hverju hún sé svona, af hverju hún láti eins og hún sé að bjóða sig fram til embættis bæjar- stjóra í Stepford. Hún hefði reyndar sómt sér vel í þeirri stöðu. Sögusvið- ið skyggir þó ekki á aðalumfjöllunar- efnið og persónur þáttanna og út- hverfið er ekki gert að óvininum. Umhverfi aðalsögupersónanna er yf- irleitt ekki fjandsamlegt og er ekki Fyrirmyndir eða fór Sjónvarpsþátturinn Að- þrengdar eiginkonur hefur slegið í gegn svo um munar. En hvað er á bak við vel- gengnina og hver er boð- skapurinn? Í síðari grein sinni um sjónvarpsþætti rýnir Guðbjörg Guðmunds- dóttir í heim vinkvennanna við Bláregnsslóð. AP Leikkonur úr Aðþrengdum eiginkonum hafa prýtt forsíður fjölda blaða og tímarita, eins og t.d. hins bandaríska Vanity Fair. F.v. Teri Hatcher, Nicolette Sheridan og Marcia Cross, fyrir framan þær er Eva Longoria og lengst t.h. Felicity Huffman. Reuters Felicity Huffman leikur Lynnette Scavo. Eva Longoria leikur Gabrielle Solis. Marcia Cross leikur Bree Van De Kamp. Höfundur þáttanna, Marc Cherry, og Teri Hatcher, sem leikur Susan Mayer, á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrr á árinu. Nicollette Sheridan leikur Edie Britt. Aðþrengdu eiginkonurnar við Bláregnsslóð eru orðnar hluti af samtímamenningu Vesturlanda. Þær eru ekki valda- lausir leiksoppar heldur konur sem hafa val í lífinu og hafa tekið ákvarð- anir sem þær þurfa að lifa með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.