Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 35 reynslu í ef áfram yrði haldið á þeirri braut. Það eru verkefni sem eru stöðugt í heims- fréttum og þess yrði getið að Íslendingar kæmu þar við sögu. Hinn kosturinn er sá að fylgja í fótspor ís- lenzku kristniboðanna í þróunarstarfi. Engir Íslendingar hafa jafn mikla reynslu og þeir af því að starfa með fátækum þjóðum í að byggja upp grunnþjónustu í þeirra umhverfi. Íslenzkir kristniboðar hafa lengi verið á ferð víða um heim og til þeirra er skynsamlegt að sækja ráð um hvernig við eigum að standa að slíkum verkefnum í ríkara mæli en við höfum gert. Að finna vatn og byggja upp skóla fyrir fá- tæk börn í Afríku og víðar eru ekki verkefni sem eru daglega í heimsfréttum og við verðum ekki heimsfrægir af því. En það skilar árangri. Starf íslenzku kristniboðanna hefur skilað raunverulegum, áþreifanlegum árangri. Við erum rík þjóð en fámenn. Þeir fjármunir sem við getum lagt af mörkum til þess að stilla til friðar í öðrum löndum skipta ekki miklu máli í þeirri hít sem friðargæzlan getur verið. En þeir skipta gífurlegu máli í fátæku þorpi í Afríku. Við Íslendingar eigum að marka okkur skýra stefnu í þessum málum. Við eigum að nýta þá fjármuni sem við leggjum í starf í þriðja heim- inum eins vel og við getum og á þann hátt sem það nýtist bezt. Nú er komið að því að taka grundvallarákvarðanir. Um þessi málefni hafa hvorki farið fram stefnumarkandi umræður á Alþingi né úti í þjóðfélaginu. Fyrir því geta verið skiljanlegar ástæður. Við höfum verið að þreifa fyrir okkur. En nú er myndin að skýrast og þá er tilefni til að við ræðum það og gerum upp við okkur hvernig við viljum verja þeim fjármunum sem við leggjum í friðargæzlu annars vegar og þró- unarstarf hins vegar. Friðargæzla er vafalaust vanþakklátt starf en það sem er verst er að það skilar oft mjög takmörkuðum árangri. Hverjir voru það sem stilltu til friðar á Balkanskaga? Það voru Bandaríkjamenn með reiddan hnefann og pen- inga í hinni hendinni. Sú spurning hlýtur að sækja á Vesturlanda- þjóðir hvort þátttaka þeirra í tilraunum til að stilla til friðar í öðrum heimshlutum skilar yf- irleitt einhverjum árangri. Ástandið í Afganist- an er að versna. Í Írak er það að stórversna. Það á eftir að koma í ljós hvað gerist í suður- hluta Líbanon. Vissulega má færa rök að því að starf eftirlitssveitanna á Sri Lanka hafi skil- að árangri en sá árangur virðist alla vega þessa stundina vera tímabundinn. Rökin fyrir því að fjármunum okkar sé betur varið með því að leggja þá í þróunarstarf eru mjög sterk. Það er t.d. hægt að færa rök fyrir því að þeim fjármunum, sem nú er varið til friðargæzlu á Sri Lanka væri betur borgið í þróunarstarf þar í landi. Raunar er nauðsynlegt að fram komi op- inberlega ítarlegar upplýsingar um þá peninga sem við leggjum í friðargæzlu nú og hvert þeir fara. Að hve miklu leyti er einfaldlega um að ræða launakostnað vegna friðargæzluliðanna og að hve miklu leyti er um að ræða fjármuni sem renna til annarra þátta friðargæzlunnar? Varla er þetta nokkurt leyndarmál? Fram að þessu hefur kannski verið um til- raunastarfsemi að ræða. Nú liggur fyrir ákveð- in reynsla. Á grundvelli þeirrar reynslu er tímabært að ræða þetta mál innan þings og ut- an og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Komi í ljós að víðtæk samstaða er á Alþingi fyrir þátttöku í friðargæzlu víða um heim er ekkert við því að segja. Þá hefur réttur aðili rætt málið og komizt að niðurstöðu. En um- ræðurnar verða að fara fram. Þjóðinni verður að vera ljóst að stefnumörkun í svo stóru máli hefur farið fram fyrir opnum tjöldum og með lýðræðislegum hætti. En jafnframt er ljóst að slíkar umræður yrðu hluti af umræðum um nýja stefnu í utan- ríkismálum. Slík almenn stefnumörkun er nauðsynleg vegna ákvörðunar Bandaríkja- manna um að hverfa af landi brott með varn- arliðið og allt bendir til að eftir standi einungis varnarsamningurinn sjálfur. Þessar umræður eru tæpast hafnar vegna þess að fyrst þarf að liggja fyrir hver niðurstaðan verður í við- ræðum okkar við Bandaríkjamenn. En að þeim viðræðum loknum, sem væntanlega verður undir lok september, skapast forsendur fyrir því að taka upp nýjar umræður um stefnu okk- ar í utanríkis- og öryggismálum. Það málefni sem hér hefur verið til umræðu er hluti af al- mennum umræðum um utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni. Friðargæzla er fallegt orð alveg eins og frið- arsveitir Johns F. Kennedys fyrir tæpri hálfri öld voru falleg hugsjón. En hvað er á bak við orðið friðargæzla? Morgunblaðið/ÞÖK Kríur á sveimi yfir ísjökum í Jökulsárlóni. Af þessum sökum verður að gera kröfu til þess að fram fari almennar og opnar umræður á Alþingi um þessi mál áður en lengra er haldið og þar komi fram allar upplýsingar um það sem vel hefur tekizt í þessum störfum og að hvaða leyti sitt- hvað hefur farið úr- skeiðis. Laugardagur 19. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.