Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Fjölmargt hefur breyst í fræð-unum og umheiminum fráþví að ég lauk hagfræði-námi. Tölvubyltingin hefurauðvitað gjörbreytt
kennsluháttum, en breytingin á við-
horfum til kenninga hagfræðinnar er
einnig gríðarleg. Hér á landi var við-
kvæðið gjarnan að ýmsar reglur hag-
fræðinnar ættu ekki við, vegna smæð-
ar þjóðfélagsins. Ég átti alltaf bágt
með að skilja þetta, enda fannst mér
sérkennilegt að styðjast við annað
metrakerfi hér en í öðrum ríkjum, ef
svo má að orði komast. En ég talaði
oft fyrir daufum eyrum fyrstu árin.
Ég get nefnt sem dæmi að ég starfaði
töluvert fyrir þingflokk Sjálfstæðis-
flokksins. Á fundi með þingflokknum
nefndi ég einhverju sinni vaxtafrelsi
og var greinilega álitinn hálfbilaður
maður sem skildi alls ekki innviði ís-
lensks þjóðfélags!“
Guðmundur Magnússon varð pró-
fessor í hagfræði við Háskóla Íslands
fyrir rúmum 38 árum, að loknu fram-
haldsnámi og starfi við Uppsalahá-
skóla. Hann var rektor Háskóla Ís-
lands í sex ár, frá 1979 til 1985. Núna
er hann í hálfu starfi við háskólann,
sem leiðbeinandi doktors- og meist-
aranema, auk þess að sinna ýmsu
grúski, eins og hann kallar það. Und-
anfarin ár hefur hann líka tekið að sér
ýmis verkefni, t.d. var leitað til hans
eftir ráðgjöf þegar Danir gerðu úttekt
á fjármálaeftirliti sínu og þegar efna-
hagsvandinn sótti sem harðast að
Færeyingum. Guðmundur gerir þó
lítið úr slíkri upphefð og segist hafa
það fyrir satt að Dönum hafi þótt ívið
skárra að fá Íslending í það verkefni
en Svía.
Þegar Guðmundur hóf kennslu við
viðskiptadeild háskólans var hún
miklu minni en nú er. „Ætli þá hafi
ekki verið 20–30 nemendur á fyrsta
ári, en sá fjöldi hefur tífaldast. Að-
staða kennara var með þeim hætti að
ég var í fyrstu með skrifstofu heima
hjá mér. Tölvubyltingin og netvæð-
ingin hafa gjörbreytt kennsluháttun-
um og ég sé það til dæmis á ritgerðum
nemenda, sem oft styðjast við fleiri
heimildir af netinu en úr bókum.
Þetta hefur líka gert mér kleift að
vinna með kollegum um allan heim og
leiðbeina nemendum sem eru víðs-
fjarri. Doktorsnemandi, sem núna er
undir minni handleiðslu, starfar í
Finnlandi, en færir sig fljótlega til Ír-
lands. Við þurfum ekkert að vera í
sama landi, þótt við hittumst auðvitað
af og til.“
Guðmundur segir að þessar breyt-
ingar hafi kallað á mikla símenntun
kennara. „Fljótlega eftir að ég kom til
skólans leitaði ég til verkfræðideild-
arinnar til að læra að nota tölvur, sem
byggðust á gataspjöldum. Glærur
voru líka að koma til sögunnar og
verkfræðingarnir kenndu mér glæru-
gerð.“
Aukin tengsl HÍ og atvinnulífsins
Guðmundur segir að þótt hagkerfið
hér á landi hafi allt verið með öðrum
brag á sjöunda áratug síðustu aldar
en nú hafi námsefnið verið alþjóðlegt.
„Okkur kennurum var reyndar
stundum legið á hálsi fyrir að vera að
kenna um hagkerfi og fjármálamark-
aði, sem ætti alls ekki við hér í þessu
handstýrða þjóðfélagi boða og banna.
En þetta varð þó til þess að þegar
frelsið kom voru gamlir nemendur
okkar vel undirbúnir og gátu nýtt sér
menntunina. Aukið frelsi og alþjóða-
væðing hefur orðið vatn á myllu við-
skipta- og hagfræðinga. Þegar litið er
yfir fjármálamarkaðinn núna sést að
þarna er ungt fólk ráðandi. Ég pre-
dika því ekki fyrir jafndaufum eyrum
og áður fyrr, þegar ég var stundum
talinn undarlegur.“
Aðspurður hvort hann og sam-
kennarar hans hafi verið álitnir úr
tengslum við viðskiptalífið segir hann
að þar hafi smæð samfélagsins vegið
á móti. „Við viðskiptadeildina hafa
alltaf starfað menn sem hafa verið
með annan fótinn í atvinnulífinu og
nægir þar að benda á Árna Vilhjálms-
son. Háskólinn hefur líka unnið mark-
visst að því að færa ýmis verkefni sem
tengjast atvinnulífinu inn í skólann.
Ég lagði til dæmis áherslu á það í
minni rektorstíð að styrkja samvinnu
háskólans og atvinnulífsins í rann-
sóknum. Háskólalögunum var þá
breytt í þá veru að skólinn fékk heim-
ild til að stofna fyrirtæki og reka með
aðilum utan skólans. Þá varð ég hins
vegar fyrir aðkasti af hálfu sumra
nemenda. Þegar Happdrætti Háskóla
Íslands auglýsti rannsóknir í þágu at-
vinnuveganna litu þeir svo á að há-
skólinn væri farinn að selja sig. Sama
gilti þegar við styrktum samskipti við
erlenda háskóla. Ég fór til dæmis til
Minnesota og gerði samstarfssamn-
ing við háskólann þar, en þegar ég
sneri aftur létu sumir nemendur eins
og ég væri landráðamaður að leita á
þann hátt í smiðju Bandaríkjamanna.
Samt tryggði þessi samningur ís-
lenskum nemendum lægri skólagjöld
í Minnesota og núna er auðvitað kom-
ið annað hljóð í strokkinn.“
Guðmundur kveðst hafa vonað að
fleiri fyrirtæki yrðu stofnuð innan vé-
banda skólans en raun varð á. „Við er-
um líklega of miklir einstaklings-
hyggjumenn til að vilja það. Þó má
nefna að bæði Marel og Lyfjaþróun
eiga rætur að rekja til háskólans, auk
nokkurra annarra. Hins vegar leita
bæði opinberir aðilar og einkaaðilar
til rannsóknarstofnana háskólans í
ríkum mæli, til dæmis Hagfræði-
stofnunar, Líffræðistofnunar, Verk-
fræðistofnunar og Lagastofnunar. Í
þessu litla þjóðfélagi er erfitt að finna
óháða aðila og þessar stofnanir því
nauðsynlegar. Þegar ég starfaði í
Færeyjum gerði ég mér enn betur
grein fyrir þessu. Þar er hagkerfið
svo örsmátt að engan óháðan var að
finna og háskólamenn þorðu vart að
opna munninn af ótta við stjórnmála-
menn, sem kunni auðvitað ekki góðri
lukku að stýra.“
Samkeppnin hefur bætt HÍ
Aðspurður hvort hann telji að
menntun hagfræðinga sé núna betri
en hún var þegar hann hóf störf segist
hann oft hafa velt því fyrir sér. „Menn
eru að jafnaði lengur að fara í gegnum
námið núna en áður. Ég held að góðir
námsmenn núna séu með öðruvísi
menntun en góðir námsmenn fyrir
30–40 árum. Ég held að Háskóli Ís-
lands fái enn bestu nemendurna, en
líka fleiri í lakari kantinum, sem kom-
ast ekki inn í skóla sem setja fjölda-
takmarkanir. Samkeppni háskólanna
innanlands er orðin mikil og hún hlýt-
ur að vera til hagsbóta. Mér finnst
hins vegar ótækt þegar samkeppnis-
staðan er brengluð, því Háskóli Ís-
lands fær sömu upphæð með hverjum
nemanda og aðrir háskólar, en þeir
geta tekið skólagjöld að auki. Háskóli
Íslands er hins vegar áreiðanlega
betri skóli eftir að samkeppnin brast
á, því við höfum skerpt ýmsar
áherslur og gert kennsluna markviss-
ari. Við fórum að vísu offari á tímabili,
til dæmis buðum við upp á stutt, hag-
nýtt nám í viðskiptafræði, svokallað
diploma-nám. Mér fannst alltaf vafa-
samt að fara að keppa á þeim grunni
og er feginn að því hefur verið hætt.
Háskóli Íslands á ekki að gína yfir
öllu. Hinir skólarnir leggja áherslu á
færni og góða aðstöðu, en við eigum
að einbeita okkur að æðri menntun.“
Ferðalag krónunnar
Á síðasta ári gaf viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands út safn
pistla og ritgerða eftir Guðmund,
undir heitinu Stundarhagur. Í ritinu
kennir ýmissa grasa, þar eru pistlar
sem lúta að ábyrgð einstaklingsins,
óvissu og áhættustjórnun, mannauði,
fjármálamarkaði og málefnum hins
opinbera. Guðmundur ritar jafnframt
um peningamál og gengi, Ísland og
umheiminn og birtir sjö ritgerðir um
ýmis efni, þar á meðal aukaaðild Ís-
lands að Myntbandalagi Evrópu. Með
vísan til þeirrar síðastnefndu er Guð-
mundur spurður hvort hann þreytist
ekki á að tala fyrir daufum eyrum,
eins og hann gerði þegar hann fyrst
sneri til starfa hér á landi eftir nám
erlendis.
„Ég held auðvitað áfram að tala og
skrifa um það sem mér finnst, hvað
sem öðrum kann að þykja um það,“
segir hann. „Ferðalag krónunnar
undanfarið gefur tilefni til að velta
þessu fyrir sér enn á ný. Krónan er
þessa stundina eins konar Svarti Pét-
ur, sem enginn vill hafa á hendi.
Sveiflurnar í gengi eru ekki bara
óþægilegar, heldur eru þær ein helsta
ástæða fákeppninnar sem ríkir hér á
mörgum sviðum. Hér ráða 2–3 stór-
fyrirtæki í tryggingum, bankastarf-
semi, olíusölu og sölu á byggingavör-
um, svo dæmi séu tekin. Erlendir
aðilar veigra sér við að koma inn á
markaðinn og taka þá gengisáhættu
sem í því felst. Kjarni málsins er hins
vegar sá, að stjórnmálamenn og
margir fleiri einblína fyrst og fremst á
atvinnustigið. Þeir kjósa því að hafa
háa vexti og töluverðar sveiflur í efna-
hagslífinu, til að geta sýnt fram á að
þeir geti leyst betur úr vanda þjóð-
arbúsins en markaðurinn. Þeir ættu
fremur að huga að því að fjarlægja
gengisáhættuna, ef þeir vilja ekki í
raun að nokkrir aðilar eignist landið
allt.“
Guðmundur segir að fyrir nokkrum
árum hafi þáverandi forsætisráð-
herra haldið því fram í ræðu hjá
Verslunarráði að hér væri staðan
slæm ef við værum með evru, en ekki
krónu. Guðmundur segir að í einni
grein bókarinnar Fiskur og farsímar
beri hann saman stöðu íslenska hag-
kerfisins, þar sem sjávarútvegur vegi
þungt og krónan er gjaldmiðillinn, og
finnska hagkerfisins, sem býr við
evru og yfirburðastöðu Nokia-far-
símaframleiðandans. Niðurstaðan er
sú að evran hafi ekki haft neikvæð
áhrif á stöðu Finna.
En væri aukaaðild að Myntbanda-
laginu möguleg?
Guðmundur segir að nú virðist
hvorugur aðilinn, Ísland eða ESB,
hafa á því áhuga. „Evrópusambandið
vill ekki að ríki stytti sér leið inn í
sambandið, heldur vill aðeins fulla að-
ild. Við fáum heldur enga hjálp frá
EFTA, enda vilja Norðmenn ekki
fara í Myntbandalagið. Í sjálfu sér er
ekkert í Evrópusáttmálanum sem
Predikar ekki fyrir jafn-
daufum eyrum og áður
Guðmundur Magnússon,
hagfræðiprófessor og fyrr-
verandi rektor Háskóla Ís-
lands, starfar enn við við-
skiptadeild háskólans.
Hann er þó sestur að á býli í
Danmörku, þar sem hann
getur látið reyna á hag-
fræðikenningar í verki.
Ragnhildur Sverrisdóttir
ræddi við Guðmund, m.a.
um breytt viðhorf til kenn-
inga hagfræðinnar, sam-
keppni háskóla, aukaaðild
að Myntbandalagi Evrópu
og þenslu í efnahagslífinu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Guðmundur Magnússon, fyrrverandi háskólarektor, lætur senn af störfum en þá tekur við rekstur gamals býlis sem hann á í Danmörku.