Morgunblaðið - 20.08.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 45
UMRÆÐAN
Laugavegi 97 - 101 Rvk • Sími: 440 6020 • Fax 440 6001 • GSM 664 6020
Vefsíða: www.leiguradgjof.is • Netfang: leiguradgjof@leiguradgjof.is
Til leigu 210 fm verslunar-
/skrifstofuhúsnæði með
góðum gluggum út á götu
á horni Síðumúla og
Fellsmúla. Möguleiki á að
skipta í 2 rými, 80 fm og
130 fm. Auk verslunarrýmis
eru þar 2 smáskrifstofur,
snyrting og kaffiaðstaða.
Húsnæðið er laust og um
langtímaleigu er að ræða.
Leiguráðgjöf hefur á boðstólum úrval af
skrifstofu-, atvinnu- og íbúðarhúsnæði
til leigu.
Nánari upplýsingar:
www.leiguradgjof.is
Barbara Wdowiak
s. 440 6020
og 664 6020.
barbara@domus.is
TIL LEIGU
VERSLUNARHÚSNÆÐI
SÍÐUMÚLA - REYKJAVÍK
Þórðarsveigur 4, íbúð 0402
Eign á mjög góðu verði - Laus strax
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Erum með í einkasölu góða mjög vel skipulagða ca 85 fm 3ja herbergja íbúð á
4. hæð sem er efsta hæð í vel staðsettu lyftuhúsi. Íbúð fylgir gott stæði í bílskýli.
Stórar suðursvalir, gott útsýni úr íbúð, parket og flísar á gólfum. Laus strax.
Einstaklega gott verð eða aðeins 20,5 m. Opið hús verður í dag, sunnudag, frá
kl. 14-16. Bjarki og Kolbrún taka á móti áhugasömum.
Sími 588 4477
Laugarnesvegur 110, íbúð 0302
Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Í einkasölu á Valhöll falleg, vel skipulögð 3ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu húsi sem
staðsett er inn í botnlanga (ekki út við umferðargötu). Suðursvalir út frá herb. Góð
eign á einstaklega góðum stað, steinsnar frá mjög góðri þjónustu og með miðbæ
Reykjavíkur skammt undan.
Verð aðeins 15,9 millj. Íbúðin er laus mjög fljótlega.
Gylfi tekur á móti áhugasömum í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali
MIÐVANGUR 10, 2. HÆÐ
Til sýnis í dag björt og falleg 5 herb. 150 fm íbúð á 2. hæð í 9 íbúða
stigagangi í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Búið er að klæða húsið að utan.
Yfirbyggðar svalir (sólstofa). Skápar í öllum herb. Snyrtileg sameign.
Þetta er fjölskylduvænt hverfi. Verð 24,9 millj. Helgi og Karen sýna
öllum áhugasömum íbúðina í dag frá kl. 17-19. (Bjalla merkt 201)
Suðurlandsbraut 20 — Sími 533 6050 — Fax 533 6055
Bæjarhrauni 22 — Sími 565 8000 — Fax 565 8013
Opi
ð h
ús í
dag
kl.
17-1
9
FASTEIGNASALAN
GIMLI
GRENSÁSVEGI 13
SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali.
OPIÐ HÚS - FLÉTTURIMI 33
Vorum að fá í sölu glæsilega
118 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð
í fallegu fjölbýli auk 20 fm bíl-
skúrs, samtals 138 fm. Þrjú
stór svefnherb. Glæsilegar nýl.
innréttingar. Baðhb. með
sérsmíðuðum sturtuklefa (einn
með öllu). Stór og björt stofa.
Tvennar svalir. Parket og dúkur
á gólfum. Falleg sameign.
Barnvænt hverfi. Falleg og vel
staðsett eign. Áhvílandi
hagstæð lán. Verð 24,4 millj.
Sigurður og Erla Ósk sýna eignina í dag, sunnudag,
frá kl. 14–16.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Til sölu nýtt sérhannað glæsilegt sumarhús á
frábærum útsýnisstað. Húsið er á einni hæð og
skiptist í forstofu, geymslu, baðherbergi, stórt eld-
hús og borðstofu, stóra stofu, stórt hjónaherbergi
með sérbaði inn af og tvö stór svefnherbergi. Selst
fullbúið með vönduðum innréttingum, flísalögðum
baðherbergjum, parketi og flísum á gólfum og
kammínu. Við húsið er gríðarstór pallur með heitum
potti. Húsið er byggt sem heilsárshús. Húsið er
frábær hönnun gerð af Helga Hjálmarssyni
arkitekt. Í Úthlíð og næsta nágrenni er öll þjónusta,
s.s. sundlaug, golfvöllur og útivistarparadís.
Til afhendingar mjög fljótlega. Ingileifur Einarsson, löggiltur fasteignasali gsm 8941448, sýnir húsið
skv. samkomulagi. Verð hússins í framangreindu ástandi er kr. 29,5 millj.
MOSABRÚNIR 1, ÚTHLÍÐ, BISKUPSTUNGUM
EITT VANDAÐASTA SUMARHÚSIÐ Á MARKAÐNUM
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík,
sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UNDANFARIN ár hafa drag-
nótaveiðar verið stundaðar í
Skagafirði þrátt fyrir að mönnum
sé kunnugt um skaðsemi þeirra á
lífríki sjávar, en dragnótin skefur
upp botngróður og veldur þannig
skaða á lífríki á botni sjávar.
Reynslan hefur sýnt að ár og ára-
tugi tekur fyrir sjávarbotninn að
komast í samt lag aftur á svæðum
þar sem dragnótaveiðar hafa ver-
ið stundaðar.
Þrátt fyrir að safnað hafi verið
undirskriftum um fjögur hundruð
heimamanna, sveitarstjórn hafi
samþykkt að stöðva þessar veiðar
og erindi hafi verið sent um málið
til sjávarútvegsráðherra hefur
ekkert gerst, þrátt fyrir ítrekun
sveitarstjóra um þetta mál.
Í sumar sem nú er senn liðið
hefur keyrt um þverbak hvað
stærð og fjölda skipa snertir og
er nú ekki lengur um dragnóta-
báta að ræða heldur dragnótaskip
og hefur fjöldi þeirra verið á
bilinu sjö til níu.
Hvað stærðina varðar eru það
tvö skip sem toppa hin: Dal-
aröstin ÞH 40, sem er 153 brúttó-
tonn, skráð sem togbátur með tvö
þilför, 26 metrar á lengd, vél-
arstærðin er 699 hestöfl og tog-
kraftur 6,8 tonn; og Kristbjörg
HU 82, sem er 208 brúttótonn,
einnig skráð sem togbátur, 31
metrar á lengd, vélarstærðin er
714 hestöfl og togkraftur 9,8 tonn.
Þess má geta að algeng vél-
arstærð togbáta, sem voru und-
anfarar minni skuttogara, var um
660 hestöfl.
Það verður að teljast með ólík-
indum að þessum skipum skuli
líðast að toga með dragnót um
viðkvæm svæði, og í sumum til-
fellum á uppeldisstöðvum, og fara
nánast upp í fjörur og inn í fjarð-
arbotn. Sumir menn sem ég hef
rætt við og eru á dragnót hafa
lýst furðu sinni á því að dragnót
skuli leyfð innan eyja á Skaga-
firði.
Væri hugsanlegt að skuttog-
arinn Málmey SK mætti toga inn
allan Skagafjörð ef það héti drag-
nót en ekki troll sem hún dregur
á eftir sér?
Skagafjörður var að komast í
þá stöðu að þar gæti myndast
góður grunnur fyrir handfæra- og
línuveiðar, sem eru taldar vist-
vænar veiðar, en nú er svo komið
að ekki verður vart á handfæri á
innanverðum firðinum og dregið
hefur mjög úr afla á línu. Þurfa
þeir sem þær veiðar stunda að
sækja langt út meðan dragnóta-
skipin toga innar í firðinum.
Þann 7. ágúst tekur gildi bann
við dragnótaveiðum á Málmeyj-
arsundi og sýnir það best hve
ágangur dragnótaskipa er mikill
að það skuli þurfa að banna veiðar
á þessu svæði þar sem stutt er
milli lands og eyja og um lokað
sund að ræða. Dragnótaskip sem
stunda nú veiðar í Skagafirði eru
nánast öll aðkomuskip og hafa
engra hagsmuna að gæta varðandi
lífríki Skagafjarðar. Þau eru þarna
tímabundið á meðan afli endist en
hverfa svo á braut og finna sér
önnur svæði þegar allt er uppurið
í Skagafirði.
STEINAR
SKARPHÉÐINSSON
Hólmagrund 16, Sauðárkróki.
Dragnótaveiðar í Skagafirði
Frá Steinari Skarphéðinssyni:
Ljósmynd/Steinar Skarphéðinsson
Dragnótabátar í Sauðarkrókshöfn.