Morgunblaðið - 20.08.2006, Side 38

Morgunblaðið - 20.08.2006, Side 38
38 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GÍTARLEIKARINN Símon H. Ív- arsson mun færa suðræna og blóð- heita tóna ættaða frá Andalúsíu á Spáni beint inn í stofu nóbelskálds- ins í dag, á næstsíðustu tónleikum sumarsins á Gljúfrasteini. „Það má segja að vagga gítarsins sé á Spáni og í þessum lögum er alls staðar leitað til þjóðarhefðarinnar og það má segja að Halldór Laxness hafi gert það sama í sínum ritum. Hann leitaði til hins almenna manns, og þar finn ég einhvern samtón, á milli þessarar tónlistar og Laxness. Og það má segja að í flestum þessara laga sé leitað til flamencos, til þess sem hinn almenni maður er að syngja og oft er verið að fást við þjáninguna, sem mér finnst líka vera áberandi í verkum Laxness,“ segir Símon. Á efnisskránni eru verk eftir nokkur helstu tónskáld Spánverja, þá Gaspar Sanz, E. Granados, Manual de Falla og Isack Albeniz. Símon hefur sérhæft sig í flamenco- tónlist og farið sérstakar náms- ferðir til Spánar. Hann lauk fulln- aðarprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og einleikaraprófi frá Hochschule für Musik und Dar- stellende Kunst hjá prófessor Karl Scheit. Hann hefur komið víða við á ferlinum, oftsinnis komið fram í út- varpi og sjónvarpi og leikið víða, bæði erlendis og hér á landi. „Ég er mjög spennt- ur. Ég hef oft hugsað til þess að gaman væri að halda tónleika á Gljúfrasteini. Gítar er þannig hljóðfæri að það þolir vel nálægð við áheyrendur. Ég kem til með að kynna verkin á tónleikunum. Það er mjög nauðsynlegt að áheyrendur komist í tengsl við einhverja rót í lögunum. Þá hlustar fólk öðruvísi,“ segir Símon. Tónleikarnir hefjast líkt og áður kl. 16 og er aðgangs- eyrir 500 kr. Tónlist | Næstsíðustu tónleikar sumarsins á Gljúfrasteini Suðræn stemning í stofunni frægu Símon H. Ívarsson Í SÝNINGARSALNUM í kjallara Norræna hússins ríkir nú sér- kennileg stemning. Forláta hrærivél snýr þeytara hring eftir hring en í henni er ekkert deig. Hún er hins vegar tengd við gamlan ruggustól og ruggar honum. Á öðrum stað seytlar vatn viðstöðulaust úr nýlegu blönd- unartæki ofan í ryðgaðan þvottabala og á gamalli Rafha-eldavél sýður endalaust á þremur kötlum. Nilfisk- ryksuga sogar hornið á íslenskum fána sem hangir úr loftinu og svona má áfram telja. Umrædd pör eða samsetningar koma úr smiðju myndlistarmannsins Ilmar Stefánsdóttur sem á und- anförnum árum hefur fengist við að hanna tæknilegar „uppfinningar“ af ýmsu tagi með áherslu á sjónrænt gildi fremur en notagildi í verkum sem einkennast af húmor og hug- myndaríki. Sýningin leikur á mörkum mynd- listar og leikhúss, líkt og lýsing verk- anna gefur til kynna.Samhliða mynd- listinni hefur Ilmur fengist við leikmyndahönnun og er innsetningin í Norræna húsinu unnin í samstarfi við Steinunni Knútsdóttur sem starf- ar við leikhús, m.a. sem leikstjóri og leikari, gjarnan í tengslum við til- raunaleiklist. Steinunn stýrir gjörn- ingi sem fluttur er í sýningarrýminu um helgar. Skörun myndlistar og leikhúss – og annarra listgreina – má rekja til hræringa á 7. áratug síðustu aldar þegar listamenn leituðust við að færa listina úr stofnanaumhverfi sínu og tengja við hversdagslífið, svo sem í gjörningum, popplist og flúxus- hugmyndum um samruna lífs og list- ar. Í verkum Ilmar nú, sem samsett eru úr „fundnum hlutum“ úr hvers- deginum, má greina áherslu í anda flúxus á sífellda verðandi; ekki aðeins í tæknilegri sívirkni, heldur í tilraun til nýrrar merkingarsköpunar hlut- anna í nýju samhengi. Samsetningarnar ganga fyrir vél- arafli og í fjarveru mannsins líkt og yfirskrift sýningarinnar „Out of of- fice“ vísar til. Innsetninguna mætti túlka sem hugleiðingu um vélvæðingu nútímans – þar sem vélarnar virðast hafa tekið völdin. Margir hlutanna eru þó gamlir og úr sér gengnir og virðast skírskota til hverfulleikans og fortíðar – og þá sérstaklega eft- irstríðsáranna þegar hinu nýja vél- knúna heimili var ætlað að auka svig- rúm kvenna. Hraði og firring nútímans kemur hér upp í hugann og tæknileg úrelding þar sem maðurinn reynir allt hvað hann getur að taka þátt í hinni hröðu þróun. Á sýningu Ilmar og Steinunnar virðist hann hafa tekið það til bragðs að láta sig hverfa. Manneskjan birtist þó í „gjörn- ingum“ um helgar en í stað þess að taka til hendinni, ráfar hún um í af- skiptaleysi og starir tómlega fram fyrir sig – í fullkominni uppgjöf. Hún stillir sér hreyfingarlaus upp við sam- setningarnar og verður eins og hver annar leikmunur við þessar sviðsettu kringumstæður. Eða eru vélarnar staðgenglar leikaranna? Morgunblaðið/Ásdís Þvottabali Ilmar Stefánsdóttur. Vélknúinn heimur MYNDLIST Norræna húsið Opið alla daga nema mán. kl. 12–17. Gjörningur lau. og su. kl. 15–17. Out of Office – Innsetning Steinunn Knútsdóttir og Ilmur Stefánsdóttir Til 30. september Anna Jóa VARNARLIÐSSALA GEYMSLUSVÆÐISINS Sunnudaginn 20. ágúst kl. 15:00 verður hadið uppboð á ýmsum munum frá Varnarliðinu. Öllum er heimil þátttaka stólar - innrammaðar landslagsljósmyndir - sófar stálskápar - gólfmottur - skrifborð - sjónvarpsskápar kommóður - innrömmuð plagöt - speglar ný rúm með innbyggðum skúffum auk þess ýmislegt óvænt og spennandi Greiðsla við hamarshögg - tökum öll helstu kreditkort og beinharða peninga Opið: Fimmtudaga: 12:00 - 21:00Föstudaga og laugardaga: 10:00 - 18:00Sunnudaga: 12:00 - 18:00 UPPBOÐ Komið og gerið góð kaup Varnarliðssalan Sigtúni 40 Meðal þess sem boðið verður upp er: Margar gerðir af ónotuðum og lítið notuðum stólum, fyrir stofnanir, stofuna, skrifstofuna eða unglingaherbergið Glæsileg rúm með innbyggðum skúffum, tilvalin í unglinga- eða barnaherbergið • • NÝKOMIÐ: Nýjar vörur í hverri viku - alltaf eitthvað nýtt og spennandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.