Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                                                                                                                                                                                                                                    Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Michelle Wie ætlar ekki að gefast upp >> 2 KALT Í HOLLANDI ARNAR ÞÓR VIÐARSSON HEFUR EKKERT FENGIÐ AÐ LEIKA MEÐ TWENTE Í HOLLENSKU DEILDINNI >> 4 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „Það teygðist aðeins á hásininni en ég er að skríða saman og mun lík- lega byrja að æfa í dag. Það var fúlt að geta ekki mætt Fúsa en ég sat heima og fylgdist spenntur með leiknum í sjónvarpinu,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær. Ciudad Real, sem vann Evrópu- meistaratitilinn í vor, hefur unnið báða leiki sína í deildinni eins og Spánarmeistarar Barcelona og Portland San Antonio. „Þetta hefur farið vel af stað hjá okkur og við stefnum ótrauðir í átt að titlinum. Eins og venjulega verður þetta barátta hjá okkur við Barcelona og Portland og þá reikna ég með því að Ademar Leon verði með í toppbaráttunni,“ segir Ólafur. Skrifar undir nýjan samning á næstu dögum Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Ólafur væri búinn að ná samkomulagi um að framlengja samning sinn við Ciu- dad Real um tvö ár. „Ég gerði munnlegt samkomu- lag við félagið fyrir einhverjum fimm mánuðum. Ég er ekki búinn að skrifa undir samninginn en það gerist einhvern næstu daga,“ sagði Ólafur en samningurinn mun gilda til ársins 2009. Spurður hvort hann hafi þá ákveðið að ljúka ferlinum með Ciu- dad Real; „Já, nema eitthvað klikkað komi upp á borðið. Hugur minn er hjá Ciudad Real og svo eru auðvitað spennandi tímar með landsliðinu. HM í Þýskalandi í vet- ur og vonandi Ólympíuleikar 2008. Eftir það fer maður líklega að draga sig í hlé.“ Mikil tilhlökkun fyrir HM Ólafur segist hlakka mikið til heimsmeistarakeppninnar sem hefst í Þýskalandi í janúar. „Það eru allar forsendur til staðar að þetta geti orðið frábær keppni, handboltakeppni aldarinnar. Allt það sem maður hefur séð og heyrt um keppnina lítur vel út. Það virð- ist vera mikill áhugi á keppninni og mér skilst að það sé að verða uppselt á marga leiki og það er bara hið besta mál.“ Ólafur hefur jafnan stefnt hátt. Þessi frábæri handboltamaður er ákaflega metnaðargjarn íþrótta- maður og hann hefur miklar vænt- ingar til íslenska liðsins fyrir HM. „Ef engin alvarleg meiðsli herja á hópinn og við strákarnir í liðinu verðum einbeittir á verkefnið þá getum við gert góða hluti í Þýska- landi. Ég hef alltaf mínar vænt- ingar. Sumir vilja skrúfa þær nið- ur en ég vil stefna hátt með liðið. Það er auðvitað mikil vinna fram- undan og margt á eftir að gerast en mitt markmið er skýrt. Ég stefni á verðlaunasæti,“ sagði Ólaf- ur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Metnaðargjarn Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur lítið leikið með Ciudad Real á Spáni í deildarkeppninni vegna meiðsla í hásin. Hann vonast til að meiðslin dragi ekki neinn dilk á eftir sér og hann geti beitt sér af fullum krafti með félagsliðinu og með landsliðinu á HM í Þýskalandi. Stefnir á verðlaun á HM ÓLAFUR Stefánsson gat ekki tekið þátt í leik Ciudad Real gegn Sigfúsi Sigurðssyni og félögum hans í Ademar Leon í spænsku 1. deildinni í handknattleik um nýliðna helgi vegna meiðsla í hásin. Ólafur fann fyrir eymslum í hásin eftir nokk- urra mínútna leik á móti Altea í fyrstu umferðinni og var ákveðið að hvíla hann í leiknum gegn Ademar þar sem Ciudad Real hafði betur, 27:26. Ólafur Stefánsson meiddur í hásin og gat ekki spilað á móti Sigfúsi Sigurðssyni Landsliðsmað- urinn Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður norska knatt- spyrnuliðsins Brann, nefbrotn- aði í leik liðsins gegn Sandefjord í norsku úrvals- deildinni í fyrra- kvöld þar sem Brann fór með sigur af hólmi, 5:3. Kristján lenti í árekstri við sókn- armann Sandefjord undir lok fyrri hálfleiksins en lék engu að síður leikinn til enda. Kristján var ekki eini leikmaður Brann sem varð illa fyrir barðinu á leikmönnum Sand- efjord því félagi hans í vörninni, Er- lend Hanstveit, missti tönn eftir viðskipti sín við einn leikmann gest- anna. Ólafur Örn Bjarnason skoraði fjórða mark Brann í leiknum og kom því yfir, 4:3, og ætlaði allt um koll á keyra á leikvangum í Bergen þegar Grindvíkingurinn skoraði en Brann hafði misst niður þriggja marka forskot í leiknum. Með sigr- inum náði Brann fjögurra stiga for- skoti á Rosenborg í toppsætinu en Rosenborg á leik til góða. Meistarar síðasta árs, Vålerenga, eru hins vegar í áttunda sæti og eiga enga von um að verja titilinn. Kristján Örn nef- brotinn Kristján Örn Sig- urðsson. Ásthildur Helga- son fyrirliði ís- lenska landsliðs- ins í knattspyrnu skoraði bæði mörk Malmö í gær þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Linköping í sænsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu. Ásthildur hefur þar með skorað 17 mörk í 18 leikjum Malmö í deild- inni og er markahæst ásamt sænsku landsliðskonunni Lottu Schelin sem leikur með Kopp- arbergs/Göteborg. Malmö er í þriðja sæti deild- arinnar með 35 sig, Djurgården hefur 39 og Umeå hefur 49 stig og á leik til góða. Ásthildur með tvö fyrir Malmö Ásthildur Helgadóttir íþróttir þriðjudagur 19. 9. 2006 íþróttir mbl.is Yf ir l i t                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                  Í dag Sigmund 8 Landið 19 Staksteinar 8 Daglegt líf 20/25 Veður 8 Forystugrein 26 Úr verinu 12 Viðhorf 28 Viðskipti 12/13 Umræðan 28/31 Erlent 14/15 Bréf 31 Menning 16/17, 40/44 Minningar 32/37 Akureyri 18 Dagbók 45/49 Austurland 18 Víkverji 48 Suðurnes 19 Ljósvakamiðlar 50 * * * Viðskipti  Stjórn Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, en bandaríska fyrirtækið Barr tilkynnti nýlega hækkun síns tilboðs til hluthafa Pliva. Actavis útilokar þó ekki að ný tilraun til yfirtöku á Pliva verði gerð breytist aðstæður. » 12 Innlent  Farþegum fjölgar. Farþegum strætó fjölgaði um 20% í júlí og ágúst í ár samanborið við sömu mán- uði í fyrra og sambærilega þróun má merkja það sem af er septem- bermánuði, að sögn Ásgeirs Eiríks- sonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., sem þakkar þessa þróun nýja leiðakerfinu. » 52  Kjarasamningar. Félag leikskóla- kennara ákvað í gær að vísa kjara- viðræðum sínum við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara, en samningar félagsins eru lausir í lok mánaðarins. Fundað hefur verið í sumar og við- ræður gengið vel þar til í síðsutu viku að viðræðurnar rak aðeins upp á sker. » 52  Rannsóknarleyfi. Hjá iðn- aðarráðuneytinu liggja fyrir um- sóknir frá orkufyrirtækjum um rannsóknarleyfi á þremur svæðum á suðvesturhorninu sem ekki hafa ver- ið virkjuð áður; þ.e.a.s. Brenni- steinsfjöll og Krýsuvík á Reykjanes- skaga og í Grændal sem liggur upp af Hveragerði. » 6 Erlent  Jacques Chirac Frakklands- forseti hvatti í gær til þess að fram færu frekari viðræður við ráðamenn í Íran um kjarnorkuáform stjórn- valda þar. Lagði forsetinn áherslu á að ekki bæri að vísa kjarnorkudeil- unni til öryggisráðs SÞ á meðan slík- ar viðræður færu fram. » 14  Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í gær að Írak og leiðtogar landsins stæðu nú á „krossgötum“, líkur væru á að átökin í landinu þróuðust út í borgarastyrjöld ef ekki yrði gripið til aðgerða til að stemma stigu við mannskæðum árásum víga- manna. » 1 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is UPPSAGNIR eru í vændum á fréttastöðinni NFS í tengslum við skoðun stjórnenda á rekstri félags- ins, að sögn Ara Edwald, forstjóra 365. Trúnaðarmenn NFS fengu starfsmannafund með Ara í gær um framtíð vinnustaðarins þar sem hann sagðist vonast til þess að nið- urstöðu um starfsmannamálin væri að vænta innan einhverra daga þótt hann setti ekki nákvæm tímamörk þar á. „Við munum leggja alla áherslu á að eyða óvissu svo fljótt sem verða má,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Við munum gera einhverjar breytingar og því munu fylgja einhverjar uppsagnir. En ég hef líka lagt áherslu á það að við er- um ekki bara að draga úr okkar starfsemi heldur viljum við líka bæta í annarsstaðar. Þessi skoðun okkar snýst um það hvar okkar framtaki er best fyrir komið. Við þurfum að leggja meiri áherslu á sumt í okkar fréttamiðlun en við höfum verið að gera. Ég hef talað um það að hluti af þessari skoðun er hvernig við getum sótt fram á net- miðlinum okkar.“ Aðspurður sagði Ari ekki hægt að segja til um það hvort fólkið með minnstu starfsreynsluna yrði fyrst til að missa vinnuna. Að sögn Sólveigar Kr. Bergmann, trúnaðarmanns NFS, var fundurinn boðaður að beiðni trúnaðarmanna sem vildu vita hver framtíð stöðv- arinnar yrði. „Það var í rauninni fátt um svör hvað yrði, annað en það að fyrir mánaðamót verða uppsagnir hjá NFS,“ sagði Sólveig og bætti því við að ekki yrði um hópuppsagnir að ræða. Afar óþægilegt óvissuástand Sólveig sagði óvissuástandið vera afar óþægilegt fyrir starfsmenn NFS. Benti hún á að fólk yrði að hafa það í huga að forstjóraskipti hefðu orðið frá því að NFS fór í loft- ið. „Forstjórinn fyrrum, Gunnar Smári [Egilsson], sagði að það væri pottþétt að það væri gert ráð fyrir því að NFS fengi tvö til þrjú ár til að sanna sig,“ sagði hún. Mikil breyt- ing hefði þá orðið hjá starfsmönnum fréttastofu Stöðvar 2 þegar NFS hóf starfsemi sína. „Það voru margir sem kannski hugsuðu sér til hreyf- ings á þessum tíma og tóku þá ákvörðun að vera hjá þessu félagi út af þessu loforði Gunnars Smára.“ Uppsagnir starfsfólks yfirvofandi hjá NFS Hópuppsagnir ekki inni í myndinni að sögn trúnaðarmanns Í HNOTSKURN »Fjölmiðlafyrirtækið 365rekur sex sjónvarps- stöðvar, m.a. Stöð 2 og fimm útvarpsstöðvar ásamt blaða- útgáfu. »Fyrirtækið var stofnað íársbyrjun 2005 með sam- runa Fréttar og Norðurljósa og var NFS komið á lagg- irnar í nóvember 2005. FYRIRTAKA var í gær í máli rík- isins gegn olíufélögunum þremur, ESSO (Ker), Olís og Skeljungs, og einnig í máli Strætós bs. gegn sömu félögum vegna ólöglegs samráðs í út- boði árið 1996. Þinghald var stutt og stóð aðeins í um fimmtán mínútur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sem sækir málið af hálfu ríkisins og Strætós, óskaði eftir tveggja vikna frestun og bárust engin mótmæli af hálfu verjenda. Verða málin tekin fyrir að nýju 9. október nk. Í útboðinu árið 1996 var ákveðinn afsláttur veittur frá grunnverði og segir Vilhjálmur að sá afsláttur hafi verið lítill í prósentum og krónum og nánast enginn munur á boðum félag- anna. Annað útboð fór svo fram í árs- lok 2001 og þá var mikill munur á til- boðum félaganna, eitt tilboðið var langlægst og munar verulega miklu. „Skaðabótakrafan er reiknuð út með því að bera saman þessi tvö tilboð. Það er gefin sú forsenda að það hefði átt að vera hlutfallslega sami afslátt- ur árið 1996 og 2001 ef samkeppni hefði ríkt árið 1996,“ segir Vilhjálm- ur en olíufélögin hafa mótmælt þessu í greinargerðum. Ekki sé hægt að reikna kröfuna út á þennan hátt, skökk niðurstaða komi út. Þar sem álagning þeirra sé í krónum á lítra þá séu afslættir einnig í krónum á lítra. „Þetta er eitt af því fáa sem þeir segja alveg skýrt í greinargerðum sínum um sína viðskiptahætti þannig að ég sá þann möguleika að reikna kröfuna út á þennan hátt. Ef að sú niðurstaða verður lík hinni niður- stöðunni styrkir það kröfuna mjög mikið. Þarna er þá verið að reikna kröfuna út á þeim forsendum sem fé- lögin segja að þau beiti í sínum við- skiptum,“ segir Vilhjálmur. Bótakrafa reiknuð á ný Máli ríkisins og Strætós bs. gegn stóru olíufélögunum þremur var í Héraðsdómi Reykjavíkur frestað til 9. október Morgunblaðið/Eyþór Réttað Þinghald í héraðsdómi var stutt og stóð í um fimmtán mínútur. Kynningar – Morgunblaðinu fylgir kynningarblað frá Rannsóknamið- stöð Íslands í tilefni af Vísindavöku 2006. GUÐLAUGUR Þór Þórðarson hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri flokksins í haust. „Ég hef unnið fyrir Reykvíkinga nú í átta ár sem borgarfulltrúi og í fjögur ár sem þingmaður og gegnt fjölmörg- um trúnaðarembættum fyrir flokkinn á þeim um það bil tuttugu árum sem ég hef starfað í stjórnmálum. Menn þekkja mínar áherslur. Ég hef mikið látið mig varða málefni fjölskyldunn- ar í víðum skilningi og komið fram með hugmyndir í skattamálum og húsnæðismálum.“ Guðlaugur Þór sagðist einnig hafa látið sig varða utanríkismál, sjávar- útvegs- og sam- göngumál, um- hverfis- og orku- mál, málefni aldraðra og ýmis- legt fleira. „Ég tel mörg spennandi verk- efni framundan og mikilvægt að gæta hagsmuna Reykvíkinga í nú- tíð og framtíð og ég tel að sú reynsla sem ég hef á vettvangi borgarstjórn- armála muni reynast mér vel til þess.“ Hann sagðist hafa lýst því yfir fyrir ári síðan þegar hann hefði ákveðið að sækjast ekki eftir efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar að hann myndi sækjast eftir einu af efstu sætunum í prófkjörinu nú. „Ég hef ekki skipt um skoðun hvað það varðar og hef áhuga á því að taka að mér fleiri verkefni á sviði stjórnmálanna og aukna ábyrgð. Ég tel það einnig gott fyrir flokkinn að fulltrúar nýrra kynslóða verði í for- ystusveit hans.“ Guðlaugur Þór sagði að það skipti engu máli eftir hvaða sæti hann sækt- ist í prófkjörinu, því hann myndi alltaf þurfa að etja kappi við vini og sam- herja. „Það er eðli prófkjara, en við höfum sýnt það sjálfstæðismenn í undanförnum prófkjörum að þessar keppnir hafa verið drengilegar og heiðarlegar og hafa styrkt mjög flokkinn og ég á ekki von á því að það verði neitt öðru vísi nú,“ sagði Guð- laugur að lokum. Guðlaugur Þór býður sig fram í annað sætið Guðlaugur Þór Þórðarson Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.