Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karl- mann á þrítugsaldri til átta mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot. Honum er jafnframt gert að greiða tæpar 840 þúsund krónur í sakarkostnað en áður hafði hann greitt fórnarlambi sínu 600 þúsund krónur í miskabætur. Manninum var gefið að sök að hafa í október á sl. ári látið 12 ára stúlku hafa við sig munnmök og í kjölfarið haft við hana samræði tvisvar sinnum. Þar að auki fannst á tölvu mannsins nærri tveggja klukkustunda löng hreyfimynd sem sýnir barn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Ákærði við- urkenndi brot sín en kvaðst ekki hafa talið hreyfi- myndina hafa verið barnaklám, frekar væru stúlk- urnar látnar líta út fyrir að vera sem yngstar. Hann sagðist ennfremur ekki hafa vitað um aldur stúlk- unnar. Hefði hann talið hana vera 14 til 16 ára, og ekki komist að öðru fyrr en eftir samfarirnar. Ákærði og stúlkan höfðu átt í samskiptum á net- inu í nokkra mánuði og þrátt fyrir að muna lítið eft- ir samskiptum þeirra í netheimum sagðist ákærði þó telja sig muna að stúlkan hefði ávallt verið fljót að leiða talið að kynferðislegum efnum. Þegar þau mæltu sér mót keyrði ákærði á afvikinn stað, bað stúlkuna um að eiga við sig munnmök en eftir sam- farir þeirra hafi hann svo spurt stúlkuna um aldur og hún sagst vera að verða 13 ára. Stúlkan sagði fyrir dómi að sér hefði liðið illa með ákærða og verið svolítið hrædd við hann. Hann hefði hins vegar keypt fyrir hana sígarettur og því hefði hún ekki kunnað við að fara í burtu. Hún kvaðst hafa fengið send SMS-smáskilaboð, nokkr- um dögum eftir fund þeirra, þar sem hann spurði hvort þau ættu ekki að hittast aftur. Dóminum þótti sannað að ákærði hefði vitað um aldur stúlkunnar áður en þau höfðu samræði en hann hafði m.a. sagt í samtali við hana á netinu að sig langaði í yngri stelpu. Ásgeir Magnússon héraðsdómari kvað upp dóm- inn. Sigríður J. Friðjónsdóttir fulltrúi ríkislög- reglustjóra flutti málið af hálfu ákæruvaldsins en Herdís Hallmarsdóttir hdl. varði manninn. Átta mánaða fangelsi fyrir samræði við tólf ára stúlku Í HNOTSKURN »Ákærði hitti stúlkuna á spjalli á netinuog hafði átt í samskiptum við hana um nokkurra mánaða skeið. »Hann kvaðst ekki hafa vitað um unganaldur hennar en dómurinn taldi fram- burðinn ótrúverðugan. Kvaðst ekki hafa vitað um ungan aldur stúlkunnar fyrr en eftir samfarir þeirra Dæmdur Héraðsdómur Reykjavíkur. Morgunblaðið/Þorkell VÖRUFLUTNINGABÍLL frá Vörumiðlum á suðurleið frá Skagaströnd fór út af veginum við golfvöll Blöndu- ósinga í Vatnahverfi um kl. 17 í gær og hafnaði í skurði hægra megin við veginn. Bílstjórinn var einn í bílnum. Mun hann hafa sloppið með minniháttar skrámur. Ökumaður í bifreið sem mætti flutningabílnum þeg- ar atvikið átti sér stað tók eftir því að flutningabíllinn leitaði skyndilega til hægri og hafnaði ofan í skurð- inum og er talið fullvíst að bílstjórinn hafi sofnað und- ir stýri. Þykir mildi að ekki fór verr því ef bíllinn hefði leitað inn á veginn þá hefði hann lent framan á aðvíf- andi bíl úr gagnstæðri átt. Liðsmenn björgunarsveitarinnar Blöndu voru kall- aðir út til að bjarga farmi bílsins sem var frosinn fisk- ur og steinull og var talið að farmurinn væri að mestu óskemmdur. Mildi þykir að ekki urðu slys á fólki. Lögreglan á Blönduósi hefur málið til rannsóknar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Vöruflutningabíll valt og hafnaði í skurði Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er mjög hættulegt ef framkvæmda- valdið ætlar að skammta fræði- mönnum efni til þess að fjalla um samtímasöguna,“ segir Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur, en bréf hans um málefni Kjartans Ólafssonar, fyrr- verandi alþingismanns og ritstjóra, og synjun þjóðskjalavarðar um að- gang að gögnum um símhleranir, hafa vakið talsverðar umræður á lok- aðri spjallrás sagnfræðinga, Gamma- brekku. Í samtali við Morgunblaðið segist Sigurður eiga bágt með að skilja rök- in sem lágu að baki ákvörðun þjóð- skjalavarðar um synjun og finnst málatilbúnaður hans undarlegur. Tekur hann fram að við fyrstu sýn finnist sér illilega brotið á rétti Kjartans Ólafssonar. „Mér finnst það ekki standast að þessi maður sem er almennur borg- ari í landinu, eiginmaður, faðir og afi, skuli ekki fá tækifæri til að skoða málsgögn þar sem hann var með- höndlaður eins og landráðamaður. Mér finnst þjóðskjalaverði ekki stætt á því að vísa beiðni Kjartans frá, sérlega í ljósi þess að einum fræðimanni hefur þegar verið veittur aðgangur að þessum gögnum,“ segir Sigurður og leggur áherslu á að staða Kjartans sé þó mun sterkari þar sem hann sé ekki aðeins sagn- fræðingur heldur sjálfur aðili að mál- inu. Að sögn Sigurðar snertir málið hagsmuni alls fræðifólks sem fjalla vill um samtímastjórnmál og -menn- ingu á yfirvegaðan og skynsamlegan hátt. Bendir hann á að sagnfræð- ingum ber samkvæmt eigin siða- reglum skylda til að vekja athygli á því ef opinberar stofnanir reyna að hindra eðlilega notkun gagna og að- gang að þeim. Að sögn Sigurðar virðast ráða- menn vera að reyna að þæfa málið og hindra með þeim hætti umfjöllun um það. „Mér fannst í sumar mjög und- arlegt hvernig dómsmálaráðuneytið með dómsmálaráðherra í farar- broddi fór með beiðni Ragnars Aðal- steinssonar lögmanns um að fá þessi gögn. Þegar dómsmálaráðuneytið virtist ekki lengur hafa neitt svigrúm til að synja honum um beiðnina þá sendu þeir gögnin sama dag og mál hans var afgreitt upp í Þjóðskjala- safn. Þetta fannst mér einkennilegt, ekki síst þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er óbeinn aðili að þessu máli,“ segir Sigurður og vísar þar til þess að Bjarni Benediktsson, faðir Björns, var einn af þeim sem stóðu að hlerunum þegar hann var dómsmálaráðherra. Sagnfræðingur segir hættulegt ef framkvæmdavaldið ætlar að skammta gögn Telur illilega brotið á Kjartani Sigurður Gylfi Magnússon Í HNOTSKURN »Í siðareglum Sagnfræð-ingafélagsins segir m.a. að sagnfræðingar ættu að stuðla að opnum og frjálsum aðgangi að sögulegum heimildum. »Mikilvægt er að sagnfræð-ingar reyni ekki aðeins að tryggja góðan aðgang að heimildum heldur ber þeim skylda til að vekja athygli á ef opinberar stofnanir reyna að hindra eðlilega notkun þeirra og/eða aðgang að þeim.“ HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt gæsluvarðhaldsúrskurði héraðs- dóms yfir manni sem sætir lögreglu- rannsókn vegna nauðgunarmáls í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hann var úrskurðaður í viku gæslu- varðhald 14. september en Hæsti- réttur taldi ekki að hann gæti tor- veldað rannsókn málsins með því að hafa áhrif á vitni og afmá ummerki á vettvangi héldi hann frelsi sínu. Var honum því sleppt. Var með mikla áverka Í rannsóknarúrskurði er rakið að konan hafi sagst hafa farið heim til mannsins ásamt fleira fólki eftir skemmtun í miðbænum. Þau hafi farið inn í herbergi þar sem hann hafi skyndilega ráðist á hana og beitt hana miklu ofbeldi og síðan haft við hana harkalegt samræði gegn vilja hennar. Hún var flutt á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og var með mikla áverka. Kærði hún at- burðinn til lögreglu sem yfirheyrði manninn. Sagðist hann hafa haft samræði við konuna með hennar samþykki en var úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um alvar- legt og gróft kynferðislegt ofbeldi. Úr haldi í nauðgun- armáli VALGERÐUR Sverrisdóttir, ut- anríkisráðherra, hélt í gær á 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Skv. upp- lýsingum utan- ríkisráðuneyt- isins mun Valgerður í ferð- inni eiga tvíhliða fundi með fjölda ráðherra, m.a. til að kynna framboð Íslands til setu í ör- yggisráði SÞ á árunum 2009–2010. Í tengslum við allsherjarþingið mun utanríkisráðherra m.a. sitja fundi ut- anríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsríkja og utanríkisráðherra Norðurlanda. Ráðherra mun einnig sitja hádegisverðarfund ráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópu- sambandsins. Einnig hefur ráðherra þegið boð utanríkisráðherra Bandaríkjanna um þátttöku í hringborðsumræðum um það hvernig auka megi völd kvenna og þátttöku þeirra á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Kynnir framboð Íslands Valgerður Sverrisdóttir Situr fund utanríkis- ráðherra NATO ♦♦♦ ÖSSUR Skarp- héðinsson var kjörinn formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar í stað Margrétar Frímannsdóttur, sem ekki gaf kost á sér embættið á fundi þingflokks- ins í gær. Össur sagði að félagar hans í þingflokknum hefðu leitað mjög ákveðið eftir því að hann tæki að sér starfið, eftir að Margrét ákvað að hætta. „Ég vil vera traustur liðsmaður fyrir Samfylkinguna og tókst á herðar þær skyldur sem þessu fylgja. Ég hef alltaf átt mjög gott samstarf við alla mína félaga í þing- flokknum og hef sama markmið og þeir að Samfylkingunni vaxi ásmegin og við ávinnum okkur nægilegt traust meðal kjósenda til þess að taka við landstjórninni að loknum kosningum,“ sagði Össur. Hann bætti því við að þetta undir- strikaði að Samfylkingin væri ein liðsheild og að öll sár væru gróin sem hugsanlega kynnu að hafa myndast í þeim hörðu formannsátökum sem hefðu verið í flokknum. „Þannig má draga þá ályktun að Samfylkingin sé að stilla upp því liði sem hún telur sterkast til þess að takast á við það erfiða verkefni sem blasir við í vetur að fella þessa rík- isstjórn og ná fram langþráðum skiptum í landstjórninni. Ég fyrir mitt leyti hef aldrei skorast undan því að gera allt sem ég get til þess að vinna mínum flokki vel. Ég var fyrsti formaður hans og fyrir utan mína nánustu fjölskyldu er það ekkert sem hrærir eins strengi væntum- þykju í brjósti mínu og þessi hreyf- ing sem ég er stoltur af að hafa átt örlítinn þátt í að byggja upp með góðum félögum, eins og Margréti Frímannsdóttur sem ég sé senn á bak og öðrum,“ sagði Össur. Hann sagði að það væri löngu tímabært að jafnaðarstefnan hefði meiri áhrif á Íslandi og hann hefði það sterklega á tilfinningunni að það yrðu söguleg kaflaskipti í vetur og í þingkosningunum í vor. Samfylk- ingin er ein liðsheild Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.