Morgunblaðið - 19.09.2006, Page 6

Morgunblaðið - 19.09.2006, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „FYRRI hálfi dagurinn lofaði góðu, við fengum átta birtinga, en á heila deginum var hávaðarok og þótt við reyndum að veiða tók fiskur ekki. Við vorum því ekkert sérlega von- góðir síðasta morguninn, en á sex tímum veiddum við svo 32 birtinga,“ segir Kristinn Grétarsson sem var með félögum í Vatnamótunum. Kristinn hefur verið með holl þar á sama tíma síðustu fjögur ár og venjulega hefur aflinn verið um 30 fiskar. Að þessu sinni hafði hann heyrt að birtingurinn væri seinn til að ganga á svæðið en þeir félagar komust að öðru. „Þetta var ofsalega skemmtilegur dagur. Maður lifir á þessu í vetur,“ segir hann um loka- morguninn á svæðinu. Þetta var mikið til bjartur göngufiskur. „Og við misstum marga. Einn okkar var búinn að missa fimm áður en hann landaði þeim fyrsta. En hann tók svo átta eftir það. Sjóbirt- ingurinn er mættur fyrir austan.“ 16 pundari úr Tungufljóti Félagar sem voru við veiðar í Tungufljóti í Skaftártungum um helgina lentu í því að áin var óveið- andi sökum vatnavaxta á föstudags- kvöld og sunnudagsmorgunn. En þegar laugardagurinn þar á milli rann upp, bjartur og fagur, hafði áin gengið niður um nóttina og fiskur tók víða. Í Bjarnafossi komu þá strax um morguninn upp nokkrir fiskar, allt að tíu punda. Fimm og sex pundarar veiddust á Flögubök- um og smærri í Breiðufor og á Fitja- bökkum. Sá stærsti var glæsilegur 16 punda hængur, 86 cm langur, sem tók Black Ghost í Grafarvaði. Glímdi veiðimaðurinn við hann í hálftíma. Félagarnir náðu níu fiskum samtals. 32 birtingar á sex tímum Í veislulok Félagarnir Héðinn Hákonarson, Karl Jón Hirst, Magnús Gunn- arsson, Reynir Kristjánsson og Kristinn Grétarsson með morgunveiðina. STANGVEIÐI TÖLUVERT hefur verið fjallað um Hellisheið- arvirkjun að undanförnu sem og áform Orku- veitu Reykjavíkur um að reisa tvær nýjar virkjanir á heiðinni, við Ölkelduháls og Hvera- hlíð. Það er þó langt frá því að þar með ljúki metnaði orkufyrirtækjanna til að virkja jarð- varma á suðvesturhorni landsins, því hjá iðn- aðarráðuneytinu liggja fyrir umsóknir um rannsóknarleyfi á þremur svæðum sem ekki hafa verið virkjuð áður; Brennisteinsfjöll og Krýsuvík á Reykjanesskaga og í Grændal sem liggur upp af Hveragerði. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur sóst eftir frekari rannsóknarleyf- um á Hellisheiði og við Hengil. Af þessum svæðum virðast Brennisteinsfjöll vera eftirsóttust, a.m.k. er það eina svæðið sem fleiri en eitt orkufyrirtæki sækist eftir að rann- saka en Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur hafa í sameiningu óskað eftir rannsóknarleyfi og einnig liggur fyrir umsókn frá Landsvirkjun. Það er heldur ekki ólíklegt að náttúruverndarsinnar myndu bregðast harklegast við veitingu rannsóknarleyfis í Brennisteinsfjöllum, ekki hvað síst vegna þess að fjöllin eru talin eina ósnortna víðernið í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins. Beðið verði eftir 2. áfanga Landvernd vill að beðið verði með allar ákvarðanir um framkvæmdir vegna orkuöflun- ar til stóriðju þar til lokið verður við 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma en búist er við að honum ljúki árið 2009. Í framtíðarsýn samtakanna sem nýlega var lögð fram er einnig rætt um mikilvægi þess að varðveita svæðið frá Stóra-Kóngsfelli og suður og vestur fyrir Brennisteinsfjöll. Bergur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að afstaða samtakanna um frestun fram- kvæmda þar til lokið verði við gerð ramma- áætlunar taki einnig til veitingu rannsóknar- leyfa því rannsóknir hafi í för með sér töluvert rask á viðkomandi svæðum, m.a. þurfi að leggja vegi og leggja stór borplön. Á meðan ekki liggi fyrir mat á verndargildi óvirkjaðra svæða, s.s. Brennisteinsfjalla, Grændals og Krýsuvíkur, sé algjörlega ótímabært að ætla að raska þeim með einum eða öðrum hætti. Þá minnir hann á með svonefndri djúpborun sé stefnt að því að 5-10 falda orkugetu hverrar borholu en gangi það eftir megi ætla að hver einasta virkjun sem þegar sé risin á þessu svæði geti skilað álíka mikilli orku og Kára- hnjúkavirkjun. Af þessum þremur svæðum má ætla að fæst- ir þekki til Brennisteinsfjalla. Svæðið er nán- ast ósnortið og einu sjáanlegu ummerkin um mannanna verk eru leifar af brennisteinsnámu sem var lögð af fyrir meira en 120 árum. Þar má sjá nokkra steina og lítinn ofn og einnig gamlar götur og rústir. Þá liggja fornar þjóð- leiðir um fjöllin. Í góðu skyggni má sjá Heima- ey, Surtsey, Eyjafjallajökul og jafnvel Snæ- fellsjökul. „Þarna er gríðarlegt útsýni og fjallasýnin slík að maður upplifir eiginlega hvergi svona nema inni á hálendi,“ segir Berg- ur. Gildi svæðisins hafi aukist eftir að virkjað var á Hellisheiði og á Reykjanesi og hann minnir á að háspennulínur frá Reykjanesvirkj- un þveri nú þrjár fornar gönguleiðir um skag- ann. „Og þar með er auðvitað búið að rýra úti- vistargildi svæðisins. Það er nú almennt þannig að útivistarfólk vill vera í sem minnst snortnu umhverfi, annars myndi það bara arka um á gangstéttum borgarinnar,“ segir hann. Eins og fyrr segir lagðist Landvernd ekki gegn Hellisheiðarvirkjun, m.a. á þeirri for- sendu að þegar væri búið að spilla Hellisheiði með vegagerð og háspennulínum. Bergur segir að það mætti halda því fram að bæði Hellis- heiðarvirkjun og Reykjanesvirkjun hafi að ein- hverju leyti risið í skjóli Kárahnjúkavirkjunar, þ.e. náttúruverndarsinnar hafi verið svo upp- teknir af baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun að hinar hafi hálfpartinn gleymst. Það muni ekki gerast aftur. Raunar dregur Bergur stór- lega í efa að rannsóknarleyfi verði veitt vegna þessara þriggja svæða og þar af leiðandi muni væntanlega ekki koma til neinna átaka milli náttúruverndarsinna og virkjunarsinna. „Það verður ekki virkjað þegjandi og hljóðalaust á Reykjanesskaganum, það er alveg ljóst,“ segir hann. Rannsóknir taka að lágmarki tvö ár Hitaveita Suðurnesja vill rannsaka Brenni- steinsfjöll og Krýsuvík með tilliti til þess hvort hægt sé að vinna þar orku fyrir hugsanlegt ál- ver í Helguvík samkvæmt samkomulagi við Norðurá. Júlíus J. Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir nauðsynlegt að kortleggja þessi svæði til að hægt sé að bregðast við ósk- um um orku, komi þær fram. Rannsóknir taki að lágmarki um tvö ár og það megi ætla að bygging virkjunar taki að lágmarki 2-3 ár þeg- ar öll leyfi liggja fyrir. Hann gagnrýnir seina- gang í umsóknarferli vegna rannsóknarleyfa og segir furðulegt að enn skuli standa á um- sögn umhverfisráðuneytisins. Í lögum sé kveð- ið á um skjóta afgreiðslu en ráðuneytið virðist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að brjóta lög með því að draga að klára sína umsögn. Júlíus gefur lítið fyrir þau sjónarmið að bíða eftir niðurstöðu 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. „Ég held að þetta snúist nú aðallega um að bíða eftir ein- hverju þannig að ekkert verði gert í dag,“ segir hann. Það sé ákveðið sjónarmið að bíða eftir niðurstöðu úr djúpborunarverkefni en hann telji að ekkert komi út úr því fyrr en eftir 10 ár og raunar sé óvíst að verkefnið muni yfirleitt heppnast. „En ef menn geta fundið eitthvað til að bíða eftir, þá verður aldrei neitt gert.“ Gæti stefnt í harðan slag Fréttaskýring | Orkufyrirtækin vilja fá rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum, Krýsuvík og Grændal. Veiti iðnaðarráðu- neytið leyfin gæti stefnt í harðan slag við náttúruverndarsinna.                                                       ! "    #   $ %    &               $!'  "($)*&+$ , - .    /-     , -       ,       ,    $                  !" #    $   %   Morgunblaðið/Árni Sæberg Rannsakað Við Trölladyngju hefur Hitaveita Suðurnesja borað tvær tilraunaholur. Í HNOTSKURN » Tvær jarðvarmavirkjanir eru áReykjanesskaga; Reykjanesvirkjun sem framleiðir 100 MW af rafmagni fyrir álverið á Grundartanga og Svartsengi sem framleiðir nú 45 MW en mun brátt stækka um 30 MW. » Stefnt er að því að Hellisheiðarvirkjunmuni framleiða 303 MW af rafmagni og 133 MW af heitu vatni. Nesjavallavirkjun framleiðir 120 MW af rafmagni og 300 MW af heitu vatni. Eftir Rúnar Pálmason runar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.