Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 13 A›alfundur 2006 D A G S K R Á 1. Sk‡rsla stjórnar um starfsemi félagsins á li›nu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir li›i› starfsár lag›ur fram til samflykktar ásamt sk‡ringum endursko›anda. 3. fióknun til stjórnar ákve›in. 4. Kosning stjórnar félagsins. 5. Kosning endursko›enda félagsins. 6. Umræ›ur og atkvæ›agrei›slur um önnur mál sem löglega kunna a› ver›a lög› fyrir fundinn e›a fundurinn samflykkir a› taka til me›fer›ar. A›alfundur 2006 A›alfundur Alfesca hf. ver›ur haldinn flri›judaginn 19. september 2006 kl.17.00 í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn fer fram á ensku. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á a›alfundinum, skulu hafa borist stjórninni eigi sí›ar en sjö dögum fyrir a›alfundinn. Dagskrá a›alfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til s‡nis, sjö dögum fyrir a›alfundinn. Atkvæ›ase›lar og fundargögn ver›a afhent vi› innganginn og á skrifstofu félagsins a› Fornubú›um 5, Hafnarfir›i, á fundardaginn. Hafnarfir›i 1. september 2006 Stjórn Alfesca hf. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. SÓLEYJARIMI - 112 RVÍK 50 ÁRA OG ELDRI! 3ja herb. á 3. hæð með stórum suðursvölum. Fullbúin án gólfefna í góðu lyftuhúsi, gott stæði í bílageymslu. Mjög falleg íbúð með frábæru útsýni yfir höfuðborg- ina. VERÐ 23,9 millj. Pantaðu skoðun: Ingvar Ragnarsson sölufulltrúi, 822 7300 LAUS VIÐ KAUPSAMNING – SÍÐASTA ÍBÚÐIN! ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1,06% í Kauphöll Íslands í gær og var lokagildi hennar 6.246,60 stig við lokun markaða. Exista hækkaði um 2,7%, Kaupþing og Landsbank- inn 1,5%. Dagsbrún lækkaði um 2,7%. Viðskipti í Kauphöllinni námu 13,2 milljörðum króna í gær. Mest voru viðskiptin með íbúðabréf, eða fyrir 6,4 milljarða, en viðskipti með hluta- bréf námu 5,7 milljörðum. Krónan styrktist um 0,5% í gær, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Við upphaf viðskipta var vísitalan 123,20, en í lok dags var hún 122,6. Velta nam 6,7 milljörðum króna. Gengi dollarans er 70,16 krónur, pundsins 131,72 og evr- unnar 88,95. Lífleg viðskipti í Kauphöll Íslands ● FIMM lífeyr- issjóðir eru á meðal tuttugu stærstu hlut- hafa í Exista hf. eftir hlutafjár- útboð þess og skráningu í Kaup- höll. Stærsti hluthafinn er sem áður Bakkabraedur Holding B.V. með 47,4% hlut, en félagið er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona. KB banki er næststærsti hlut- hafinn með 10,5% hlut og SPRON á 6,3% hlutafjár. Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Gildi lífeyrissjóður, sameinaði lífeyr- issjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóð- urinn eiga allir hlut í Exista, og er eignarhlutur þeirra á bilinu 0,2- 1,8%. Fimm lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa ● TÓLF mánaða verðbólga mun halda áfram að lækka í október, eins og hún gerði á milli ágúst og sept- ember, ef spá greiningardeildar Landsbanka Íslands gengur eftir. Spáir deildin 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs á milli september og október. Það hefði í för með sér að tólf mánaða verðbólga muni lækka úr 7,6% í september í 7,3% í október, gangi spáin eftir. Helstu liðir sem greiningardeild Landsbankans telur til hækkunar á vísitölu neysluverðs á milli mánaða eru matvara, fatnaður og þjón- ustuliðir. Á móti vegi hins vegar tölu- verð lækkun á eldsneytisverði. Landsbankinn spáir lækkun verðbógunnar ● TIL STENDUR að loka verksmiðju Actavis í Baltimore í Bandaríkjunum og flytja starfsemi hennar til Norður- Karólínu, að því er kemur fram á vef- síðu Baltimore Business Journal. Munu 240 starfsmenn verksmiðj- unnar missa störf sín, en um er að ræða hluta af stefnu fyrirtækisins um endurskipulagningu starfsemi Actavis í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBJ veldur þessi ákvörðun Actavis vonbrigðum yf- irvalda á svæðinu, en verksmiðjan hafði verið notuð sem dæmi um vax- andi líftækniiðnað í Baltimore. Actavis greiddi 810 milljónir bandaríkjadala fyrir bandaríska lyfja- fyrirtækið Alpharma í desember á síðasta ári. Starfsemi Actavis flutt frá Baltimore VEXTIR af almennum útlánum Íbúðalánasjóðs verða óbreyttir, eða 4,95%. Lán sjóðsins sem eru með sérstöku uppgreiðsluálagi verða einnig þeir sömu og verið hefur, eða 4,70%. Þetta er niðurstaða stjórnar Íbúðalánasjóðs í kjölfar út- boðs á íbúðabréfum frá því í síðustu viku. Tilkynnt var um ákvörðun stjórnarinnar í gær. Alls bárust tilboð að nafnvirði 20,9 milljarðar króna í útboði Íbúðalánasjóðs og var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 2 millj- arðar. Vegin ávöxtunarkrafa í út- boðinu án þóknunar er 4,30% og 4,32% með þóknun. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur heimild til að ákveða vexti af útlán- um sjóðsins með hliðsjón af fjár- mögnunarkostnaði í reglulegum út- boðum íbúðabréfa og með vegnum fjármagnskostnaði vegna upp- greiddra lána, að viðbættu vaxta- álagi. Vegnir vextir í útboði á íbúðabréfum í síðustu viku og af uppgreiddum lánum Íbúðalána- sjóðs eru 4,26%, að því er fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. Á grundvelli vaxtaálags í útboðinu ákvað stjórn Íbúðalánasjóðs að vextir skyldu vera 4,95%, og 0,25% lægri af lánum með sérstöku upp- greiðsluálagi, eða 4,70%. Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs Morgunblaðið/Sverrir Eftirspurn Mikil eftirspurn var eftir íbúðabréfum í útboði Íbúðalánasjóðs. VERÐBÓLGA var mest á Íslandi síðastliðna tólf mánuði af löndum Evrópska efnahagssvæðinu (EES), samkvæmt mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Undanfarna mánuði hefur verðbólgan mælst mest í Lettlandi, en nú hefur Ísland hins vegar tekið það sæti. Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjunum í ágústmánuði hækk- aði um 0,1% frá fyrra mánuði. Á sama tíma hækkaði vísitalan fyrir Ís- land um 0,5%. Frá ágúst 2005 til jafnlengdar árið 2006 var verð- bólgan, mæld með samræmdri vísitölu neyslu- verðs, 2,3% að meðaltali í ríkjum EES og á evru- svæðinu, en 7,1% á Íslandi og var það jafnframt mesta verðbólga á EES-svæðinu á þessu tólf mánaða tímabili. Verðbólgan var næstmest í Lett- landi. Hún var hins vegar var minnst verðbólga í Finnlandi, eða 1,3%, og næstminnst í Svíþjóð, eða 1,6%. Minni munur á vísitölum Helsti munurinn á samræmdri vísitölu neysluverðs og þeirri vísitölu sem Hagstofan reiknar út, og sem flest langtímalán almennings og fyr- irtækja hér á landi taka mið af, er sú, að eigið húsnæði er ekki tekið með í samræmdu vísitölunni. Hækkun íbúðaverðs hefur til þessa verið einn þeirra þátta sem hvað mest áhrif hafa haft til hækk- unar á neysluverðsvísitölunni hér á landi. Nú hefur hins vegar dregið úr hækkun íbúðaverðs og því vegur sá þáttur minna í vísitölu neysluverðs en áður. Því er minni munur nú á vísitölunum tveimur. Verðbólga mest á Íslandi af löndum Evrópska efnahagssvæðisins Tekur við af Lettlandi sem það land þar sem verðbólga er mest STEFNT er að skráningu Mosaic Fashions í Lundúnum á næsta ári, samkvæmt frétt í Mail on Sunday, en félagið er skráð í Kauphöll Íslands. Í Mail on Sunday kemur fram að þeg- ar yfirtöku á tískuvörukeðjunni Rubicon Retail er lokið geri aðilar á fjármálamarkaði ráð fyrir að félagið stefni á tvöfalda skráningu með því að skrá félagið einnig í Kauphöllinni í Lundúnum. Með því verði auðveld- ari leið að alþjóðlegu fjármagni. Stærsti hluthafinn í tískuvöru- keðjunni Mosaic Fashion er Baugur Group með um 37% hlut. Sameinað félag Mosaic Fashions og Rubicon Retail rekur um 1.700 verslanir í 27 löndum og velta þess verður í kring- um 110 milljarðar íslenskra króna. Á meðal verslana þess eru Warehouse, Principles, Oasis, Karen Millen, Coast og Whistles. Mosaic Fashions verði skráð í Lundúnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.