Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 15 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ANGELA Merkel, kanslari Þýskalands, kall- aði í gær eftir samstarfi allra flokka til að koma í veg fyrir upp- gang nýnasista, eftir góða kosn- ingu Lýðræð- issinnaða þjóð- arflokksins (NPD) í sambandskosn- ingunum í Mecklenburg og Berlín á sunnudag. Þannig benti flest til að NPD hefði tryggt sér sex sæti á þinginu í sam- bandslandinu Mecklenburg- Vorpommern, eftir að hafa hlotið 7,3 prósent atkvæða. Tvö ár eru liðin frá því að flokk- urinn fékk níu prósent atkvæða og nokkur þingsæti í Saxlandi eftir góða kosningu, en útkoman um helgina þykir staðfesta að hann hafi náð góðri fótfestu í austurhluta landsins, þar sem atvinnuleysi er víða mjög mikið. „Við munum verða öflug stjórn- arandstaða og afhjúpa að fullu getu- leysi þessa rauð-rauða stórslyss,“ sagði Udo Pastoers, leiðtogi NPD í Mecklenburg, og vísaði þar með til flokkslita jafnaðarmanna (SPD) og Vinstriflokksins sem hafa meirihluta þingsæta í Mecklenburg-Pommern og Berlín. Fyrir utan að boða harða stefnu í málefnum innflytjenda og úr- sögn úr Evrópusambandinu vill NPD taka aftur upp þýska markið. CDU galt afhroð í Berlín Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Merkels, hlutu verstu kosn- ingu sína í Berlín frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar árið 1945. Merkel segir því samstarf við jafn- aðarmenn koma til greina til að tryggja stöðugleika á svæðinu. Ekki er ár liðið frá því að sam- bandsstjórn Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna komst á legg og sagði Klaus Schröder, hjá Ottu Suhr hugveitunni í Berlín, í samtali við AFP-fréttastofuna, kosningarnar sína óánægju margra kjósenda. „Kjósendur geta ekki lengur greint muninn á SPD og CDU og hafa skilað mótmælaatkvæðum með því að kjósa litlu flokkana.“ Volker Kronenberg, stjórnmála- fræðingur hjá Bonn-háskóla, tók í sama streng. „Fólk fyllist örvæntingu vegna vangetu helstu flokka til að leysa vandamál landsins,“ sagði Kronenberg í samtali við N-TV- sjónvarpsstöðina. „Engin furða að fylgi NPD hafi aukist mjög.“ Varar við uppgangi nýnasista Merkel boðar samstarf allra flokka í baráttunni Angela Merkel DÖNUM er oft sagt til hróss að þeir kunni að gera sér glaðan dag með litlum fyrirvara og er þá oftar en ekki áfengi haft með um hönd. Á bak við þessa rósrauðu mynd af dönskum neysluvenjum býr þó öllu dekkri staðreynd, því allt að hálf milljón Dana stundar ofdrykkju, að því er fram kemur í umfjöllun danska blaðsins Jyllands-Posten. Danmörku er þar lýst sem landi „frístundaalkóhólista“, þar sem hálf milljón manna veldur heilsu sinni skaða með ofneyslu áfengis. Hefur almenningur þannig tekið því bókstaflega, að í lagi sé að kon- ur drekki að hámarki sem svarar 14 rauðvínsglösum á viku en karlar 21 glas. Þvert á móti sé þetta magn allt of mikið, ofneysla áfengis geti m.a. aukið líkur á krabbameini. Ofdrykkjan mikill vandi Nairobi. AFP. | Sameinuðu þjóðirnar og Evrópu- sambandið fordæmdu í gær sprengjuárás sem tal- ið var að hefði verið gerð til að bana bráðabirgða- forseta Sómalíu, Abdullah Yusuf Ahmed. Ellefu manns létu lífið í tilræðinu en forsetinn komst lífs af. Francois Fall, sérlegur sendimaður Kofis Ann- ans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði að svo virtist sem markmiðið með tilræðinu væri að torvelda friðarumleitanir. Fimm fylgdarmenn forsetans féllu „Við fordæmum þessa árás og hvetjum alla Sómala til að leysa deilumálin með friðsamlegum hætti,“ sagði Fall í yfirlýsingu fyrir hönd Samein- uðu þjóðanna og Evrópusambandsins. Sprengjuárás var gerð á bílalest forsetans í Baidoa, um 250 km norðvestan við höfuðborgina, Mogadishu, í gærmorgun. Á meðal ellefu manna sem biðu bana í sprengingunni voru fimm fylgd- armenn forsetans, þeirra á meðal bróðir hans. Sex árásarmenn lágu einnig í valnum. Fregnir hermdu að forsetinn hefði ekki særst. Embættismenn stjórnarinnar kenndu ísl- amistum um árásina en þeir neituðu því og for- dæmdu hana. Íslamistar náðu Mogadishu á sitt vald í júní eftir margra mánaða átök og síðan hef- ur yfirráðasvæði þeirra stækkað ört. Bandaríkja- stjórn hefur sagt að íslamistarnir tengist hryðju- verkanetinu al-Qaeda en þeir neita því. Aðeins Baidoa og lítið svæði í grennd við bæinn er á valdi bráðabirgðastjórnarinnar. Mannskæð árás fordæmd AP Tilræði Bílar brenna eftir sprengjuárás í Sómalíu. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.