Morgunblaðið - 19.09.2006, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
GUÐMUNDUR Sigurðsson,
organisti Bústaðakirkju, leikur
átta verk á September-
tónleikum Selfosskirkju
þriðjudaginn 19. september.
Flutt verða verk eftir J.S.
Bach, Dietrich Buxtehude,
David N. Johnson, Georg
Böhm, Francois Couperin, Jón
Þórarinsson og Smára Ólafs-
son. Guðmundur lauk mast-
ersprófi frá Westminster Cho-
ir College í Princeton árið 2002. Þar var
aðalkennari hans Mark A. Anderson. Hann kennir
orgelleik við Tónskóla þjóðkirkjunnar og er for-
maður Félags íslenskra organleikara.
Orgeltónleikar
Guðmundur í
Selfosskirkju
Guðmundur
Sigurðsson
ÞAÐ ER músík sem margir
hafa yndi af sem verður á efn-
isskrá tónleika Peters Mátés í
Salnum annað kvöld kl. 20.
Etýður, valsar og prelúdía
eftir Liszt, Næturljóð eftir
Chopin, og Ballaða eftir
Hjálmar H. Ragnarsson er
meðal þess sem Peter spilar, –
og ekki má gleyma að nefna A-
dúr sónötunni eftir Schubert,
sem margir þekkja.
Peter Máté hefur um árabil verið öflugur liðs-
maður í íslensku tónlistarlífi, en á rætur í Tékkó-
slóvakíu, eins og Leos Janacek, en eftir hann spil-
ar Peter einnig Sónötu frá 1905.
Píanótónleikar
Rómantískt hjá
Pétri Máté
Peter Máté
ÚT ER kominn
diskurinn Fagurt
er í Fjörðum sem
hefur að geyma
veraldleg og
trúarleg þjóðlög
sem eru flutt með
rödd og strengj-
um. Flytjendur
eru Gerður Bolladóttir sópran, Hlín Erlendsdóttir
á fiðlu og Sophie Schoonjans á hörpu.
Disknum er ætlað hvort tveggja í senn að færa
þjóðlögin nær uppruna sínum og nær almenningi.
Það er gert með nýjum útsetningum og flutningi í
gömlum stíl en harpan og fiðlan eru þau hljóðfæri
sem eiga sér hvað lengsta hefð hérlendis.
Geisladiskaútgáfa
Nýjar útsetningar
íslenskra þjóðlaga
Gerður Bolladóttir, Hlín Erlends-
dóttir og Sophie Schoonjans
Í ÁR minnast Hollendingar 400 ára
fæðingarafmælis Rembrandts, og
hefur aðsókn að sýningum og við-
burðum afmælisársins farið fram
úr björtustu vonum. Nú þegar hef-
ur um ein og hálf milljón manna
sótt afmælisdag-
skrána, og búist
er við að um 250
þúsund manns
muni sækja hana
það sem eftir lif-
ir ársins. „Eng-
inn annar menn-
ingarviðburður í
sögu Hollands,
fyrr og síðar hef-
ur átt viðlíka velgengni að fagna,“
sagði Jan Michiel Hessels, forseti
afmælisdagskrárinnar í blaða-
viðtali á dögunum.
Hollendingar áætla að tekjur af
Rembrandt-afmælinu geti numið
andvirði níu milljarða íslenskra
króna. Hessels sagði að af þeim
900 þúsund manns sem sótt hafa
Rembrandtsýningar hafi 60 pró-
sent verið erlendir gestir. Hann
bætti því að ánægjulegt væri, að
þrátt fyrir erfiðleika í flug-
samgöngum hefðu 11 prósent er-
lendu gestanna komið frá Banda-
ríkjunum.
Norðmenn sleikja sárin
Norski dómsmálaráðherrann,
Knut Storberget, þvertekur fyrir
það að norska lögreglan hafi gert
samning við undirheima Óslóar um
að skila meistaraverkum Munchs,
Madonnu og Ópinu, en orðrómur
um það í Noregi. Enn er margt á
huldu um það hvernig fund verk-
anna bar að og enginn hefur verið
handtekinn vegna málsins.
Gjöfull Rembrandt horfir yfirveg-
aður í augu sýningargests.
Rembrandt
skapar
gjaldeyri
Metaðsókn á viðburði
afmælisársins
Ópið Norska
MYNDLISTARMAÐURINN
Ragnar Kjartansson tók að sér
fyrir nokkru að endurgera stúku
Hitlers, sem reist var árið 1941 í
Admiral Palast-leikhúsinu í Berlín
fyrir Hitler sjálfan. Hugmyndin
var að Ragnar væri sjálfur hluti af
verkinu og áhugasamir gætu
fylgst með honum endurgera stúk-
una frægu. Vinnan átti að vera
hluti af sýningunni Pakkhús post-
ulanna sem nú stendur yfir í
Listasafni Reykjavíkur.
Nú hefur gjörningnum hins veg-
ar verið aflýst og boðaði Ragnar
til blaðamannafundar í gær þar
sem hann tilkynnti meðal annars:
„Nú þegar komið er að því að
hefja gjörninginn hefur efnið yf-
irtekið upphaflega áætlun mína.
Efnið sem í þessu verki er er
það þungt og merkingarhlaðið að
verkið sjálft hefur borið lista-
manninn Ragnar Kjartansson of-
urliði. Ég gefst upp fyrir efninu
og andanum í þessu verki, ég ætla
ekki að halda lengra. Ég ákvað í
samráði við sýningarstjóra sýning-
arinnar og Listasafn Reykjavíkur
að aflýsa gjörningnum sem átti að
standa frá deginum í dag til 11.
október. Verkið er fullklárað.“
Stúkan enn til sýnis
Í samtali við Morgunblaðið
sagði Ragnar að verkið hefði fljót-
lega borið hann ofurliði.
„Um leið og ég sá stúkuna í toll-
inum grunaði mig þetta en er þó
búinn að vera að reyna að halda
mínu striki. Eftir því sem nær
dró, því ómögulegra varð að eiga
við verkið. Ég var hræddur um að
eyðileggja það með því að vera
sjálfur inni í því. Verkið gerði sig
sjálft,“ segir Ragnar.
Stúkan stendur þó almenningi
til áhorfs í Listasafni Reykjavíkur
til og með 11. október næstkom-
andi.
„Verkið gerði sig sjálft“
Morgunblaðið/Ásdís
Fullklárað Ragnar Kjartansson myndlistamaður ásamt Stúku Hitlers, verkinu sem kláraði sig sjálft.
Ragnar Kjartansson hættir við endurgerð á Stúku Hitlers í Hafnarhúsinu
Nýtt á söluskrá
1. Hársnyrtistofa í miðborginni til sölu. Er með 6 stóla og
aðstöðu fyrir hársnyrtifræðing. Sala á snyrtivörum. Mikið
að gera. Stofan sem beðið er eftir.
2. Tölvuskóli í fjarkennslu. Mikið að gera og mikið af við-
skiptavinum. Tilvalið með öðrum tölvuskóla eða fyrir
snjallan einstakling.
3. Kaupmaðurinn á horninu. Ein stærsta búðin sem eftir er
af hverfisbúðum. Mikil velta. Öruggt og gott fyrirtæki.
4. Gullmoli á Suðurnesjum. Vínbar sem hefur opið aðeins
um helgar. Tekur um 150 manns. Öll leyfi til staðar.
Sæmilegt eldhús. Mjög snyrtilegur.
5. Mjög þekkt hjólbarðafyrirtæki sem hefur að auki góða að-
stöðu til að gera við bíla og auka veltuna. Góð viðskipta-
sambönd. Mikill annatími framundan.
6. Skemmtileg innrömmunarfyrirtæki á besta stað. Mikil
viðskipti. Góður tækjakostur og frábær vinnuaðstaða.
Þekkt fyrirtæki. Fastir viðskiptavinir.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni, ekki í síma
eða á netinu.
Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is.
Elsta fyrirtækjasalan á landinu.
Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl.
Elsta fyrirtækjasalan á landinu.