Morgunblaðið - 19.09.2006, Síða 22
daglegt líf
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
É
g réði mig hingað í
vinnu fyrst og fremst
vegna þess að ég hef
óbilandi áhuga á ís-
lenska hestinum,“ seg-
ir hin átján ára Katelyn Jean Ber-
nett, eða Kata eins og hún er kölluð
af heimilisfólkinu á Kálfsstöðum í
Hjaltadal, þar sem hún hefur búið
frá því í vor. Kata er fædd og uppalin
í Alaska og snýr ekki aftur þangað
heim fyrr en í desember. Hún segist
ekki hafa hugmynd um hvaðan
hestabakterían komi sem hefur tekið
sér bólfestu í henni, því engin í fjöl-
skyldu hennar hefur minnsta áhuga
á hestum. „En foreldrar mínir hafa
alltaf stutt mig heilshugar í þessu
hestastússi og þeim finnst íslenskir
hestar fallegir og njóta þess að horfa
á þá, en áhugi þeirra nær ekki lengra
en það,“ segir Kata sem á tvo ís-
lenska hesta í heimahögunum í
Alaska. „Annar þeirra er frá Hellis-
sandi en hinn frá Leysingjastöðum.
Þeir heita Tinni og Blossi og vinkona
mín sér núna um að hreyfa Tinna en
Blossi er svo erfiður að enginn annar
en ég treystir sér til að ríða honum
svo hann safnar bara spiki á meðan
ég er hér. Það bíður mín því heilmikil
vinna að koma hestunum mínum í
form þegar ég kem heim í vetur,“
segir Kata sem kom fyrst til Íslands
fyrir tveimur árum og vann þá á
hestabúi fyrir sunnan í einn mánuð.
Hryssan Fiðla er í uppáhaldi
Starf Kötu á Kálfsstöðum felst
fyrst og fremst í því að þjálfa og
temja hestana á bænum. „En ég
geng í öll störf og hjálpa til við hvað
sem þarf hverju sinni, hvort sem það
eru útiverk, húsverk eða að gæta
hennar Unu litlu sem er aðeins
þriggja ára. En ég hef lært það sem
ég kann í íslensku af henni Unu, því
hún skilur ekki ensku svo ég verð að
tala við hana á íslensku og hún er
hörð í því að leiðrétta mig ef ég tala
ekki rétt. Ég hef líka lesið ótal bæk-
ur á íslensku fyrir Unu og horft með
henni á teiknimyndir sem eru tal-
settar á íslensku. Fyrir vikið skil ég
íslensku ágætlega þó ég tali hana lít-
ið.“
Kata unir sér vel í norðlensku
sveitinni og stundar tamningar af
miklum móð. „Vissulega er mikið að
gera en það á vel við mig. Ég fer á
bak nokkrum ungum hestum á
tamningaaldri á hverjum einasta
degi og hreyfi líka reiðhestana til að
halda þeim í þjálfun. Hestarnir eru
Fámennið hentar mér vel
Víst hefur hún Kata á
Kálfsstöðum ljósa lokka
en hún er kannski minna
fyrir að rokka, líkt og
nafna hennar í laginu
góða. Kristín Heiða
Kristinsdóttir heimsótti
stúlku norður í landi sem
tók sig upp frá Alaska til
að gerast vinnukona í ís-
lenskri sveit.
Ljósmynd/Kristín Heiða Kristinsdóttir
Uppáhaldshryssan Þó ekki vilji Kata gera upp á milli hrossanna sem hún er að temja segist hún kunna best við Fiðlu.
„ÉG ER áhugasamur um lýðræði
og vil sjá meira af því í menntun
ungra barna og á leikskólum. Ung
börn dvelja meira og minna inn á
allskonar stofnunum í dag, þar inni
þarf að líta á þau sem einstaklinga
og hlusta á það sem þau hafa að
segja,“ segir Peter Moss frá Lund-
únaháskóla. Moss var staddur hér á
landi ekki alls fyrir löngu þar sem
hann hélt fyrirlestur um lýðræð-
islegt starf í leikskólum á al-
þjóðlegri ráðstefnu í Kennarahá-
skóla Íslands.
„Það þarf að vera ákveðinn
rammi utan um allt starf í skólum
en það þarf líka að vera rými fyrir
ákvörðunartöku. Ég er að vinna í
því að finna jafnvægi á milli hins
ákveðna staðals á leikskólum, sem
yfirvöld móta, og rýmis fyrir lýð-
ræðislegar umræður og ákvarðanir.
Á Norðurlöndunum sé ég að leik-
skólar hafa færst nær lýðræðinu en
t.d. í mínu heimalandi er ákveðið
stjórnkerfi sem ræður öllu.“
Börn vinna með arkitektum
Moss segir börn eiga að fá að tjá
sig um það sem skiptir þau máli á
leikskólanum og vill að hlustað sé á
þau. „Þar sem ég vinn, í miðstöð
menntarannsókna við Lundúnahá-
skóla, höfum við verið að skoða
hvernig mjög ung börn geta tekið
virkan þátt í ákvarðanatökum, t.d. í
arkitektúr, við erum að láta 3–4 ára
börn vinna með arkitektum við að
hanna nýjar byggingar. Viðhorf
barnanna eru notuð til að móta um-
hverfið inni og úti. Í öðru verkefni
létum við börn á leikskóla taka
myndir af því sem þeim þótti mik-
ilvægast í skólanum, því börn eiga
ekki alltaf auðvelt með að tjá sig
með orðum, og kom þá ýmislegt
skemmtilegt í ljós. Þau tóku myndir
af vinum sínum, starfsfólki, dóti og
leynistöðum.“
Að mati Moss er samt ekki nóg að
börnin búi við lýðræði í skólanum ef
starfsfólkið og foreldrarnir geri það
ekki. „Það á að hafa alla með, for-
eldra, börn og starfsfólk, því hver
og einn hefur eigin reynslu, sjón-
armið og hugmyndir. Starfsfólk
leikskóla þarf að hafa skilning á
ólíkum viðhorfum og ýta undir for-
vitni, fjölbreytni, áhuga og gagnrýni
hjá börnunum. Foreldrar eiga að
vera þátttakendur og þá á að fá inn í
umræðuna um hvað sé leikskóli og
hvað sé menntun. Menntun getur
verið mótuð af sérfræðingum ein-
göngu eða af lýðræðislegri umræðu
í samfélaginu. Ég er mjög áhuga-
samur um sýnileika þar sem fólk
getur rætt ákvarðanir og að lokum
komist að niðurstöðu sem hópur á
lýðræðislegan hátt. Ef samfélagið
er lýðræðislegt og telur lýðræði
mikilvægt ætti það að endurspegl-
ast í leikskólum og grunnskólum.“
Auka þarf fjölbreytni
Moss segir tilhneigingu hjá
menntasamfélaginu að fara til baka
í verksmiðjumódelið þar sem allt sé
klippt og skorið. „Margir foreldrar
halda að það sé það besta fyrir
börnin en lífið er ekki svoleiðis og
því er lýðræðisleg ákvarðanataka
strax í leikskóla til góðs. Það er líka
vert að spyrja hvað það sé að vera
kennari; er það sá sem veit allt og
hefur það starf að koma sinni vitn-
eskju á framfæri eða er kennari ein-
hver sem vill vinna á lýðræðislegan
hátt, skilur að hann býr yfir ákveð-
inni vitneskju og er opinn fyrir um-
ræðum,“ segir Moss og bætir við að
umræðan núna snúist mikið um
hversu mikið frelsi eigi að vera á
fyrri skólastigum til að taka ákvarð-
anir.
Moss segir að líta verði á lýðræði
sem mikilvægan hlut í menntun
ungra barna. „Það verður að við-
urkenna mörg sjónarmið í leik-
skólum og opna möguleika á meiri
fjölbreytni. Þá fer fólk að sjá ung
börn sem virka þegna innan sam-
félagsins sem leikskólinn er,“ segir
Moss að lokum.
Leynistaðir voru börnunum mikilvægir
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Eyþór
Lýðræði Peter Moss vill að börn
ráði meiru í umhverfi sínu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Virðing Fullorðnir verða að hlusta á það sem börn hafa að segja.
Við erum að láta 3–4 ára
börn vinna með arkitekt-
um við að hanna nýjar
byggingar.
menntun