Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 24
tómstundir barna 24 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Enginn hörgull virðist veraá syngjandi glöðum kríl-um og krökkum ef markamá aðsóknina í Kórskóla Langholtskirkju. Um 170 söng- fuglar sækja þar tónlistarnám í fimm mismunandi kórum; Krútta- kórnum, Gradualekórnum, Graduale Futuri, stúlknakórnum Graduale Nobili og nýstofnuðum drengjakór sem hóf starfsemi sína í síðustu viku. Sextán ár eru síðan Kórskólinn tók til starfa en Jón Stefánsson, org- anisti við Langholtskirkju og stjórn- andi skólans, segir tónlistina alltaf verið hafða í hávegum við kirkjuna. „Þegar við byrjuðum með skólann var mikil vakning varðandi barna- kórastarf í kirkjum og eiginlega komu tilmæli frá sóknarnefndinni um að ég færi í gang með barnakór við kirkjuna. Ég ákvað þá að koma upp formlegu tónlistarnámi og stofnaði Kórskólann og barnakór- inn, sem í fyrstu var einfaldlega kall- aður Kór kórskólans en fékk svo nafnið Gradualekór Langholtskirkju nokkrum árum síðar.“ Jón útskýrir hvernig einn kór leiddi af öðrum. „Eftir svolítinn tíma fór ég að velta því fyrir mér hversu spennandi það yrði að ná krökk- unum inn í tónlistaruppeldi fyrr. Ungverska tónskáldið Zoltan Kodály staðhæfði reyndar að byrja ætti á tónlistaruppeldi barna níu mánuðum fyrir fæðingu en ég lét nægja að stofna Krúttakórinn sem er fyrir fjögurra til sex ára börn.“ Söngglöð kríli og foreldrar þeirra voru fljót að taka við sér því í dag er Krúttakórinn yfirleitt fullur og stundum er biðlisti eftir því að kom- ast í hann, en að sögn Jóns er reynt að takmarka fjölda kórfélaga við 50 börn. „Það er líka enginn kór við kirkjuna sem dregur jafn marga að þegar hann syngur við messur því allir pabbar og mömmur, systkini, afar og ömmur mæta spennt eftir því að sjá ungann sinn syngja.“ Brú milli kóra Segi maður A í slíku starfi kemst maður ekki hjá því að segja B, eins og Jón komst fljótt að. „Eftir því sem börnin fóru að vaxa upp úr Krúttakórnum sáum við að Kórskól- inn fullnægði ekki væntingum þeirra um kór. Þau voru enn of ung til að byrja í Gradualekórnum þar sem krakkarnir eru á aldrinum 14–18 ára og það varð til þess að við stofnum Graduale Futuri sem varð að eins konar brú á milli þessara tveggja kóra. Stúlknakórinn stofnaði ég síð- ar því ég sá svo eftir þessum dug- legu stelpum sem urðu að hætta 18 ára í Gradualekórnum,“ en stúlk- urnar sem syngja í Graduale Nobili eru á aldrinum 17–25 ára. Nýjasta viðbótin í kórastarfi Langholts- kirkju er svo drengjakórinn, sem er fyrir pjakka á aldrinum sex til tólf ára og byrjaði að æfa í síðustu viku undir stjórn Magnúsar Ragnars- sonar. Eins og nafnið bendir til felst fleira í Kórskólanum en söngur í kór þótt vissulega sé það ríkur þáttur í náminu. „Þetta er tónlistarbraut sem er með sömu námskrá og tón- listarskólarnir, allt frá undirbún- ingsdeildunum og upp í grunn- stigin,“ segir Jón. „Þau læra til að mynda tónfræði en í staðinn fyrir hefðbundið hljóðfæri læra þau á röddina sína. Við leggjum mikla áherslu á raddbeitingu og erum með menntaða söngkennara til að leið- beina börnunum varðandi hana. Auðvitað er ekki um stranga radd- þjálfun að ræða hjá yngstu börn- unum og í Krúttakórnum eru börnin fyrst og fremst að kynnast fullt af tónlist og við reynum að virkja söng- gleði þeirra. Svo fylgir heilmikil ög- un því að syngja í kór og koma fram, til dæmis hvað varðar að stilla sér upp og standa kyrr. Eftir því sem þau eldast geta þau hins vegar lokið námi frá okkur með grunnprófi í söng, þ.e. því sem eitt sinn var þriðja stig og um tíu krakkar hafa lokið því prófi frá okkur. Við höfum verið í samstarfi við Söngskólann í Reykja- vík um prófin og þar syngja okkar krakkar fyrir enskan prófdómara, sem kemur alltaf til að dæma próf í Söngskólanum á vorin.“ Til móts við hallæriskomplexana Jón segir enga nauðsyn fyrir söngglaða krakka að búa í nágrenni Langholtskirkju hafi þeir áhuga á að syngja í kórunum sem þar starfa. „Þau koma alls staðar að og m.a.s. eru í Gradualekórnum krakkar sem koma frá Keflavík og svæðinu fyrir austan fjall. Hins vegar er reynslan sú að í yngstu deildunum er meiri- hlutinn héðan úr sókninni.“ Hann játar því að yfirgnæfandi meirihluti söngvaranna ungu sé stelpur enda hafi það verið viðloðandi strákana að þykja hálfhallærislegt að syngja í kór. „Stofnun drengjakórsins er eig- inlega svar okkur við því að koma til móts við þessa hallæriskomplexa,“ segir hann hlæjandi. „Við treystum Magnúsi Ragnarssyni mjög vel til að ýta þeim kór úr vör og fylgja honum eftir. Enda er þetta hugsjónastarf að stórum hluta sem er ekki fyrir þá sem vilja bara koma í vinnuna og fara úr henni að vinnudegi loknum. Maður þarf eiginlega að ganga með þetta í maganum.“ Morgunblaðið/Ómar Tekið undir Háir og lágir kórkrakkar þenja hér í sameiningu raddböndin og söngurinn ómar um æfingarýmið. Krúttlegt kórastarf og krakkasöngur Morgunblaðið/Ómar Samhljómur Kórskólastjórinn Jón Stefánsson gefur tóninn fyrir samsöng á fimmtudagsæfingu. En hefð er fyrir því að báðir Graduale-kórarnir og kórskólinn syngi saman í upphafi hverrar æfingar. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Þúsundir nýbura deyja eða þurfa að berjast við fæðingargalla sem rekja má til þess að alltof feitar mæður hafa þróað með sér sykursýki. Nýjar tölur sýna að börn sykursjúkra mæðra eru fjórum sinnum líklegri til að deyja eftir fæðingu en börn ann- arra mæðra. Börn sykursjúkra mæðra eru líka þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að fæðast með al- varlegan hjarta-, heila- eða mænu- skaða. Frá þessu var greint á vef breska dagblaðsins Daily Telegraph fyrir skömmu. Þar kemur jafnframt fram að sérfræðingar hafi af þessari þróun miklar áhyggjur þar sem vandamálið kemur bara til með að vaxa í takt við yfirvigt þeirra kvenna, sem ganga með börn. Offita mæðra skaðar nýbura Morgunblaðið/Brynjar Gauti SNEFILEFNIÐ selen er talið mikilvægt til að fyrirbyggja ýms- ar tegundir krabbameins, hjarta- og æðasjúkdóma og vernda ónæmiskerfið. Í mörgum vestrænum löndum hafa menn áhyggjur af því að fólk fái ekki nægilegt selen með fæðunni. Norskir vísindamenn hafa rannsakað hvort hægt sé að fyr- irbyggja selenskort með því auka selenmagnið í kjúklingakjöti og komist að þeirri niðurstöðu að svo sé. Selen er einkum að finna í hveiti úr selenríkum jarðvegi, ýmsu grænmeti og fiski. Norsku vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að hægt væri að framleiða kjúklingakjöt sem væri álíka selenríkt og fiskmeti. Ráðlagður dagskammtur af seleni er 50 míkrógrömm (mík- rógramm er einn milljónasti af grammi) fyrir karla og 40 mík- rógrömm fyrir kvenfólk. Að sögn forskning.no eru um 300–500 míkrógrömm af seleni í einu kíló- grammi af fiski, en aðeins um 100 míkrógrömm hafa verið í kjúklingakjöti. Kjúklingakjöt selenríkara? Morgunblaðið/Sverrir heilsa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.