Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 25

Morgunblaðið - 19.09.2006, Side 25
heilsa MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 25 Kaffistjóri Davíð Þór Jónsson, þýðandi Allir velkomnir! Heimspeki – Hansspeki? Hvers kyns vísindi? Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og dr. Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands - ræða vísindin ekki eingöngu á mannamáli heldur líka frá “hinni hliðinni!”. Annað Vísindakaffið í KVÖLD 19.sept. - vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 20.00 – 21.30 Teframleiðslan er eins lífrænog hún frekast getur orðiðþví enginn tilbúinn áburðurer notaður við þetta,“ segir Hólmfríður Bjartmarsdóttir, hús- móðir á bænum Sandi 2 í Aðaldal, þegar hún ber fram heimaræktað jurtate í pressukönnu í eldhúsinu sínu í sveitinni eftir að Daglegt líf hefur bankað upp á. Hólmfríður seg- ist vera alin upp við að nota jurtir því forfeðurnir hafi trúað á lækninga- mátt þeirra ef einhver var með slæmsku einhvers staðar. „Amma mín Guðrún Lilja Odds- dóttir notaði jurtirnar í sveitinni í te. Hún var frá Garði í Aðaldal, en þar var löng hefð fyrir grasalækningum. Pabbi var líka oft slæmur í maga og batnaði mun betur af fjallagrasa- mjólkinni heldur en af lyfjum frá lækninum.“ Blóðbergsgarðurinn varð til Sextán ár eru liðin síðan Sands- fólkið hóf að þurrka og selja te úr ís- lenskum jurtum. Framleiðslan hefur rokið út eins og heitar lummur þrátt fyrir að aldrei hafi verið auglýst. Sér- stakt fyrirtæki, sem fékk heitið Blóð- bergsgarðurinn, var stofnað í kring- um framleiðsluna fyrir tveimur árum og er það alfarið í eigu Sigfúsar Bjartmarssonar rithöfundar, sem er bróðir Hólmfríðar, en hún ásamt bónda sínum, Sigurði Ólafssyni, sér um að þurrkun jurtanna og pökkun tesins. „Blóðbergsgarðurinn, sem er um einn hektari að stærð, stórjók fram- leiðsluna. Sigfús risti torf ofan af sendinni jörð og sáði þar blóðbergs- fræjum, sem hann tíndi í Aðaldals- hrauni. Auk blóðbergsins söfnum við mörgum fleiri jurtum úr náttúrunni enda eru teblöndurnar okkar orðnar fjórar á markaði. Teblanda úr ís- lensku blóðbergi er vinsæl við timb- urmönnum og góð við kvefi. Blóð- bergsblandan er góð við flensu og kvefi og fyrir meltinguna. Vallhum- alsblanda lækkar blóðþrýsting, er léttróandi og góð við svefnleysi. Fjallagrasablandan þykir góð við bólgum í maga og mýkir hálsinn.“ Blóðbergsgarðurinn er nýlega líka farinn að selja tvær kryddtegundir, annars vegar blóðbergskrydd og hins vegar villikrydd. Verkaskiptingin hjá þeim þre- menningum er þannig að Sigfús sér að mestu um tínslu norðan heiða á sumrin auk þess sem hann er alfarið með kryddpökkunina á sínum snær- um fyrir sunnan þar sem hann er bú- settur. Hólmfríður og Sigurður sjá síðan um að þurrka og pakka teinu í gamalli heyhlöðu, sem þau hafa inn- réttað sem tevinnsluhús. Tevinnslan er þó alfarið aukabúgrein þar sem Sigurður starfar sem smiður og Hólmfríður sem myndlistarkennari við Hafralækjarskóla. Þurrkunin mjög mikilvæg Þrátt fyrir að allra þessara jurta sé getið í helstu jurtalækninga- bókum köllum við framleiðsluna okk- ar matvöru fremur en lyf þar sem við erum ekki grasalæknar. Best er að tína jurtirnar í sem mestum blóma í júní og júlí, en fjalla- grösin, sem náð er í upp á Hvamms- heiði eða í Þeistareykjaland, má tína miklu lengur. Best eru þau á haustin. Jurtirnar eru síðan þurrkaðar inni í dimmu húsi við heitan blástur, sem má helst ekki fara yfir 22 gráður. Þá er jurtunum komið fyrir í götuðum kössum, sem geymdir eru á hlýjum og dimmum stað í minnst tvo mán- uði. Afurðirnar fást m.a. í Hagkaupum, helstu heilsubúðum, Tei og kaffi og í Hvalasafninu á Húsavík. Tækifærin eru alls staðar „Ég skil ekkert í því af hverju sveitafólk gerir ekki meira af því að skapa sér sín eigin atvinnutækifæri með því að nýta þá aðstöðu, sem fyrir er allt í kringum það. Þótt einhverjir séu farnir að bjóða upp á kaffi í fjós- um, er nú orðið leyfilegt að framleiða hvers kyns matvæli á sveitabæjum og svo mættu menn til dæmis auka framboð af smáferðum um okkar fal- lega land. Bestu fararstjórarnir væru auðvitað heimamenn á hverjum stað,“ segir Hólmfríður, sem er mikil félagskona enda í Harmonikufélagi Suður-Þingeyinga og í vísnavina- félaginu Kveðanda auk þess sem hún syngur með kirkjukór Neskirkju í Aðaldal. „Við hér í sveitinni búum bara til félög til að skemmta okkur. Íbúar Aðaldælahrepps eru 270 tals- ins og margoft er búið að kjósa um allar mögulegar sameininga- hugmyndir. Þær hafa allar verið felldar enda eru þessar sameiningar bara vitleysa frá mínum bæjardyrum séð. Hvert sveitarfélag er félagsleg eining með kirkjukór, kvenfélagi, skóla og heldur þorrablót. Við viljum halda áfram að tilheyra okkar fé- lagslegu einingu í friði.“ Blóðbergs- blandan við kvefi og flensu Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Teframleiðendur Hjónin Hólmfríður Bjartmarsdóttir og Sigurður Ólafsson, ábúendur á Sandi II í Aðaldal. Þurrkunin Mjög mikilvægt er að þurrka jurtirnar vel og lengi til að drepa örverur. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ef á er svona aðeins blautt, út mig gjarna langar. Að tína blóðberg bleikt og rautt, sem best í rekju angar. Skíni sól á fjörð og fjall, ég finn mér gjarna lautu. Þá er valið vallhumall, sem vont er að tína í blautu. Er gulvíðirinn gulna fer, eru grösin sprottin. Ég fer í heiði að finna mér, fjallagrös í pottinn. Grasavísur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.