Morgunblaðið - 19.09.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 27
Ljóst er að ýmsir leiðtogar borgara-
flokka í Evrópu hafa fylgst grannt með ár-
angri Reinfeldts. Breska blaðið The
Guardian bendir á að Reinfeldt hafi verið
byrjaður að gera hosur sínar grænar fyrir
miðjufylgi löngu áður en David Cameron,
hinn nýi leiðtogi Íhaldsflokksins breska,
varð leiðtogi og tók upp sömu stefnu. Ang-
ela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi
Kristilegra demókrata, hefur sagt að for-
dæmi Svía, sem skáru niður mikið af bruðl-
inu í velferðarkerfinu þegar Persson var
fjármálaráðherra 1994–1996, sýni að hægt
sé að gera breytingar án þess að afnema
umfangsmikið velferðarkerfi. The Guard-
ian segir það vera létti fyrir Merkel að sjá
að Reinfeldt ætli ekki að leggja niður
sænska módelið. Þjóðverjar eru ekki frekar
en Svíar hrifnir af því að gera róttækar
kerfisbreytingar í átt til markaðskerfis og
það veit Merkel.
Bætur lækkaðar og hlutabréf seld
Kosningabandalag borgaraflokkanna
hefur heitið því að lækka skatta miðstétt-
anna og lágtekjufólks en sjúkrabætur og
atvinnuleysisbætur verða lækkaðar tals-
vert, úr 80% af fyrri launum í 65%, og þann-
ig fæst fé upp í tapaðar skatttekjur. Hluta-
bréf ríkisins í nokkrum stórfyrirtækjum,
alls um 50 milljarðar sænskra króna, verða
auk þess seld. Einnig stendur til að leyfa
einkaframtakinu að njóta sín á nokkrum
sviðum, þ.á m. í viðskiptum með lyf og í
umönnunarstörfum. En allt bendir til þess
að skattbyrði verði áfram mikil í landinu.
Oft hefur verið sagt að jafnaðarmenn séu
bestu vinir sænsku risafyrirtækjanna,
Ericsson og slíkra, en ný stjórn borgara-
flokkanna hyggst á hinn bóginn leggja sig
fram um að ýta undir vöxt og viðgang smá-
fyrirtækja. Hætt er við að nýrri stjórn
muni reynast örðugt að draga úr atvinnu-
leysi meðal unga fólksins, sem líklega er
um 25%, nema aðstæður smáfyrirtækjanna
batni, þar er helst svigrúm fyrir fleiri ný
störf.
Yfir 80% Svía eru í verkalýðsfélögum og
þau munu seint hvika frá því að lágmarks-
laun skuli gilda í landinu, hugsunin á bak
við velferðarkerfið er einmitt að engir
launamenn skuli þurfa að lepja dauðann úr
skel. En oft er bent á að með lögbundnum
lágmarkslaunum sé einnig dregið verulega
úr líkunum á að ungt, lítt menntað fólk geti
fengið vinnu, að vísu láglaunastörf, í þjón-
ustugreinum. Lágmarkslaunin og það hve
erfitt er að reka fólk úr vinnu gera litlum
fyrirtækjum afar erfitt fyrir í Svíþjóð,
sveigjanleikinn er of lítill.
Svíþjóð er hátæknivætt samfélag og því
ekki auðvelt að finna vinnu handa fólki sem
hefur orðið utanveltu í menntakerfinu.
Þetta er reynsla margra annarra Vestur-
Evrópuríkja sem búa við mikið atvinnuleysi
hjá ungu fólki. En Reinfeldt leggur áherslu
á að auka og bæta menntun í von um að
minnka atvinnuleysið. Reynslan mun sýna
hvernig til tekst.
baráttunnar „en auka þarf valkosti einstak-
linga í því“. Hægrimenn Reinfeldts
[Hægriflokkurinn heitir reyndar á sænsku
De nya moderaterna eða Nýi hófsami
flokkurinn] hafa síðustu árin lagt sig í líma
við að þvo af sér alla stimpla ofurhægri-
stefnu og frjálshyggju. Eftir sigurinn mikla
á sunnudag er flokkurinn á ný tvímælalaust
orðinn helsti keppinautur Jafnaðarmanna-
flokksins í baráttunni um forystuna í
sænskum stjórnmálum en því má ekki
gleyma að í kosningunum 2002 galt hann
afhroð. Þá var fylgt eindreginni hægri-
stefnu og markaðshyggju sem mótuð var í
tíð Carls Bildts, fyrrverandi forsætisráð-
herra samsteypustjórnar borgaraflokk-
anna fyrir hálfum öðrum áratug. Reinfeldt
gerði upp hug sinn: Flokkurinn átti að
sækja inn á miðjuna og ávinna sér traust
hikandi kjósenda á miðjunni og sumra jafn-
aðarmanna með því að lofa að verja velferð-
arkerfið.
„Bandalag flokkanna sem hafna jafnað-
arstefnu hefur í grundvallaratriðum ekki
lýst andstöðu við samfélagsmódel jafnaðar-
manna,“ segir stjórnmálaskýrandinn
Tommy Möller. „Það er öðru nær, banda-
lagið bað um umboð til að gera á því um-
bætur.“
nga jafn langar,“ segri Henrik
ískur ritstjóri Dagens Nyheter.
eysið virðist hafa vegið þungt
m ákváðu að gefa borgaraflokk-
m tækifæri til að spreyta sig á
nni. En einnig þykir ljóst að leiði
egna 12 ára setu sama flokksins
lana, með þeim valdhroka og
em oft fylgir langri setu á ráð-
m, hafi grafið undan hinum 57
Persson og flokki hans.
reyndi í kosningabaráttunni
ra við hægrimönnum Reinfeldts
ð þar væri á ferð úlfur í sauð-
m myndi eyðileggja velferðar-
ka. En sú atlaga hans mistókst.
a velferðarmódelið er að mörgu
sagði Reinfeldt í lok kosninga-
í Svíþjóð en
ar á velferðarkerfinu
AP
öran Hägglund, leiðtogi Kristilegra demókrata, Maud Olofsson, leiðtogi
og Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins [De Nya Moderaterna].
SKURN
níu milljónir manna búa í
óð og lífskjör eru með
tu í heimi.
aðarmenn hafa setið við
nvölinn í landinu í sam-
5 af síðustu 74 árum.
kjon@mbl.is
Göran Persson, fráfarandiforsætisráðherra Svíþjóð-ar, baðst í gær lausnar fyr-ir sig og ráðuneyti sitt eft-
ir ósigur sænskra jafnaðarmanna í
þingkosningunum í fyrradag.
Persson hefur gegnt embætti for-
sætisráðherra í tíu ár og á þeim tíma
varð hann atkvæðamesti stjórn-
málamaður Svíþjóðar frá valdatíma
Olofs Palme sem var myrtur árið
1986.
Persson er 57 ára að aldri og að-
eins einn forsætisráðherra í Evrópu,
Jean-Claude Juncker í Lúxemborg,
hefur verið lengur við völd samfleytt.
Persson kvaðst ætla að draga sig í
hlé í mars og hvatti til þess að mynd-
uð yrði yngri forystusveit sem gæti
fellt stjórn hægri- og miðflokkanna í
næstu þingkosningum.
Sakaður um hroka
Sænskir jafnaðarmenn hafa verið við
völd síðustu tólf ár. Persson varð for-
sætisráðherra árið 1996 þegar Ingv-
ar Carlsson lét af embætti.
Persson fór fyrir flokknum í þing-
kosningum árið 1998 og aftur fjórum
árum síðar. Carl Bildt, fyrrverandi
forsætisráðherra Svíþjóðar, lýsti
Persson sem kænum og úrræðagóð-
um stjórnmálamanni en aðrir sökuðu
hann um hroka og ráðríki.
Persson var fyrst kjörinn á þing
þrítugur að aldri. Eftir að hafa verið
bæjarstjóri Katrineholm í fjögur ár
sneri hann sér aftur að landsmála-
pólitíkinni og varð mennta-
málaráðherra árið 1989. Fimm árum
síðar var hann skipaður fjár-
málaráðherra og hafði yfirumsjón
með erfiðum efnahagsaðgerðum til
að greiða fyrir inngöngu Svíþjóðar í
Evrópusambandið árið 1995.
Olle Svenning, sænskur blaðamað-
ur sem skrifaði bók um forsætisráð-
herrann, sagði að endurreisn efna-
hagsins um miðjan síðasta áratug
væri helsta afrek Perssons.
Efnahagsástandið í Svíþjóð er gott
nú þegar Persson kveður. Hagvöxt-
urinn á öðrum fjórðungi ársins
mældist 5,5%, fjárlögin voru halla-
laus, útflutningur jókst og atvinnu-
leysið minnkaði í 5,7% í ágúst.
Í kosningabaráttunni var Persson
þó gagnrýndur fyrir að hafa ekki tek-
ist að ná því markmiði að atvinnu-
leysið yrði undir 4%. Stjórn hans var
einnig gagnrýnd fyrir silaleg við-
brögð við flóðbylgjunni miklu á Ind-
landshafi sem kostaði 543 Svía lífið.
Hugðist víkja fyrir Lindh
Persson var mikill stuðningsmaður
Evrópusambandsins og varð fyrir
miklu pólitísku áfalli árið 2003 þegar
Svíar höfnuðu evrunni í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Nokkrum dögum fyrir atkvæða-
greiðsluna var Anna Lindh utanrík-
isráðherra myrt í miðborg Stokk-
hólms. Persson viðurkenndi síðar að
hann hefði ætlað að draga sig í hlé
fyrir kosningarnar í ár og víkja fyrir
Lindh en ákveðið eftir morðið að
gegna embættinu áfram vegna
óvissu um hver gæti tekið við af hon-
um.
Reuters
Endurreisti efnahaginn Endurreisn efnahags Svíþjóðar um miðjan síðasta
áratug er talin helsta afrek Görans Perssons á 10 ára valdatíma hans. Hon-
um tókst þó ekki að ná því markmiði að atvinnuleysið yrði undir 4%.
Persson kveður
eftir tíu ár við
stjórnvölinn
ef til var það þá er hann tók að færa sig inn á miðj-
una, að sögn norska blaðsins Aftenposten.
Reinfeldt var kjörinn leiðtogi Hægriflokksins í
október 2003 í stað Bo Lundgrens. Í þingkosn-
ingum árið áður fékk flokkurinn aðeins 15,2% at-
kvæðanna og er það minnsta kjörfylgi hans frá
árinu 1932.
Frá því að Reinfeldt varð leiðtogi Hægriflokks-
ins hefur hann dregið úr gagnrýninni á sænska
velferðarkerfið. Hann hefur boðað lagfæringar á
velferðarkerfinu en engar stórbreytingar og með-
al annars lofað að lækka skatta á lágtekjufólk.
„Við erum nýi Verkamannaflokkurinn,“ sagði
Reinfeldt í kosningabaráttunni og skírskotaði til
„New Labour“, breska Verkamannaflokksins
undir forystu Tonys Blairs.
Reinfeldt var í fyrstu umdeildur í Hægriflokkn-
um og sumum flokksbræðrum hans þótti hann
hann seilast of langt inn á miðjuna. Þeim var til að
mynda ekki skemmt þegar hann lýsti stefnu
flokksins í atvinnumálum með því að vitna í Maó
formann: „látum þúsund blóm blómstra.“
Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó að mestu eftir
að fylgi flokksins tók að aukast í skoðanakönn-
unum.
Fredrik Reinfeldt býr í Täby og eiginkona hans,
Filippa, er borgarfulltrúi. Þau eiga þrjú börn á
aldrinum sex til þrettán ára.
undanbrögð og skipti um skoðun. Ef menn aka
alltaf seglum eftir vindi eru þeir illa til þess fallnir
að gegna embætti forsætisráðherra,“ hafði
Svenska Dagbladet eftir Thorwaldsson. Per West-
erberg, varaforseti sænska þingsins og flokks-
bróðir Reinfeldts, er á öndverðum meiði og segir
að forsætisráðherra samsteypustjórnar þurfi að
geta hlustað og verið sveigjanlegur. „Hann lætur
ekki eins og hann viti allt. Hann er auðmjúkur og
hlustar. Það er mikilvægur eiginleiki farsæls
stjórnmálamanns og forsætisráðherra.“
Eftir að Hægriflokkurinn beið ósigur í þing-
kosningum árið 1994 gagnrýndi Reinfeldt þáver-
andi leiðtoga flokksins, Carl Bildt, og taldi hann
alltof ráðríkan. Skömmu síðar skrifaði hann bók-
ina „Nostalgitrippen“ og lýsti þar öðrum for-
ystumönnum flokksins sem eftirlíkingum af Carl
Bildt.
Forystumenn flokksins töldu Reinfeldt hafa
gengið of langt í gagnrýni sinni og boðuðu hann á
fund sem hann lýsti sjálfur sem „einni langri
skammaræðu“. Hann var þá settur út í kuldann og
tar á fólk“
AP
Fjölskyldumaður Fredrik Reinfeldt hefur lýst sér sem miklum fjölskyldumanni og kveðst hafa
gaman af hreingerningum og öðrum heimilisstörfum, barnauppeldi og lestri góðra bóka.