Morgunblaðið - 19.09.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 29
Rafmagnshandverkfæri
NÝTT
Gæð
avar
a á
góð
u ve
rði
Laugavegi 29, sími 552 4320
www.brynja.is, brynja@brynja.is
Á SÍÐUM blaðanna undanfarið
hefur borið nokkuð á greinum sem
mætti túlka sem nokkurs konar
nauðvörn stuðningsmanna virkj-
unarframkvæmdanna
við Kárahnjúka og
stóriðju yfir höfuð.
Það er sennilegt að of-
gnótt greina sem fjalla
um galla fram-
kvæmdanna hafi of-
boðið auðhneykslu-
ðum virkjanasinnum
og auðvitað er sjálf-
sagt að þeir fái pláss
til að gagnrýna and-
stæðinga sína og þá
sérstaklega virka mót-
mælendur sem ég
ímynda mér að hafi
oftar en einu sinni
orðið valdir að því þetta sumar að
ákveðnir aðilar hafi hreinlega
gleypt höfuðfat sitt af hneykslun.
Ég verð svo sannarlega síðastur til
að standa gegn heilbrigðri umræðu
og þess vegna finnst mér rétt að
leggja mitt af mörkum og gera fá-
einar athugasemdir við hugmyndir
sem hafa nýlega fengið að birtast
opinberlega.
Ég vona samt að fólk skilji mig
ekki svo að ég froðufelli daglega yf-
ir aðsendum greinum Morg-
unblaðsins. Þvert á móti skemmti
ég mér ágætlega yfir grein starfs-
manns Landsvirkjunar hvers nafn
ég hef ekki lagt á minnið, þar sem
hann reifaði samsæriskenningu
sína varðandi Draumaland Andra
Snæs Magnasonar. Greinin var vel
skrifuð og til þess fallin að vekja
fólk harkalega í morgunsárið með
upphrópunum og gáskafullum
ásökunum á hendur höfundi bók-
arinnar. Það skal samt gert ljóst að
þó ég geri mér grein fyrir að Andri
Snær falli vel að hugmyndum nas-
ista um hinn fullkomna kynstofn:
ljóshærður, grannur og óneitanlega
myndarlegur, fannst mér fulllangt
seilst að bera boðskap bókarinnar
saman við áróður þýskra þjóðern-
issinna. Greinarhöf-
undur tók lymskulega
úr samhengi fáeinar
setningar úr 259 blað-
síðna bók Andra Snæs
og matreiddi úr þeim
skemmtilegar, nas-
ískar ályktanir sem
hann hikaði ekki við að
bera á borð fyrir al-
þjóð, væntanlega svo
við myndum í framtíð-
inni hugsa okkur
tvisvar um áður en við
sendum börnin okkar í
æskulýðshreyfingu
rithöfundarins.
Sú röksemdafærsla sem þarna
fékk að koma fram er svo sem ekki
ný af nálinni. Í þó nokkurn tíma
hefur stuðningsmönnum virkj-
unarframkvæmda reynst gjör-
samlega ómögulegt að skilja hvern-
ig náttúruverndarsinnar geta í
raun og veru lagt það á sig að gera
sér ferð í annan landshluta til þess
eins að reyna að koma í veg fyrir að
einhverju svæði (sem þeim finnst í
fyrsta lagi forljótt) verði drekkt
með óteljandi lítrum af gráu jök-
ulvatni. Þeir standa á gati með full-
nægjandi skýringu á þessari hegð-
un og draga þess vegna af því þá
ályktun að þarna hljóti að vera á
ferðinni einhver öfgafull þjóðern-
ishreyfing. Þessu til stuðnings vísa
þeir til þess að óeirðaseggirnir hafi
gengið svo langt að segjast „elska
landið“; eitthvað sem enginn ætti
að láta hafa eftir sér eftir seinni
heimsstyrjöldina.
Svoleiðis hjákátlegar tilraunir til
að sverta ímynd fólks sem vill nýta
sér rétt sinn til þess að hrinda hinu
rómaða lýðræði í framkvæmd með
mótmælaaðgerðum er auðvelt að
kveða í kútinn. Það sér til dæmis
hver maður að ef þjóðarstolt yrði
gert refsivert, myndi Magni Ás-
geirsson fljótlega lenda í steininum
fyrir að efna til múgæsingar. Þar
myndi hann deila klefa með Jóni
Páli, Björk og Sigurrós. Í næsta
klefa væru Gullfoss, Geysir og ís-
lenska tungumálið. Nei, fráleitt!
Það er bara þetta 57 ferkílómetra
svæði fyrir norðan Vatnajökul sem
má alls ekki vera stoltur af og
elska; slíkt er greinilega rík-
isstjórnarinnar að ákveða.
Mín tilmæli til hinna hug-
myndaríku rökfræðimeistara sem
Landsvirkjun hefur á sínum snær-
um eru að þeir spyrji sig frekar
spurninga um feril Alcoa, bjargv-
ættar Austurlands og hvers vegna
allar lausnir á málefnum lands-
byggðarinnar aðrar en álver hafi
verið hundsaðar, hversu vel ígrund-
aðar sem þær hafa verið. Önnur
áleitin spurning fyrir lesendur
blaðanna er hvort þeir ætli að láta
blekkjast af þeim amatörslegu til-
burðum ríkisstjórnarinnar og
Landsvirkjunar að víkjast undan
þessum og fleiri spurningum. Að
lokum langar mig að biðja virkj-
anafúsa Austurlendinga um að
hugsa sig vel um áður en þeir fall-
ast á hugmyndir Landsvirkjunar
um mótmælendur; það er kannski
rétt að þeir séu flestir fáfróðir
Reykvíkingar, en þá er gott að
spyrja sig hversu margir stjórn-
armenn Landsvirkjunar hafi alist
upp á Austurlandi.
Örvænting spuna-
meistaranna
Finnur Guðmundarson Olguson
skrifar um umræður á síðum
dagblaðanna um umhverfismál
»… ef þjóðarstolt yrðigert refsivert,
myndi Magni Ásgeirs-
son fljótlega lenda í
steininum fyrir að efna
til múgæsingar.
Finnur Guðmundarson
Olguson
Höfundur er nemi.
Í FJÖLMIÐLUM hafa síðustu
daga birst fréttir af niðurstöðu hér-
aðsdóms Austurlands í máli sem
varðaði ákæru á hendur tveimur
mönnum, veiðimanni og leiðsögu-
manni, fyrir að hafa notað fjórhjól í
tengslum við hreindýraveiðar.
Málsatvik voru þau, að mennirnir
gengu á veiðar að
morgni laugardags,
skutu dýr, gengu frá
því, gengu til baka að
jeppabifreið sinni þar
sem þeir höfðu tvö
fjórhjól á kerru.
Gengu þeir frá skot-
vopnum sínum, og
lögðu af stað eftir
slóða/vegi áleiðis að
dýrinu. Af ástæðum
sem ekki koma máls-
atvikum við tókst þeim
ekki að sækja dýrið
þennan dag og sóttu
það því snemma sunnudags.
Málsatvik voru í raun óumdeild.
Ákærðu höfðu í upphafi verið kærð-
ir til lögreglu fyrir utanvegaakstur,
en voru einungis ákærðir fyrir brot
á veiðilöggjöfinni og því snerist
málið einungis um þá lögspurningu.
Í 17. tl. 1. mgr. 9. gr. laga um
vernd, friðun og veiðar á villtum
fuglum og villtum spendýrum með
áorðnum breytingum, segir að við
veiðar sé m.a. óheimilt að nota
vélknúin farartæki nema báta á sjó
til fuglaveiða. Þó segir að vélknúin
farartæki á landi, önnur en vél-
sleða, fjórhjól og önnur torfæru-
tæki, megi nota til að flytja veiði-
menn til og frá veiðilendum.
Mál þetta snerist því um það,
hvort ákærðu hefðu verið á veiðum
þegar þeir fóru og sóttu dýrið dag-
inn eftir að það var fellt á fjórhjóli.
Í forsendum dómsins segir m.a.:
Í 1. gr. umræddra laga eru veið-
ar skilgreindar þannig að þær séu
fólgnar í þeirri háttsemi að hand-
sama eða drepa villt dýr. Þegar um
sé að ræða fuglaveiðar sé þó einnig
átt við eggjatöku. Í lögunum er
hins vegar ekkert tekið fram um
það að undir hugtakið veiðar skuli
einnig falla sú hátt-
semi að sækja fellda
bráð og flytja hana til
byggða.
Í málinu hafði verið
byggt af hálfu ákæru-
valdsins á bréfi Um-
hverfisstofnunar frá
2005 til veiðimanna,
þar sem tekið var
fram, að það að sækja
fellt dýr á fjórhjóli
teldist einnig bannað.
Undir meðferð málsins
kom fram að þessi lög-
skýring Umhverf-
isstofnunar byggðist ekki á nægi-
lega traustum grunni, enda hafði
hún ekki komið fram í sambæri-
legum bréfum frá fyrri árum.
Dómara þótti því, í ljósi óskýrrar
lagaheimildar og tilgangs ákvæð-
isins um að hefta för veiðimanna á
veiðum, ekki annað hægt en að fall-
ast á málatilbúnað ákærðu og
sýkna þá. Vísaði dómarinn einnig til
1. gr. almennra hegningarlaga, þar
sem segir að óheimilt sé að refsa
manni nema hann hafi gerst sekur
um háttsemi sem lýst er refsiverð í
lögum. Almennt hefur verið litið
svo á, að þessi regla feli í sér að all-
an vafa um það, hvort háttsemi falli
undir refsiákvæði, skuli skýra sak-
borningi í hag. Fór dómarinn því að
viðurkenndum lögskýringarsjón-
armiðum þegar hún sýknaði
ákærðu.
Eftir stendur hins vegar spurn-
ingin, er heimilt að nota fjórhjól til
að sækja bráð? Fyrir því má færa
skynsemisrök, þar sem um matvæli
er að ræða sem mikilvægt er að fái
rétta meðhöndlun sem fyrst.
Ákvæði annarra laga en þeirra sem
reyndi á í þessu máli kunna hins
vegar að flækja málið. Það er því
svo, að þrátt fyrir skýra niðurstöðu
í málinu, þá er þörf á því að lög-
gjafinn og viðkomandi ráðuneyti
setjist yfir málið og setji skyn-
samar reglur. Það er ekki skynsemi
í því að einstaklingar megi fara eft-
ir slóðum á 3ja tonna fjallajeppum
eftir að veiðum lýkur til að sækja
bráð, en sé óheimilt að fara á 400
kg fjórhjólum í sömu erindagjörð-
um. Við eigum að leyfa og beinlínis
að stuðla að skynsamri nýtingu
landsins. Þessi tilhögun er óskyn-
samleg.
Eftir stendur að niðurstaða hér-
aðsdóms í þessu tiltekna máli er
skýr og skynsamleg. Þegar þetta er
ritað er hugsanlegt að dóminum
verði áfrýjað og því fullsnemmt að
fullyrða um fordæmisgildi hans.
Fjórhjól og veiðar
Hilmar Gunnlaugsson
skrifar um notkun fjórhjóls
við hreindýraveiðar
» Það er ekki skyn-semi í því að
einstaklingar megi fara
eftir slóðum á 3ja tonna
fjallajeppum eftir að
veiðum lýkur til að
sækja bráð, en sé
óheimilt að fara á 400
kg fjórhjólum í sömu
erindagjörðum.
Hilmar Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður hjá Regula
lögmannsstofu og var verjandi
ákærðu í þessu máli.
Í GREIN í Lesbók
Morgunblaðsins laug-
ardaginn 16. sept-
ember kemur fram sá
algengi misskilningur
að leiðsagnarferðir
Hugmyndaflugs ehf.
um Kárahnjúkasvæðið
hafi að mestu byggst á
flugi en að rétt hafi
verið tyllt niður fæti í
tíu mínútur á einum
stað. Þetta hefur verið
þveröfugt, aðeins lítill
hluti tímans hefur far-
ið í flug en mestur
hluti hans í göngur á
tveimur stöðum í fyr-
irhuguðu lónstæði. Að-
stæður hafa stundum
ráðið miklu og ferð-
irnar því mismunandi
langar. Viðbrögð
ferðafélaganna hafa
oftast verið sterk og
þeir sagt að þeir hafi
áttað sig betur en áður
á eðli málsins og stærð
þess. Niðurstaða
þeirra, sem hafa látið
skoðun sína uppi, hef-
ur verið mismunandi
allt frá hrifningu yfir
stærð og gerð mann-
virkjanna til þess að
setjast niður, grúfa
andlitið í höndum sér
og gráta. Suma daga hef ég gengið
allt að fimmtán kílómetra með fólki í
allt að sjö klukkustundir. Dagskrá
boðsferðar með Geir Haarde for-
sætisráðherra og fylgdarfólki var sú
að lent var á þremur stöðum en ekki
einum, og verið á gangi í á fjórðu
klukkustund en ekki tíu mínútur.
Flogið yfir Brúarjökli og lent á
Sauðármel norðan hans, sem er ein
af mörgum merkum náttúrusmíðum
jökulsins. Flogið yfir Töfrafoss,
Stuðlagátt, Kringilsárrana, Hrauka,
niður eftir Hálsinum, hinni 15 kíló-
metra löngu grónu hlíð sem ekki
sést frá útsýnispalli Landsvirkjunar,
og lónstæði fyrirhugaðs
Hálslóns, um botn
Hjalladals, yfir stífl-
urnar þrjár, niður með
Hafrahvammagljú-
frum, austur yfir Jök-
ulsá í Fljótsdal og upp
með fossaröðinni í
Norðurdal, m.a. yfir
Faxa og Kirkjufoss, og
lent við Rauðuflúð. Þar
var farið í um fjögurra
kílómetra langa göngu-
ferð. Fólkið selflutt yfir
á Hraukahjalla í Kring-
ilsárrana og gengið um
þann hluta Ranans, sem
sökkva á, upp með
Þrepafossi í Hraukana
og síðan niður aftur. Af
Hraukahjalla gefst það
útsýni sem gefur besta
hugmynd af stærð,
dýpt og eðli Hálslóns
sem verður dæmalaust
hér á landi og þótt víðar
væri leitað. Leiðsögn
mín hefur takmarkast
við þann tíma sem
ferðafélagarnir hafa
haft og hefði mátt vera
lengri. Hún spratt af
þörf á bættri fjölmiðlun
og því að veita upplýs-
ingar án tillits til skoð-
ana ferðafélaganna.
Sumir sögðust hafa
skipt um skoðun, – aðrir héldu fast
við fyrri skoðun sína og forgangs-
röðun á verðmætum. Geir Haarde
rökstuddi sitt mál eftir á og fyr-
irfram datt mér ekki í hug að hann
myndi skipta um skoðun, – það hefði
jafngilt játningu á því að standa að
stærstu mistökum Íslandssögunnar.
Um ferð
forsætisráðherra
Ómar Ragnarsson greinir frá
því hvernig staðið var að dag-
skrá boðsferðar með Geir
Haarde forsætisráðherra og
fylgdarfólki hans
Ómar Ragnarsson
»Dagskráboðsferðar
með Geir
Haarde for-
sætisráðherra
og fylgdarfólki
var sú að lent
var á þremur
stöðum en ekki
einum, og verið
á gangi í á
fjórðu klukku-
stund en ekki
tíu mínútur.
Höfundur er fréttamaður.
Sagt var: Bilið þar á milli er einn meter.
RÉTT VÆRI: … er einn metri.
Gætum tungunnar